Morgunblaðið - 23.09.2006, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 51
HAUSTMÓT Taflfélags Reykja-
víkur 2006, sem um leið er meist-
aramót TR, stendur yfir þessa dag-
ana í Skákhöllinni í Faxafeni 12.
Mótið er eitt af stóru, árlegu mót-
unum í skáklífinu hér á landi og er
hið 72. í röðinni, skv. opinberri
skráningu. Trúlega hafa þó verið
haldin Haustmót fyrir árið 1934,
þótt ekki hafi varðveist úrslit í þeim
mótum. Teflt er í 10 manna lok-
uðum A- og B-flokkum, en í C-flokki
tefla 25 keppendur 9 umferðir, eftir
svissneska kerfinu. Tafldagar eru
miðvikudagar, föstudagar og sunnu-
dagar, og hefjast skákirnar kl. 19.30
á virkum dögum, en kl.14.00 á
sunnudögum. Tímamörkin eru 1½
klst., með 30 sekúndna viðbót fyrir
hvern leik. Þegar þetta er skrifað
hafa verið tefldar tvær umferðir og
margar skemmtilegar skákir hafa
litið dagsins ljós. Við skulum skoða
eina þeirra, þar sem Lenka Ptacni-
kova kvennastórmeistari leggur
stigahæsta mann mótsins, FIDE-
meistarann Sigurbjörn Björnsson,
að velli í fyrstu umferð. Hvítt: Sig-
urbjörn Björnsson. Svart: Lenka
Ptacnikova. Bogo-indversk vörn.
1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rf3 Bb4+ 4.Bd2
c5 5.Bxb4 cxb4 6.g3 b6 7.Bg2 Bb7
8.Rbd2 0–0 9.Dc2 – óvenjulegur
leikur. Þekkt er að leika 9.Rf1, eins
og ein sterkasta skákkona heims,
Alexandra Kostenjúk frá Rússlandi,
lék gegn Lenku á ólympíuskák-
mótinu á Mallorca 2004. Skákinni
lauk með jafntefli, en næstu leikir
voru 9.-- Ra6 10.Re3 Bd7 11.0–0
Hc8 12.Dd3 Bc6 13.Hac1 Be4
14.Dd2 Dd7 o.s.frv.
9…d6 10.0–0 Rbd7 11.a3 bxa3
12.Hxa3 a5 13.Rg5 Bxg2 14.Kxg2
h6 15.Rge4 Dc7 16.Dd3 d5
17.Rxf6+ Rxf6 18.Hc3 Db7 19.Df3
Ha7 20.Hfc1 Hd8 21.c5 bxc5
22.Hb3 Da8 23.Hxc5 a4 24.Hb4 a3
25.bxa3 Hxa3 26.Df4 Ha4 27.Hbb5?
– afleikur í jafnri stöðu. Sjálfsagt
var að drepa hrókinn.
Sjá stöðumynd 1.
27…e5! 28.Df5 – eftir 28.Dxe5
Rd7 vinnur svartur skiptamun, hrók
fyrir riddara. 28…Hxd4 29.Rf3 He4
30.Rxe5 – betra er að leika 30.Hc7
Hf8 31.Hbb7 Hxe2 32.Rxe5 Da4
33.Rxf7 De4+ 34.Dxe4 Rxe4
35.Rxh6+ Kh8 36.Rg4 Rxf2 37.Rxf2
Hfxf2+ 38.Kh3 Hxh2+ 39.Kg4 Hb2
og niðurstaðan verður jafntefli.
30…Hxe2 31.Hc7 d4+ 32.Kh3 – þ
að er mikilvægt fyrir hvítan að tvö-
falda hrókana sína sem fyrst á 7.
reitaröð og hóta þannig að ráðast á
peð svarts á f7 og í framhaldinu líka
peðið á g7. Best er 32.Hbb7 Hb2
33.Rxf7 Hxb7 34.Rxh6+ Kh8
35.Rf7+ Kg8 36.Rh6+ Kh8
37.Rf7+, jafntefli með þráskák.
32…De4 33.Dxe4 Rxe4 34.Rxf7
Hf8 35.Re5 – eða 35.f4 Hxf7
36.Hb8+ Hf8 37.Hbb7–+ Hf5
38.Hxg7+ Kf8 39.Kg4 Rd6 40.Hbd7
Hf6 og svartur vinnur. Hann á
manni meira og auk þess nær hann
hrók hvíts á h7 fyrir riddarann í
næstu leikjum.
35…Rxf2+ 36.Kh4 He4+ 37.g4
He3 og hvítur gefst upp, því að hann
á enga skynsamlega vörn við hót-
uninni 38.—Hh3+ mát.
Vilhjálmur Pálmason
sigraði á Sportklúbbsmóti
Taflfélags Reykjavíkur og
Landsbanka Íslands
Úrslitakeppni í Sportklúbbsmóti
TR og Landsbanka Íslands í hrað-
skák fór fram í Landsbankanum,
Austurstræti 11 í Reykjavík, 18.
september sl. Vilhjálmur Pálmason
bar sigur úr býtum í úrslitakeppn-
inni, hlaut 6 vinninga úr 7 skákum.
Sverrir Þorgeirsson var jafn honum
að vinningum, en Vilhjálmur var úr-
skurðaður sigurvegari skv. stigaút-
reikningi.
Við upphaf mótsins afhenti Árni
Emilsson, útibússtjóri Austurstræt-
is 11, Taflfélagi Reykjavíkur veg-
lega gjöf, 50 töfl og skákklukkur.
Gjöfin kemur sér vel fyrir TR og
mun valda algjörri umbyltingu á
starfi Taflfélagsins.
Undankeppni Sportklúbbsmóts-
ins var tefld sl. laugardag í húsa-
kynnum Taflfélags Reykjavíkur.
Þar tefldu 30 krakkar í opnu skák-
móti. Svanberg Már Pálsson varð
efstur í því móti. Átta efstu tefldu
svo til úrslita mánudaginn 18. sept-
ember kl. 14–16 í Landsbankanum.
Hjörvar Steinn Grétarsson og Einar
Sigurðsson unnu sér þátttökurétt í
úrslitum, en gátu ekki teflt, svo að
Daði Ómarsson og Aron Ellert Þor-
steinsson komu í þeirra stað.
Úrslitakeppnin fór þannig:
1. Vilhjálmur Pálmason 6 v. (18 stig)
2. Sverrir Þorgeirsson 6 v. (16 stig)
3. Matthías Pétursson 4,5 v.
4.–5. Svanberg Már Pálsson 4 v.
4.–5. Daði Ómarsson 4 v.
6. Aron Ellert Þorsteinsson 1,5 v.
7.–8. Friðrik Þjálfi Stefánsson 1 v.
7.–8. Páll Snædal Andrason 1 v.
Allir sem komust í úrslitakeppn-
ina fengu vegleg verðlaun frá
Landsbankanum, auk þess sem bik-
arar voru veittir fyrir þrjú efstu
sætin.
Úrslitakeppnin vakti eðlilega
mikla athygli viðstaddra, ekki síst
fjölmargra skákáhugamanna í hópi
starfsmanna bankans, og var gaman
að því að Skákstjórn var í höndum
heiðursfélaga TR og starfsmanns
Landsbankans til fjölda ára, Ólafs S.
Ásgrímssonar.
Sportklúbbsmótið er einungis
byrjunin á víðtæku samstarfi Tafl-
félags Reykjavíkur og Landsbank-
ans um skák fyrir börn og unglinga,
sem kynnt verður betur síðar.
Íslandsmót í atskák 2006 og
80 ára afmælismót Taflfélags
Vestmannaeyja
Í dag verður haldin mikil skákhá-
tíð í Höllinni í Vestmannaeyjum.
Þar verða haldin tvö skákmót, ann-
ars vegar Íslandsmótið í atskák
2006 og hins vegar 80 ára afmæl-
ismót TV.
Atskákmót Íslands hefst kl. 9.30.
Mótið er öllum opið, en sjálft úr-
slitaeinvígið mun þó fara fram síðar,
því ætlunin er að sýna það beint úr
sjónvarpssal.
Mótið er með útsláttarfyrirkomu-
lagi, tveggja skáka einvígi í hverri
umferð og sigurvegarinn kemst
áfram, eftir bráðabana ef með þarf.
Afmælismót TV verður hraðskák-
mót, að minnsta kosti 9 umferðir.
Mótið er öllum opið, og með marg-
víslegum verðlaunum. Það hefst kl.
15.30, en á þeim tíma er reiknað með
að 16 manna úrslitum á atskák-
mótinu verði lokið, þannig að þeir
keppendur sem dottnir verða úr
keppni þar geti verið með á afmæl-
ismótinu.
Magnus Carlsen,
skákmeistari Noregs 2006
Hinn 15 ára gamli stórmeistari,
Magnus Carlsen, vann fyrsta Nor-
egsmeistaratitil sinn í fyrradag.
Hann náði fram hefndum á þjálfara
sínum, stórmeistaranum Simen
Agdestein, sem vann í fyrra, eftir
maraþoneinvígi þeirra.
Báðar kappskákirnar urðu jafn-
tefli, en Magnus vann báðar atskák-
irnar, og þannig einvígið 3–1.
Seinni atskákin var stutt og lag-
góð:
Hvítt: Magnus Carlsen
Svart: Simen Agdestein
Spænski leikurinn
1.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 g6 4.c3
a6 5.Ba4 d6 6.d4 Bd7 7.dxe5 –
Sjá stöðumynd 2.
7…b5?
Nauðsynlegt var að drepa á e5,
annaðhvort með peði eða riddara.
8.Bb3 dxe5 9.Dd5 Df6 10.Rxe5!
Rxe5 11.Dxa8+ og hvítur vann auð-
veldlega.
Topalov og Kramnik tefla ein-
vígi um heimsmeistaratitilinn
Loksins er komið að því; einvígi á
milli þeirra tveggja skákmeistara,
sem kalla sig heimsmeistara, hefst í
dag í Kalmykíu, litlu rússnesku lýð-
veldi. Hinn 44 ára gamli forseti lýð-
veldisins, Kirsan Ilyumzhinov, er
líka forseti alþjóðaskáksambands-
ins, svo að mótsstaðurinn þarf ekki
að koma á óvart. Búlgarski stór-
meistarinn Veselín Topalov er
heimsmeistari alþjóðaskáksam-
bandsins, FIDE, en Vladimir
Kramnik, rússneskur stórmeistari,
ber titil sem hann vann af Kasparov
árið 2000.
Tefldar verða 12 kappskákir, auk
styttri skáka í bráðabana ef með
þarf, og verðlaunapotturinn er ein
milljón Bandaríkjadala. Sigurvegar-
inn í einvíginu í Kalmykíu stendur
einn uppi sem heimsmeistari í skák
og verður einvígið örugglega bæði
spennandi og skemmtilegt.
Haustmót TR byrjað
Bragi Kristjánsson
SKÁK
Taflfélag Reykjavíkur
Haustmót TR
Skákhöllinni, Faxafeni 12, 17.
september – 4. október 2006
Frá vinstri: Matthías Pétursson, Sverrir Þorgeirsson, Vilhjálmur Pálma-
son, Björgólfur Guðmundsson og Ólafur S. Ásgrímsson.
Stöðumynd 1. Stöðumynd 2.
FRÉTTIR
STJÓRN Stéttarfélags íslenskra fé-
lagsráðgjafa hefur sent frá sér eft-
irfarandi ályktun um geðheilbrigð-
ismál barna- og unglinga.
„Stjórn Stéttarfélags íslenskra fé-
lagsráðgjafa fagnar ákvörðun heil-
brigðisráðherra um að stíga skref til
framfara í geðheilbrigðismálum
barna og unglinga. Stækkun Barna-
og unglingageðdeildar (BUGL) er
löngu tímabær og ánægjulegt að
efla eigi grunnþjónustu við börn og
fjölskyldur þeirra með aukinni með-
ferðarþjónustu eins og gert var með
stofnun meðferðarteymis í Graf-
arvogi.
Stjórn Stéttarfélags íslenskra fé-
lagsráðgjafa vill minna á mikilvægi
þverfaglegs samstarfs og nauðsyn
þess að fjölga stöðum félagsráðgjafa
innan heilsugæslunnar enda er sam-
kvæmt lögum um heilbrigðisþjón-
ustu (nr. 97/1990) félagsráðgjöf,
þ.m.t. fjölskyldu- og foreldraráðgjöf,
ein aðalgrein heilsuverndar.
Stjórn Stéttarfélags íslenskra fé-
lagsráðgjafa skorar á heilbrigð-
isráðherra að nota heildarsýn við
uppbyggingu geðheilbrigðisþjón-
ustu við börn og unglinga og nýta
sér þekkingu og reynslu af þverfag-
legu samstarfi eins og þá sem hefur
t.d. skilað góðum árangri á BUGL
og heilsugæslunni í Grafarvogi.“
Segja stækkun
BUGL tímabæra
UPPSKERUHÁTÍÐ býflugna-
bænda verður haldin í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum í Laugardal í
dag, laugardaginn 23. september,
kl 14–16 í veitingatjaldi Fjölskyldu-
og húsdýragarðsins. Býflugna-
bændur af sunnanverðu landinu
koma með sýnishorn af uppskeru
sumarsins og leyfa fólki að smakka.
Egill Sigurgeirsson læknir og
Tómas Óskar Guðjónsson líffræð-
ingur kynna býflugnarækt hér-
lendis. Býflugnabændur munu gefa
gestum að smakka eigin fram-
leiðslu af hunangi beint úr búinu á
staðnum. Einnig verður takmarkað
magn íslensks hunangs til sölu.
Sýndar verða lifandi býflugur í sýn-
ingarbúri og að auki gefst gestum
tækifæri á að skoða og fræðast um
býflugnabúið í garðinum. Kynnt
verður efnið bývax og ýmis útbún-
aður sýndur.
Kvenfélagasamband Íslands sem
gefur út tímaritið Húsfreyjuna
verður með sultukynningu á sama
tíma þar sem gestir geta fengið að
smakka íslenskar berjasultur og
fengið uppskriftir. Sultur verða
seldar á staðnum.
Býflugur og sultur
í Laugardal
Í TILEFNI Alþjóðlega hjartadags-
ins efna Hjartaheill á höfuðborg-
arsvæðinu og Neistinn, styrkt-
arfélag hjartveikra barna, til
hjartagöngu í Elliðaárdalnum
sunnudaginn 24. september nk. kl.
14.
Gengið verður frá gamla Raf-
stöðvarhúsinu. Boðið verður upp á
hressingu, kynningu á stafgöngu á
vegum ÍSÍ og síðan upphitun fyrir
gönguna. Þeir sem eiga göngustafi
eru beðnir að hafa þá meðferðis.
Allir sem hafa fengið hjarta-
sjúkdóma, aðstandendur þeirra og
aðrir sem áhuga hafa á léttri
gönguferð í fögru umhverfi eru
hvattir til að mæta. Subway styrkir
Hjartaheill með því að láta sölu-
andvirði heilsubáta og Topps frá
Vífilfelli rennur til Hjartaheilla
þennan dag.
Hjartaganga í
Elliðaárdalnum
OPIÐ málþing verður haldið á Hótel
Loftleiðum í dag, laugardaginn 23.
september, kl. 13-16 undir yfirskrift-
inni Heilabilun – Fjölskyldusjúk-
dómur 21. aldar? Málþingið er hald-
ið í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá
því að Alois Alzheimer greindi Alz-
heimerssjúkdóminn fyrstur manna.
Rannsóknasetur í barna- og fjöl-
skyldurvernd RBF stendur að mál-
þinginu en samstarfsaðilar eru
RHLÖ (Rannsóknastofa HÍ og LSH í
öldrunarfræðum), FAAS (Félag að-
standenda Alzheimerssjúklinga),
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar,
félagsmálaráðuneytið og heil-
brigðis- og tryggingamálráðuneytið.
Gestafyrirlesari er Christine
Swane frá Danmörku en auk hennar
flytja erindi: Hanna Lára Steinsson,
félagsráðgjafi og forstöðumaður
RBF, Helga Vala Helgadóttir, fjöl-
miðlakona og dóttir/aðstandandi
Alzheimerssjúklings og María Th.
Jónsdóttir formaður FAAS og maki/
aðstandandi Alzheimerssjúklings.
Einnig verður sýnt brot úr heim-
ildamyndinni Hugarhvarf: lífið held-
ur áfram með heilabilun.
Málþingið er opið öllum, Alzheim-
erssjúklingum, fagfólki, aðstand-
endum og öllum þeim sem láta sig
málefnið varða. Aðgangseyrir kr.
1500.
Málþing
um heilabilun
SUNNUDAGINN 24. september
klukkan 10 fer ferjan úr Sundahöfn
til Viðeyjar með fólk til að njóta
kyrrðardags.
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson
dómkirkjuprestur leiðir dagskrána
en hún samanstendur af útivist,
notalegum matmálstímum og
kyrrðarstundum í Viðeyjarkirkju
og Viðeyjarstofu. Heimferð verður
klukkan 18.30.
Kostnaður við hádegismat, síð-
degiskaffi, ferjutoll og dagskrá er
3.750 kr.
Kyrrðardagur
í Viðey
UNILEVER og Hjartavernd taka
höndum saman um vitundarvakn-
ingu um hjartasjúkdóma og hlut-
verk heilsusamlegs mataræðis.
Sunnudagurinn 24. september er
Alþjóðlegi hjartadagurinn 2006 og
er þema dagsins í ár Hve ungt er
þitt hjarta? Markmiðið er að hvetja
fólk um allan heim til að tileinka
sér heilbrigðan lífsstíl sem tryggir
hraust hjarta fyrir lífstíð.
Árið 2003 gerðu Alþjóðahjarta-
sambandið (World Heart Federa-
tion) og Unilever með sér sam-
komulag um samstarf til að efla
vitund um hlutverk heilsusamlegs
mataræðis og lífsstíls við að við-
halda heilbrigðu hjarta og minnka
hættuna á hjarta- og æðakvillum,
jafnt meðal almennings sem heil-
brigðisstarfsmanna.
Alþjóðlegi
hjartadagurinn
á morgun
RANGT var farið með afstöðu minni-
hlutans í bæjarstjórn Reykjanes-
bæjar við afgreiðslu tillögu um lækk-
un leikskólagjalda í frétt í blaðinu í
gær. Fulltrúar A-listans lögðu til enn
meiri lækkun leikskólagjalda en
ákveðin var. Eftir að tillaga þeirra
þess efnis var felld samþykktu þeir
tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
um breytingar á gjaldskrá sem fólu í
sér lækkun leikskólagjalda.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
Studdu lækkun
NÝTT húsnæði Flensborgarskóla
í Hafnarfirði verður tekið í notk-
un með formlegum hætti klukkan
13 í dag.
Fyrsta skóflustungan að húsinu
Hamri var tekin 4. apríl í fyrra
og vígsluathöfnin fer fram í Ham-
arssal, samkomusal hússins. Að
henni lokinni verða hús skólans
opin og til sýnis almenningi frá
14.30 til 16. Klukkan 16 hefjast
svo hausttónleikar kórs Flens-
borgarskóla undir stjórn Hrafn-
hildar Blomsterberg. Tónleikarn-
ir eru öllum opnir og aðgangur
ókeypis.
Flensborgarskóli
vígir nýtt húsnæði