Morgunblaðið - 23.09.2006, Síða 64

Morgunblaðið - 23.09.2006, Síða 64
64 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON / AKUREYRI / KEFLAVÍK MEÐ HINUM EINA SANNA JACK BLACK OG FRÁ LEIKSTJÓRA “NAPOLEON DYNAMITE” KEMUR FRUMLEGASTI GRÍNSMELLURINN Í ÁR. eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. KRISTRÚN H. HAUKSD. FRÉTTABLAÐIÐ “STÓRVEL LEIKIN… STENST FYLLILEGA SAMANBURÐ VIÐ ÞAÐ BESTA FRÁ ÚTLÖNDUM” PÁLL B. BALDVINS. DV “BÖRN ER ÁHRIFAMKIÐ LISTAVERK SEM SKILUR ÁHORFANDANN EFTIR DJÚPT SNORTINN.” GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM ÓBYGGÐIRNAR „THE Sýnd með íslensku og ensku tali ! Takið þátt í spennandi ferðalagi þar sem villidýrin fara á kostum. Ekki missa af fyndnustu Walt Disney teiknimynd haustins. eeee HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR MBL “GÍSLI ÖRN GARÐARSSON FER Á KOSTUM… NÝJUM HÆÐUM ER NÁÐ HVAÐ KVIKMYNDALEIK OG SAMTÖL VARÐAR” eee ÓLAFUR H. TORFASON RÁS2 BÖRN ER EIN BESTA ÍSLENSKA MYNDSEM FRAM HEFUR KOMIД www.haskolabio.is • Miðasalan opnar kl. 17HAGATORGI • S. 530 1919 E.T. kvikmyndir.is eee E.B.G. Topp5.is BLÓÐUGT MEISTARVERK EFTIR NICK CAVE MEÐ ÚRVALSLEIKURUM Í HVERJU HLUTVERKI eee H.J. - MBL eeee blaðið BJÓLFSKVIÐA eeee Roger Ebert "Sláandi og ógleymanleg!" SÍÐUSTU SÝNINGAR TILBOÐ: 400 KR. eeee VJV SparBíó 400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 1:4 RENAISS ANCE ICELAND FILM FESTIVAL 2006 SÍÐUSTU SÝNINGAR ÓBYGGÐIRNAR Ísl tal. kl. 2 -4 - 6 Leyfð NACHO LIBRE kl. 8 - 10 B.i. 7 BÖRN kl. 6 - 8 - 10 B.i.12 MAURAHRELL... Ísl tal. kl. 2 -4 Leyfð ÓBYGGÐIRNAR Ísl tal. kl. 2 - 4 - 6 Leyfð STEP UP kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 MAURAHR... Ísl tal. kl. 2 - 4 Leyfð TAKK FYRIR AÐ ... kl. 8 B.i. 7 UNITED 93 kl. 10 B.i. 12 BÖRN kl. 3:30 - 5:50 - 8 - 10.15 B.i.12 THE PROPOSITION kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i.16 ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 3:30 - 6 - 8 LEYFÐ AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 - 10:15 LEYFÐ BJÓLFSKVIÐA kl. 10:15 B.i.16 PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 6 - 9 TILBOÐ: 400 KR. B.i. 12 MAURAHRELLIRINN m/Ísl. tali kl. 3:30 LEYFÐ KVIKMYNDAHÁTÍÐ SÍÐUSTU SÝNINGAR RENAISSANCE Síðustu sýn. kl. 3:30 B.i. 12 DOWN IN THE VA... Síðustu sýn. kl. 5:50 B.i. 16 Allsstaðar var Vík- verja neitað, uns hann kom í Kokku, þar sem sérlega geðgóð stúlka athugaði fyrir hann málið, ráðfærði sig við yfirmann verslunar- innar og sagði síðan að sjálfsagt væri að skipta útvarpinu, enda var það af alveg sömu teg- und og þau sem seld eru í búðinni. Fékk Víkverji inn- eignarnótu fyrir út- varpið, og kom svo aft- ur í búðina seinna í sömu viku og keypti sér dýrt og glæsilegt búsáhald, greiddi að hluta með inn- eignarnótunni og borgaði dágóða upphæð á milli. Starfsmenn Kokku sýndu þarna sérlega góða viðskiptahætti og lið- leika, enda ekki sjálfsagt að versl- anir skipti vöru sem ekki er hjá þeim keypt. Í staðinn uppskar verslunin líka viðskipti Víkverja, sem annars hefðu kannski aldrei orðið. Víkverji fékk nokkuð sem hann þurfti, verslunin seldi meira, og ef- laust er einhver lesandi núna kampakátur eigandi útvarpsins sem Víkverji hafði engin not fyrir. Svona á að reka verslun! Víkverji má til meðað segja les- endum sínum frá þeim góðu viðskiptaháttum sem stundaðir eru í versluninni Kokku á Laugaveginum. Þannig var að Vík- verji fékk að gjöf út- varpstæki, en fékk með gjöfinni að vita hvar tækið hafði verið keypt og að honum væri frjálst að skipta gjöfinni fyrir eitthvað sem hann hefði meiri not fyrir. Þar sem Víkverji hefur enga þörf fyrir nýtt útvarp var það hans fyrsta verk að gera sér ferð til að skila útvarp- inu, en þegar komið var í verslunina þar sem útvarpið var keypt var þar ekkert sem Víkverji hafði áhuga á eða þörf fyrir: bara fleiri útvörp í öll- um stærðum, gerðum og litum. En Víkverji vissi að útvörp af sömu tegund og hann vildi skipta eru seld í nokkrum öðrum verslun- um í borginni, sem jafnframt hafa til sölu húsmuni og búsáhöld sem Vík- verja sárlega vantar. Því freistaði Víkverji gæfunnar, og athugaði hvort hann fengi að skipta gjöfinni í annarri verslun.         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Þegar sál mín örmagnaðist í mér, þá minntist ég Drottins, og bæn mín kom til þín, í þitt heilaga musteri. (Jónas 2, 8.) Í dag er laugardagur 23. september, 266. dag- ur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hvaða varnir? ÁGÆTI velvakandi. Í Morgunblaðinu nú fyrr í septem- ber var grein um að einhver Páll Jónatan Pálsson hefði fengið leyfi í landbúnaðarráðuneytinu til þess að flytja inn sauðnaut frá Grænlandi sem hann skaut þar. Er ekki í lagi með eftirlit með hvað flutt er inn til landsins? Innanlands má bóndinn sem legg- ur inn í sláturhús ekki taka heim til svíðingar hausa eða lappir af sínu eigin sauðfé. Var leyfið veitt á mánu- degi eða hvar var hinn ágæti Sigurð- arson dýralæknir á Keldum stadd- ur? Virðingarfyllst, Magnús Kristjánsson. Eftirlit á vegum VAR að lesa í Velvakanda sl. mið- vikudag pistil eftir Björn Sig- urbjörnsson. Ég vil eindregið taka undir orð hans um eftirlitsleysi á þjóðveg- unum. Mín reynsla er sú að menn virði ekki 90 km hraðatakmörk og fari fram úr manni, hvort sem þeir eru með eitthvað aftan í sér eða ekki. Þó að Björn hafi ekki séð lögregl- una á Blönduósi heldur þá er hún til fyrirmyndar í þessum aðgerðum og mættu önnur embætti taka hana sér til fyrirmyndar. Kristinn. Ósmekkleg auglýsing MÉR ofbýður svo ein auglýsing sem er stundum í sjónvarpinu. Þar eru konur að henda nærbuxum af svöl- um og svífa þær til jarðar. Það ætti að banna svona auglýsingar því þær gætu orðið slæm fyrirmynd, nóg er af ruslinu alls staðar. Ég geng mikið og sé þvílíkt rusl er á öllum göngu- leiðum. Tek ég ávallt með mér plast- poka og tíni upp ruslið. Ingibjörg. Þakkir KÆRAR þakkir til Ernu Arngríms- dóttur fyrir að taka upp hanskann fyrir fólkið á Hornströndum í að- sendri grein í Morgunblaðinu ný- lega. Kristín. Það er svo skrýtið SKRÝTIÐ er það og óþægilegt eftir áratuga störf við sérhæfð verkefni að neyðast til að taka að sér heim- ilisstörf úti í bæ, eftir 67 ára aldur- inn, vegna blankheita, þá skatt- frjálst. Að byrja á erfiðum störfum á sjö- tugsaldri er að mínu mati stór- hættulegt og um er að kenna þessu kerfi sem leyfir ekki að við eldri borgarar sem erum með lífeyrissjóð- inn „góða“ séum skattfrjáls umfram lífeyri. Ef aðeins 30 þús. kr. væru skattfrjáls, gengjum við í þau fjöl- mörgu störf sem í boði væri, hvað þá eitthvað sérhæft sem við unnum við hörðum höndum, Svo sem skrif- stofustörf, hótelstörf eða önnur störf. Það vita allir að þessi kúgun geng- ur ekki lengur, ríkisstjórnin getur alveg kippt þessu í lag, annars verð- ur kannski uppáhalds veitinga- staðnum þeirra lokað vegna mann- eklu. Sigríður Björnsdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Elvar árnað heilla ritstjorn@mbl.is 50 ára afmæli.Eyjólfur Gíslason rafmagns- iðnfræðingur verð- ur fimmtugur 26. september nk. Af því tilefni bjóða hann og kona hans, Kristín Guðmunds- dóttir, vinum og vandamönnum til veislu í Lionssalnum í Sóltúni 20 í dag, laugardaginn 23. sept., kl. 19. Hlutavelta | Fjórir drengir seldu ýmislegt dót fyrir utan Krónuna í Seljahverfi í sumar til styrktar Umsjónarfélagi einhverfra. Söfnuðu þeir 8.770 kr. Þessir drengir heita: Haraldur Orri Hauksson, Valgeir Þór Jakobsson, Birgir Hauksson og Sigur- geirs Sigurðsson. Hlutavelta | Vaskur hópur hélt tombólu við versl- unina Síðu á Akur- eyri og safnaði 4.421 kr. til styrkt- ar Rauða kross Ís- lands. Þessir dug- legu krakkar eru Arnheiður Björk, sem er á mynd- inni, og Hrund, Aþena, Dagur og Magni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.