Morgunblaðið - 23.09.2006, Síða 48

Morgunblaðið - 23.09.2006, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kjartan Pálssonbóndi í Vaðnesi fæddist í Reykjavík 28. júlí 1918. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 13. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Páll Steingrímsson bókbindari í Reykja- vík, f. á Kvíavöllum á Miðnesi 26.9. 1878, d. 24.2. 1942 og Ólöf Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir í Reykja- vík, f. á Rauðhálsi í Mýrdal 18.3. 1882, d. 24.6. 1964. Systkini Kjart- ans voru Þórunn, f. 17.3. 1907, Steingrímur Kári, f. 30.12. 1908, Ingibjörg Lilja, f. 29.1. 1911, Sig- urbjörn Ólafur, f. 25.5. 1917, Elín Kristín, f. 18.11. 1920 og Bjarni, f. 27.7. 1922, þau eru öll látin. Einnig ólst upp með þeim Ólöf Ingibjörg Benediktsdóttir, f. 11.4. 1933, gift Höskuldi Jónssyni, f. 6.4. 1929. Hún var dóttir Ingibjargar systur Kjartans. Kjartan kvæntist 31.12. 1971 Antoníu Helgu Helgadóttur f. 20.8. 1942. Foreldrar hennar voru Helgi Pétursson, f. 17.6. 1916, d. 25.3. 1944 og Gyða Antoníusardóttir, f. 11.5. 1924, d. 17.6. 1991. Börn þeirra eru Gunndís Eva, f. 1991 og Helga Rún, f. 1996. Sambýlis- maður Ragnhildar er Magnús Tryggvason, f. 18.12. 1964, sonur þeirra er Tryggvi Freyr, f. 2004. 4) Ingólfur Heimir, f. 9.8. 1963, kvæntur Maríu Kjartansson, f. 15.3. 1972, börn þeirra eru Jón Víkingur, f. 1995 og Saga Líf, f. 2001. 5) Birna, f. 16.1. 1971. Sonur hennar og Elvars Gunnarssonar er Brynjar Þór, f. 1990. Sambýlis- maður Birnu er Gísli Jón Bjarna- son, f. 7.11. 1972. Uppeldisdóttir Helgu og Kjart- ans er Svala Birna Sæbjörnsdóttir, f. 8.8. 1978, sambýlismaður Davíð Ben, f. 23.7. 1972, dóttir þeirra er Ásthildur Ben, f. 2001. Uppeld- issonur Kjartans frá 9 ára aldri er Hans Hoffmann Þorvaldsson, f. 6.11. 1946, kvæntur Guðlaugu Sig- urðardóttur, f. 21.4. 1947, börn þeirra er Sif, f. 1971 og Kjartan, f. 1978. Fyrir á Hans dóttur og Guð- laug son. Kjartan ólst upp með foreldrum og systkinum til 12 ára aldurs en þá flutti hann í Ásgarð í Grímsnesi til hjónanna Guðjóns Gíslasonar og Guðrúnar Grímsdóttur í fóstur. Kjartan tók svo við búi þar af þeim hjónum árið 1942. 1946 flutti hann svo í Vaðnes í Grímsnesi og hóf þar búskap stuttu síðar og bjó þar fram á síðasta dag. Útför Kjartans verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kjartans og Helgu eru: 1) Páll Helgi, f. 7.5. 1972, sambýlis- kona Salome Hansen, f. 5.9. 1986. Sonur hans og Elínar Ols- son er Alvin Kjartan, f. 26.11. 1997. 2) Jón Steingrímur, f. 24.7. 1973. Synir hans og Birnu Gestsdóttur eru Sævar Andri, f. 1992 og Alex Andri, f. 1992. Jón er kvænt- ur Dóru Þórsdóttur, f. 11.6. 1976, dætur þeirra eru Ólöf Eir, f. 1998 og Ey- dís Ósk, f. 2006. 3) Guðjón, f. 23.2. 1975, sambýliskona Anika Bäcker, f. 8.2. 1981. 4) Ólafur Ingi, f. 10.8. 1978. Börn Helgu og fósturbörn Kjartans eru: 1) Guðmundur, f. 27.6. 1959, kvæntur Þórleifu Gunnarsdóttur, f. 22.9. 1963, börn þeirra eru Gunnar Finnur, f. 1983, d. 1987, Helga, f. 1988, Jóhannes, f. 1989 og Einar Ásgeir, f. 1997. 2) Brúney, f. 9.8. 1963. Synir hennar og Jóns Rúnars Gunnarssonar eru Baldvin, f. 1982 og Kjartan Gunn- ar, f. 1984. Sonur hennar og Hall- dórs Laufland er Sigurður Elías, f. 2000. 3) Ragnhildur, f. 11.8. 1966, maki Einar Valtýr Baldursson, f. 31.7. 1963, d. 2.7. 1997, dætur Ég kom fyrst í Vaðnes þegar ég var 9 ára gömul því Maggi bróðir minn var vinnumaður þar þetta sum- ar. Ég man að ég var svo leið yfir að hann færi í sveit en ekki ég, því ég ætlaði alltaf að verða bóndakona þegar ég yrði stór, ég elskaði hesta og öll dýr. Fyrsta minningin mín um Kjartan var að hann og fleiri voru að koma úr smölun og þeir leiddu hest- ana að læk niðri við bæ, þá sá ég að þetta var sveitin mín. Hann var mér alltaf svo góður, þó hann skammað- ist í strákunum þá skammaðist hann aldrei í mér. Ég bar alltaf virðingu fyrir honum, og mér leið alltaf vel hjá þeim Kjartani og Helgu. Að hafa fengið að kynnast Kjartani og fjöl- skyldu hans er eitt það dýrmætasta sem ég hef eignast um ævina, og þarna eignaðist ég stóra fjölskyldu sem mér þykir svo óendanlega vænt um. Ég man að Kjartan var fljótur að setja mig undir stýri á traktor eða nýja bílnum sínum og láta mig skutl- ast með sig. Hann var mikill spaug- ari, eins og þegar við krakkarnir vor- um með gat á buxunum þá reif hann í gatið svo það yrði miklu stærra, eða þegar hann bað mig að finna ein- hvern hlut fyrir sig og var allan tím- ann með hann sjálfur, það þótti hon- um gaman. Kjartan var sterkur maður og hann var orðinn mikill vin- ur minn, við áttum margar góðar stundir saman og margar bílferðir niður á nes að kíkja á kindur. Ásthildur Ben, dóttir mín, hélt mikið upp á afa sinn í sveitinni og henni þótti svo gaman að færa hon- um súkkulaði og að knúsa hann. Nú ertu farinn og nú líður þér vel, ég veit að þú átt eftir að fylgjast með okkur í framtíðinni og við söknum þín sárt. Takk fyrir að leyfa okkur að hafa þessar dýrmætu minningar um að hafa kynnst þér og tekið þátt í lífinu með þér. Ég bið góðan Guð að veita Helgu og fjölskyldunni þinni styrk á þessum erfiðu tímum, minningin um einstakan mann mun lifa um ókomin ár. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Svala Birna Sæbjörnsdóttir. Nú er komið að því að kveðja þig, elsku afi. Það var bara sárt að heyra mömmu segja að þú værir farinn en það er samt ánægjulegt að hugsa um að nú líði þér vel. Það eru nú nokkrar minningarnar sem ég á með þér. Ég man eftir því þegar þú gafst mér kálfinn sem fékk nafnið Ljóska. Ég var bara hissa og glöð þegar komið var með hana heim á hlað á pallbílnum sem þið áttuð einu sinni. Það var sko ekki á hverjum degi sem maður fékk lifandi og flotta gjöf. Alltaf var gaman að koma í heimsókn til ykkar ömmu í Vaðnes. Skemmtilegast þótti mér að koma og hjálpa til við að smala og þegar rétt- irnar voru. Það voru nokkrar kind- urnar sem þú gafst mér og Jóhann- esi. Þú gafst okkur einu sinni sitthvora botnóttu gimbrina. Vorið 2004 ákvaðst þú að gefa mér gimbur. Eitt skiptið þegar ég kom í heimsókn baðstu Birnu frænku um að fara með mig niður í Nes og sýna mér gimbr- ina. Þetta var flott flekkótt gimbur. Um haustið beið ég spennt eftir því að hún kæmi í Vaðnesréttir en hún skilað sér nú ekki. Stuttu seinna sást hún við Kiðjabergsveginn og fórum við feðginin að sækja hana og var hún flott. Þú vissir að ég hafði mikinn áhuga á kindum og að mér fyndist gaman að stússast í kindum með pabba. Um haustið 2004 þegar rétt- irnar voru hjá þér komstu upp í fjár- hús til að skoða sláturlömbin, svo sagðirðu við mig að þú ætlaðir að gefa mér lambhrút líka og ég mætti velja. Ég valdi þennan flotta flekkótta hrút sem núna er gæfur og góður og alltaf þegar ég sé hann núna eða knúsa hann þá á ég alltaf eftir að hugsa um þig, elsku afi minn. Þú varst sko al- gjör nammikall. Við systkinin kom- um oft með súkkulaði handa þér og þú varst mjög duglegur að gefa manni mola. Fótbolti og box var eitt- hvað sem þú máttir alls ekki missa af. Þú fékkst þér kannski smákríu fyrir leik og samt komstu alltaf á slaginu fram til að horfa á leikinn. Að lokum þakka ég þér fyrir allt saman, elsku afi, og ég og mamma er- um vissar um að lítil hönd hafi læðst í höndina þína og Gunnar Finnur tekið á móti þér. Kveðja Helga Guðmundsdóttir. Það eru ótal minningar sem sækja á hugann þegar við félagarnir í stjórn Hitaveitu Vaðness hugsum um vin okkar Kjartan en útför hans fer fram í dag. Það mun hafa verið árið l985 sem Kjartan kom að máli við stjórn land- eigenda í Vaðnesi um samvinnu við sig um að bora eftir heitu vatni í Vað- neslandi. Stjórnin kaus sérstaka nefnd til að gera athugun á þessu með Kjartani og var síðan ákveðið að bora eftir heitu vatni eftir tilsögn Kjartans. Það var eins og hann vissi nákvæmlega hvar heita vatnið var að finna og stóðst það fyllilega þegar borað var. Kjartan var framsýnn maður, hörkuduglegur og áræðinn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ekki höfðu allir trú á heita vatninu á þessum árum og vorum við í hitaveit- unni dálítið lengi að fá alla með en að lokum tókst það. Gerður var samningur við Kjartan 1987 um heitt vatn fyrir Hitaveitu Vaðness, og má segja að öll samskipti við Kjartan og eiginkonu hans Helgu í gegnum árin hafi verið sérlega góð og fyrir það erum við þakklátir, sem stjórnum hitaveitunni. Stórhugur Kjartans kom berlega fram í ýmsum nýjungum. Hann keypti með þeim fyrstu baggavél og síðar rúlluvél sem notaðar voru við heyskapinn og end- urnýjaði dráttarvélar reglulega. Kjartan var samvinnufús og bóngóð- ur ef til hans var leitað. Hann var sér- lega veðurglöggur og gat sagt til um veðrið langt fram í tímann. Hann gat verið glaðlyndur og oft með spaugs- yrði á vör í góðra vina hópi, þá var hann söngmaður góður. Þegar undirritaður heimsótti Kjartan nú nýlega sagði hann að stundum vaknaði hann við það að hann væri að syngja og hlógum við dátt að þessu.Þá sagði hann að það væri verndarengill sem vekti ábyggi- lega yfir sér. Það átti að vera fót- boltalandsleikur um kvöldið og hann beið spenntur eftir að sjá leikinn í sjónvarpinu. Þá tjáði hann mér að nú í haust yrði byrjað að byggja nýtt íbúðarhús þar sem hann gæti farið í hjólastólnum í bílskúrinn og beint í bílinn. Þennan sama dag var verið að aka heyrúllunum heim úr túninu og fylgdist hann vel með og var ætíð að spyrja hvað væri mikið eftir. Áhuginn og orkan var mikil og ekkert gefið eftir þó að aldurinn væri orðinn hár. Veikindi Kjartans á efri árum voru honum oft erfið. Hann upplifði harða baráttu fyrir lífi sínu við illvíga sjúk- dóma og oft var tvísýnt um hvort lífið eða dauðinn sigraði uns yfir lauk. Víst munum við eiga bágt með að trúa því að við sjáum á ekki framar vin okkar Kjartan með gleðibros á vör og vitum við að þar mælum við líka fyrir munn annarra landeigenda og sveitunga. Við viljum að leiðarlokum þakka Kjartani fyrir allan þann trúnað og traust sem hann ætíð sýndi okkur og aldrei brást. Við sendum Helgu og fjölskyldunni hugheilar samúðarkveðjur á þessari erfiðu stundu. Blessuð sé minning Kjartans. F.h. stjórnar Hitaveitu Vaðness. Magnús Tryggvason. Ég kveð þig nú að sinni Kjartan minn og ert þú nú loks búinn að fá hvíldina. Ég man þegar ég fyrst hitti þig, það var árið 1968 um sumarið, en þá varstu „einsetukarl“ með stóran búskap! Þú bauðst mér góðan daginn og sagðir „Getur þú ekki skúrað eld- húsgólfið og bakað nokkrar pönnsur góða mín?“ Svo varstu horfinn út á tún! Já, svona varstu Kjartan minn, blátt áfram og sagðir þína meiningu. Árið 1970 kom hún Helga til þín með börnin sín Gumma, Brúneyju, Heimi og Röggu en Birna fæddist ekki fyrr en í byrjun árs 1971. Það varð nú aldeilis breyting á heimilinu eftir það, þessi „einsetukarl“ um- kringdur yndislegri fjölskyldu. Það var svo gott að koma til ykkar, en það gerðum við í óteljandi skipti, enda var Hans nánast alinn upp hjá þér Kjartan, var í sveit hjá þér frá 8 ára aldri. Helga var alltaf með drekk- hlaðin borð af alls kyns góðgæti fyrir gesti og gangandi enda var maður alltaf velkomin þar á bæ. Árin liðu og barnahópurinn stækkaði, Palli, Jón, Guðjón og Óli. Ekki gerðir þú upp á milli barnanna og reyndist þeim sem besti faðir. Nú kveðjum við þig með söknuði Kjartan. Kæra Helga og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Guðlaug og Hans Þorvaldsson. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur og mér finnst það mjög leitt. Þú varst alltaf svo glaður þegar ég kom í sveitina með súkkulaði handa þér og þú byrjaðir alltaf á að opna það og gefa mér mola, þess vegna valdi ég alltaf súkkulaði sem okkur báðum fannst gott. Oft þegar ég var í sveitinni hjá ykkur baðstu mig að fara niður í lambhús og kíkja á lömb- in fyrir þig, en afi minn, núna þarftu ekkert að biðja mig um það, ég geri það bara fyrir þig. Ég vildi óska þess að Eydís litla systir mín hefði kynnst þér betur, og þegar hún verður stór þá ætla ég að segja henni hvað þú varst góður afi. Elsku afi minn, ég held áfram að koma í sveitina, passa fyrir þig öll dýrin og hana ömmu sem þér þótti svo vænt um. Ég sakna þín Guð geymi þig Þín Ólöf Eir Jónsdóttir. Kjartan Pálsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjart- kærrar móður okkar, GUÐBJARGAR LILJU BÖÐVARSDÓTTUR frá Norðurkoti, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar- heimilisins Kumbravogs. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÓLAFAR JÓNASDÓTTUR frá Magnússkógum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Silfurtúns í Búðardal fyrir kærleiksríka og góða umönnun. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Magnús Pálsson, Jónas Guðmundsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Guðbjörn Guðmundsson, Jóhanna B. Jóhannsdóttir, Jensína Guðmundsdóttir, Andrés P. Jónsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Helgi Þorvaldsson, barnabörn og fjölskyldur. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Bróðir minn og mágur. KOLBEINN G. ÓSKARSSON, Keldulandi 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudag- inn 12. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ástþór Óskarsson, Sigrún Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.