Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Eitt af brýnustu verk-efnum okkar Íslendingaer að tryggja farsælastjórn á nýtingu nátt- úruauðlinda sem stefnir að því marki að tryggja hvort tveggja í senn, hagsæld þjóðarinnar í heild, og vernd og viðhald auðlinda í þágu komandi kynslóða. Þetta var nið- urstaða auðlindanefndar sem kosin var af Alþingi árið 1998 og skilaði viðamikilli skýrslu árið 2000. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, stjórnlausu auðlindakapphlaupi hefur verið hrundið af stað en stjórnvöld hafa algerlega vanrækt að setja lög og reglur um stjórn og nýtingu auðlinda. Engin regla virð- ist gilda önnur en sú að fyrstur kemur, fyrstur fær. Samfylkingin hefur verið óþreytandi við að benda á þær hættur sem þessu eru samfara en ríkisstjórnarflokkarnir skella við skollaeyrum. Stjórnleysið í auð- lindamálum er þegar farið að setja mark sitt á náttúru landsins og skaða fyrirtæki í útflutnings- og samkeppnisiðnaði sem líða fyrir þann algera forgang sem stóriðjan hefur í atvinnustefnu ríkisstjórn- arinnar. Ríkisstjórnin virðist hvorki hafa vilja né getu til að móta skynsamlega auðlindastefnu sem miðar að því að hámarka arð þjóð- arinnar af auðlindum sínum, bygg- ist á jafnræði atvinnugreina og virðingu fyrir náttúrunni. Samfylkingin, einn flokka, hefur unnið sína heimavinnu í auðlinda- málum. Í þessari grein verður fjallað um ýmsar leiðir sem færar eru til að tryggja farsæla stjórn á nýtingu náttúruauðlinda þjóð- arinnar. Tillögurnar sem hér eru reifaðar byggjast á hugmyndum sem m.a. voru settar fram af hóp- um um auðlindanýtingu og nátt- úruvernd sem hafa starfað á veg- um framtíðarhóps Samfylkingarinnar. Markaðsvæðing raforkukerfisins Eins undarlegt og það nú er þykjast forystumenn blágræna- bandalagsins nú engu ráða í stór- iðju- og virkjanamálum! Stefnu- mótun í þessum málum hefur verið færð frá stjórnvöldum til orku- og álfyrirtækja. Forsætis- og iðn- aðarráðherra, formenn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, sóknir um rannsóknarleyfi svæðum sem mörg hver er viðkvæm út frá náttúruver arsjónarmiði. Þetta er ekk legt og tæplega hægt að ála framkvæmdadrifnum fyrir fyrir að sækja inn á svæði s standa öllum opin til hvaða sem er. Það er ekki í þeirra hring að móta náttúruvern arstefnu fyrir landið heldu valda. Á íslenskum raforkumar komin upp sú viðkvæma og sama staða að samkeppni h verið gefin frjáls án þess að hliða hafi verið sett nauðsy og leikreglur á sviði auðlin ingar og náttúruverndar. E verður ekki gert áður en le haldið er hætt við að tekna ákvarðanir sem munu hafa óafturkræf áhrif á umhver og samfélag. Það er hins ve ennþá tími til að spyrna við og taka á þessum málum. E þess þarf pólitískan vilja. E má orð forsætisráðherra og aðarráðherra er sá vilji ekk hendi hjá ríkisstjórninni se frá sér allri ábyrgð. Annað það vegna hugsunarleysis leysis eða vegna hins að rík isstjórnin er einfaldlega þe skoðunar að ekki megi setj lindakapphlaupinu eðlilega ur. En hvað þarf að gera? Auðlindanefndin – in memoriam Fyrst er ástæða til að ne lindamálin. Það var samdó hafa báðir sagt að ákvarðanir sem varða þrjú álver og virkjanir þeim tengdar séu ekki á þeirra borðum. Iðnaðarráðherra sagði í viðtali við NFS í júlí sl. að frumkvæðið, forystan og forræðið í virkjana- og stóriðjumálum væri komið út í nærsamfélagið í sveitarfélögunum, til fjárfestanna og út á markaðinn. Vísaði hann til þess að með nýjum raforkulögum frá 2003 hefði stjórn- sýslu þessara mála verið breytt og nú væru það orkufyrirtæki á sam- keppnismarkaði sem gerðu frjálsa samninga við álfyrirtækin. Í svip- aðan streng tók forsætisráðherra í viðtali við morgunútvarpið hinn 14. september sl. Það er vissulega rétt hjá ráð- herrunum að margt breyttist með nýjum raforkulögum. Áður en raf- orkulögunum var breytt höfðu orkufyrirtækin lengst af sam- félagslegar skyldur við íbúa og sveitarfélög, voru skattlaus, skil- uðu eigendum sínum takmörk- uðum arði og gátu nýtt sér þá virkjanakosti sem þeim þóttu vænstir án þess að greiða sér- staklega fyrir þann rétt ef viðkom- andi auðlind var ekki í einkaeign. Með lögunum frá 2003 voru fyr- irtækin sett á samkeppnismarkað. Framleiðsla og sala á raforku var gefin frjáls og orkufyrirtækin s.s. Orkuveita Reykjavíkur og Hita- veita Suðurnesja geta nú keppt við Landsvirkjun en þurfa ekki lengur að lúta forræði og milligöngu henn- ar. Markmið laganna er að tryggja jafnræði fyrirtækja og þar með samkeppni á markaði til að lækka verð á raforku til almennings og fyrirtækja. Framkvæmdin hefur verið mislukkuð því ríkisstjórnin skilur ekki hlutverk sitt. Rásmerkið var gefið, kapp- hlaupið fór af stað en það fórst hins vegar fyrir að setja því skyn- samlegar reglur. Hugsunarleysi og hugleysi Þegar blásið er til samkeppni á raforkumarkaði eins og öðrum mörkuðum má öllum ljóst vera að fyrirtækin á þeim markaði hljóta að leita allra leiða til að standast hvert öðru snúning og ná til sín sem mestri markaðshlutdeild. Mik- ill kraftur hefur verið leystur úr læðingi og fyrirtækin reyna auðvit- að að tryggja sér sem flesta og besta virkjunarkosti. Þess vegna sækja orkufyrirtækin um rann- sóknarleyfi sem aldrei fyrr og í iðn- aðarráðuneytinu liggja nú 13 um- Stjórnlaust auðlindakap »Ríkisstjórnin h sýnt vítavert ábyrgðarleysi í au linda- og náttúruv armálum sem fær orkufyrirtækjunu eignarréttindi á au lindum þjóðarinna Þegar þess er gæt sjálfstæðismenn h hugmyndir um að einkavæða orkufy irtækin er þetta e varlegra en ella. Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Heimsókn Bjarna Benedikts-sonar til Japans var farin íboði japanskra stjórnvaldasem hafa upp á síðkastið boð- ið ungum stjórnmálamönnum og frammá- mönnum í viðskiptalífinu til landsins. Var Bjarna boðið í tilefni þess að í ár eru fimmtíu ár liðin frá því að Japanar og Ís- lendingar tóku upp stjórnmálasamband. Bjarni segir um aðdraganda heimsókn- arinnar að fyrir fram hafi hann verið spurður að því hvað hann hefði helst áhuga á að kynna sér, yrði honum boðið. Hann segist hafa nefnt sérstaklega ástandið í stjórnmálunum, efnahagsmálin auk sögu og menningar þjóðarinnar. Í framhaldi af því hafi japanska utanrík- isráðuneytið settu upp viðamikla dag- skrá. Bjarni segir heimsóknina hafa tek- lagahalla og van er ekki auðleyst og landsmönnum ríkisstjórnarinn yrði kvenna, au fjölskylduvænn áttunni gegn fól vegar samfélag af rótgrónum ve ur tekið langan Þingmaður úr h sagði mér til að langt væri í land alvarlegt vanda þrjúhundruð þú milljón börnum Japana hefur lö mér þótti engu heyra, að í dag e Japanar búnir a Bjarna fanns heyra hve mikil gat haft með ,,C þeim tilgangi að ana var í fyrra f máli gekk út á þ fyrirtæki til að n sparlegar en ge var það innleitt tækju niður bin Á skyrtunni væ ist vel og hann hafi á stuttum tíma náð að sanka að sér margvíslegum upplýsingum um land og þjóð. „Ég fékk til að mynda góða innsýn í það sem Koizumi forsætisráðherra hefur áorkað á valdatíma sínum. Það er óhætt að segja að hann hafi staðið í ströngu, ekki síst vegna valdabaráttu í eigin flokki. Skemmst er að minnast þess þegar hann í fyrra leysti upp þingið vegna ágreinings um einkavæðingu póstsins og vann stór- sigur í kjölfarið. Það eru ákveðin merki um að betri tíma sé að vænta í efnahags- málum Japana og almennt virðast menn sammála um að það sé vegna þeirra áherslumála sem Koizumi hefur barist fyrir, t.d. minni ríkisumsvifa og umbóta á lífeyriskerfinu. Enn er þó mikið verk óunnið því Japanar glíma við mikinn fjár- Merki um að betri tíma sé vænta í efnahagsmálum Ja Bjarni Benediktsson alþingismaður er nýkominn úr tæplega vikulangri heimsókn til Japans. Þar kynnti hann sér ástand stjórnmála, stöðu efnahagsmála og samfélagið almennt. Jónas Hallgrímsson, frétta- ritari Morgunblaðsins í Japan, ræddi við Bjarna um heimsóknina. ÖRYGGISMÁL FYRR OG NÚ Þór Whitehead, prófessor, skrifarmerka grein í síðasta tölublaðtímaritsins Þjóðmála, sem út kom í fyrradag, um öryggismál þjóð- arinnar á árum áður. Í grein prófess- orsins kemur m.a. fram, að Hermann Jónasson, þáverandi forsætisráð- herra, hefur gert ákveðnar ráðstafan- ir í upphafi heimsstyrjaldarinnar síð- ari til þess að safna upplýsingum, sem að gagni mættu koma til að tryggja ör- yggi ríkisins. Á fyrstu árum kalda stríðsins gekk svo Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra skrefi lengra og gaf fyrirmæli um skipulega upplýs- ingaöflun, sem unnin var af tveimur til þremur einstaklingum, sem Þór nafn- greinir. Á þeim árum lá það orð á, að á veg- um Sigurjóns Sigurðssonar lögreglu- stjóra og Árna Sigurjónssonar, sem starfaði hjá útlendingaeftirlitinu, væri unnið að slíkum verkefnum. Hins veg- ar fékkst það aldrei staðfest og ekki fyrr en nú. Nafn Péturs Kristinssonar, sem fram kemur í grein Þórs White- heads, hefur ekki áður verið nefnt í þessu samhengi að því bezt er vitað. Kjarni málsins er þó sá, að auðvitað var nauðsynlegt á árum síðari heims- styrjaldar og síðar kalda stríðsins að vinna skipulega að upplýsingaöflun um aðgerðir eða hugsanlegar aðgerðir þeirra, sem hér störfuðu beint eða óbeint á vegum óvinaþjóða. Og engin ástæða til að býsnast yfir því. Hins vegar eru upplýsingar Þórs Whiteheads mikilvægt innlegg í þær umræður, sem nú fara fram um nauð- syn slíkrar skipulegrar starfsemi hér á okkar dögum. Nú er það þó fyrst og fremst af öðr- um ástæðum. Við erum sem þjóð í hættu stödd vegna tilrauna alþjóð- legra glæpasamtaka til þess að koma sér hér fyrir m.a. í krafti ólöglegs inn- flutnings á fíkniefnum. Það eru dæmi um að fíkniefnasalar hafa tekið yfir heilu þjóðfélögin. Kól- umbía er skýrt dæmi um þetta. Það getur gerzt hér, ekkert síður en þar. Nú er brýnt að koma upp skipulegri upplýsingaöflun hér á Íslandi til þess að ráða niðurlögum alþjóðlegra glæpahringa, sem standa fyrir síaukn- um innflutningi á fíkniefnum til Ís- lands. Þeir koma sér sífellt betur fyrir hér, annars vegar í skjóli mikilla fjár- muna og hins vegar vegna þekking- arleysis yfirvalda hér á starfsemi þeirra. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra á þakkir skildar fyrir að hafa sýnt þann kjark að taka þetta mál hér upp. Dómsmálaráðherra gat gengið út frá því sem vísu, að hann yrði fyrir að- kasti af þessum sökum, sem og hefur orðið. Það hefur ekki hindrað hann í að ganga fram fyrir skjöldu og setja fram skipulegar hugmyndir um þetta efni, sem hljóta að koma til umræðu á Al- þingi Íslendinga í vetur.Yfirgnæfandi fjöldi fólks gerir sér grein fyrir því, að fátt er mikilvægara en að taka hér upp markvissa baráttu gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Baráttan gegn glæp- um á Íslandi verður áreiðanlega eitt af helztu umræðuefnum kosningabarátt- unnar í vetur og vor og á að verða það. ÁHUGAVERÐ SAMBÚÐ Athyglisverðar upplýsingar komufram í frétt á forsíðu Morgun- blaðsins í gær, um að við hönnun nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut væri gert ráð fyrir sérstöku göngu- deildahúsi, þar sem búast mætti við að deildir yrðu einkareknar. Ingólfur Þórisson, framkvæmda- stjóri tækja og eigna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) segir í blaðinu að hugmyndin sé að draga að spítalanum þá starfsemi, sem hafi verið að byggjast upp úti í bæ. Þannig verði læknastofum og öðrum í heil- brigðisgeiranum, sem áhuga hafi á, boðið að vera með einkarekstur í göngudeildahúsinu. Þetta eru merkilegar hugmyndir. Gera verður ráð fyrir að þær séu sett- ar fram með vitund og vilja heil- brigðisyfirvalda, sem eru þá kannski opnari fyrir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu en verið hefur und- anfarin ár. Hagurinn af því að hafa einkarekn- ar göngudeildir á LSH er ótvíræður. Ingólfur Þórisson bendir á einn kost- inn; að LSH er háskólasjúkrahús og gott er fyrir nema í heilbrigðisgrein- um að kynnast þar ekki einvörðungu ríkisrekstri á heilbrigðisþjónustu, heldur líka einkarekstri. Gera verður ráð fyrir að mikið hag- ræði sé að því fyrir sjúklinga að geta sótt á einn stað þjónustu, sem áður hefur verið dreifð. Sama á auðvitað við um heilbrigðisstarfsfólk, einkum lækna, sem bæði hafa unnið hjá LSH og á einkareknum stofum. Út frá sjónarmiðum um sparnað og hagræðingu í heilbrigðisþjónustunni hlýtur að geta verið eftirsóknarvert að bjóða t.d. út göngudeildarþjónustu og nýta þannig hugkvæmni einka- framtaksins til að finna hagkvæm- ustu leiðina að skilgreindum mark- miðum. Og af hverju ætti að útiloka þann möguleika, að samkeppni færi fram undir sama þaki, milli einkarekinna læknastofa eða á milli ríkisrekinnar þjónustu og einkarekinnar? Það vant- ar samkeppni í heilbrigðiskerfið og af hverju ætti hún ekki að geta farið fram innan nýs spítala, eins og á milli hans og annarra stofnana eða fyrir- tækja? Hlutur einkarekstrar í heilbrigðis- þjónustunni er of lítill og m.a. þess vegna borga Íslendingar alltof mikið fyrir heilbrigðisþjónustu miðað við ýmsar aðrar þjóðir. Það vantar sam- keppni í heilbrigðisþjónustunni, ekki bara til að ná niður kostnaði, heldur líka til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðlistana. Þessi atriði hafa verið deiluefni á milli heilbrigðisyfirvalda, stjórnenda LSH og lækna, a.m.k. sumra lækna, eins og nýlegar ályktanir aðalfundar Læknafélags Íslands sýna. Getur verið að nýr Landspítali, sem býður einkaframtakið velkomið, geti stuðlað að sáttum í þessum efnum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.