Morgunblaðið - 23.09.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 23.09.2006, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HELGA Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.–3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi fyrir kom- andi alþingiskosningar. Helga Vala hefur undan- farin ár starfað á vettvangi fjölmiðla, fyrst á Bylgjunni og síðar hjá Ríkisútvarp- inu, Talstöðinni og NFS. Hún er menntaður leikari og hefur starfað við uppfærslur frá útskrift 1998 bæði sem leikari og leikstjóri. „Brennandi áhugi á þjóð- félagsmálum og vilji til að hafa áhrif á umhverfið er ástæða þess að ég býð mig fram. Ég trúi því að það sé eftirspurn eftir konu með mína reynslu og hæfileika á Alþingi Íslendinga,“ segir í yfirlýsingu frá Helgu Völu. Helga Vala er gift Grími Atlasyni, bæjarstjóra Bolungarvík- ur, og saman eiga þau fjögur börn. Helga Vala Helgadóttir stefnir á 2.–3. sætið Helga Vala Helgadóttir BENEDIKT Sigurðarson, aðjúnkt við Háskólann á Ak- ureyri, sækist eftir 1. sæti á framboðslista Samfylking- arinnar í NA-kjördæmi. Benedikt er menntaður uppeldisfræðingur og kenn- ari og gegndi um 12 ára skeið skólastjórastöðu við Barnaskóla Akureyrar (nú Brekkuskóla). Hann lauk meistaraprófi í stjórnun og stjórnsýslu skóla frá háskóla Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada árið 1996. Frá árinu 1997 hefur hann starfað við Háskólann á Akureyri – fyrst hjá Rannsóknastofnun HA og síðan sem aðjúnkt við viðskiptadeild og kennaradeild þar sem hann kenn- ir gæðastjórnun, stjórnun og skólaþróun. Benedikt hefur unnið að úttektum og ráðgjafarverkefnum – og einnig að rannsóknum á skóla- starfi. Benedikt hefur starfað mikið að málefnum innan íþróttahreyfingar- innar, setið í stjórn Sundsambands Íslands frá 1998 og verið formaður SSÍ frá 2000– 2006. Hann hefur einnig unnið mikið starf innan samvinnuhreyfingarinnar, verið í stjórn Akureyrar- deildar KEA og formaður þar 1998–2006, í stjórn KEA frá 2001 og formaður stjórnar KEA 2002–2006. „Það er afar brýnt að fólk með margvíslega reynslu og viðhorf veljist til forystu fyrir stjórn- málaflokka – og það spillir heldur ekki að leiða saman bæði unga og eldri,“ segir í tilkynningu frá Bene- dikt. „Samfylkingin er nýr flokkur og mikil þörf á að hefja sig upp fyrir gamla skiptingu milli þeirra hópa sem komu úr flokksfélögunum sem stóðu að Samfylkingunni í upphafi. Ég hef ekki tekið þátt í flokkslegu starfi í næstum því 20 ár en hef aflað mér annarrar reynslu.“ Benedikt opnar brátt vefsetrið www.bensi.is. Benedikt Sigurðarson stefnir á fyrsta sætið Benedikt Sigurðarson VALDIMAR Sigurjónsson hefur ákveðið að sækjast eft- ir 3. sæti á lista Framsókn- arflokksins í Norðvestur- kjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar. Valdimar er 33 ára gamall viðskiptalögfræðingur og stundar nú meistaranám í skattarétti við Háskólann á Bifröst. Hann er fæddur og uppalinn á Glitstöðum í Norðurárdal í Borgarbyggð. Valdimar er formaður Framsókn- arfélagsins á Bifröst. Fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 2006 var hann kosningastjóri ásamt því að skipa 6. sæti á lista Framsóknarflokksins í sameinuðu sveitarfélagi sem nú ber heitið Borgarbyggð, en það sæti tryggði honum setu sem varamaður í sveitarstjórn. Í tilkynningu frá Valdimar segir að aðaláherslumál hans séu byggða- mál og vísar hann sérstaklega til þeirrar jákvæðu þróunar sem orðið hafi við upp- byggingu Háskólans á Bif- röst. „Það er mjög mikilvægt að Framsóknarflokkurinn komi sterkur út úr næstu kosningum. Til þess að svo verði er mikilvægt að á lista flokksins veljist breið- ur hópur sem hefur fjöl- breyttan bakgrunn. Ég tel stjórnmál vera spennandi vettvang til að starfa við. Úrlausnarefni stjórnmálanna eru fjölbreytt og kalla á frjóa hugsun, frumkvæði og nýjar framsýnar aðferðir. Ég tel mig hafa þann kraft og vilja sem þarf til þess að standa í framvarðarsveit Framsóknarflokksins í Norðvestur- kjördæmi og vonast til þess að hljóta traust til þess að skipa 3. sæti fram- boðslista hans fyrir næstu Alþingis- kosningar,“ segir í tilkynningu frá Valdimar. Valdimar Sigurjónsson sækist eftir 3. sætinu Valdimar Sigurjónsson „VEIÐIN í Selá í sumar fór framúr okkar björtustu vonum,“ segir Orri Vigfússon, formaður veiðifélagsins Strengja, en metveiði var í ánni í sumar, 2.740 laxar og sló veiðin því við metveiðisumrinu í fyrra, 2.318. Mikill og jafn stígandi hefur verið í Selá síðasta áratug. Meðalveiði á stöng í Selá í sumar var gríðargóð, eða 4,6 laxar á dag. „Þetta ævintýri má þakka góðri og farsælli samvinnu leigutaka og veiðiréttareigenda,“ segir Orri. „Dreifingin á veiðinni var afar góð, frá því snemma á júlí og þar til veiði lauk nú 20. september. Mörg atriði í lífríkinu koma örugglega saman við að skapa þessa útkomu, og ekki er hægt að reikna þau út, en ég held að það standi samt uppúr að yfir helmingi laxanna er sleppt aftur í ána.“ Ítrekaði Orri að samvinnan við landeigendur væri góð en staðfesti jafnframt sögur um að umboðsmenn fjárfesta hefðu verið í sambandi við landeigendur, að bjóða í jarðir. Áttunda besta laxveiðisumarið Orri hefur lengi fylgst grannt með veiðitölum í laxveiðiám landsins og spáð í veiðina; nú spáir hann að lax- veiðin í sumar verði 43.400 laxar en það myndi verða áttunda besta lax- veiðiárið á Íslandi. „Þetta hefur í rauninni verið mjög gott veiðiár, þrátt fyrir að allt Norð- urlandið sé frekar dapurt. Vatns- dalsáin stendur uppúr af norðlensku ánum, en þar er líka veitt og sleppt,“ segir Orri. Hann segir að ákveðin óvissa sé i spánni hvað varðar hafbeitarárnar, Rangárnar og Breiðdalsá, þar sem veitt sé inn í október, en hann spáir samt að í þeim veiðist 7.370 laxar. „Borgarfjörðurinn var nokkuð góður í heildina, þrátt fyrir að Grímsá og Laxárnar í Leirársveit og Kjós væru frekar daprar miðað við þetta landsvæði.“ Spá Orra er heldur hærri en spá Guðna Guðbergssonar fiskifræðings, sem spáir heildarveiði upp á 40 til 41 þúsund laxa, sem mun vera um 15% yfir meðalveiði síðustu ára en samt undir veiði síðustu tveggja ára er veiddust um 46.000 og 55.000 laxar. Hofsá fór yfir 2.000 Veiði er lokið í Hofsá í Vopnafirði og endaði hún í 2.023 löxum, sem er vel yfir meðaltali árinnar. Síðasta vikan gaf 190 laxa. Eitt þriggja stanga holl undir lokin fékk 101 lax á stangirnar sjö. Langá á Mýrum end- aði í 1.835 löxum. Í Leirvogsá veiddust um 300 laxar sem er mikil fækkun frá síðustu ár- um. Hítará fór í 544, sem er yfir meðalveiði. Fnjóská er með ríflega 350. Hvað mesta fallið er í Víðidalsá, sem gaf 633 laxa en var í um 1.700 í fyrra. Þess ber þó að geta að nú var í fyrsta sinn einungis veitt með flugu út tímabilið í ánni. Stóra-Laxá áfram hjá SVFR Á félagsfundi í Stóru-Laxárdeild Veiðifélags Árnesinga á fimmtu- dagskvöld, var samþykkt tillaga stjórnar þess efnis að framlengja samning við Stangaveiðifélag Reykjavíkur, um leigu á Stóru-Laxá, um fjögur ár. Mun samningurinn gilda til ársins 2011 og leigugjald ár- innar um það bil tvöfaldast, fara í tæpar 20 milljónir á ári. Tillagan var samþykkt með fimm- tán atkvæðum gegn átta. Munu veiðiréttareigendur, samkvæmt til- lögunni, taka þátt í uppkaupum neta ásamt SVFR. Tillaga um að bjóða ána út var felld. „Þetta hefur í rauninni verið mjög gott veiðiár“ Morgunblaðið/Golli Lax í netum Veiðiréttareigendur við Stóru-Laxá binda vonir við að frekari uppkaup laxaneta í Ölfusá-Hvítá auki laxagengd enn frekar.                                  Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is UNNUR Brá Konráðsdótt- ir, sveitarstjóri í Rangár- þingi eystra, gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninga 2007. Unnur Brá, sem er 32 ára, er lögfræðingur frá Há- skóla Íslands og stundar nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ. Unnur Brá leiddi lista sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra í sveitarstjórnar- kosningum 2006 og var kjörin í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi. Unnur Brá er varafor- maður Kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi, varaformaður full- trúararáðs Sjálfstæðis- flokksins í Rangárvallasýslu og situr í stjórn Landsam- bands sjálfstæðiskvenna. Unnur Brá var oddviti Vöku í Stúdentaráði H.Í 1999-2000 og sat jafnframt í stjórn Vöku. Unnur Brá starfaði áður sem lögfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins á Selfossi, var fulltrúi sýslumannsembættanna á Selfossi og Ísafirði og um tíma settur sýslumaður á Ísafirði. Unnur Brá Konráðsdóttir sækist eftir 5. sæti Unnur Brá Konráðsdóttir STANGVEIÐI CHEN Zhili, sem sæti á í 14 manna ríkisráði Kínverska alþýðu- lýðveldisins, er nú í heimsókn hér á landi. Í fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær segir að Chen Zhili sé ein valda- mesta kona Kína. Hún hélt í blíð- viðrinu í gær með fríðu föruneyti til Nesjavalla til að kynna sér starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur þar. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, tók þar á móti Chen Zhili ásamt helstu stjórnendum fyrirtækisins. Sem kunnugt er á Orkuveita Reykjavíkur þátt í uppbyggingu hitaveitu í Kína, sem fullgerð mun leysa hitaveituna á höfuðborg- arsvæðinu af hólmi sem stærsta hitaveita í heimi. „Á það var þó bent að veita Orkuveitunnar hér verður þó áfram stærst miðað við höfðatölu. Þeir málaflokkar sem Chen Zhili fer með í ríkisráðinu eru mennta- og menningarmál og íþróttir, þ.m.t. málefni tengd Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Beijing árið 2008,“ segir í fréttatilkynningu frá OR. Skoðunarferð Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, og Chen Zhili, sem sæti á í ríkisráði Kínverska alþýðulýðveldisins, á Nesjavöllum í gær. Kynnti sér starfsem- ina á Nesjavöllum LÖGREGLUNNI á Húsavík barst óvenjuleg tilkynning í gærdag frá móður átján ára drengs, sem tekinn var af sérsveit ríkislögreglustjóra á 160 km hraða í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu á fimmtudag. Bað hún lögreglu að leggja hald á bif- reiðina sem sonurinn ók þar til hún kæmi og sækti hana. Auk þess bað hún um að sonurinn yrði sviptur ökuleyfi og þakkaði lögreglu að lokum fyrir að hafa stöðvað hann, þar sem drengurinn hefði stofnað eigin lífi og annarra í hættu með hraðakstrinum. Bifreiðin sem skráð er á móður drengsins verður í vörslu lögregl- unnar þar til hún verður sótt. Drengurinn verður hins vegar að sætta sig við ökuleyfissviptingu fyr- ir athæfið. Bað lögreglu að leggja hald á bifreiðina SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kallað út vegna elds í sum- arbústað við Sléttuhlíð ofan Hafn- arfjarðar aðfaranótt föstudags. Þegar slökkvilið kom að var bú- staðurinn í ljósum logum og ljóst að honum yrði ekki bjargað, enda lítið eftir af honum eftir slökkvistarf. Talið er að um íkveikju sé að ræða en engar raflagnir eru í bústaðn- um. Málið er í rannsókn. Kveikt í sumarbú- stað við Sléttuhlíð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.