Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
FIMLEIKADEILD Gróttu á Sel-
tjarnarnesi var formlega stofnuð
árið 1986 af bjartsýnu og framtaks-
sömu fólki. Með bjartsýnina, fram-
takssemina og skýra framtíðarsýn
að leiðarljósi hefur það tekið deild-
ina aðeins 20 ár að komast í
fremstu röð, bæði hvað varðar ár-
angur og gæði á innra starfi. Tæp-
lega 400 börn og unglingar af báð-
um kynjum æfa nú fimleika með
Gróttu auk þess að skarta góðri
fyrirmynd Norðurlandameistara og
þátttakendum í landsliði Íslands.
Þessum árangri og forskoti viljum
við ekki glata. Við gerum okkur
fulla grein fyrir því að toppurinn
þarfnast breiddarinnar og breiddin
þarfnast toppsins í pýramídanum
og samkvæmt þeirri hugmynda-
fræði hefur fimleikadeildin starfað.
Langt er síðan bent var á for-
varnagildi íþrótta í rannsóknum og
foreldrar fimleikabarna og unglinga
í Gróttu hafa svo sannarlega lagt
sitt á vogarskálarnar með upp-
byggilegu starfi. Svo við verðum
áfram í fremstu röð þarf töluverða
breytingu á aðstöðu til fimleikaiðk-
unar á Seltjarnarnesi. Ekki er leng-
ur hægt að una við of lítið húsnæði,
þar sem vísa þarf iðkendum frá
vegna þrengsla, þeir hnjóti hver um
annan svo stundum liggur við slys-
um, áhöld rúmist ekki fyrir sem
kemur helst niður á drengjum á
tímum jafnréttis. Undanfarin þrjú
ár hefur stjórn fimleikadeildarinnar
reynt að vekja athygli ráðamanna á
aðstöðuleysinu og fá viðunandi svör
um úrbætur, en hægt hefur miðað.
Nú þegar verið er að ganga frá
nýju deiliskipulagi fyrir Hrólfs-
skálamel er gert ráð fyrir það mik-
illi íbúðabyggð að lítil sem engin
stækkun er möguleg á íþrótta- og
skólamannvirkjum Seltjarnarnes-
bæjar í framtíðinni. Okkur finnst
þetta ekki góð framtíðarsýn for-
ráðamanna bæjarins að loka á
stækkunar- og framfaramöguleika
hjá þessum málaflokkum.
Góðir þjálfarar gulls ígildi
Ávallt hefur fimleikadeild Gróttu
getað státað af faglegum og
reynslumiklum þjálfurum sem vilja
vinna með áhugasömum og fram-
sæknum foreldrum sem og bæj-
aryfirvöldum. Mikið forvarnastarf
er unnið hjá öllum deildum Gróttu
og því ættu bæjaryfirvöld að hafa
skýra sýn á forgangsröðunina þeg-
ar kemur að því að útdeila fjár-
magni og aðstöðu. Vilji okkar er
fyrir hendi að halda í góða þjálfara,
en sú hætta vofir nú yfir að þeir
muni hverfa á braut þegar önnur
félög bjóða betri aðstöðu svo sem
sérhönnuð fimleikahús, löglega
hlaupabraut fyrir stökk og trampol-
ín og sérstök keppnisgólf fyrir
trompfimleika, svo fátt eitt sé talið.
Fimleikadeild Gróttu vill bjóða fjöl-
breytni í fimleikum meðal annars til
að sporna við brottfalli unglinga úr
íþróttagreininni. Hóp- eða tromp-
fimleikar eru mjög vinsælir meðal
unglinga og gefur þeim aukið tæki-
færi til að stunda íþróttina lengur
en ella, jafnvel fram á fullorðinsár.
Nauðsynlegt er að hafa aðstöðuna
boðlega þar og því skiptir töluverðu
máli að eignast keppnisgólf í grein-
inni sem rúmast vel í sómasamlegu
húsnæði.
Við hjá fimleikadeild Gróttu og
foreldrar viljum áfram það besta,
góða aðstöðu og frábæra þjálfara til
að viðhalda góðum árangri og gæð-
um. Börnin okkar eru jú það dýr-
mætasta sem við eigum. Ekki má
slá slöku við og sofna á verðinum.
Það getur stundum reynst dýr-
keypt að vera fátækur og þannig
teljum við ekki komið fyrir Sel-
tjarnarnesbæ.
HILDIGUNNUR
GUNNARSDÓTTIR,
einn af stofnendum
fimleikadeildar Gróttu og jafn-
framt fyrsti formaður.
JÓRUNN ÞÓRA
SIGURÐARDÓTTIR,
núverandi formaður
fimleikadeildar Gróttu.
Fimleikar á flæðiskeri
Frá Hildigunni Gunnarsdóttur og
Jórunni Þóru Sigurðardóttur:
Frá 20 ára afmælissýningu fimleikadeildar Gróttu.
Í LOK ágúst var hið árlega Reykja-
víkurmaraþon nú kennt við Glitni.
Þetta hlaup er eitt skemmtilegasta
hlaup ársins á Íslandi enda ber þátt-
takan í því þess merki. Í ár var engin
breyting þar á og met sett í fjölda
hlaupara. En alltaf má þó gera betur.
Í ár hafði ég sett stefnuna á að
hlaupa annað hvort 10 km eða 21 km.
Ég var þó ekki alveg viss um að kom-
ast suður vegna þess að grunnskólar
hefjast á þessum tíma og miklar ann-
ir hjá kennurum áður en nemendur
hefja nám. Föstudagurinn 18. ágúst
var síðasti skráningardagur sam-
kvæmt auglýsingu frá fram-
kvæmdaraðilum hlaupsins. For-
skráning hafði farið fram áður.
Auglýst var að skráningu lyki klukk-
an 21:00 föstudagskvöldið daginn
fyrir hlaup.
Ég bý úti á landi og sá fyrir mér að
ef ég væri búinn í vinnunni fyrir
klukkan 16 þá gæti ég drifið mig suð-
ur með dóttur mína og skráð hana í
Latabæjarhlaupið og ég farið þá
vegalengd sem ég kysi. Föstudag-
urinn gekk vel og fórum við feðginin
suður yfir heiðar upp úr klukkan
16:00 og áttum þá að ná í Laug-
ardalshöll fyrir klukkan 21. Sú varð
raunin, klukkan 20:45 renndum við
inn um útidyr hallarinnar og fórum í
röð til að skrá okkur í fyrirheitnu
hlaupin, búin að aka tæpa 400 km.
Ekkert mál var að skrá stelpuna í
Latabæjarhlaupið en „uppselt“ var í
10 km hlaupið þannig að ég ætlaði þá
að fara 21 km en þar var líka „upp-
selt“. Ég var ekki mjög glaður er ég
gekk út úr höllinni, búinn að aka suð-
ur til að hlaupa en fékk ekki.
Ég sendi bréf til Bjarna í Glitni,
sem hafði komið oftar en ekki fram
fyrir hönd skipuleggjenda og Glitnis
þegar ræða þurfti opinberlega um
hlaupið og bar hann sig þá vel enda
gott mál hjá Glitni að standa við bak-
ið á skipuleggjendum. Bjarni svaraði
um hæl og bar sig ekki eins vel og
hann hafði gert í fjölmiðlum og vildi
að skipuleggjendur svöruðu fyrir
þetta, sem þeir höfðu ekki manndóm
í að gera heldur létu kyrrt liggja.
Ég var alveg til í að leggja út fyrir
akstri suður og til baka til að hlaupa
en ekki til að komast að því að það
væri til takmarkað upplag á hlaupa-
plássum í þessu hlaupi því að það
hafði hvergi komið fram að menn
ættu að drífa sig í að skrá sig áður en
hlaupið yrði „fullt“.
Auðvitað varð ég svekktur,
„sorrý“, sár yfir þessu og fannst mér
illa farið með mig í þessu máli. Þessir
aðilar vilja greinilega ekki heyra á
það minnst að eitthvað hafi ekki
gengið upp og biðjast afsökunar á
því, heldur halda að sér höndum og
telja peningana sem þeir fengu í
kassann.
Ég vona að Glitnir sjái hag sínum
betur borgið með því að leggja lag
sitt við menn í framtíðinni sem taka
ábyrgð á því sem þeir gera og séu
menn til að biðjast afsökunar á því ef
mistök við framkvæmd þýði tapaðan
tíma og sóun á fjármunum hjá þátt-
takendum í gjörningi á þeirra veg-
um.
SIGURÐUR F.
SIGURÐARSON,
kennari,
Múlasíðu 5d, Akureyri.
Reykjavíkurmaraþon Glitnis
Frá Sigurði F. Sigurðarsyni:
Morgunblaðið/Jim Smart
Þátttakan í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis var svo góð að „uppselt“ var í hlaupið, að sögn greinarhöfundar.
ÁNÆGJULEGT
er að sjá hve
margir láta sér
annt um mál-
vöndun og finna
með réttu að við
þá sem sýna fljót-
færni og kæru-
leysi í meðferð
móðurmálsins.
Að sama skapi
er óneitanlega
ergilegt þegar góðir og gegnir menn
vaða í villu og fara með staðleysur í
málfarsefnum fyrir einhvern mis-
skilning. Dæmi um það er grein Ön-
undar Ásgeirssonar, fyrrverandi for-
stjóra Olís, í Morgunblaðinu 21.
september, ,,Heggur sá er hlífa
skyldi“. Hann ræðst þar reyndar með
svo rakalausum stóryrðum að rit-
stjóra og útgefanda nýrrar stafsetn-
ingarorðabókar að ekki er svara vert.
Önundur gengur með þá grillu að
veik kvenkynsnafnorð eigi helst ekki
að fá endinguna na í eignarfalli fleir-
tölu og telur sér trú um að það sé
,,einfaldlega rangt“ að sú sé meg-
inreglan frá fornu fari. Ekki hefur
Önundur þann skilning frá prófessor
Halldóri Halldórssyni sem hann virð-
ist þó meta mikils. Það getum við,
nemendur Halldórs, borið um. Hitt
liggur í augum uppi að þetta eign-
arfallsn fellur oft niður, t.d. þegar
stofn orðsins endar á r, t.d. bára, eða
þegar n-ið gæti valdið óljósari merk-
ingu, t.d. í orðinu stofa, sbr. stofn.
Ekki þarf nein gáfnaljós eða eigna-
menn til að skilja það!
En það yrði ærið verk að útrýma
eignarfallsn-inu úr málinu. Hvað yrði
þá um öll Rjúpnafellin og Rjúpna-
heiðarnar? Eða orðtök og málshætti
eins og þann sem hér er hafður að
fyrirsögn?
KRISTINN
KRISTMUNDSSON,
fyrrverandi skólameistari.
Sannleikurinn
er sagna bestur
Frá Kristni Kristmundssyni:
Kristinn
Kristmundsson
SÚ VAR tíðin að hver sýsla eða jafn-
vel hver hreppur átti sína sérvitringa
er urðu frægir fyrir sína sérvisku.
T.d. lífsmáti þeirra eða hnyttin til-
svör. Ég man að Guðmundur Daní-
elsson gaf út bók eftir eina spít-
alaleguna þar sem Ólafur Ketilsson,
sérleyfishafi á Laugarvatni, lá með
honum á spítalanum og var aðal sögu-
hetjan, en hann var þjóðkunnur fyrir
hnyttin tilsvör og fleiri uppátæki.
Ég lenti í því að vera lagður inná
skurðdeild (bráðadeild) Landspít-
alans um daginn og var skorinn upp
vegna innvortis æxlis. Ekki býst ég
við að ég geti leikið eftir Guðmundi
Daníelssyni að skrifa heila bók um
veru mína þar, þó margt væri hægt
að tína til. En mig langar til að segja
frá einni nótt sem ég upplifði þar.
Þegar starfsfólk hafði lokið sínum
kvöldverkum og allt var komið í ró,
nema ein og ein stuna heyrðist frá
mér og einum eða tveim öðrum, var
komið inn á deildina með mjög veikan
mann, svo kvalinn að hann gat ekki
haldið hljóðum og gekk þetta svo all-
langa stund.
Skyndilega tek ég eftir því að eitt-
hvað er að breytast, þessi kvaldi fé-
lagi minn er farinn að raða saman
þessum ólíku tónum sem frá okkur
komu og semja einskonar sinfóníu,
þannig gekk þetta alllengi, með
hléum meðan þessi félagi okkar beið
eftir að hljóð kæmu frá okkur hinu-
megin og sagði þá. „Já, já, þarna kom
það“ og „Ég vissi það“og smásaman
bættist við sinfóníuna og ég var far-
inn að sjá framá meiriháttar tónverk.
Skyndilega þagnaði svo allt. Kunn-
ingi minn var víst fluttur á gjörgæslu
og með honum ófullgerða sinfónían.
Ég verð að segja það að þó ég tæki
þessum hávaða lítt fagnandi til að
byrja með, þá get ég ekki annað en
dáðst að þessum þjáða vini mínum
(sem ég sá þó aldrei).
Hvernig honum tókst að leiða hug-
ann frá kvölum sínum uppá æðra
veldi og gera þær þolanlegri.
Já, misjöfn eru mannanna viðbrögð
við þrautum sínum, verst er að líklega
hefur enn ein ófullgerða sinfónían
farið fyrir lítið.
Ef hann skyldi lesa þessa grein
sendi ég honum kæra kveðju mína.
Læknum og starfsfólki sem önnuðust
mig á skurðdeildinni sendi ég góða
kveðju og þakklæti fyrir frábæra
umönnun.
GUÐGEIR SUMARLIÐASON,
Bjarnhólastíg 24, 200 Kópavogi
Spítalasaga
Frá Guðgeiri Sumarliðasyni:
Sími 575 8500 Fax 575 8505
Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík
Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ
KL. 14.00 – 17.00
Nýtt glæsilegt sumarhús í
landi Eskiholts 2, Borgarfirði,
sem stendur á 5.933 fm lóð
á einum besta útsýnisstað á
landinu. Það er um 130 fm
pallur umhverfis húsið. Tölu-
vert kjarr er á landinu og er
lóðin mjög falleg. Mjög rúmt
er um húsið á lóðinni. Húsið er í um 50 mín. akstri frá höfuðborginni, ca
10 km frá Borgarnesi á leið norður. Um 6 mín. keyrsla er á golfvöll Ham-
ars og stutt er í veiði. Það eru 2 sundlaugar innan seilingar. Húsið er um
67 fm og fylgir með því teikningar og byggingarréttur á 24 fm gestahúsi.
Húsið er einstaklega vel búið. Annars er sjón sögu ríkari. Verð 15,9 millj.
Bragi í s. 695 1130 tekur á móti gestum frá kl. 14.00 - 17.00.
OPIÐ
VIRKA DAGA
FRÁ KL. 9-18
STÓRABORG - BORGARBYGGÐ