Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÁ fáheyrði atburður varð í umferð- inni í Reykjavík að valtari keyrði á bíl. Atvikið átti sér stað þar sem gatnaframkvæmdir stóðu yfir. Við óhappið sprakk dekk á bílnum og bretti brotnaði. Við eftirgrennslan lögreglunnar í Reykjavík kom jafn- framt í ljós að ökumaður valtarans hafði ekki tilskilin ökuréttindi til að stjórna slíkri vinnuvél. Valtari ók á bifreið RÖGNVALDUR Ólafsson hjá al- mannavarnardeild ríkislög- reglustjóra flutti erindi á málþinginu í gær. Þar ræddi hann um almanna- varnir og upplýsingar til almenn- ings. Rögnvaldur segir að hafa þurfi í huga hvernig koma eigi upplýs- ingum til heyrnarlausra í neyð- aratvikum. Ekki sé hægt að nota út- varp til að beina upplýsingum beint til þessa hóps. Hann segir nútíma- tækni bjóða upp á ýmsar lausnir, en á henni séu hins vegar einnig ann- markar. „Við höfum netið, en þang- að getum við sett upplýsingar. Við höfum gsm-síma og sms-skilaboð og 112 notar talvél sem heitir Boði til þess að senda út talskilaboð í síma- númer og svo er það textavarp og skilaboðarendur yfir skjáinn með annarri dagskrá. En allt þetta getur bilað. Netið getur legið niðri, hugs- anlega vegna rafmagnsleysis eða vegna þess að símkerfið liggur niðri. GSM-kerfið getur hrunið vegna álags og sms-kerfið líka, auk þess sem þau ná ekki yfir allt landið. Sama á við um Boðann og talvélina,“ segir hann. Því séu mannleg sam- skipt alltaf afar mikilvæg. Fólk þurfi að vita af vinum og ættingjum svo hægt sé að kanna með ástand þeirra og gera viðvart, komi upp neyð- aratvik. „Það getur falist falskt ör- yggi í nútímatækninni,“ segir Rögn- valdur. Nefna megi sem dæmi atburði sem kalli á rýmingu á ákveðnu svæði. Almannavarnir séu til að mynda með viðbragðsáætlun vegna Kötlu í Rangárvalla- og Vest- ur-Skaftafellssýslum. „Þar erum við með kerfi þar sem við notum Boða og sms-skilaboð til þess að koma boðum til íbúa. En við erum samt með hlaup- arakerfi, en í því felst að menn hafa það skilgreinda hlutverk að fara á ákveðna sveitabæi og kanna með íbúana, hvort allir viti af þessu og all- ir séu farnir. Við erum alltaf með mannlega þáttinn í þessu.“ Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is GEYSILEGUR hraði er í tækniþróun og það eru alltaf að koma nýir og nýir möguleikar fyrir heyrnarlausa til þess að nýta sér þessa tækni, en á sama tíma úreld- ast eldri tæki. Þetta segir Kristinn Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, sem stóð í gær að málþingi í Salnum í Kópa- vogi um samskiptatækni í tilefni Dags heyrnarlausra. Kristinn Jón segir heyrnarlausa vilja standa jafnfætis heyrandi í samskiptum og sú tækniþróun sem orðið hafi skipti heyrnarlausa miklu. „Við eigum ekki í neinum vandræðum með að eiga samskipti hvort við annað,“ segir Kristinn Jón um heyrnarlausa. Vandamál skapist hins vegar í samskiptum við heyr- andi. Heyrnarlausir noti sms-skila- boð mikið en ekki geti allir sem heyra tekið á móti slíkum skila- boðum, margt eldra fólk hafi til að mynda ekki tileinkað sér þá tækni. „Þar upplifum við ákveðna hindrun. En svo erum við líka með msn- tækni, en ekki nýta hana heldur all- ir,“ segir Kristinn Jón. Hann segir að þegar heyrnarlausir ætli að hafa samband við fyrirtæki verði þeir að nota túlk. Heyrnarlausir bindi miklar vonir við að myndsími verði framtíðar- lausn í samskiptamálum þeirra. „Með þessari nýju tækni vonum við að við getum í framtíðinni haft beint samband, í gegnum túlk að vísu. Þeir sem heyra þurfa bara að svara í símann og tala í hann og það fer síðan í gegnum táknmálstúlkinn sem kemur svo á skjáinn hjá okk- ur,“ segir Kristinn Jón. Ljóst sé að myndsími sé það sem koma skal, en slík tækni sé orðin mjög útbreidd vestanhafs og í nokkrum löndum Evrópu líka. Styrkur dugir ekki Spurður um hvort segja megi að framtíðin sé björt í samskiptamál- um heyrnarlausra, segir Kristinn Jón að heyrnarlausir voni að svo sé. „En þetta er alltaf spurning um peninga frá ríkinu í þessu sam- bandi. Heyrnar- og talmeinastöð styrkir okkur í hjálpartækjakaup- um á tveggja ára fresti [um 30.000 krónur á einstakling] … En við þurfum alltaf að borga eitthvað með sjálf,“ segir Kristinn Jón. Þessi styrkur dugi ekki til. „Við þurfum að vera með sms-tækni, myndsíma og það er alltaf aukakostnaður, en við vonum að framtíðin verði okkur hliðholl.“ Ríkisstjórnin leggi áherslu á „aðgengi fyrir alla“. „Þá er auðvit- að sjálfsagt að við sem erum heyrn- arlaus eigum fullt aðgengi að öllu,“ segir Kristinn Jón Bjarnason. Standi jafnfætis heyrandi Morgunblaðið/Eyþór Málþing Rætt var um samskiptatækni fyrir heyrnarlausa á málþingi í tilefni Dags heyrnarlausra í Salnum í gær. Í HNOTSKURN »Hið opinbera styrkirheyrnarlausa um 30.000 krónur á einstakling á tveggja ára fresti vegna kostnaðar við hjálpar- og samskiptatæki. »Meðal þess sem heyrnar-lausir geta nýtt styrkinn til eru kaup á gsm-síma, fax- tæki, tölvu og vefmyndavél. Nútímatækni takmörkuð ♦♦♦ SLÖKKVILIÐSMENN á Keflavík- urflugvelli hafa gert kjarasamning við ríkið og var hann samþykktur með 51 atkvæði gegn engu. Þessi samningur er sögulegur að því leyti að þetta er fyrsti kjara- samningurinn sem slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli gera. Hinn 1. október nk. mun íslenska ríkið taka yfir rekstur slökkviliðsins á Kefla- víkurflugvelli og slökkviliðsmenn því komnir með fullgildan samn- ingsrétt. Fram til þessa tíma hefur kaup- skrárnefnd ákvarðað kaup og kjör slökkviliðsmanna á Keflavíkurflug- velli og oftar en ekki verið vand- kvæðum bundið að fá Starfsmanna- hald varnarliðsins til að fara að þeim úrskurði. Slökkviliðs- menn sömdu HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hef- ur dæmt karlmann á þrítugsaldri til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir umferðarlagabrot, fíkniefna- lagabrot og brot á vopnalögum. Með brotunum rauf maðurinn skil- orð og var því óhjákvæmilegt að taka skilorðsbundna hlutann upp. Maðurinn játaði brot sín ský- laust fyrir dómi en hann var m.a. kærður fyrir að hafa í vörslum sín- um tæp 137 grömm af hassi, 28 grömm af amfetamíni og rúmlega eitt gramm af tóbaksblönduðu hassi. Efnin fundust í bifreið mannsins en við leitina framvísaði hann einnig byssusting sem lögregla lagði hald á. Við málsmeðferðina var gerð krafa um upptöku á fíkni- efnunum ásamt áhöldum til neyslu, s.s. grammvog, íblöndunarefnum, álpappír og plastflösku. Ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna Ákærði kvaðst fyrir dómi hafa látið af fíkniefnaneyslu en þrátt fyrir það þótti ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna, ekki síst með tilliti til sakaferils mannsins. Hann hefur m.a. verið dæmdur áð- ur fyrir fíkniefnamisferli og um- ferðarlagabrot. Í nóvember árið 2004 var hann dæmdur til greiðslu 500 þúsund króna og sviptur öku- rétti í þrjú ár fyrir brot á umferð- arlögum og 10. janúar 2005 dæmd- ur í þriggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn almennum hegningar- lögum. Erlingur Sigtryggsson dóm- stjóri kvað upp dóminn. Ólafur Hallgrímsson fulltrúi sótti málið af hálfu ákæruvaldsins en ákærði naut ekki aðstoðar lögmanns. Tekinn með fíkni- efni og byssusting Karlmaður á þrítugs- aldri dæmdur í hér- aðsdómi Vestfjarða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.