Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 49 KIRKJUSTARF Hjóna- og sambúðarmessur Á vorönn 2006 var boðið upp á nýtt helgihald í Garðaprestakalli. Það voru kvöldmessur síðasta sunnu- dagskvöld í mánuði kl. 20 í Garða- kirkju og Bessastaðakirkju til skiptis. Þema helgihaldsins var hjónaband og sambúð. Margir góð- ir fyrirlesarar komu og þjónuðu í messunum. Ómar Guðjónsson gít- arleikari hélt utan um tónlistar- málin og svo verður áfram í vetur. Í október og nóvember munu tvær kraftamiklar konur og sál- fræðingar sjá um hjóna- og sam- búðarráðgjöfina en þær heita Erla Grétarsdóttir og Berglind Guð- mundsdóttir, sem er nýkomin úr doktorsnámi í Bandaríkjunum. Fyrsta messa haustsins verður haldin 24. september kl. 20 í Bessa- staðakirkju. Prestahjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir verða með ráðgjöfina en tónlistin verður í þetta skipti í umsjá Gunn- ars Gunnarssonar organista og jazzista og með honum verða Gunn- ar Hrafnsson sem spilar á kontra- bassa og Anna Sigríður Helgadóttir sem leiðir sönginn. Allt fólk er vel- komið, óháð aldri og kynhneigð. Sjá www.gardasokn.is. Æskulýðsfélag Selfosskirkju FUNDUR verður haldinn í Æsku- lýðsfélagi Selfosskirkju fimmtu- daginn 28. september kl. 18. Fund- urinn verður haldinn í lofti safnaðarheimilis Selfosskirkju. Fermingarbörnum og þaðan af eldri unglingum er boðin þátttaka í starfi félagsins. Innan vébanda þess er margt sér til gamans gert, hlust- að á létta músík, farið í leiki, fram- kvæmdar vettvangsrannsóknir og lagt upp í óvissuferðir. Rætt er um lífið og tilveruna, líka út frá kristnu sjónarmiði. Leiðtogar eru Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni og Jó- hanna Ýr Jóhannsdóttir guð- fræðinemi. Fundir verða framvegis haldnir í safnaðarheimilinu á fimmtudögum frá kl. 18–19.30. Sóknarprestur. Fyrsta Tómasarmess- an á þessu hausti FYRSTA Tómasarmessan á þessu hausti verður í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 24. sept- ember kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu níu árin og verður sami háttur hafður á í vetur. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbæn- arþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbún- ingi og framkvæmd messunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar. Opið hús í Hallgrímskirkju FYRSTA „opna húsið“ í vetur verð- ur miðvikudaginn 27. sept. en það verður mánaðarlega með fjöl- breyttri dagskrá. Opna húsið hefst kl. 14. Fyrsti gestur okkar í vetur er Ólafur Ólafsson fyrrum landlæknir. Einnig verður söngur, kaffiveit- ingar og spjall. Allir velkomnir. Texti, trú og tilgangur BIBLÍUNÁMSKEIÐ á vegum Leik- mannaskóla Þjóðkirkjunnar og Reykjavíkurprófastsdæmis eystra hefst fimmtudaginn 28. sept. nk. Kennari á námskeiðinu er dr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur og stundakennari við guð- fræðideild HÍ. Á námskeiðinu verða m.a. lesnir textar úr Matteusarguð- spjalli og Rómverjabréfinu. Í ljósi þeirra verður síðan fjallað um sam- skipti veraldlegs og andlegs valds, trúar og stjórnmála. Á seinni hluta námskeiðsins verða síðan lesnir textar úr Galatabréfinu. Námskeiðið fer fram í Breiðholts- kirkju og hefst kl. 20. Kennt verður í tíu skipti, tvo tíma í senn. Skráning fer fram á vef Leikmannaskólans, www.kirkjan.is/leikmannaskoli eða í síma 535 1500. Guðsþjónusta í Frír- kirkjunni í Reykjavík Almenn guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Fermingarbörn taka virkan þátt í guðsþjónustunni. Almennan safn- aðarsöng leiða að venju þau Carl Möller og Anna Sigga með dyggri aðstoð Fríkirkjukórsins. Hjörtur Magni Jóhannsson og Ása Björk Ólafsdóttir Fríkirkjuprestar þjóna fyrir altari. Allir eru velkomnir. Nanda kirkjuvarða býður upp á kaffi í anddyrinu eftir guðsþjón- ustuna. Minnum á bænastundir í safnaðarheimilinu á þriðjudögum kl. 11.30 og kyrrðarstundir í með altarisgöngu í kirkjunni á fimmtu- dögum kl. 12–12.30. Síðasti þriðjudagurinn í mánuðinum í Áskirkju SÍÐASTA þriðjudaginn í hverjum mánuði kl. 13 verður boðið upp á fyrirlestur um málefni líðandi stundar eftir helgistundina og súp- una. Sóknarpresturinn, sr. Sig- urður Jónsson, verður með fyrsta innlegg 26. september. Allir vel- komnir. Drengjakórinn syngur í Hallgrímskirkju MESSA og barnastarf verður á sunnudag kl. 11 í Hallgrímskirkju. Prestar og djákni safnaðarins þjóna ásamt fermingarbörnum, sem taka þátt í messunni með ritningarlestri, lestri bæna o.fl. Drengjakór Reykja- víkur í Hallgrímskirkju syngur í messunni undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Vetrarstarf Drengjakórsins er nýhafið, en nú syngja um 45 drengir í kórnum. Organisti verður Björn Steinar Sólbergsson. Eftir messu verður boðið upp á molasopa. 12 spora-starfið í Óháða söfnuðinum 12 spora-starfið í Óháða söfnuðinum hefst með kynningarfundi fimmtu- daginn 28. september kl. 19.30. Við tökum fagnandi á móti nýjum spor- göngumönnum hvert haust. Spor- göngumenn þurfa alls ekki að skil- greina sig með neina ákveðna fíkn. Sporin henta venjulegu fólki, sem hugsanlega er ósátt við, af hverju lífið gengur ekki alveg að óskum, og hvað er hægt að gera við því. Eru allir velkomnir fyrir forvitnis sakir á þennan kynningarfund, sem og næstu 3 fimmtudagskvöld. Eftir það vinnum við í lokuðum hópum. Ein- vala hópur leiðbeinenda hlakkar til að hitta þig í kirkju Óháða safnaðar- ins, Háteigsvegi 56. Kolaportsmessa Í Kaffi-Porti innst í Kolaportinu verður Kolaportsmessa 24. sept- ember kl 14. Hálftíma fyrr byrjar Þorvaldur Halldórsson að spila „gömlu“ góðu lögin sín sem gestir taka gjarnan undir. Síðan eru sungnir sálmar, bænir beðnar og að sjálfsögðu prédikað. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir helgihaldið, sr. Bjarni Karlsson pré- dikar, Margrét Scheving og Unnur Halldórsdóttir taka við bæn- arefnum. Þá kemur nýr liðsmaður til starfa sem er sr. Þorvaldur Víð- isson frá Dómkirkjunni. Menningarvaka í Seljakirkju FYRSTA menningarvakan fyrir eldri borgara í Seljakirkju í vetur verður haldin þriðjudagskvöldið næsta 26. september kl. 18. Sr. Bolli Pétur Bollason flytur er- indi. Jóhanna Valsdóttir syngur við undirleik Bjarts Loga Guðnasonar. Léttur málsverður. Skráning í síma kirkjunnar 567 0110. Allir velkomn- ir. Æðruleysismessa í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði FYRIR 2 árum bryddaði Fríkirkjan í Hafnarfirði upp á þeirri nýbreytni að halda æðruleysismessur. Það er hópur áhugafólks um 12 spora-starf og æðruleysismessur sem stendur á bak við þetta helgihald ásamt prest- um Fríkirkjunnar. Þetta áhugafólk hefur kynnst reynslusporunum 12 sem liggja til grundvallar í starfi AA-samtakanna svo og samtaka að- standenda alkóhólista í Al–Anon og öðrum samtökum svo sem NA og OA sem vinna á sama grunni. Á sunnudaginn kemur, 24. sept- ember kl. 20, verður haldin næsta æðruleysismessa í Fríkirkjunni. Þá mun AA-maður greina frá reynslu sinni og reynslusporin 12 verða les- in og kynnt. Tónlistin verður af létt- ara taginu í samræmi við þá gleði sem auðkennir góðan bata og ann- ast „Fríkirkjubandið“ hana. Að lok- inni messu munu þau sem standa á bak við þetta bjóða upp á kaffisopa í safnaðarheimili Fríkirkjunnar. Ensk messa í Hallgrímskirkju Á morgun, sunnudag, 24. september nk., kl. 14 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Björn Steinar Sólbergsson. Jónína Kristinsdóttir mun leiða al- mennan safnaðarsöng. Fimmta árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Messukaffi. Service in English Service in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja) 24th of September, at 2 pm. Holy Comm- union. The Sixteenth Sunday after Pentecost. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnson. Organist: Björn Steinar Sólbergs- son. Leading singer: Jónína Krist- insdóttir. Refreshments after the Service. Innsetning í embætti sóknarprests í Prests- bakkakirkju á Síðu MESSA verður í Prestsbakkakirkju á Síðu sunnudaginn 24. september nk. kl. 14. Prófastur Skafta- fellsprófastsdæmis, séra Haraldur M. Kristjánsson, setur séra Ingólf Hartvigsson í embætti sókn- arprests Kirkjubæjarklausturs- prestakalls. Séra Ingólfur predikar, en báðir prestarnir þjóna fyrir altari. Alt- arisganga. Organisti verður Brian Røger Haroldsson. Báðir kirkju- kórar prestakallsins syngja. Eftir messuna er viðstöddum boðið að þiggja kaffiveitingar á hótel Kirkjubæjarklaustri. Sóknarbörn í öllum sóknum prestakallsins eru hvött til að fjöl- menna og taka vel á móti nýjum sóknarpresti. Prófastur. Kvikmyndasýning í Landakoti „Inside the Vatican “– „Í páfa- garði“ (I. hluti). Páfagarður er ein elsta stofnun í heiminum og mið- stöð kirkjunnar fyrir u.þ.b. 1 millj- arð kaþólskra. Tveggja þúsalda gömul saga hans hefur verið mjög viðburðarík. Sir Peter Ustinov, áhugamaður mikill á list og sögu, leiðir okkur í stórkostlega ferð í gegnum sögu páfagarðsins. Hann mætir mörgum af þeim áhrifaríku sögulegu mönn- um (sem eru settir á sviði af leik- urum), eins og Konstantínusi mikla eða Karli mikla keisara. Myndinni er skipt í þrjá hluta og tekur hver um sig ekki meira en klukkustund. Að sýningunni lok- inni gefst svigrúm fyrir spurningar og athugasemdir. Sýningin hefst mánudaginn 25. september nk. kl. 20 í safn- aðarheimili kaþólskra á Hávalla- götu 16. Aðgangur er ókeypis og eru allir áhugsamir velkomnir. Mánudaginn 2. október, kl. 20: Inside the Vatican – Í páfagarði (II. hluti). Morgunblaðið/Ómar vaxtaauki! 10% Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.