Morgunblaðið - 23.09.2006, Síða 68

Morgunblaðið - 23.09.2006, Síða 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 266. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hæg austlæg átt og skýjað með köflum. Hiti 7 til 13 stig en sums staðar verður nætur- frost. » 8 Heitast Kaldast 13°C 7°C Í BYRJUN nóv- ember kemur út ný skáldsaga eft- ir Ólaf Jóhann Ólafsson, svo að segja samtímis á Íslandi og í Bandaríkjunum. Bókin ber heitið Aldingarðurinn og fjallar um ást- ina í hinum fjöl- breyttustu myndum. Enskur titill bókarinnar er Valentines. Edda útgáfa gefur bókina út hér á landi en í Bandaríkjunum er hún gef- in út hjá Knopf-forlaginu, einu helsta bókmenntaforlagi Random House- samsteypunnar, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá Eddu. Tíðindi í íslenskri útgáfusögu Páll Valsson, útgáfustjóri skáld- verka hjá Eddu, segir að hann þekki þess engin dæmi að íslenskt skáld- verk komi út samtímis á Íslandi og í hinum enskumælandi heimi. Þetta séu því tíðindi í íslenskri útgáfusögu. Það sé einnig ný og merkileg reynsla fyrir fólk í útgáfubransanum að ís- lenska og enska útgáfan séu sam- ferða á leið í prentsmiðju. Það hafi t.d. verið gaman að sjá allt banda- ríska kynningarefnið sem hafi í raun orðið til á undan því íslenska og á því hafi sést hversu mikils metinn Ólafur Jóhann sé. Valentines, eða Aldingarðurinn, verður markaðssett í Bandaríkj- unum í janúar. Enskur titill bók- arinnar tengist Valentínusardeg- inum, degi elskenda, 14. febrúar. Í tilkynningu frá Eddu segir að for- saga þessarar óvenjulegu tíma- setningar sé að þegar útgáfustjóri Random House í Bandaríkjunum hafi fengið handritið í hendur hafi hann hrifist svo af verkinu að útgáf- an, sem alla jafna geri útgáfulista langt fram í tímann, hafi ákveðið að flýta verkinu. Gefin út samtímis á Íslandi og vestanhafs Ólafur Jóhann Ólafsson „VIÐ teljum að það hafi verið gengið framhjá allavega þremur, ef ekki fjórum, hæfari einstaklingum,“ segir Páll Ólafsson, formaður Stéttar- félags íslenskra félagsráðgjafa (SÍF), um ráðningu Stellu Víðisdótt- ur viðskiptafræðings í starf sviðs- stjóra velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi segir faghóp hafa talið Stellu langhæfasta. Yfir hundrað manns sóttu fé- lagsfund SÍF sem var haldinn um málið í gær og í ályktun fundarins kemur fram að félagsmönnum þyki óásættanlegt að gengið sé framhjá sérfræðiþekkingu á sviði velferðar- mála við ráðninguna. „Við ítrekum að þetta hafi ekkert með persónu Stellu að gera. Við erum eingöngu að hugsa um hvaða menntun og reynsla passar í þetta starf og okkur þykir undarlegt að það skuli vera gengið framhjá fólki með meiri menntun og meiri reynslu af stjórnunarstörfum,“ segir Páll, en félagið fer fram á að ráðningin verði endurskoðuð og að hæfasti einstaklingurinn verði ráð- inn. „Við félagsráðgjafar höfum í gegnum tíðina margsinnis orðið fyrir því að fólk með aðra menntun er ráð- ið í okkar störf. Þarna er verið að ráða yfirmann á okkar stærsta vinnustað, sem áður hét Félagsþjón- ustan í Reykjavík, og að það skuli vera ráðinn viðskiptafræðingur á þá stöðu, það kemur bara ekki til greina.“ Talin langhæfust Gísli Marteinn segir að Stella hafi verið ráðin einfaldlega vegna þess að hópurinn sem fór yfir umsóknirnar hafi talið hana langhæfasta umsækj- andann. „Það var einróma ályktun embættismannanna sem fóru yfir þessar umsóknir, enda hefur hún unnið á velferðarsviði Reykjavíkur- borgar, og var m.a. staðgengill í þeirri stöðu sem hún hefur verið ráð- in í,“ segir Gísli og bætir því við að ekki hafi annað komið til greina en að ráða þá manneskju sem fagnefnd- in mælti með. Deila hart á ráðningu sviðsstjóra hjá borginni Eftir Andra Karl andrik@mbl.is ÍSLENSKU sjónlistarverðlaunin voru afhent við athöfn sem fram fór í Samkomuhúsinu á Akureyri í gærkvöldi, en Ríkissjónvarpið sýndi beint frá athöfninni. Að verðlaununum standa Ak- ureyrarbær, Form Ísland – samtök hönnuða og Samband íslenskra myndlistarmanna. Myndlistarkonan Hildur Bjarna- dóttir og Guðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir hönnuður hlutu Sjónlist- arverðlaunin, hvor í sínum flokki, en Magnús Pálsson hlaut heiðurs- orðu Sjónlistar fyrir einstakt ævi- framlag til myndlistar. Á myndinni má sjá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, formann stjórnar Sjónlistar, veita Magnúsi viðurkenninguna. Í bak- grunni er Einar Sveinsson, formað- ur menningarsjóðs Glitnis. | 56 Heiðursorða fyrir æviframlagið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ÁRNÍNA Guðmundsdóttir, fyrrverandi yfirhjúkr- unarkona á Barnaspítala Hringsins, afhenti nýver- ið spítalanum íbúð sína í Eskihlíð til eignar. Íbúðin verður nýtt fyrir foreldra utan af landi sem koma með börn sín til meðferðar á Barnaspítalann. Anna Ólafía Sigurðardóttir, sviðsstjóri hjúkr- unar á Barnaspítalanum, segir gjöfina virkilega kærkomna, ekki síst vegna staðsetningarinnar en íbúðin er ekki langt frá LSH við Hringbraut – og þar með Barnaspítalanum. „Við erum með nokkr- ar íbúðir sem eru í umsjón okkar á spítalanum og þær er mjög vel nýttar. Þannig að það er mikil þörf fyrir svona íbúðir,“ segir Anna Ólafía og mærir Árnínu fyrir góða gjöf sem og ómetanlegt starf fyrir Barnaspítala Hringsins en hún helgaði líf sitt hjúkrun veikra barna og starfaði við það í nær fjóra áratugi. Árnína lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1943 og vann nær allan sinn starfsferil á Landspítalanum. Á árinu 1956 fór hún til Dan- merkur, Svíþjóðar og Finnlands til að kynna sér rekstur og uppsetningu barnadeilda og á árinu eft- ir tók hún þátt í stofnun barnadeildar við Land- spítalann. Árnína var yfirhjúkrunarkona þar frá upphafi og einnig eftir að Barnaspítali Hringsins var stofn- aður 1. mars 1965. Hún lét af störfum sem yfir- hjúkrunarkona vegna aldurs árið 1984 en sinnti verkefnum fyrir Barnaspítalann um nokkurt skeið þar á eftir. Árnína sem er 92 ára óskaði sjálf eftir því að íbúðin yrði notuð fyrir foreldra barna utan af landi, sem dveljast þurfa tímabundið í Reykjavík vegna veikinda barnanna. Færði Barnaspítalanum íbúð Ánægð Árnína Guðmundsdóttir á milli Önnu Ólafíu Sigurðardóttur, sviðsstjóra hjúkrunar, og Ásgeirs Haraldssonar, sviðsstjóra lækninga. Óskaði sjálf eftir því að íbúðin yrði notuð fyrir foreldra barna utan af landi AL GORE, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þáði í gær, á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, boð um að koma bráðlega í heimsókn hingað til lands. Fundur Ólafs Ragnars og Gore fór fram á samráðsþingi Bills Clintons, fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna, sem er haldið í New York. Í heimsókninni mun Al Gore kynna sér árangur Íslendinga á sviði end- urnýjanlegrar orku, alþjóðlegt til- raunaverkefni um eyðingu koltvísýr- ings úr andrúmsloftinu og jafnframt ræða breytingar í hafinu umhverfis Ísland, bæði á hafstraumum og lífríki hafsins. Þá mun hann halda opinber- an fyrirlestur í boði forseta Íslands. Íslendingum hrósað Í ferð sinni til New York veitti Ólaf- ur Ragnar Grímsson viðtöku verð- launum frá Loftslagsstofnuninni í Washington fyrir forystu í umhverf- ismálum og fjallaði hann við það til- efni um notkun Íslendinga á endur- nýjanlegum orkugjöfum. Ræða forsetans varð til þess að Karl Gawell, framkvæmdastjóri Jarðvarmasam- takanna í Bandaríkjunum (Geothermal Energy Association), gaf út yfirlýsingu þar sem Íslend- ingum var hrósað fyrir að byggja upp efnahagslíf sem byggist á hreinni orku frá jarðvarma. Var lagt til að Bandaríkin og Ísland myndu í sameiningu verða í forystu um að auka rafmagnsframleiðslu með jarð- varma. Al Gore þáði boð um Íslands- heimsókn Til Íslands Al Gore mun m.a. kynna sér árangur Íslendinga á sviði end- urnýjanlegrar orku og ræða breyt- ingar á hafinu umhverfis landið. VÍSITALA íbúðaverðs hækkaði nokkuð óvænt milli júlí og ágúst eða um 2,4% en vísitala íbúðaverðs á höf- uðborgarsvæðinu hefur ekki hækkað jafnmikið milli mánaða frá því í nóv- ember í fyrra. Að raunvirði hefur íbúðaverð hækkað um 2,1% síðustu tólf mánuðina en síðastliðið hálft ár hefur það lækkað um 1,7%. Þrátt fyrir hækkunina nú eru greiningardeildir bæði Glitnis og Kaupþings banka á því að þrýsting- ur sé til verðlækkunar á næstu miss- erum. Í umhverfi hárra vaxta og verðbólgu sé ólíklegt að hækkunin nú sé til marks um að íbúðaverð muni taka að hækka á ný. Morgunblaðið/Arnaldur Óvænt hækkun  Verð á íbúðarhúsnæði | 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.