Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 31 eða skilja bílinn eftir þar. Það er ekki nema svona tíu mínútna gang- ur.“ Það sem þau hjónin sækjast eftir með því að vera í bústaðnum er fyrst og fremst kyrrðin. „Þetta er mjög notalegur staður og það er mjög afslappandi að vera hérna úti í náttúrunni, gott að koma hingað og fara að keyra skít í hjólbörum og moka holur,“ segir Sölvi kíminn. Góður handlangari Þegar gerðar voru undirstöður að húsinu létu Sölvi og Magnea gera margar holur allt í kring. „Með það fyrir augum að það væri þægilegra að moka ofan í holur heldur en upp úr þeim,“ segir Sölvi og hlær við, „ef við vildum ekki hafa pallinn svona stóran, en nið- urstaðan varð sú að við notuðum allar holurnar.“ Pallurinn er gríðarstór og fal- legur. „Hann er mikill þrifnaðar- auki og gefur betra skjól.“ Veðursæld er þó nokkur þó að suðaustanáttin geti látið finna fyrir sér. „Svo eftir því sem trén hækka eykst skjólið,“ segir Sölvi. Þó að þau hjónin hafi unnið mörg handtökin á svæðinu hafa þau látið vinna talsvert fyrir sig. „Ég er góður handlangari,“ segir Sölvi og hlær, „og er hlynntur sér- hæfingu.“ Gufubaðið sem bættist við hjá þeim í sumar var góð viðbót við það sem komið var. Í framtíðinni vonast þau til að hitaveita verði lögð að húsinu og þar með gæti draumurinn um pottinn ræst. „Við, landeigendur hér, höfum barist fyr- ir því að fá hitaveitu hingað. Það gengur hægt en kemur vonandi. Auðvitað dreymir okkur um að fá almennilegan heitan pott því það er sérstaklega notalegt að vera í heit- um potti úti í sveit á veturna, þar sem er engin ljósmengun, og horfa á stjörnurnar, nú eða láta snjóa í andlitið á sér.“ sia@mbl.is Stolt húsbóndans Sölvi er hreykinn af eldiviðarhlaðanum sem hann hefur dundað sér við með nákvæmnina í fyrirrúmi. Smáatriði Það eru oft smáatriðin sem gera útslagið í heildarmyndinni. Gömul straujárn og enn eldri straujárn geta verið flott hilluskraut. Upp í loft Sölvi kom með vogina frá Sýrlandi. Þar fann hann hana á fornsölu. Gufa Í sumar bættu Sölvi og Magnea gufubaði við bústaðinn. ÞEGAR blaðamaður gekk inn um dyrnar í bústað þeirra Sölva og Magneu tók á móti honum ljúf- fengur ilmur, sem kom til af því að Sölvi var að kynda undir sólberjum. Ekki var hægt að sleppa honum við að segja frá að- ferðinni og hlutföllunum sem fer hér á eftir: Sólberin (gildir líka um rifs) eru þvegin og sett í pott og nauðsynlegt er að hafa talsvert af stilkum, grænjöxlum og grænu laufi með, því að í þeim er hleypirinn. Einn dl af vatni er settur móti ca. kg af berjum og soðið í stund- arfjórðung við vægan hita og hrært í annað slagið. Þá er hellt úr pottinum í sigti sem er klætt með grisju og safinn pressaður í annan pott. Þetta verður hreinn og fínn safi sem síðan er blandaður hrásykri í hlutföllunum einn á móti einum, suðan látin koma upp þannig að sykurinn bráðni og myndast þá stundum smáskán ofan á sem fleytt er af, en síðan er vökvanum ausið í krukkur þar sem hann stinnist. Þetta verður undurgott hlaup. Gott er að setja hratið aftur í pott, hella á það vatni þannig að fljóti yfir og láta sjóða í um það bil klukkustund, sigta síðan gegnum grisju og blanda hrásykri saman við vökvann í hlutföllunum þrír á móti fjórum og hræra saman við uns bráðnar, en sjóða ekki. Þetta er fjarska góð hrásaft og með ís eða grjónagraut. Og vitaskuld alveg fjarska holl! Sólber Sölvi gefur uppskrift og aðferð að ljúffengu sólberjahlaupi sem hann gerir oft. Sólberin Opið: Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga 11-15 Síðumúla 3, sími 553 7355 Haust 2006 Glæsilegur kvenfatnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.