Morgunblaðið - 23.09.2006, Page 37

Morgunblaðið - 23.09.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 37 ÞEGAR forstjóri Samherja á Akureyri býðst til að efna í starfslokasamninga fyrir seðlabankastjóra, er boðið dá- lítið grátbroslegt, þar sem Samherji er fyrirtæki í far- arbroddi þeirra, sem keypt hafa völd til handa ráðstjórn- inni í rúman áratug. En auð- valdið vill jafnan bæði deila og kjósa. Hitt er svo líka auðvitað, að Samherjamenn þurfa ekki að fara í innri vasann til að standa straum af slíkum hró- keringum, þegar haft er í huga, að strandkafteinn Hall- dór Ásgrímsson gaf þeim um árið aukakvóta upp á 4400 tonn, en þeim tonnum má nú koma í verð fyrir meira en 8 – átta – milljarða króna. Eða leigja frá sér, eins og þeir gera, fyrir 7 – sjö – hundruð milljónir á ári. Eftir nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabanka kemur annar jöfur fram á sviðið og spyr: Hversu lengi ætla íslenzkar fjöl- skyldur að hafa þolinmæði með slíku háttalagi? Sjálfur framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fyrrverandi al- þingismaður Sjálfstæðisflokks- ins og talsmaður ríkisstjórnar í efnahagsmálum á þingi, Vil- hjálmur Egilsson! Spyr sá sem ekki veit! Það er að vísu rétt að það er almenningur, sem borgar brús- ann af afglöpum landsstjórnar í efnahagsmálum, og peninga- málum sérstaklega. Sér í lagi fjölskyldur ungs fólks, sem hefir verið að koma sér upp þaki yfir höfuðið, rígskorðað af verðtryggingu og gengisfalli. Ráðstjórnarmönnum þykir sjálfsagt bót í máli að fjár- málafyrirtækin græða á tá og fingri. En hvað eiga fjölskyldur til bragðs að taka, Vilhjálmur Eg- ilsson, sem stefnt er rakleiðis í ógöngur fjármálaöngþveitis af stjórnvöldum? Engum blöðum þarf um það að fletta, að stór- aukinn áhugi á inngöngu í Evr- ópusambandið er örvænting- arfullur flótti undan íslenzkum óstjórnarmönnum. En hvernig væri Vilhjálmur að setja rík- isstjórnir af; taka boði Sam- herja um starfslokasamning fyrir a.m.k. formann stjórnar Seðlabankans og biðja afgang- inn af auðvaldinu að láta vera að kaupa ráðstjórninni völd á nýjan leik í kosningum að vori? Önnur úrræði eru ekki í aug- sýn. Sverrir Hermannsson Að borga brúsann Höfundur er fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. ALÞJÓÐLEGI hjartadagurinn er haldinn ár hvert síðasta sunnu- daginn í september. Nú ber hann upp á 24. september og þema hans í þetta sinn er „Hve ungt er þitt hjarta.“ Hættan á hjarta- sjúkdómum eykst með aldrinum en lífsstíll hvers og eins hefur þar einnig afgerandi áhrif. Alkunnugt er að óhollt mataræði, offita og reykingar eru mikl- ir áhættuþættir varð- andi hjartasjúkdóma og því ástæða fyrir alla að varast þá. Einnig og ekki síður er ástæða til að minna á að holl hreyfing með hæfilegri áreynslu er afar mikilvægur þáttur til að viðhalda lík- amanum og halda hjartanu ungu. Hreyf- ingin er eitthvað sem allir þurfa að huga að, sama á hvaða aldri sem þeir eru. Rann- sóknir sýna að ekki er nóg að stunda íþróttir á ungum aldri og hætta svo þó lengi búi að fyrstu gerð. Það má aldrei slaka á. Ekki er nóg að rjúka til öðru hvoru og taka sér tak en slaka svo á lang- tímum saman. Þá skaðast árangur átaksins. Hver aldurshópur og hver einstaklingur þarf að finna sér þá leið eða aðferð sem best hentar hverjum og einum hverju sinni. Ein leið til hollrar hreyfingar sem flestum hentar og ólíkir ald- urshópar geta stundað saman bæði til heilsuræktar og félagsskapar er göngur. Hjartaheill, sem eru samtök hjartasjúklinga á Íslandi, hafa hvatt félagsmenn sína og aðra til að styrkja heilsu sína með hollri hreyfingu. Þau stóðu, ásamt SÍBS og Hjartavernd sem eru samtök þeirra er rannsóknum sinna á þessu sviði, að stofnun HL- stöðvarinnar í Reykjavík á sínum tíma en þar þjálfa þeir sem hafa fengið hjarta- eða lungna- sjúkdóma. Einnig hafa samtökin staðið fyrir gönguhópum sem ganga reglulega víða um land. Þá hef- ur hjartadagsins gjarnan verið minnst með Hjartagöngu. Þeirri hefð munum við halda næsta sunnudag. Hjartaganga Hjartaheilla á höf- uðborgarsvæðinu og Neistans, styrkt- arfélags hjartveikra barna, verður í Elliða- árdalnum kl.14:00 sunnudaginn 24. sept. og verður lagt af stað frá gamla Rafstöðv- arhúsinu. Boðið verð- ur upp á hressingu, kynningu á stafgöngu á vegum ÍSÍ og síðan upphitun fyrir göng- una. Þeir sem eiga göngustafi eru beðnir að hafa þá meðferðis. Allir þeir sem hafa fengið hjartasjúkdóma, aðstandendur þeirra og aðrir sem áhuga hafa á léttri gönguferð í fögru umhverfi eru hvattir til að mæta. Þá verður opið hús hjá Hjarta- vernd, Holtasmára 1, Kópavogi milli 14:00 og 17:00 þar sem fólki gefst kostur á að koma í heimsókn, kynna sér starfsemi Hjartaverndar og fá fræðslu um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og áhættumat hjartarannsóknar. Að auki verður boðið upp á blóð- þrýstingsmælingar. Hjartaganga Hjartaheilla Haraldur Finnsson fjallar um Alþjóðlega hjartadaginn og starfsemi Hjartaheilla Haraldur Finnsson »Hjartaheill,sem eru samtök hjarta- sjúklinga á Ís- landi, hafa hvatt félagsmenn sína og aðra til að styrkja heilsu sína með hollri hreyfingu. Höfundur er formaður Hjartaheilla á höfuðborgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.