Morgunblaðið - 23.09.2006, Page 67
... SPENNANDI FÓLK
... SKEMMTILEGT FÓLK
ÞÚ ÁTT STEFNUMÓT VIÐ ...
JÓN ÓLAFS kl. 19.40
Rokk og ról, fönk og sól – Jón fær til sín góða gesti og tónlistin er aldrei langt undan.
SPAUGSTOFAN kl. 20.20
Kalli, Pálmi, Randver, Siggi og Örn í vinsælasta sjónvarpsþætti allra tíma á Íslandi!
DRAUMAR UM AFRÍKU (I DREAMED OF AFRICA) KL. 21.20
Bandarísk bíómynd frá 2000. Ítölsk kona giftist manni sem hún þekkir ekki ýkja vel og flyst
með honum til Afríku. Leikstjóri: Hugh Hudson, aðalhlutverk: Kim Basinger og Vincent Perez.
ÓGNIN YFIRVOFANDI (THE SUM OF ALL FEARS) KL. 23.15
Bandarísk spennumynd frá 2002 byggð á sögu eftir Tom Clancy um leyniþjónustumanninn
Jack Ryan sem á í höggi við hættulega hryðjuverkamenn. Leikstjóri: Phil Alden Robinson,
aðalhlutverk: Ben Affleck, Morgan Freeman, James Cromwell og Ken Jenkins.
Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.
... Í KVÖLD