Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is BRESKIR fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að Bretland væri nú aðalskotmark al-Qaeda hryðju- verkanetsins á sama tíma og starfsemi þess yrði sífellt skipulegri og þróaðri. Tíðindin koma á slæmum tíma fyrir Tony Blair forsætisráðherra, nú þegar stjórn hans verst gagnrýni eftir að tveir meintir hryðjuverkamenn sluppu nýverið úr greipum yfirvalda er þeir voru undir eftirliti á Bretlandi. Þannig fullyrða heimildarmenn breska ríkisút- varpsins, BBC, og dagblaðsins Guardian, að staða þessara mála hafi aldrei verið jafn alvarleg og að al-Qaeda liðar starfræki nú vel skipulagða hópa á Bretlandseyjum, ekki ósvipað og Írski lýðveldisherinn, IRA, gerði í áráraðir. Meðal ástæðna þessa er sú, að Bretland sé nú auðvelt skotmark meðal annars vegna þess að tengsl landsins við Pakistan þýði að eftirlit með fólksflutningum þaðan sé afar erfitt. Leiðtogi hvers al-Qaeda hóps er sagður hafa umsjón með söfnun vopna og sprengiefna auk þjálfunar á nokkrum sjálfboðaliðum. Er starfi þessara hópa lýst sem fjölbreyttu, þeir útvegi fjármagn með ýmiskonar fjársvikum og fjáröflun. „Það er verkaskipting innan hvers hóps sem lýtur strangri stjórn og fyrirmælum,“ sagði heimildarmaður Guardian á þessu sviði. „Al- Qaeda lítur á Bretland sem stórkostlegt tækifæri til að valda miklum mannskaða og baka yfirvöld- um skömm,“ sagði annar heimildarmaður blaðs- ins. Safna liði í Pakistan og Afganistan Jafnframt telja sérfræðingar, að árásirnar í London 7. júlí 2005, þegar á sjötta tug manna lét lífið í fjórum sprengiárásum, séu „aðeins upphaf- ið“ og að al-Qaeda-liðar undirbúi fleiri mann- skæðar árásir. Í breskum miðlum kemur einnig fram að hryðjuverkamenn í Pakistan og Afgan- istan hafi á síðustu árum endurskipulagt sig og safnað liði. Að sögn BBC telja sérfræðingar, að al-Qaeda beini nú spjótum sínum að háskólum og sam- félaginu í leit að nýjum liðsmönnum, og leggi minni áherslu á moskur í Bretlandi en áður. Bretland aðalskotmark liðsmanna al-Qaeda Reuters Ógn Sérfræðingar segja árásirnar 7. júlí kunna að vera upphafið að hrinu árása á Bretlandi. Starfsemi netsins mun skipulegri en talið var TRÚÐAR í Mið- og Suður-Ameríku hafa verið á fundi í Mexíkóborg þessa síðustu daga og að sjálfsögðu hefur verið þar glatt á hjalla og mikið um grín og gaman. Eru þeir um 400 talsins og það gleðilega er að konunum í hópnum fjölgar ár frá ári. Tilgangur fundarins er að trúðarnir beri saman bæk- ur sínar, læri hver af öðrum og síðast en ekki síst eigi skemmtilega daga saman. Í Rómönsku Ameríku er gjarnan talað um tvenns konar trúða, „caras blancas“, sem eru aðallega í að skemmta börnum, og hins vegar „callejeros“, þá sem bregða á leik á götum úti og geta stundum verið dálítið grófir. Ekki er vitað hvorum hópnum þessir trúðar tilheyra en þeir ruddu út úr sér bröndurunum um leið og myndin var tekin. Reuters Trúðasamkoma í Mexíkóborg Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í viðtali við ABC- sjónvarpsstöðina á þriðjudag að samanburður á ástandinu í Írak og Tet-sókn kommúnista í Víetnam- stríðinu væri réttmætur, en hún er jafnan talin undanfari brottflutnings Bandaríkjahers frá Víetnam. Bush lét þessi orð falla þegar hann var spurður að því hvort hann tæki undir þau orð þekkts dálkahöf- undar að bardagarnir í Írak minntu á sóknina frægu árið 1968. „Hann gæti haft rétt fyrir sér. Tíðni ofbeldisverka hefur svo sann- arlega aukist og kosningar nálgast,“ sagði forsetinn um samanburðinn. Þessi ummæli hafa orðið tilefni mikilla umræðna vestanhafs en 1968 náði repúblik- aninn Richard M. Nixon kjöri sem forseti eftir að Lyndon B. John- son dró sig í hlé og flokksbróðir hans, forseta- frambjóðandinn Robert F. Ken- nedy, var myrtur af öfgamanni 5. júní sama ár að lokn- um kosningafundi í Los Angeles. Sóknin var mikið áfall Bush vildi hins vegar ekki taka undir að vaxandi mannfall í röðum Íraka og bandarískra hermanna þýddi að herferðin væri að mistak- ast, en athygli vekur að almennt er talið að Johnson hafi dregið sig í hlé vegna erfiðleikanna í Víetnam. Þannig hófu hersveitir Víetkong og Norður-Víetnam sameinaðar árásir á búðir Bandaríkjahers í Tet- sókninni sem svo er nefnd. Sóknin mistókst en var engu að síður mikið áfall fyrir Bandaríkjamenn, banda- menn þeirra og Johnson forseta. Af þessum sökum sáu samstarfs- menn Bush ástæðu til að skýra orð hans og sagði Dana Perino, talskona Hvíta hússins, að hann hefði átt við að óvinurinn væri að reyna að lama baráttuþrek Bandaríkjahers. Hættir að minnast á stríðið Dagblaðið New York Times fjallaði um það á vefsíðu sinni í gær hvernig kosningabarátta repúblik- ana hefði breyst. Fyrir fjórum mán- uðum hefði Hvíta húsið gefið flokks- bræðrum Bush þau fyrirmæli að leggja áherslu á mikilvægi Íraks- stríðsins sem lið í baráttunni gegn hryðjuverkum, um leið og demó- kratar yrðu gagnrýndir fyrir að vilja draga hersveitirnar heim. Nú þegar innan við þrjár vikur eru til kosninga segir blaðið fram- bjóðendur repúblikana varla minnast á Írak á kosninga- ferðalögum sínum eða í sjónvarps- auglýsingum. Á sama tíma grípi andstæðingar þeirra hvert tækifæri til að gagnrýna stríðið sem mis- heppnaða herför. Um mikil umskipti er að ræða frá kosningunum 2002 og 2004 þegar áhersla repúblikana á varnarmál var talin þeirra helsti styrkur. Þá skýrði dagblaðið Washington Post frá því á vefsíðu sinni í gær að níu fyrrum repúblikanar í Kansas hefðu skipt um lið og væru nú í framboði sem demókratar. Ummæli Bush vekja mikið umtal George W. Bush Bandaríkjaforseti segir samanburð á ástandinu í Írak og Tet-sókninni í Víetnam ef til vill réttmætan Í HNOTSKURN »Alþjóðasamband blaða-manna, IFJ, tilkynnti fyrir skömmu að 149 blaðamenn hefðu fallið í Írak frá upphafi innrás- arinnar í mars 2003. »Demókratar hafa umtalsvertforskot í flestum könnunum fyrir kosningarnar 7. nóvember. » Í nýrri könnun NYT/CBSsegjast tveir af hverjum þremur ósáttir við stefnu Bush í Írak um þessar mundir. »Hundruð manna hafa fallið íÍrak frá upphafi Ramadan- mánaðar 23. september í nær linnulausum árásum í landinu. New York. AP. | Sjö stjórnendur útfar- arstofa í Bandaríkjunum hafa játað aðild að stuldi á líkamshlutum sem voru seldir fyrirtækjum er sérhæfa sig í sölu á vefjum úr líkum, meðal annars fyrir ígræðsluaðgerðir. Stjórnendurnir samþykktu að greiða fyrir rannsókn málsins gegn því að fá vægari dóma. Á meðal þeirra er stjórnandi útfararstofu sem tók hluta úr líki breska útvarps- mannsins Alistairs Cooke, sem lést árið 2004, 95 ára að aldri, en hann starfaði í alls 70 ár hjá breska rík- isútvarpinu BBC og sá um þáttinn Bréf frá Ameríku í 58 ár. Saksóknarar segja að fjórir aðrir menn, þeirra á meðal Michael Mast- romarino, eigandi fyrirtækis sem selur vefi úr líkum, hafi fjarlægt húð, bein og aðra hluta úr allt að þúsund líkum sem fengin voru frá útfarar- stofum. Mastromarino, sem er fyrr- verandi munnskurðlæknir, er sakað- ur um hafa grætt milljónir dollara á því að selja stolna vefi sem notaðir voru í algengar læknisaðgerðir, m.a. tannígræðslur og mjaðmaskiptaað- gerðir. Játuðu líkstuldi Stjórnendur útfar- arstofa meðsekir MIKLIR þurrkar í Ástralíu eru farnir að hafa al- varlegar afleið- ingar fyrir bænd- ur og landbún- aðinn í landinu. Hefur sjálfsvíg- um meðal bænda stórfjölgað. Þurrkarnir hafa nú staðið á sjötta ár og eru þeir mestu í meira en öld. Er nú svo komið að fjórða hvern dag gefst einhver bóndi upp og svipt- ir sig lífi. Hafa stjórnvöld ákveðið að verja miklu fé til styrktar bændum en þeir eru margir búnir að missa alla von um að úr rætist. Sjá veð- urfræðingar enda ekki fram á neina úrkomu á næstu vikum og mánuð- um. Mikil einangrun Ástandið meðal ástralskra bænda hefur lengi verið erfitt þótt ekki bæt- ist þurrkarnir við. Þeir búa margir við mikla einangrun og mikið hefur verið um áfengismisnotkun og erf- iðleika innan fjölskyldna af þeim sökum. Fjarlægðir eru miklar og því vill það dragast að fólk leiti sér hjálp- ar áður en í óefni er komið. Svipta sig lífi vegna þurrka Þurrkur Vatnsból en ekkert vatn. SÆNSKU fjölmiðlarnir fullyrtu í gær að Fredrik Reinfeldt, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, ætlaði að skipa Ulf Dinkelspiel viðskiptaráðherra í stað Mariu Borelius, sem neyddist til að segja af sér. Dinkelspiel fór með utanríkisvið- skipti í ríkisstjórn Carl Bildts, sem var við völd frá 1991 til 1994, og hann barðist ötullega fyrir aðild Sví- þjóðar að Evrópusambandinu. Rein- feldt vildi ekkert um þetta segja í gær en hann hafði áður sagt að hann myndi skipa í embætti viðskipta- og menningarmálaráðherra eftir helgi. Stjórn borgaraflokkanna hefur ákveðið að hætta við að lækka skatta á áfengi eins og jafnaðar- menn ætluðu að gera. Var það talið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir gífurlegt áfengissmygl en Maria Larsson úr Kristilega þjóðarflokkn- um, sem fer með þessi mál í rík- isstjórninni, segir að þess í stað verði gripið til meira eftirlits og harðari refsinga. Dinkelspiel í viðskiptin? ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.