Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kafteinn Ofurbrók og líftæknilega horskrímslið - Fáránlegu slímklessurnar. Sláist í för með þeim Georg, Haraldi og Kafteini Ofurbrók í nýjum spennuþrungnum, skjálftavekjandi tímatrylli. Góða skemmtun! www.jpv.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag föstudagur 20. 10. 2006 bílar mbl.isbílar VIKTOR PRÓFAR FORMÚLU 3 VARÐ Í ÖÐRU SÆTI Í PALMER-AUDI-FORMÚLUNNI KVEÐST TILBÚINN TIL AÐ STÍGA SKREFIÐ Í FORMÚLU 3 LEXUS hefur í fyrsta sinn fengið dísilvél. Það er IS 220, sem fær 2,2 D-Cat dísilvélina frá Toyota sem hefur uppgefin 177 hestöfl og 400 Nm tog. Þetta er sögð umhverfisvænsta dísilvél heims og hreinsar bæði sótagnir og koltvíoxíð úr útblæstrinum. Þessa dísilvél er að finna í Avensis, RAV4 og Verso. Þetta er álvél eins og bensínvélin í IS 250. Þess má geta að Lexus IS 250 er einn þeirra níu bíla sem til greina koma sem bíll ársins á Íslandi 2007. Valið verður til- kynnt í kvöld af Bandalagi íslenskra bílablaða- manna. Lexus fær fyrstu dísilvélina ÁRIÐ 1939 fæddist á Suður-Ítalíu maður nokk- ur sem átti eftir að eiga nokkra forvitnilegustu hugmyndabíla áttunda áratugarins – maður þessi var, eins og títt er um ítalska bóndasyni, áhugasamur um ýmislegt mekanískt. Maður þessi settist svo síðar að í Sviss þar sem hann fékk starf sem bifvélavirki og áttu hans heitustu draumar eftir að setja mark sitt á Sviss en þaðan áttu eftir að renna einhverjir þeir brjáluðustu hugmyndabílar sem um getur – undir nafninu Sbarro. Francesco Zefferino Sbarro varð betur þekkt- ur undir nafninu Franco Sbarro og hóf hann fer- il sinn sem yfirvélvirki Filipinetti kappaksturs- liðsins en hann gat sér einnig frægð fyrir geysilega vandaða uppgerð á ýmsum sígildum bílum eins og AC Cobra, Ferrari P3 sem af mörgum er talinn fallegasti Ferrari kappakst- ursbíll fyrr og síðar og Ford GT40. Tvenns konar hæfileikar Sbarro Sbarro einbeitti sér alla tíð að tvennskonar bílasmíðum – annarsvegar smíðaði hann end- urgerðir (replicas) af þekktum bílum eins og BMW 328 og Mercedes Benz 540K Roadster fyrir vellauðuga viðskiptavini en þessa bíla útbjó hann svo með nútíma vélbúnaði, hinsvegar smíðaði hann einstaka hugmyndabíla sem þóttu framúrskarandi frumlegir og oft jafnvel svo framúrstefnulegir að þeir stuðuðu fólk í hvert skipti sem þeir voru sýndir á bílasýningunni í Genf. Bílar þessir kostuðu stórar fúlgur og voru sjaldnast framleiddir í mörgum eintökum og margir þeir sem voru ungir að árum á áttunda áratugnum ættu að muna eftir þessum bílum af plakötum og af bílaspilunum svokölluðu – sér- staklega ætti Sbarro Challenge bíllinn að rifja upp minningar flestra því sá bíll prýddi æði mörg herbergin árið 1985. Kleifhuginn Sbarro ÍSLENSKT öku- skírteini er tekið gilt á öllum Norð- urlöndunum og í Vestur-Evrópu. Þeir sem eru með gömlu útgáfuna af ökuskírteini ættu að athuga að það er ekki tekið gilt alls staðar í Vestur-Evrópu og hvergi ef skráður gildistími er út- runninn. Í flestum öðrum löndum ber að framvísa alþjóðlegu ökuskír- teini, jafnframt eigin gildu ökuskír- teini. Með breytingu á umferðarlög- um hefur FÍB fengið heimild til að gefa út alþjóðleg ökuskírteini. Í skírteinið þarf eina mynd. Alþjóð- legt ökuskírteini gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Alþjóðlegt ökuskírteini Suzuki Grand Vitara með V6-vél » 4 föstudagur 20. 10. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Francese Fabregas samdi við Arsenal til ársins 2014 >> 4 30 STIG HJÁ PÁLI GRINDAVÍKINGAR LOFA GÓÐU ÞÓ SVO EKKI HAFI VERIÐ UM NEINN STJÓRNULEIK AÐ RÆÐA Í GRAFARVOGI Morgunblaðið/Ómar Samvinna Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, og lærsveinar hans hófu titilvörnina í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gær með sigri á ÍA, 86:81. „SAMA daginn og dregið var höfðu forráðamenn St Otmar samband við okkur í þeim tilgangi að kanna hvort við hefðum áhuga á að leika báða leikina ytra. Við ákváðum að láta slag standa þar sem kostnaður við þátttökuna er mikill,“ segir Sig- mundur Lárusson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild Fylkis, en ákveðið hefur verið að Fylkir leiki báða leiki sína við St Otmar St Gal- len frá Sviss í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik ytra. Leik- irnir verða 10. og 12. nóvember. „Annaðhvort telja þeir okkur vera auðvelda bráð eða eru hrædd- ir við okkur. Að minnsta kosti voru þeir snöggir að hafa samband við okkur,“ sagði Sigmundur í léttum dúr en Fylkir tekur nú þátt í Evr- ópukeppni í handknattleik í fyrsta sinn. „Vegna þess að við erum með í Evrópukeppni í fyrsta sinn vorum við aðeins hugsi yfir því hvort við ættum að selja heimaleikinn. Þegar öllu er á botninn hvolft sparast tvær og hálf milljón króna með því að spila báða leikina ytra og það réð mestu í ákvörðun okkar,“ sagði Sigmundur Lárusson, stjórn- armaður Fylkis. Fylkir selur heimaleikinn BREIÐABLIK lauk þátttöku í Evr- ópukeppni félagsliða í knattspyrnu kvenna í gærkvöld þegar liðið tap- aði síðari leik sínum fyrir Arsenal, 4:1, en leikið var á Meadow Park í Lundúnum. Samtals tapaði Breiða- blik þar með 9:1, fyrir ensku meist- urunum í leikjunum tveimur. Stað- an í hálfleik í viðureigninni í gær var 2:0. Laufey Björnsdóttir skoraði mark Breiðabliks á 71. mínútu eftir að hafa fylgt vel eftir þegar mark- vörður Arsenal náði ekki að halda boltanum eftir að hafa varið skot. Þóra B. Helgadóttir, markvörður Breiðabliks, átti enn einn stórleik- inn í gær, sérstaklega þá í fyrri hálfleik þegar leikmenn Arsenal sóttu linnulítið. Oft varði hún ein gegn sóknarmanni. Þá átti Arsenal ellefu hornspyrnur og átta marskot hið minnsta. Síðari hálfleikur var mun jafnari en sá fyrri e.t.v. vegna þess að sigur Arsenal var öruggur. Þá fengu Blikar nokkrar álitlegar sóknir, tvær hornspyrnu og fimm mark- skot. Á heildina litið var frammi- staða Breiðabliks betri nú en í fyrri leiknum. Þess ber þó að geta Blikar léku nú án þriggja landsliðsmanna og munar um minna. Þóra aftur með stórleik Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Er það? Ég vissi ekki að Linköping hefði áhuga,“ sagði Ásthildur í samtali við sænska fjöl- miðla í gær. Ásthildur ætlaði að koma heim fyrir þetta tímabil en hætti við og ákvað að leika eitt tímabil enn með Malmö. Það hefur hún gert með góðum árangri og er markahæst í sænsku deild- inni sem stendur, með 19 mörk. „Ég veit ekki hvort ég held áfram að spila eða fer heim að vinna, en ég held það gangi ekki lengur að vinna á Íslandi og spila í Svíþjóð,“ seg- ir Ásthildur í sænskum fjölmiðlum. „Ég get ekki haft þetta svona. Það er erfitt að ákveða hvort ég geri, held áfram að spila hér eða fer heim til Íslands. Ef ég ákveð að snúa mér að fullu að vinnunni þá hætti ég hér og fer heim, en ef ekki þá verð ég áfram í Svíþjóð,“ segir Ásthildur. Þegar hún er spurð hvort hún verði hjá Malmö ákveði hún að halda áfram að spila í Svíþjóð segist hún ekki vita það. „Ég kann mjög vel við mig hérna, en maður veit aldrei.“ Hún hefur ekkert heyrt frá forráðamönnum Linköping. „Ég hef ekkert heyrt um þetta og enginn frá Linköping hefur haft samband við mig. Ef einhver hefur samband þá er ég tilbúin að hlusta á hvað menn hafa að bjóða. En annars er ég ekki mikið farin að velta næsta tímabili fyrir mér enda nokkrir leikir eftir á þessari leiktíð,“ segir Ásthildur. Linköping hefur áhuga á að fá Ásthildi í sínar raðir SÆNSKA félagið Linköping hefur áhuga á að fá Ásthildi Helgadóttur, fyrirliða íslenska lands- liðsins í knattspyrnu og leikmann með Malmö í Svíþjóð í sínar raðir. Félagið er sem stendur í fjórða sæti í deildinni, einu sæti neðar en Malmö. Yf ir l i t                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                     Í dag Sigmund 8 Umræðan 34/40 Veður 8 Forystugrein 32 Staksteinar 8 Viðhorf 34 Úr verinu 16 Bréf 39 Viðskipti 17 Minningar 41/46 Erlent 18/19 Myndasögur 56 Höfuðborgin 22 Dagbók 57/61 Akureyri 22 Víkverji 60 Suðurnes 23 Staðurstund 58/59 Austurland 23 Leikhús 54 Daglegt líf 24/31 Bíó 58/61 Menning 20, 50/56 Ljósvakamiðlar 62 * * * Erlent  Bretland er nú aðalskotmark al- Qaeda-hryðjuverkanetsins, að því er breskir fjölmiðlar skýrðu frá í gær. Er í fréttum þeirra fullyrt að staða þessara mála hafi aldrei verið jafn alvarleg og nú og að al-Qaeda starfræki vel skipulagða hópa í Bretlandi. »18  Samkvæmt nýrri könnun fréttastöðvarinnar CNN eru 64% Bandaríkjamanna andvíg hern- aðinum í Írak en einungis 34% hlynnt honum. Talsmaður banda- ríska herliðsins í Írak sagði í gær að aðgerðir sem áttu að draga úr of- beldi í Bagdad hafi ekki borið tilætl- aðan árangur. »Forsíða  Sjö stjórnendur útfararstofa í Bandaríkjunum hafa játað að hafa tekið þátt í að stela líkamshlutum sem voru seldir fyrirtækjum sem sérhæfa sig í sölu á vefjum úr líkum, meðal annars fyrir ígræðslu- aðgerðir. »18 Innlent  Icelandair Group hefur tekið til- boði Olíufélagsins hf. (ESSO) um flugvélaeldsneytisviðskipti til eins árs. Samkvæmt upplýsingum frá forstjóra Icelandair er hér um að ræða mjög stóran samning eða ríf- lega helming alls þess eldsneytis sem félagið kaupir á ári – viðskipti upp á þrjá til fjóra milljarða króna. »Baksíða  Breytingar verða gerðar á áherslum íslensku friðargæslunnar í Afganistan og hún mun fá mýkri ásýnd að sögn utanríkisráðherra. Til að mynda er nýtt verkefni að hefjast þar í landi þar sem íslenskur hjúkr- unarfræðingur og íslensk ljósmóðir munu halda námskeið fyrir konur í Ghor-héraði. »12  Kynbundinn launamunur á ís- lenskum vinnumarkaði hefur nánast ekkert breyst í 12 ár. Árið 1994 var munurinn 16% en er í ár 15,7%. Munur á hæstu og lægstu launum karla hjá einkafyrirtækjum er miklu meiri en munur á hæstu og lægstu launum kvenna. Capacent Gallup rannsakaði. »Miðopna  Hæstiréttur hefur verulega mildað refsingu yfir fjórum karl- mönnum vegna skattsvika í tengslum við rekstur á fimm einka- hlutafélögum á árunum 2001 til 2003. Heildarlækkun fésekta hjá öllum sakborningum nam 74 millj- ónum króna. »6 Viðskipti  Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair Group, segir að fyrirætlanir Iceland Express um að hefja innan- landsflug hér á landi á næsta vori sýni að menn hafi verið að gera eitt- hvað rétt undanfarin ár. Hins vegar átti hann sig ekki á því hvernig Ice- land Express ætli að gera þetta. »17 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra segist vera sammála því hvernig Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur staðið að umræðum um hugs- anlega leyniþjónustu hér á landi. Hann segist telja ályktun stjórnar SUS, þar sem lýst er andstöðu við hugmyndir um að setja á fót leyni- þjónustu á Íslandi, málefnalegt inn- legg í þessa umræðu en segist ekki geta tekið undir hana. Geir sagði að stjórn SUS hefði á fundi sínum sent frá sér nokkrar ályktanir sem allar fælu í sér gagn- rýni á ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þar var m.a. ályktað að ríkisstjórnin félli of snemma frá frestun fram- kvæmda, ríkisútgjöld yxu of mikið og ennfremur var frumvarp um Rík- isútvarpið gagnrýnt. „Ungliðahreyf- ing er bara að álykta eins og hún gerir gjarnan. Henni er að sjálf- sögðu frjálst að halda uppi gagnrýni á ráðherra flokksins. Varðandi ályktun SUS um leyni- þjónustu er ekki hægt að skilja hana öðruvísi en sem málefnalegt innlegg í þá umræðu sem dómsmálaráð- herra hefur boðað um þetta mál. Í henni felst engin gagnrýni á hann þó að ég telji sjálfur að afstaða sem stjórn SUS tekur sé fulleinstreng- ingsleg.“ Geir sagði að dómsmálaráðherra hefði kynnt skýrslu um þetta og boðið upp á umræðu um hana og það væri stjórn SUS að gera. Geir var spurður hvort hann tæki undir það sjónarmið að nauðsynlegt væri að setja í lög ákvæði um starf- semi leyniþjónustu hér á landi. „Ég hef ekki tekið endanlega af- stöðu til þess. Málið er ekki komið á það stig í umræðunni að það þurfi að taka afstöðu til þess. Ég hef hins vegar lýst mig sammála því sem dómsmálaráðherrann hefur verið að gera í þessu máli,“ sagði Geir. Í ályktun SUS eins og hún birtist í Morgunblaðinu í gær kom fram að hugmyndir dómsmálayfirvalda fælu í sér heimild til húsleitar án und- anfarandi úrskurðar dómara. Þetta er byggt á misskilningi og leiðrétti SUS þetta strax eftir að ályktun var send út en vegna mistaka skilaði sú leiðrétting sér ekki í frétt blaðsins. Kveðst styðja vinnu dómsmálaráðherra Kallar eftir málefnalegri umræðu um leyniþjónustu Geir H. Haarde Björn Bjarnason RÚSSNESKU ríkisstjórarnir Roman Abramovich (til hægri), ríkisstjóri í Chukotka og eigandi knattspyrnu- liðsins Chelsea, og Kamil Iskhakov (t.v.), sérlegur fulltrúi Pútíns, forseta Rússlands í austurhéruðum Rússlands, heimsóttu höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur um há- degi í gær ásamt fylgdarliði. Þar hittu þeir fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, stjórnarformann OR, sem kynnti m.a. fyrir þeim vetnisverkefnið. Abramovich og Iskhakov eru hér á eigin vegum en fóru í fylgd Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, í kynnisferðir í gær m.a. til að kynna sér nýtingu jarðhita. Í gærkvöldi sátu þeir svo kvöldverð á Bessastöðum í boði Ólafs Ragnars. Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson Kynntu sér nýtingu jarðhita Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is ROMAS Kosakovskis, litháískur rík- isborgari, var með dómi Hæstarétt- ar sem féll í gær gert að sæta fjög- urra ára fangelsisrefsingu vegna innflutnings á vökva sem innihélt amfetamínbasa og brennisteinssýru. Úr efnunum hefði verið hægt að framleiða rúm 17 kíló af amfetamíni með 10% styrkleika. Í héraði var Romas dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en Hæstiréttur taldi rétt að þyngja refsinguna. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess hversu mikið magn amfetamíns hægt var að vinna úr vökvanum og hversu vandlega skipulagður verknaðurinn var en Romas flutti vökvana inn í fimm flöskum sem fundust í farangri hans er hann kom á Leifsstöð hinn 26. febrúar á þessu ári. Fráleitar skýringar Við aðilaskýrslu fyrir dómi sagði Romas að hann hefði keypt umrædd- ar flöskur á útimarkaði í Litháen og haldið að innihald þeirra væri í sam- ræmi við umbúðirnar. Ein flaskan var sögð innihalda tekíla, ein þeirra einhverskonar ávaxtasafa og þrjár sódavatn. Við tollskoðunina á Leifs- stöð tók Romas svo fram fjórðu sódavatnsflöskuna úr farangri sínum og saup af henni, reyndist sú flaska ekki innihalda skaðleg efni. Taldi héraðsdómari ekki útilokað að um- ræddur verknaður hafi verið skipu- lagður til að villa um fyrir tollvörð- um. Jafnframt reyndust skýringar Romas á veru sinni á Íslandi ótrú- verðugar og reyndist framburður hans við lögregluyfirheyrslur ekki í fullu samræmi við framburð hans fyrir dómi. Taldi Hæstiréttur skýringar ákærða fráleitar. Samkvæmt matsgerð Rannsókn- arstofu í lyfja- og eiturefnafræði sem staðfest var fyrir dóminum er brennisteinssýra notuð til að breyta amfetamínbasa í amfetamínsúlfat, sem síðan sé leyst upp til að fram- leiða amfetamín til neyslu. Fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.