Morgunblaðið - 23.09.2006, Page 39

Morgunblaðið - 23.09.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 39 ÉG VAR að lesa bók eftir T.S. Eliot og líkaði vel. Fannst ég finna hinn sanna tón og uppvakningu margra hugsana. Var svo hrifinn að ég fór að tala um þessa bók við mann sem ég var að klippa sem tjáði mér að T.S. Eliot væri þungur og illskiljanlegur. Þá sá ég náttúrlega að ég hafði gert einhverja vitleysu og að ég hefði sjálfsagt ekki menntun eða menningarlegan skiln- ing til að skilja stór- skáldin. Svo ég ákvað bara að halda áfram að vera kjölfróður og fór að hugleiða nafn bók- arinnar. Á kilinum stendur nafn höfundar, síðan nafn bókar bæði á ensku og íslensku í þýðingu Sverris Hólm- arssonar. Fyrst, heitið á frummáli. The Waste Land, hvaða merkingu leggj- um við í orðið „waste“ þegar við þýð- um það yfir á íslensku. Oftast er það sóun, auðn, tómt og því er eyðiland kannski ekki svo vitlaus þýðing. Samanber eyðibýli, eyðimörk og svo framvegis. Þegar ég las á kjölinn fyrst duttu mér í hug auðnir landsins og það fólk sem hefur áhyggjur af því að þessu eyðilandi verði eytt. Sóun náttúruauðlinda er að sjálf- sögðu synd. En ég hef þá tilfinningu að það sé tvíræðni í þessum orðaleik og hann nokkuð athyglisverður. Að sóa landsvæði er í mínum huga að rækta það ekki. Í gamla bænda- samfélaginu var litið niður á bændur sem voru með mikla órækt á sínu landi og þeir taldir latir. Duglegir bændur ræstu mýrarnar og sléttuðu úr þúfum, sáðu réttri grastegund til að fá betra hey að hausti. Oft var flag fyrst notað undir fóðurkál fyrir kýrnar og síðan sett í það grasfræ. Til voru þeir sem fannst þetta vit- laust og sögðu að það væri nær að rækta melana upp og leyfa mýr- unum að halda sér. Hvað sem því líður er bændaróm- antíkin liðin undir lok fyrir löngu. Nú í dag á að vernda grjót og urð, hval og aðrar fisktegundir. Í dag hugsar maðurinn bara um verðbréf og gengi. Jörðin má ekki leng- ur vera uppspretta auðs. Að nýta vatns- öflin er orðið glæpur í augum margra. Við hrauni má ekki hreyfa og það skal vernda. Þessi ógnvaldur sem hrakti heilu sveitirnar til Kanada og Ameríku og suma alla leið til Brasilíu. Ekki get ég ímyndað mér að því fólki þætti vænt um hraun ef það væri á lífi í dag. Náttúran sjálf breytir sér bæði með veðri og náttúruhamförum. Því ætti þá ekki maðurinn að fá að gera það líka? Á að banna fólki að rækta sinn garð og leyfa illgresinu að blómstra. Eigum við að hætta að byggja hús og fara í torfkofana aftur? Skila til náttúrunnar landinu sem Kópavogur stendur á, það er aldrei of seint að rífa þau hús sem þar standa? Ég skil ekki þessa náttúruvernd- arsinna sem vilja láta hætta við Kárahnjúkavirkjun og rífa stífluna. Liggja í tjaldbúðum heilt sumar og til að vera fjölmennari flytja þeir inn mótmælendur frá öðrum löndum. Væri ekki nær fyrir þetta fólk að rækta og sá fræjum í landið sem er að fjúka burt. Taka að sér flag og rækta tré og blóm. Í staðinn fyrir að rækta í sér hatur og standa í illdeilum við aðra. Eða eins og skáldið sagði.: Hvaða rætur grípa, hvaða greinar spretta upp úr þessum grjóthrúgum þú manns- sonur veist það hvorki né giskar, þekkir aðeins haug af moluðum myndum sem sólin svíð- ur og visnað tré sem veitir ekkert skjól og ekkert vatn hjalar á þurrum steinum. Úr Greftrun dauðra eftir T.S. Eliot. Kristur sagði forðum við læri- sveina sína sem höfðu áhyggjur af því að þeir gætu ekki fylgt honum, því þeir ættu eftir að jarða foreldra sína. „Látum hina dauðu jarða þá dauðu.“ Þetta var í merkingunni að þeir sem væru andlega dauðir gætu séð um jarðarfarir. Það sýnir mikið andleysi að mót- mæla því sem fulltrúar meirihluta landsmanna hafa ákveðið. Mótmæla stórhuga framkvæmdum og fram- förum í að yrkja landið. Davíð Oddsson vildi ekki byggja uppi við Rauðavatn þegar hann var borgarstjóri vegna þess að þar var sprungusvæði. Nú stendur þar ný Morgunblaðshöll. Það kemur svo bara í ljós hvort hún stendur þar að eilífu eða hverfur ofan í sprungu. Nei, við verðum að nýta landið svo það sé ekki eyðiland. Við byggjum þetta land og nýtum auðlindir þess. Að sjálfsögðu með virðingu og verndun náttúrugersema sem eru víða. Það er ekki sóun að virkja og byggja upp atvinnu fyrir fólk. Kostnaður og arðsemi er síðan eitt- hvað sem kemur í ljós með tím- anum … Menn fiska ekki nema að róa. Eyðilandið Torfi Geirmundsson fjallar um nýtingu landsins » Það sýnir mikið and-leysi að mótmæla því sem fulltrúar meiri- hluta landsmanna hafa ákveðið. Mótmæla stór- huga framkvæmdum og framförum í að yrkja landið. Torfi Geirmundsson Höfundur er rakari. AUÐVELT er að draga verulega úr glæpsamlegum hrað- akstri hér á landi. Til þess þarf aðeins að setja rafrænan ökurita um lengri eða skemmri tíma í bíla þeirra sem staðnir eru að slíkum akstri. Rafræn fótajárn eru notuð víða erlendis til að fylgjast með ferð- um glæpamanna á reynslulausn eða í stofufangelsi. Hinn rafræni íslenski ökuriti getur virkað með sama hætti á ökuníð- inga. Þessi tækni hefur verið í þróun hérlendis undanfarin ár og tekist vel, samkvæmt fréttum. Mörg fyr- irtæki tryggja farsæla notkun öku- tækja sinna með því að láta setja slíkan búnað í bílana. Pizzafyrirtæki hefur skýrt frá snarminnkandi hrað- akstri og verulegri fækkun óhappa eftir að ökuritar voru settir í bíla- flota þess. Núna er brotlegum ökumönnum einkum refsað með sektargreiðslum, sem að margra mati snerta varla við þeim. En í staðinn mætti dæma þessa ökumenn til að hafa rafrænan ökurita í bílum sínum í tiltekinn tíma, t.d. þrjá til sex mánuði. Raf- ræni ökuritinn sendir sjálfkrafa all- ar upplýsingar um ökulag manna og hvar aksturinn á sér stað hverju sinni. Í stjórnstöð er tekið við upp- lýsingunum frá ökuritanum í gegn- um GMS kerfið og hægt að greina umferðarháttsemina jafnóðum. Þetta er eins og að hafa ósýnilegan lög- regluþjón í farþegasæt- inu. Ökumaður með slíkan „farþega“ getur ekki annað en ekið skynsamlega. Ef hann gerir það ekki þá er einfalt mál að grípa inn í og taka morðtólið úr höndum viðkomandi. Þeim ökuföntum sem nota fleiri en einn bíl yrði uppálagt að hafa ökurita í öllum farartækjunum. Tryggja mætti aðhald í þessum efn- um með því að svipta menn öku- skírteini eða stinga í fangelsi ef þeir eru staðnir að svindli. Með hinu „rafræna fótajárni“ er hægt að gera afbrotamenn í umferð- inni óvirka, þannig að þeir valdi ekki óhöppum á meðan. Vonandi læra þeir um leið að stilla sig varanlega undir stýri. Sem forvarnaraðgerð ætti síðan að skylda alla sem fá bílpróf í fyrsta sinn að nota rafrænan ökurita í nokkra mánuði, meðan þeir sýna og sanna að þeim sé treystandi til að stjórna svo áhrifaríku drápstæki sem bíllinn er. Þannig má stoppa ökuníðingana Ólafur Hauksson viðrar hug- mynd um notkun rafræns öku- rita til að draga úr hraðakstri »Með hinu „rafrænafótajárni“ er hægt að gera afbrotamenn í umferðinni óvirka, þannig að þeir valdi ekki óhöppum á meðan. Von- andi læra þeir um leið að stilla sig varanlega undir stýri. Ólafur Hauksson Höfundur starfar við almannatengsl. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000 Well, shirigim duraham da Wack fall the daddy oh, Wack fall og ég fæ ó af DUBLIN aldrei nóg! Verð frá kr. 41.900 á mann í tvíbýli á Burlington Hotel í 3 nætur 28. september. Dublinarferðir í haust: 5. og 19. október, 9. og 23. nóvember. Aðeins 2ja tíma flug. Dublin er staðurinn í dag – heimsklassa menningarviðburðir og kráarkúltúrinn, tónlistin og mannlífið klikka aldrei. Borgarferðir til Dublin Fyrsta ferð 28. sept. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S U RV 3 42 95 09 /2 00 6 Sími 585 4000 www.urvalutsyn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.