Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BÆJARSTJÓRN Reykjanes- bæjar samþykkti nýverið, fyrst allra sveitarstjórna á landinu, fyrirkomulag á sérstökum umönnunargreiðslum til for- eldra ungbarna frá því fæðing- arorlofi lýkur, þar til barnið byrjar á leikskóla. Greiðslurnar nema kr. 30,000 á mánuði og greiðast foreldrum hvort sem þeir kjósa að koma barni sínu fyrir hjá dagmóður eða sjá um það sjálfir. Greiðslur hefjast þann 1. október nk. Þessi stuðningur við foreldra ungbarna er í samræmi við kosningaloforð okkar sjálfstæð- ismanna frá því fyrir kosningar í vor. Eins og íbúar Reykjanes- bæjar vita og hafa reynt látum við ekki sitja við orðin tóm, heldur stöndum við það sem við lofum. Við rekum frumkvöðla- starfsemi í sveitarstjórn- armálum undir styrkri stjórn bæjarstjórans, Árna Sigfússon- ar. Við höfum samhenta forystu sem hikar ekki við að taka þau skref sem við teljum að standi bæjarfélaginu okkar og íbúum þess til framfara. Önnur sveit- arfélög fylgja gjarna í kjölfarið með samskonar úrræðum. Er það vel og til vitnis um að fleiri sjá ljósið þegar við höfum kveikt það. Því miður á það ekki við um A-listann í Reykja- nesbæ. Af einhverjum ástæðum sér hann ekki ljósið í þessu framfaraskrefi okkar. Sama verður ekki sagt um mik- ilmennið Gunnar Birgisson í Kópavogi. Hann var svo fljótur að sjá ljósið, að hann segist meira að segja hafa kveikt það sjálfur. Garðar K. Vilhjálmsson Frumkvöðlastjórn- mál í Reykjanesbæ Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. AUSTFIRÐINGAR vakna! Vilja sjálfir taka frumkvæði að gerð Norðfjarðarganga. Húrra fyrir þeim. Og Sturla undrast – af því að nú er hann einmitt að setja þessi göng í forgangsröð! Húrra líka fyr- ir honum, ráðherra í framför. Nú horfir svo, að brátt verði gaman að vera til, hvort heldur sá er ráðherra eða óbreytt- ur Íslendingur. Nema hvað? Í for- gangsröð – hvað þýðir það? Göng strax, fyrr en öll önnur, eða eftir 5 ár, 10 ár eða … Ekkert bólar enn á göngum frá Bolung- arvík, þar gætu enn orðið slys, ekki einu sinni er lokið hönnun og kannski ekki rannsóknum? Eystra hygg ég að gegni öðru máli, þar sé rann- sóknum lokið, samkvæmt því sem mér var tjáð fyrir ári. Allir hafna nú fjallvegi á ný undir Oddsskarði, heldur skuli verða láglendisvegur frá botni Eskifjarðar í 100 m hæð í Fannardal í Norðfirði. Árangur 7 ára baráttu minnar í Morg- unblaðinu. Auk hinna nefndu ganga tvennra, bráðliggur líka á öðrum tvennum, 2,5 km göngum um Lónsheiði, sem stytta Hringveginn um 14 km og loka hinni háskalegu leið um Hval- nesskriður, og í öðru lagi 7 km göngum til Súðavíkur vegna stöð- ugs háska af skriðuföllum og eru því alvarleg hindrun á Djúpvegi. Þessi fern göng þarf að vinna fljótt og hafa hraðan á, líkt og fátt annað væri aðkallandi í samgöngumálum. Menn verða að loka augunum fyrir Héðinsfjarðarundri steinald- armanna og láta eins og það sé fyr- ir utan íslenzkan veruleik, kosti hvorki fé né tíma. Hefjum sem fyrst gerð þrennra þessara ganga, frá Bolungarvík, til Norðfjarðar (hvor tveggju í for- gangsröð!) og í þriðja lagi hin örstuttu göng um Lónsheiði, en þar skortir líklega á rann- sóknir. Látum svo vera á hinn bóginn að Súðavíkurgöng bíði þangað til Óshlíðin er frá. Að þessu loknu, og Héðinsfirði, væri sann- gjarnt að gera nokkurt hlé. En ekki langt, því að fleiri göng eru að- kallandi, t.d. frá Arn- arfirði í báðar áttir, um Vaðlaheiði, Bakkaselsbrekku, Hellisheiði o.fl. og væri rétt að vinna að þeim stöð- ugt, byrja á næstu göngum jafn- skjótt og þeim fyrri lýkur, eins og fyrrverandi forsætisráðherra lýsti á fundi á Akureyri í sumar. En núna fyrst verði unnin tvenn samtímis. En þetta er hvergi nærri nóg, og verður þó jafnvel þetta að bíða. Því að í rauninni liggur enn þá meira á að leggja nýjan hringveg um land- ið, breiðari og miklu traustari en við búum við nú. Hvorki vegur né brýr, nema allra nýjustu, þola þá umferð sem nú er boðin. Það var að vísu alvarlegt glappaskot að hleypa inn á hann öllum þunga- flutningum, sem skip önnuðust áð- ur. Af þessu leiðir ekki aðeins skemmdir og loks eyðileggingu hins eina vegar, heldur fylgir líka þvílík slysahætta að jafna má við rússneska rúllettu. En verður aftur snúið? Batnandi og sem nýr samgöngu- ráðherra stígur nú enn fram og tekur því líklega að banna hinum allt of stóru flutningavögnum að bæta við sig tengivagni. Væri það gert kynni að verða tap á flutning- unum – og þá yrði einhverju breytt. Líkum áhrifum mætti e.t.v. ná með því að láta þessa háskalegu og eyðileggjandi flutninga bera þann kostnað sem þeir valda í raun. Hvar skal byrja, hvar skal stanza? Ekki veitti nú af heilli bls. enn, það gengur ekki. En hér má líka setja amen eftir efninu. E.S. 18. sept.: Grein í Mbl. 31. ágúst. „Ný Oddsskarðsgöng – hvað tefur rannsóknir?“ Og áfram: „… ekki sammála … að einungis sé hægt að vera með ein göng undir í einu … verður að gera þá kröfu á samgönguráðherra að nú þegar verði hafist handa um rannsókn- arboranir fyrir nýjum Oddsskarðs- göngum.“ Heyr á endemi – er þetta steinaldarmaður að tjá sig? Nafn hans er Kristján L. Möller. Vill maðurinn í raun og veru annan fjallveg um Oddsskarð, í 340 m hæð, eins og að vísu var ráðgert um skeið? Nei, gamli maður, ekki um Oddsskarð. Því er nú hafnað. Og rannsóknum er lokið á réttum stað, ef rétt var skilið í fyrra. Nú er mál að bora. En vel sé hverjum þeim sem hvetur, og lýsing Krist- jáns á núverandi leið brýnir vel. Batnandi er sér- hverjum bezt að lifa Guðjón Jónsson fjallar um samgöngumál »… í rauninni liggurenn þá meira á að leggja nýjan hringveg um landið, breiðari og miklu traustari en við búum við nú. Guðjón Jónsson Höfundur var kennari. Í JÚLÍ síðastliðnum skilaði Hall- grímur Snorrason, forstöðumaður Hagstofunnar, skýrslu um hátt matvælaverð á Íslandi, sem mikið hefur verið til umfjöllunar í fjöl- miðlum á síðustu mánuðum. Nið- urstaðan sem hann kemst að er í meginatriðum sú að verndartollar á innflutt matvæli séu helsti orsaka- valdur fyrir háu mat- vælaverði. Á bls. 10 í skýrslunni komst hann að þeirri niðurstöðu að með afnámi vöru- gjalds, 14% vsk. á all- ar matvörur og nið- urfellingu tolla af matvörum, þar með töldum búvörum, geti hlutfallslegt verðlag á matvörum hér orðið 114 stig (miðað við að 15 ESB-ríki séu með vísitöluna 100). Hlut- fallslegt verðlag á matvöru í Svíþjóð 2003 var 117 stig. Þar er vsk. á mat 12%, markaður- inn margfalt stærri og hluti af innri markaði ESB. Dettur einhverjum í hug að verð- lag á Íslandi geti orðið lægra en í Svíþjóð? Þá kemur jafnframt fram að með því að afnema tollvernd á búvöru að fullu megi lækka mat- arreikning heimilanna um 15,6% eða tæpar 82 þúsund kr. á ári. Er raunhæft að gefa sér að þessar að- gerðir skili sér að fullu til neytand- ans? Er ekki hætta á því að inn- flutningsaðilar og verslanakeðjur hækki sína álagningu að einhverju leyti? Þessir aðilar leitast eðlilega við að hámarka sinn hagnað. Af hverju reka hagsmunaðilar í versl- un svona gríðarlegan áróður fyrir því að fella niður tolla á innflutt matvæli? Er það svo þeir geti lækk- að verð til neytandans án þess að fá nokkuð fyrir sinn snúð eða sjá þeir fram á að geta aukið sína álagningu og grætt þ.a.l. meira? Svari hver fyrir sig. Það er því augljóslega nokkur einfeldni af hagstofustjóra að gera ráð fyrir því að tollalækk- anir á innfluttar búvörur skili sér beint í vasa neytandans. Finnland gekk inn í Evrópusambandið 1995 og það var ekki að sökum að spyrja, á sama ári lækkaði af- urðaverð til finnskra bænda um 40– 50%. Verð til neytenda lækkaði hins vegar um 11%, enda jókst sam- keppni á smá- sölumarkaði innan- lands ekkert við að fella niður tolla á inn- flutt matvæli. Hvað með öll störf- in? En hverju er fórnað með því að fella niður tolla á innflutt mat- væli? Umræðan hefur gjarnan verið þannig að bændum hafi fækkað svo mikið að í raun og veru séu tiltölulega fá störf í húfi. Það er vissulega rétt að tækniframfarir og hagræðing- araðgerðir hafa fækkað störfum til sveita á undanförnum áratugum. Það gleymist þó gjarnan að taka til- lit til allra þeirra starfa sem skap- ast við úrvinnslu á landbúnaðar- afurðum og ýmsa aðra þjónustu við atvinnuveginn. Nýverið var haldinn fundur á Akureyri til að fjalla um þessi mál. Yfirskrift fundarins var ,,Mikilvægi landbúnaðar og úr- vinnslustöðva á Norðvestur- og Norðausturkjördæmum í atvinnu og byggðamálum“. Í framsöguer- indi Sigurðar Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra SAH Afurða ehf. á Blönduósi, kom fram að störf sem koma með beinum eða óbeinum hætti að því ferli að framleiða land- búnaðarvörur í Norðurkjördæm- unum eru um 10.000. En tæplega helmingur allra landbúnaðarafurða landsins er framleiddur á þessu svæði. Sú aðgerð að fella niður tolla á innflutt matvæli myndi hafa það í för með sér að stór hluti þessara starfa legðist af. Þrátt fyrir minnk- andi vægi landbúnaðar í þjóð- arframleiðslu skiptir hann oft höf- uðmáli á þeim stöðum þar sem byggð á undir högg að sækja. Vilj- um við veikja atvinnulíf á lands- byggðinni enn frekar gegn því að fá hugsanlega eitthvað lægra mat- vælaverð? Hvaða áhrif hefur þetta á ferðaþjónustuna? Fróðlegt væri að efna til málþings um afleiðingar á byggðaþróun í landinu, ef tollar á innflutt matvæli yrðu felldir niður. Þann 7. september síðastliðinn stóðu Samtök verslunar og þjón- ustu fyrir fundi þar sem viðfangs- efnið var að fjalla um leiðir til að lækka matvælaverð á Íslandi. Þar kom m.a. fram í erindi Ágústs Ein- arssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, að þó svo að farið yrði að ýtrustu tillögum hag- stofustjóra yrðu matvæli samt dýr- ari hér á landi en innan ESB. Í er- indi Ágústs kom einnig fram að frjáls viðskipti borgi sig, en ekki fyrir alla. Ekki þarf að deila um þetta við Ágúst, enda alkunn sann- indi þar á ferðinni. Það er hins veg- ar óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvort prófessorinn sé búinn að gleyma tengslum á milli tekna og verðlags sem hagfræðin fjallar ein- mitt mikið um. Því mætti spyrja, er raunhæft að verð á matvöru á Ís- landi verði hlutfallslega lægra í samanburði við útlönd heldur en önnur vara og þjónusta hér á landi? Svo dæmi sé tekið er verð á mat- vælum í Danmörku 60% hærra heldur en á Spáni. Samt heyra bæði löndin undir sömu landbún- aðarstefnuna (ESB), það er frjálst vöruflæði á milli þessara landa, sömu reglur um innflutning frá 3ja ríki o.s.frv. Mismunurinn á verði kemur til af því að tekjur og verð- lag er mun hærra í Danmörku en á Spáni. Mikilvægt er að þjóðarsátt náist á nýjan leik um landbúnað hér á landi og þar verða bændur eins og aðrir að rétta út sáttarhönd, en kröfurnar sem settar verða á bænd- ur verða líka að vera raunhæfar. Einfeldni hagstofustjóra Ingvi Stefánsson fjallar um matvælaverð á Íslandi »Mikilvægt er aðþjóðarsátt náist á nýjan leik um land- búnað hér á landi og þar verða bændur eins og aðrir að rétta út sátt- arhönd, en kröfurnar sem settar verða á bændur verða líka að vera raunhæfar. Ingvi Stefánsson Höfundur er formaður Svínaræktarfélags Íslands. RITSTJÓRAR Morgunblaðs- ins hafa í skrifum sínum í Morg- unblaðinu nokkrum sinnum fjallað um það á saknaðarfullan hátt að Frjálslyndi flokkurinn gæti og ætti að sameinast Sjálf- stæðisflokknum. Til að taka af all- an vafa er rétt og skylt að taka fram að Frjálslyndi flokkurinn hefur mér vitanlega aldrei verið í umræðum um sameiningu við aðra flokka. Svo virðist á Stak- steinum 21. september sl. að rit- stjórinn meti það svo að einka- draumur hans um að Frjálslyndi flokkurinn sameinist Sjálfstæð- isflokknum sé fyrir bí. Minningin sækir nú á hann sem martröð eft- ir að fyrir liggur að fólkið í Nýju afli hafi ákveðið að leggja það nið- ur sem stjórnmálaflokk. Fólkið úr Nýju afli hefur verið hvatt til þess af forystumönnum sínum að ganga í Frjálslynda flokkinn og sameinast um stefnu- mál á landsvísu. Sem formaður Frjálslynda flokksins gleðst ég yfir því að fólk gangi til liðs við okkur í Frjálslynda flokknum og býð það velkomið. Ég hvet einnig aðra sem hafa velt fyrir sér lands- málum að kynna sér málefni þau sem Frjálslyndi flokkurinn hefur sett fram í sinni málefnabók og skoða heimasíðu flokksins eða koma og ræða við okkur. Við vilj- um stækka Frjálslynda flokkinn og þar eru allir velkomnir af hvaða þjóðerni sem er eða hvort þeir eru trúaðir eða ekki. Skyldi órói ritstjórans vera vegna þess að þar með telji hann að skarpari línur verði milli Frjálslynda flokksins og Sjálf- stæðisflokksins? Ef það er ástæð- an fyrir óróa og skrifum ritstjór- ans þá kann vel að vera að línur verði skarpari í gagnrýni á núver- andi stefnu ríkisstjórnarinnar sem aukið hefur á misskiptingu með þjóðinni og staðið í sér- stökum deilum við láglaunamenn, aldraða og öryrkja. Ríkisstjórn sem m.a. vill festa einkaeign- arhald á fiskistofnum við landið, einni meginauðlind þjóðarinnar, í sessi og færa varanlega til þeirra sem nú hafa veiðiréttinn. Í niðurlagi Staksteina er talað um snjalla forystu og að snilld manna í pólitík byggist á því að sjá það sem aðrir sjá ekki. Sá sem þetta ritar býr ekki að þeirri djúpstæðu pólitísku þekkingu og snilldar plottum sem menn hafa skólast í hjá Morgunblaðinu og forystu Sjálfstæðisflokksins. Ég hef reyndar miklar efasemdir um hvort í þeirri þekkingu um undir- málsplott sem rennur fram á smjörklípuþekkingu felist reynsla sem er mannbætandi og eft- irsóknarverð í íslenskri pólitík. En ég spyr hins vegar: Hvers vegna halda ritstjórar Morg- unblaðsins áfram í því hlutverki að fjalla nánast aldrei um þau málefni sem þingmenn Frjáls- lynda flokksins leggja fram til þjóðmálanna? Eigum við að skilja þau skilaboð blaðsins á þann hátt að framsetning okkar í Frjáls- lynda flokknum sé ekki nógu snjöll og djúpplottuð til þess að fá inni í hugsun og birtingarplani ritstjórnar Morgunblaðsins? Guðjón A. Kristjánsson Frjálslyndi flokkurinn Höfundur er alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.