Morgunblaðið - 23.09.2006, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 57
UM FÁAR hljómsveitir hefur verið
skrafað meira á síðustu misserum en
Supernova. Ef einhver skyldi hafa
gleymt sveitinni er það sú sem
Magni Ásgeirsson keppti um að
verða söngvari í. Í raunveruleika-
þættinum Rock Star: Supernova,
einum vinsælasta sjónvarpsþætti
fyrr og síðar hér á landi, varð
Kanadamaðurinn Lukas Rossi á
endanum fyrir valinu. Lukas syngur
því með þeim Jason Newstead, Gilby
Clarke og Tommy Lee.
Nú hefur hins vegar komið babb í
bátinn því dómari í Bandaríkjunum
úrskurðaði á dögunum að Supernova
yrði að skipta um nafn, vegna þess
að hljómsveit með sama nafni væri
þegar til. Sú gaf út þrjár plötur í
byrjun tíunda áratugarins og fór í
mál við stjórnendur sjónvarpsþátt-
arins.
Fyrrum Supernova ákvað í kjöl-
farið að breyta ekki nafni sveitar-
innar um of og hafa liðsmenn nú
ákveðið að kalla hana einfaldlega
Rock Star Supernova.
Fyrstu tónleikar Rock Star
Supernova fara fram í Las Vegas á
gamlárskvöld.
Hljómsveitin Supernova
skiptir um nafn
Ljósmynd/Matthias A. Ingimarsson
Rock Star Supernova Hljómsveitin fullmönnuð en verður að skipta um
nafn. Jason Newsted, Lukas Rossi, Tommy Lee og Gilby Clarke.
„KRISTALLINN“ nefnist ný tón-
leikaröð Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands er hóf göngu sína fyrir fullum
sal í íshúsinu forna við Tjörnina á
laugardag þar sem nú heitir Lista-
safn Íslands. Nafnið var vel til fund-
ið, því í röðinni leika félagar úr SÍ
eingöngu kammerverk; grein er
löngum hefur þótt kristalla hið
bezta í vestrænni listmúsík. Þar ber
hver hljóðfæraleikari einn og
óstuddur ábyrgð á sinni rödd. Gefst
með því móti örvandi tækifæri fyrir
sérstaklega strengjaleikara til að
pluma sig á eigin spýtur utan hóp-
tryggingar venjulegs vinnuum-
hverfis.
Það var að vísu ekki hundrað í
hættunni á laugardag. Allir
strengjaleikarar voru leiðarar í SÍ
hver innan sinnar deildar, og veitti
varla af á virtúósustu köflunum í
umritun Johans Halvorsens fyrir
fiðlu og selló (upphaflega víólu) á
Passacaglíu úr sembalsvítu Händels
nr. 7 í g-moll. Í ströngustu upphafs-
hyggjueyrum nútímans hljómar há-
rómantísk útfærsla Halvorsens á
barokktilbrigðum Händels um 4
takta þrábassastef óneitanlega hálf-
partinn út úr kú, jafnvel þótt verið
hafi „showstopper“ um 1900. Aftur
á móti færðist það mikill sígaunahiti
í stykkið fyrir safaríka túlkun
þeirra Sigrúnar Eðvaldsdóttur og
Bryndísar Höllu að maður gat ekki
annað en að láta sópast með undan
glæsilegum tilþrifum þeirra.
Septett Beethovens frá 1800 er
eftirlegukind frá dívertímentóum
18. aldar, en varð engu að síður
fyrirmynd höfunda á við Schubert
og Spohr þegar komst í tízku að
semja fyrir slíkar „örsinfónískar“
áhafnir í snemmrómantíkinni.
Hvort sem tré- og málmblásturs-
hljóðfæri fyrri tíma voru veikari en
síðar varð eður ei, þá eiga einskip-
aðar strengjaraddir í dag erfitt með
að ná góðu styrksamvægi við blás-
arana, einkum á neðra miðsviði.
Enda urðu sérstaklega víóla og selló
stundum útundan í fullmikilli glymj-
andi salarins. Þar við bætist að
Septettinn er eiginlega hálfgildings
fiðlukonsert, t.a.m. í samanburði við
Nonettu Spohrs þar sem ríkir meira
jafnræði milli radda. Í því ljósi hefði
fiðluleikarinn kannski mátt halda
ögn meira aftur af sér (ásamt horni
og klarínetti), en miðstrengirnir
stundum gefa aðeins meira í. Þrátt
fyrir það komst margt á skemmti-
legt flug, sérstaklega í sinfóníska
lokaþættinum (VI) sem samspils-
lega séð er sá bezt heppnaði frá
hendi Beethovens og skilaði frábær-
um hópleik.
Tónleikaskrárskrif Elísabetar
Indru Ragnarsdóttur voru fróðleg
við hæfi, þótt láðst hafi að tilgreina
tilurðarár fyrra atriðisins og þátta-
heiti hins síðara.
Sópandi
sígauna-
hiti
TÓNLIST
Listasafn Íslands
Halvorsen: Passacaglía eftir Händel.
Beethoven: Septett í Es Op. 20. Einar Jó-
hannesson klarínett, Rúnar Vilbergsson
fagott, Joseph Ognibene horn, Sigrún
Eðvaldsdóttir fiðla, Helga Þórarinsdóttir
víóla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Há-
varður Tryggvason kontrabassi. Laugar-
daginn 16. september kl. 16.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Pólska tónskáldið Kryztof Penderecki
er einn mesti tónlistarjöfur vorra daga og
koma hans til landsins er stórviðburður.
MIÐASALA Á SINFONIA.IS OG Í SÍMA 545 2500
Vinafélag Sinfóníuhljómsveitarinnar stendur fyrir fróðlegum og
vinsælum kynningum í Sunnusal Hótels Sögu. Árni Heimir Ingólfs-
son fjallar um verkin á efnisskrá kvöldsins. Dagskráin hefst kl. 18.
Boðið er upp á súpu og kaffi og aðgangseyrir er aðeins 1.200 kr.
Hljómsveitarstjóri ::: Krzysztof Penderecki
Einleikari ::: Florian Uhlig
TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI
28. SEPTEMBER KL. 19.30
Krzysztof Penderecki ::: Sjakonna fyrir strengi
Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 4
Krzysztof Penderecki ::: Píanókonsert tónleikakynning vinafélagsins
Lifandi
goðsögn
kemur
til Íslands
kryztof penderecki
Einleikari á tónleikunum er Florian Uhlig
sem tímaritið Musical Opinon kallaði:
„Einn hugmyndaríkasta og sérstæðasta pían-
ista ungu kynslóðarinnar“.
ENN ERU ÖRFÁ SÆTI LAUS Á TÓNLEIKANA OG ÞVÍ
EKKI SEINNA VÆNNA AÐ TRYGGJA SÉR MIÐA!
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
FL GROUP ÓSKAR TÓNLISTARUNNENDUM
GÓÐRAR SKEMMTUNAR Í VETUR
aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands