Morgunblaðið - 23.09.2006, Side 59

Morgunblaðið - 23.09.2006, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 59 menning Í SJÁLFU sér kemur það engum við hvaða smekk tónlistargagnrýn- andi hafi á tónlist. En ég verð samt að segja að mér hefur alltaf fundist sónatan eftir tékkneska tónskáldið Janacek leiðinleg. Allt þar til ég heyrði Peter Maté leika hana á tónleikum í Salnum í Kópavoginum á miðvikudagskvöldið. Túlkun hans á þessu verki hafði að bera meiri ljóðrænu og dýpt en ég hef áður upplifað. Þetta er ákaflega trega- full tónlist sem einnig er þrungin reiði, og flestir píanóleikarar gera svo mikið úr reiðinni að sónatan verður óþægileg áheyrnar. Peter nálgaðist tónlistina hinsvegar af meira innsæi en maður á að venj- ast og var leikur hans því einstak- lega áhrifamikill. Þar fyrir utan voru tæknileg atriði á hreinu, hljómur píanósins var fallega lit- ríkur og allar nótur á sínum stað. Útkoman var óneitanlega listræn opinberun. Sömu sögu er að segja um þrjár litlar tónsmíðar eftir Chopin, tvær noktúrnur og eitt impromptu. Þar var leikur Peters svo fágaður að það var eins og maður væri í fínu safni að virða fyrir sér óskaplega fagrar postulínsstyttur. Á svipuð- um nótum var sónata í A-dúr D.664 eftir Schubert, sem Peter túlkaði af sannri andagift. Og 15 ung- verskir bændasöngvar eftir Bartók voru skemmtilega ólíkir innbyrðis. Eitt íslenskt verk var á efnis- skránni, en það var „Ballaða“ eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Ballaðan er spennandi, nánast ofstopafull og má segja að áheyrandanum gefist varla tækifæri til að anda á meðan hún er flutt. Peter útfærði hana glæsilega, a.m.k. var tónlistin afar safarík í meðförum hans. Þrjú verk eftir Liszt voru á efn- isskránni, tvær svokallaðar „trans- cendental“ etýður og Mefistóvals- inn. Etýðurnar eiga sér athyglis- verða sögu, en þær voru í sinni upphaflega mynd með allra fyrstu verkum tónskáldsins. Þessi frum- gerð þeirra var ósköp einföld og minnti helst á fingraæfingarnar eftir Czerny, en það var geðvondur píanókennari. Czerny lét skapið bitna á nemendum sínum með því að semja milljón fingraæfingar, hver annarri leiðinlegri. Svo neyddi hann nemendur sína til að æfa þær allar. Liszt var eitt af fórnarlömbum hans. Mörgum árum síðar umbreytti hann algerlega etýðunum sem hann hafði samið þegar hann var táningur og undir áþján Czernys og gerði þær tækni- lega afar erfiðar. Þá urðu þær líka að ástríðufullum tónverkum þar sem ofsinn var stundum svo djöful- legur að það var eins og skrattinn sjálfur hefði tekið sér bólfestu í Czerny gamla. Mefistóvalsinn, sem er hugleið- ing um tiltekna senu í sögunni um Fást, er í sama anda og Peter flutti allar þessar tónsmíðar með glæsi- brag. Ólíkt hinum prúða Vesselin Stanev, sem hélt tónleika hér fyrir skemmstu, tók Peter áhættur og það gæddi músíkina réttu stemn- ingunni. Útkoman var gríðarlega mögnuð, enda æpti fólki af hrifn- ingu. Er því óhætt að fullyrða að innlegg Peters í íslenskt tónlistar- líf, bæði með þessum tónleikum og líka í gegnum tíðina, verði seint of- metið. Postulínsstyttur og djöfullegar fingraæfingar TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Janacek: 1.X.1905 (Sónata); Chopin: Noktúrnur op. 9 nr 2 og op. 15 nr. 1, Im- promptu op. 29; Liszt: Etýður nr. 1 og 8 og Mefistóvals; Schubert: Sónata D.664; Hjálmar H. Ragnarsson: Ballaða; Bartók: 15 bændasöngvar. Peter Maté lék á píanó. Miðvikudagur 20. september. Píanótónleikar Jónas Sen Snillingur Gagnrýnandi segir píanó- leik Peters Maté listræna opinberun. VIÐFANGSEFNI þessarar at- hyglisverðu en sumpart gölluðu myndar er svo sem ekki nýtt af nálinni. Þeir sem séð hafa klass- ískar kvikmyndir á borð við Bad- lands eftir Terence Malick kannast við handtökin: Hvað gerir kúrek- inn þegar vestrið vantar? Svarið hjá David Jacobson, leikstjóra Niðri í Dalnum (Down in the Vall- ey), er ekki svo ólíkt svarinu sem Malick gaf fyrir rúmum þremur áratugum. Maður bregður á leik og býr til eigin kúrekaheim en gallinn er sá að leikurinn getur farið úr böndunum. Hér er það Edward Norton sem leikur Harl- an, mann sem segist vera frá Suð- ur-Dakóta og hegðar sér og lítur út eins og kúreki. Þegar myndin hefst starfar hann hins vegar sem bensínafgreiðslumaður í Los Ang- eles og lítur vægast sagt út eins og fiskur á þurru landi innan um hraðbrautirnar, bílana og stálsleg- ið steinsteypulandslagið sem teyg- ir sig eins langt og augað eygir. Harlan hittir unga stúlku, October (Evan Rachel Wood) þar sem hún er á leið niður á strönd ásamt vin- um sínum og á einhvern sérkenni- lega hátt verður hún samstundis hrifin af þessum undarlega manni sem er helmingi eldri en hún og eiginlega hálf óraunverulegur í sínu hátterni. Í hönd fer kvikmynd sem er ætl- að að segja heilmikið um banda- rískan kúltúr og íkónógrafíu, borgarlífið og stöðu karlmannsins í veröldinni en reynist kannski full metnaðarfull miðað við þau tæki sem fyrir hendi eru. Persónan sem Norton leikur er vissulega athygl- isverð og býr yfir dýpt sem kallar fram forvitni áhorfenda en sama verður ekki sagt um alla aðra fleti myndarinnar. Hinn harmræni tragíski undirtónn sem knýr myndina áfram er á köflum klunnalegur og fyrirsjáanlegur. Stundum hefur áhorfandinn á til- finningunni að þótt myndin ætli sér að koma mörgum skilaboðum á framfæri hafi sum þau mikilvæg- ustu týnst á miðri leið. Kostirnir eru þó ýmsir. Norton stendur sig vel að vanda og persónusköpun October forðast þær gryfjur sem maður átti jafnvel von á að sjá hana falla í – kynþokkinn sem lögð er áhersla á í upphafi víkur fyrir sjálfstæðri persónu en þar skiptir sannfærandi samband hennar við föður sinn (David Morse) og bróð- ur (Rory Culkin) umtalsverðu máli. Þetta er mynd sem gerð er af sjálfstæðum kvikmyndagerðar- manni sem hefur metnað og gáfur og ber því að mörgu leyti að fagna henni. Á köflum hefði úrvinnsla hugmynda þó mátt vera skýrari og drifkraftinum beint í heildstæðari farveg. Heiða Jóhannsdóttir Kúreki án vesturs KVIKMYND IIFF Háskólabíó Leikstjórn: David Jacobson. Aðal- hlutverk: Edward Norton, Evan Rachel Wood, David Morse og Rory Culkin. Bandaríkin, 125 mín. Niðri í dalnum (Down in the Valley)  Kúrekinn Edward Norton og Evan RachelWood í hlutverkum sínum. Miðasala LA opin frá kl. 13–17 alla virka daga. Samstarfsaðili: F í t o n / S Í A KARÍUS OG BAKTUS: GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON OG ÓLAFUR STEINN INGUNNARSON. HÖFUNDUR: THORBJORN EGNER ÞÝÐANDI: HULDA VALTÝSDÓTTIR LEIKSTJÓRN: ÁSTRÓS GUNNARSDÓTTIR TÓNLISTARUMSJÓN: 200.000 NAGLBÍTAR LEIKMYND OG BÚNINGAR: ÍRIS EGGERTSDÓTTIR LÝSING: SVEINN BENEDIKTSSON GERVI: RAGNA FOSSBERG sígilt leikrit sem staðist hefur tímans tönn! Frumsýnt í dag á Akureyri – UPPSELT Lau 23. sept kl. 14 UPPSELT, Frumsýning Lau 23. sept kl. 15 UPPSELT Sun 24. sept kl. 14 UPPSELT Sun 24. sept kl. 15 UPPSELT Lau 30. sept kl. 14 Aukasýning - í sölu núna! Sun 1. okt kl. 14 UPPSELT Sun 1. okt kl. 15 UPPSELT Sun 1. okt kl. 16 UPPSELT Sun 8. okt kl. 17 örfá sæti laus Næstu sýningar: 15/10, 22/10 SÝNT Í RÝMINU. RÝMIÐ ER SAMSTARFSVERKEFNI LA OG Sýningin tekur 25 mínútur í flutningi. Lækkað miðaverð. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Einbýlishús óskast nú þegar Æskileg staðsetning: Garðabær, Seltjarnarnes eða Arnarnes. Rétt eign má kosta allt að 150 millj. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Æskileg stærð 350-400 fm Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Fossvogi. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.