Morgunblaðið - 23.09.2006, Side 46

Morgunblaðið - 23.09.2006, Side 46
46 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Snær Jóhann-esson fæddist í Haga í Aðaldal í Suður-Þingeyj- arsýslu 10. nóvem- ber 1925. Hann and- aðist á Landspítala – háskólasjúkrahúsi aðfaranótt 13. sept- ember síðastliðins. Foreldrar hans voru Jóhannes Frið- laugsson kennari, skáld og bóndi í Að- aldal, f. 29. sept. 1882, d. 16. sept. 1955, og Jóna Jakobsdóttir hús- freyja, f. 8. jan. 1904, d. 11. apríl 1983. Systkini Snæs eru: Hugi, f. 24. júlí 1923, brúarsmiður í Reykjavík, Heiður, f. 28. mars 1928, húsmóðir á Akureyri, Völ- undur, f. 23. ágúst 1930, húsa- smíðameistari á Egilsstöðum, Hringur, f. 21. des. 1932, d. 17. júlí 1996, listmálari í Reykjavík, Fríð- ur, f. 29. jan. 1935, d. 24. febrúar 2004, húsmóðir á Akureyri, Dag- ur, f. 26. mars 1937, bóndi í Haga í 1952 til ársins 1972 er hann hóf störf í Fornbókaversluninni Bók- inni hf. í Reykjavík þar sem hann varð síðar meðeigandi. Þar lét hann af störfum árið 1995. Snær var um áratuga skeið fenginn til að verðmeta fágætar bækur og bókasöfn einkaaðila og þótti einn helsti sérfræðingur landsins á því sviði. Snær var formaður Félags bók- bandsnema í Reykjavík 1947–1948 og í ritnefnd Iðnnemans 1948– 1949. Hann var einn af stofn- endum Myntsafnarafélags Íslands 19. janúar 1969 og sat í fyrstu varastjórn þess 1969–1973. Þá sat Snær í stjórn Félags Þingeyinga í Reykjavík og sögunefnd sama fé- lags. Hann var einn af aðstand- endum bókarinnar Aðaldalur (1980), einn af útgefendum bók- arinnar Gróin spor (1982), sat í út- gáfuráði Kötlurits (1987), sem helgað var minningu Páls Jóns- sonar bókavarðar, og var einn af útgefendum Leiðaróðs um Horn- strandir (1991). Snær var sérlegur áhugamaður um íslensk bókfræði og bókmerki (Ex libris) og átti markvert safn slíkra merkja. Útför Snæs var gerð í kyrrþey 22. september. Aðaldal, og Freyr, f. 18. ágúst 1941, bygg- ingatæknifræðingur í Reykjavík. Snær kvæntist 11. febrúar 1950 Birnu, f. 12. maí 1917, Ólafs- dóttur bónda á Ferju- bakka í Öxarfirði Gamalíelssonar, f. 30. apríl 1890, d. 14. júní 1976, og konu hans Aðalheiðar Björns- dóttur húsfreyju, f. 11. nóv. 1897, d. 3. júlí 1977. Dóttir þeirra Snæs og Birnu er Mjöll, fornleifafræðingur, fædd 12. febr- úar 1950. Að loknum bernsku- og ung- lingsárum í Haga í Aðaldal hélt Snær suður til Reykjavíkur og hóf bókbandsnám í Prentsmiðjunni Eddu hf. í Reykjavík árið 1945. Hann lauk burtfararprófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík vorið 1948 og fékk sveinsbréf 1. október 1949. Hann starfaði í Eddu í bók- bandi 1949–52 og við birgðavörslu Það er ótrúlega sárt að þurfa nú að kveðja Snæa, föðurbróður minn og kæran vin. Hann var vissulega kom- inn á 81. aldursárið en óháð aldri er dauði allra góðra drengja ótímabær. „Eigum við ekki að kíkja á Reyni- melinn?“ var setning sem hljómaði nærfellt vikulega í eyrum mér frá barnæsku. Næsta skref var að kanna hvernig landið lá og ef það var slétt var haldið vestur í bæ í heimsókn til Snæa og Birnu. Föðurbróðir minn og hans einstaka kona höfðu hreiðrað þar um sig í kjallaraíbúð fyrir margt löngu og það var ljóst að hjartagæska og hugarleikfimi af bestu gerð þurfa ekki mikinn fermetrafjölda til að þríf- ast vel. Bækur og myndir á öllum veggjum, þykkur tóbaksilmur í lofti, bakkelsið komið á borðið áður en búið var að létta yfirhöfnunum af komu- mönnum; gestkvæmt og hlýlegt menningarheimili af því tagi sem sæt- ir tíðindum í dag. Snær dýpkaði róminn og dró seim- inn þegar hann ávarpaði gesti sína við komuna, bauð góðan daginn og spurði svo með blik í augum: „Hvað segja framsóknarmenn í dag?“ Þeir sem knúðu dyra voru sjaldnast framsókn- armenn en í þessum ávarpsorðum birtist góðlátleg og á stundum stríðn- isleg kímni hans. Nokkurs konar öf- ugmæli með ívafi fínlegrar hæðni sem ekki beindist að komumönnum held- ur viðhengjum umrædds stjórnmála- flokks, sem Snær hafði ekki í háveg- um. Þótt mér vitanlega hafi hann aldrei gengið í Sameiningarflokk al- þýðu – Sósíalistaflokkinn meðan hans naut við, og tæpast heldur í Alþýðu- bandalagið nema kannski þegar smalað var í það til að hnekkja valda- töku Hannibals Valdimarssonar í lok sjöunda áratugarins, sló hjarta hans vinstra megin frá unga aldri. Hann dró sem svo pólitískar skoð- anir sínar sjaldnast í dilka tiltekins flokks og þótti trúlegast aðild að stjórnmálaflokki hefta um of súrefn- isflæði til heilans, en trú hans á að samfélagið ætti að einkennast af lýð- ræðislegum og manneskjulegum jöfnuði leyndist engum. Hann virtist líka nær fullkomlega áhugalaus um peninga og hafði óbeit á þeim sem sönkuðu að sér veraldlegum auði til þess eins að sanka að sér auði. Áhugi hans á stjórnmálum var sömuleiðis ósvikinn og hann hafði glöggan sögulegan skilning á veltum og vendingum flokkanna gegnum tíð- ina. Af sömu rótum runninn var áhugi hans á þeim Íslendingum sem sótt höfðu sér uppfræðslu til Komintern, þriðju alþjóðasamtaka kommúnista, og einnig þeim mönnum sem mars- eruðu undir merkjum nasisma á Ís- landi fyrir seinni heimsstyrjöld og þeim sem ekki drógu lærdóm af skelf- ingum hennar og héldu áfram að hylla hakakrossinn að henni lokinni. Vitneskja hans um þessa ógæfusömu einstaklinga var víðfeðm og hann safnaði upplýsingum nánast mark- visst hvaðanæva. Þar naut hann góðs af að vera feiknaminnugur fram á seinustu misseri, svo mjög að undrum sætti. Áreynslulaust gat hann halað upp úr minninu nöfn manna og ártöl og tengsl við hina og þessa aðila og at- burði. Stundum þótti mér hann full- hallur undir samsæriskenningar, en ósjaldan leiddi þó rás tímans í ljós að hann hafði haft á réttu á standa. Og þó svo væri ekki var hægðarleikur að skilja að áhugi hans á baktjaldamakki og hinum leyndu þráðum valdsins stafaði ekki síst af því hversu ríkulega ánægju hann hafði af góðum og safa- ríkum sögum – og ekki spillti smá- slurkur af tvíræðni. Hann kunni ara- grúa þeirra og var sjálfur skemmtilegur sögumaður sem fannst óþarft að spara kryddið. Bókaminni hans var að sama skapi undravert, hvort sem laut að efni þeirra eða ferilsögu. Það var nánast hægt að ganga að því vísu að væri bók fágæt vegna aldurs, vegna þess að um sérprent var að ræða, vegna þess að hún væri úr upplagi sem hafði verið eytt eða vegna einhverra frávika ann- arra, þá vissi Snær allt sem unnt væri að vita um málið. Slík vitneskja ætti að nægja flestum en þekkingu hans þraut þó ekki þar og oftar en einu sinni heyrði ég hann rifja upp verð bókar sem hann hafði selt fyrir kannski áratug, ein tugþúsunda bóka sem hann höndlaði með öll árin sem hann stundaði fornbókaverslun, en slíkar tölur voru sem stimplaðar inn í stálminni hans. Hann var einnig fjölfróður um bók- merki, ex libris, og átti trúlegast besta safn slíkra merkja í einkaeign hérlendis. Fyrir um það bil ári skrif- aði ég grein um bókmerki að hans beiðni, mér var það ljúft og skylt og þótti lítið endurgjald fyrir allt það góða sem Snæi gaukaði að mér gegn- um tíðina. Frá unga aldri var ég tíður gestur í Bókinni. Fyrst á Skólavörðustíg og seinna á Laugavegi, og þótti smápatt- anum ekki tiltökumál að taka strætó frá Breiðholtinu niður á Lækjartorg til að sækja barna- og unglingabækur í massavís og anda að sér því sérstaka og ilmþrungna andrúmslofti sem set- ur mark sitt á fornbókabúðir, ekki síst þegar rignir útifyrir. Þegar ár- unum fjölgaði tjaslaði ég saman með aðstoð Snæa nær komplett safni af ævintýrum Basils fursta sem síðan var selt góðu verði, gott ef það var ekki kjarneðlisfræðingur sem hreppti hnossið, glæpasögur voru meltar ótt og títt og þegar loks allt þetta var að baki í byrjun menntaskólans hófst leit í hillunum og hraukunum að bók- menntaverkum og sjaldséðum kjör- gripum. Alltaf var Snæi til staðar, íhugull og með eindæmum fróður um bækur og bókmenntir. Seinustu árin gaf hann mér ófáar perlur úr eigin safni og þótt ég reyndi ákaft fékk ég aldrei fullþakkað honum örlætið. Þegar ég hóf sjálfur að skrifa vissi ég að hann fylgdist gaumgæfilega með birtum verkum, þegar bækurnar komu út þaullas hann þær og vegna bók- menntalegrar yfirsýnar hans og þess hversu mikils ég mat hann þótti mér ævinlega vænt um fréttir af velþókn- un hans. Ótal margir og sumir þeirra blá- ókunnugir honum nutu góðs af þekk- ingu hans á sviði bóka sem og mörg- um sviðum öðrum, og það var ekki að ástæðulausu að stundum var talað um að leita til KGB þegar fletta þurfti upp í hugarspjaldskrám Snæa. Hann skildi að um virðingarvott væri að ræða og var konunglega skemmt þeg- ar bandarískur fræðimaður gat hans í þakkarlista ritgerðar sinnar sem „helsta erindreka KGB á Íslandi“. En aldrei vænti hann neinnar umbunar fyrir upplýsingagjöf sína, þótt iðulega væri hún tímafrek og kallaði á um- stang. Þar birtist glöggt örlæti hans og hlýr hugur. En vei þeim sem misnotuðu traust hans. Ég vil ekki telja Snæ hafa verið langrækinn mann, en hann var óbif- andi í skoðunum sínum á þeim sem komu fram við hann af óheilindum; þeir sem brugðust honum eða sýndu undirferli gátu aldrei vænst uppgjaf- ar saka. Ef vegið var ómaklega að þeim sem honum voru kærir gegndi sama máli; hann var ákaflega trúfast- ur vinum sínum og fjölskyldu og það þykknaði í honum ef gert var á þeirra hlut. Oftast var Snæi þó léttur í skapi, mikill húmoristi og stutt í prakkara- bros af Hagastofni og hlátur sem teygði sig djúpt ofan í maga. Hann gerðist símsækinn þegar tappi var dreginn úr flösku á árum áður og þá var hringt víða og spjallað lengi við vini og kunningja og stundum þegar glaðast var á hjalla söng hann fyrsta erindi sálmsins Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, fyrir viðmæl- endur sína og var þá spurning hvor hefði meira gaman af, söngvarinn eða áheyrandinn. Í minningu minni stendur hann í rauðri rúllukragapeysu í stofunni á Reynimel, önnur höndin í buxnavas- anum, filterslaus camel-sígaretta rjúkandi milli fingranna á hinni sem hann strýkur um leið með úfinn höku- toppinn og augun stara á móti gluggabirtunni hugsandi og ögn fjar- ræn yfir gleraugun sem sigið hafa niður á nefið. Hraðfara minnið leitar svars við spurningu sem upp hefur verið borin. Birna horfir á hann með blíðu brosi ástríkis og þolinmæði sem aldrei bliknaði, þar átti heill og sann- ur kærleikur sér griðastað. Elsku Birna og Mjöll, margir deila með ykkur djúpri sorg vegna fráfalls frænda en ykkar er missirinn vitan- lega mestur. Hugur okkar allra er hjá ykkur. Snæa vil ég hins vegar kveðja með sömu orðum og hann kvaddi oft- ast með, glettinn í bragði: „Farðu varlega og Stalín veri með þér.“ Sindri Freysson. „Sæl og blessuð frænka litla, hefur þú ekki eitthvert gott slúður handa mér að norðan?“ Þannig byrjuðu sím- töl okkar Snæs eftir að ég flutti með fjölskylduna norður. Æskuminningar mínar um Snæ snúast um þá undra- veröld sem Bókin var og þar gat ég gleymt mér tímunum saman þegar við mamma kíktum á Laugaveginn. Alltaf fór ég heim nokkrum bókum ríkari og passaði Snær upp á að ég læsi heimsbókmenntir eins og þá fé- laga Hróa hött og Ívar hlújárn. Einn- ig áskotnuðust mér innbundnar myndasögur um Tarzan og allar voru bækurnar sem ég eignaðist lesnar spjaldanna á milli. Trúr sinni sann- færingu hringdi Snær lengi í mig á af- mælisdaginn minn 1. maí enda þótti honum þetta hinn mesti hátíðisdagur og söng jafnvel fyrir mig „Nallann“ ef sá gállinn var á honum. Ég kynntist þessum öðlingi sem frændi minn var enn betur þegar ég flutti til Reykjavíkur og hóf nám í há- skólanum. Þá tóku Snær og Birna mig undir sinn verndarvæng, sáu til þess að ég borðaði almennilega ásamt því að halda mér uppi á bókum og síð- ast en ekki síst líflegum og skemmti- legum samræðum sem snerust oftast um pólitík eða sagnfræði. Þótt ég hætti að vera daglegur gestur hjá þeim á Reynimelnum héldum við allt- af góðu sambandi í gegnum síma og einnig kíktum við til þeirra í borg- arferðum okkar enda ólýsanlega skemmtilegt að þiggja kaffi hjá þeim hjónum. Snær hélt áfram að sjá okk- ur fyrir bókum þegar hann rakst á eitthvað sem honum fannst að ég ætti að eiga og hefðin lifði því dætur mínar fengu alltaf bókapakka undir jólatréð frá þessum öðlingshjónum. Elsku Birna og Mjöll, hugur okkar allra hefur verið hjá ykkur þessa síð- ustu daga sem Snær lifði og sárt þótti okkur að geta ekki kvatt frænda al- mennilega en í anda frænda míns fögnum við lífinu og þökkum ógleym- anleg kynni. Sædís Gunnarsdóttir og fjölskylda. Fyrstu kynni mín af Snæ voru fyrir rúmlega þremur áratugum, en þá var hann innanbúðar í Bókinni hf. á Skólavörðustíg og seldi bæði gamlar og nýjar bækur og rit. Ég stóð þar gleiður á miðju gólfi og ræddi við hann um eitt og annað þegar ég fann hjá mér óviðráðanlega löngun til þess að sýna honum og sanna að ég vissi sitt lítið af hverju um fornar og fágæt- ar bækur. Um þetta leyti var ég að tína saman Rit Jónasar Hallgríms- sonar í fimm bindum, sem gefin voru út á árunum 1929-1937, en Matthías Þórðarson þjóðminjavörður sá um út- gáfuna. Með hverju bindi fylgdi skýr- ingarhefti og þóttist ég búa yfir all- mikilli vitnesku og töluverðum fróðleik um þetta ágæta verk, sem jafnvel Jón Helgason prófessor gaf sér tíma til þess að yrkja um. Ein- hvern veginn fór það svo að við Snær fórum að þrátta um eitt og annað varðandi þessi rit og vorum hreint ekki sammála um innihald einstakra binda, útgáfuár og ýmislegt fleira. Hélt ég fram skoðunum mínum af ekki alllitlu yfirlæti og þóttist hafa unnið þarna mikinn og verðskuldaðan sigur. Hinu get ég ekki neitað að þeg- ar ég fór að skoða betur minn ágæta sigur velkominn heim að kvöldi sá ég mér til mikillar furðu að hann var enginn, þvert á móti hafði Snær ávallt haft á réttu að standa. Ill þótti mér sú gangan fyrsta og ákvað ég að forðast Snæ framvegis og að minnsta kosti ekki gefa honum annað tækifæri til þess að reka mig á gat. Það fór þó á annan veg því að Snær og Birna urðu mínir bestu vinir og er ekki fjarri sanni að ég hafi orðið heimagangur hjá þeim. Þrátt fyrir heiðarlegar til- raunir mínar til þess að éta þau út á gaddinn tókst mér það aldrei. Mý- vatnsreyð og magálar mættust þar í miðju trogi og virtust aldrei til þurrð- ar ganga. Sá sem þessar línur skrifar er einn af þeim sem þrátt fyrir litla lestrar- getu og slæmt minni hefur haft tölu- verða ánægju af bókum. Þeirri ánægju deildum við Snær. Ég veit ekki hvort hann náði að lesa allar bækur, sem hafa verið skrifaðar og þýddar á íslensku, en ég trúi því að einungis fáeinar hafi þá verið eftir. Ég varð alltaf svolítið undarlegur inn- an um mig þegar ég hafði verið mán- aðartíma að lesa eitt hefti af Basil fursta, en á sama tíma hafði Snær plægt sig í gegnum bókastafla sem var á við meðalstórt lestrarfélags- bókasafn eins og þau voru í byrjun síðustu aldar. Snær var í eðli sínu mikill fræðimaður og ég sáröfundaði hann af þeim eiginleika. Engan vissi ég betur að sér í íslenskri bókfræði né fróðari um íslensk bókmerki (ex li- bris) og hann var ákaflega vel að sér um íslenska mynt. Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra mynt- safnara og skrifaði í tímarit félagsins grein um vörupeninga Helga Einars- sonar frá Neðranesi, en hún birtist árið 1978. Einhvern veginn læðist að mér sá grunur að mun meira hafi birst á prenti eftir Snæ, en hann átt það sameiginlegt með höfundum Ís- lendingasagna að gleyma að merkja sér handritið. Ég kann ekki að skilgreina menn- ingu betur en Steinn Steinarr, en taldi mig samt finna meira en smjör- þefinn af henni í stofunni hjá þeim hjónum Snæ og Birnu. Meðan Birna fór með kveðskap eftir sig og aðra á íslensku eða öðrum heimstungum þá mat Snær hvert ritið á fætur öðru til fjármuna eftir fágæti, útliti og inni- haldi. Hins vegar varð ég aldrei vitni að því að til árekstra kæmi milli þeirra hjóna þó að umræðuefnin væru ekki ávallt þau sömu. Enginn hefur kennt mér jafnmikið um bækur og rit og Snær og fyrir það langar mig til þess að þakka hér og nú og varla seinna vænna. Mér finnst að hann hefði vel mátt lifa lengur, en þar sem ég kann enga lausn á gátu lífs og dauða ætla ég ekki að fara frekar út í þá sálma. Við Inga færum Birnu og Mjöll og öllum öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Snæs. Leifur A. Símonarson. Þeim fækkar nú óðum, Íslending- unum, sem fæddir voru á fyrstu ára- tugum tuttugustu aldar, sprottnir upp úr jarðvegi íslenskra sveita og aldir upp við atvinnuhætti og siðvenj- ur liðinna alda sem furðu lítið höfðu breyst fram að þeim tíma. Þeir gjör- þekktu sögu lands síns og þjóðar, því að þeir voru sjálfir lifandi partur af sögunni og landinu á mótum gamals tíma og nýs. Engin kynslóð þjóðar- sögunnar hefur lifað aðra eins breyt- inga- og byltingatíma og haft frá jafn mörgu og merkilegu að segja og þess- ir fulltrúar liðinnar tíðar. Einn þeirra var Snær Jóhannesson, fyrrum bók- bindari og bóksali, sem féll frá hinn 13. september sl. og verður kvaddur hinstu kveðju í dag. Hér verða ekki rakin æviatriði Snæs með ítarlegum hætti, þar sem þeim eru gerð skil á öðrum stað hér í blaðinu, en þess þó getið að hann var af þingeyskum kjarnaættum kominn, sonur rithöfundarins og skólamanns- ins landskunna Jóhannesar Frið- laugssonar frá Fjalli og konu hans Jónu Jakobsdóttur, fæddur árið 1925 í Haga í Aðaldal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Jóhannes faðir hans ritaði margar athyglisverðar bækur og skrifaði greinar og hugleiðingar af ýmsu tagi í blöð og tímarit á sínum tíma, allt frábærlega vel úr garði gert að því er varðaði hugsun og málfar. Var þar um að ræða hreina og fágaða íslenska frásagnarlist eins og bók hans, Gróin spor, sem aðstandendur hans gáfu út að honum látnum árið 1982, ber með sér. Dýraverndar- og æskulýðsmál voru honum sérstak- lega hugleikin og mörg sjónarmið hans í þeim efnum eru enn í fullu gildi. Af föður sínum hefur Snær eflaust numið kjarngott mál og vandaðan stíl sem svo mjög einkenndu þær ritsmíð- ar er hann lét frá sér fara um ævina, en rík listgáfa virðist hafa einkennt þau Hagasystkin, ekki síst Hring list- málara sem féll frá fyrir aldur fram og var þjóðinni allri harmdauði. Þá má geta þess að bróðursonur Snæs, Sindri Freysson, er meðal efnileg- ustu rithöfunda þjóðarinnar um þess- ar mundir. Snær yfirgaf heimahagana og flutt- ist til Reykjavíkur á ungum aldri, gekk að eiga Birnu Ólafsdóttur, sjald- gæfa mannkostakonu ættaða úr Ax- arfirði, árið 1950 og stofnaði með henni heimili. Þau eignuðust eina dóttur barna, Mjöll, fornleifafræðing, stolt og yndi foreldra sinna. Snær nam bókband og lagði stund á prentsmiðjustörf uns hann gerðist verslunarmaður á miðjum aldri og Snær Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.