Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 23
SUÐURNES
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Grindavík | Rannsóknir á virkum
efnum í jarðsjó Bláa lónsins sýna
að þau draga úr öldrun húðarinnar
og styrkja ysta varnarlag hennar.
Niðurstöður rannsóknanna voru
kynntar á fundi í Bláa lóninu í gær.
Bláa Lónið hf. hefur unnið að
rannsóknum á húðvirkum efnum í
jarðsjónum í samvinnu við þýskan
húðlækni og rannsóknarráðgjafa,
Jean Krutmann prófessor við
Heinrick Heine háskólann í Düss-
eldorf í Þýskalandi. Krutmann
veitir forstöðu stofnun sem rann-
sakar áhrif umhverfis á heilsu
fólks og er þekktur fyrir rannsókn-
ir á áhrifum ljóss á öldrun húð-
arinnar.
Rannsóknir Jean Krutmann og
Bláa Lónsins hafa leitt í ljós að efni
sem eru einkennandi fyrir lónið
vinna gegn öldrun húðarinnar og
styrkja ysta varnarlag hennar. Um
er að ræða Bláa lóns kísilinn og
tvennskonar blágræna þörunga
sem setja svip sinn á lónið.
Vinnur gegn hrukkum
Útljós sem er hluti sólarljóssins
veldur niðurbroti á kollagen-
trefjafrumum í húð manna og er
mikilvægur hluti af stoðkerfi húð-
arinnar. Niðurbrot trefjafrumn-
anna er meginorsök hrukkumynd-
unar í húð.
Virknipróf sýndu að Bláa lóns
kúluþörungur dregur marktækt úr
framleiðslu á ensími sem brýtur
niður kollagen-trefjafrumurnar.
Niðurstöðurnar gefa sterklega til
kynna að þörungurinn vinni gegn
öldrun húðarinnar.
Ummyndun ósérhæfðra trefja-
fruma yfir í kollagen-trefjafrumur
tryggir viðhald kollagen-forðans í
stoðvef húðarinnar. Eftir því sem
fólk eldist hægir á þessari um-
myndun og hrukkur myndast.
Niðurstöður rannsóknanna gefa
sterklega til kynna að Bláa lóns
þráðþörungur örvi náttúrulega ný-
myndun kollagen-trefjafrumna í
húð manna, en það er mikilvægur
eiginleiki til að draga úr öldrunar-
einkennum.
Þekjulag húðarinnar er sterk og
teygjanleg himna á ysta borði
hennar. Hún ver líkamann, byrgir
inni raka í húðinni og ver hana
gegn áföllum svo sem þurrki og
bólgum.
Rannsóknirnar sýndu að Bláa
lóns kísillinn örvar ummyndun
keratíosíta yfir í hornfrumur. Nið-
urstöðurnar gefa sterklega til
kynna að Bláa lóns kísillinn hafi
styrkjandi áhrif á varnarlag húð-
arinnar og stuðli að heilbrigði
hennar.
Nýjar húðvörur á markaðinn
„Það er mikil hvatning fyrir okk-
ur sem unnið höfum að vísinda-
rannsóknum í Bláa lóninu að fá
þessar sterku vísbendingar um líf-
virkni Bláa lónsins,“ segir Grímur
Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins
hf. Hann segir að niðurstöðurnar
verði notaðar við frekari þróun á
húðvörum sem fyrirtækið fram-
leiðir. Þannig verða nýjar Blue
Lagoon andlitsvörur sem vinna
gegn öldrun húðarinnar og styrkja
efsta varnarlag hennar settar á
markað í lok þessa árs.
Rannsóknirnar eru mikilvægur
þáttur í þróun á vörum og með-
ferðum Bláa Lónsins hf. Grímur
segir athyglisvert að þetta litla
fyrirtæki finni lífvirk efni sem
jafnast á við það sem besta sem
stærstu snyrtivörufyrirtæki heims
eru að gera, fyrirtæki sem setji
gífurlegar fjárhæðir í rannsóknir.
Og Bláa Lónið á einkarétt á þess-
um efnum.
Grímur vonast til að þessi góði
árangur leiði til þess að hægt verði
að setja aukinn kraft í rannsóknir
á lækningamætti efna í Bláa lóninu
á sjúkdóma, eins og psoriasis.
Niðurstöður rannsókna sýna að efni úr Bláa lóninu draga úr öldrun húðarinnar
Vinna gegn hrukkumyndun
Morgunblaðið/Eggert
Vörn gegn hrukkum Sýnt hefur verið fram á það að efni úr Bláa lóninu
vinna gegn öldrun húðarinnar og hrukkumyndun.
Í HNOTSKURN
»Bláa lóns-kúluþörungurdregur úr niðurbroti kolla-
gens af völdum útljóss.
»Bláa lóns þráðþörungurörvar nýmyndun kollagens
í húð.
»Bláa lóns kísillinn örvartjáningu boðefna sem
stjórna uppbyggingu og virkni
ysta varnarlags húðarinnar.
»Niðurstöður rannsókn-anna eru notaðar við þró-
un á húðvörum og meðferðum.
Grindavík | Nýtt sögu-
skilti um vettvang
Tyrkjaránsins 1627
verður vígt í gamla
bænum í Grindavík á
morgun, laugardag,
klukkan 11. Þar hefst
jafnframt menningar-
og söguganga um
svæðið.
Skiltið er við gatna-
mót Víkurbrautar og
Verbrautar. Þaðan verður genginn
hringur um hverfið, meðal annars að
þeim stað sem þjóðsagan segir að
„tyrkjaþistill“ vaxi. Gengið verður að dys
Járngerðar og Járngerðarstaðabæjunum
og ýmislegt skoðað í bakaleiðinni en þá
verður farið með ströndinni.
Leiðsögumenn Reykjaness sjá um
fræðsluna í göngunni og leiða hana.
Ferðin tekur um hálfan annan tíma og
lýkur við Flagghúsið sem verið er að
endurgera.
Gengið um sögusvið
Tyrkjaránsins
Gengið verður um
gamla bæinn.
Njarðvík | Kaffitár býður til haustfagn-
aðar í dag í kaffibrennslunni á Stapabraut
7 í Njarðvík. Fagnaðurinn verður milli kl.
17 og 19 og er öllum opinn.
Á haustfagnaðinum verður kynnt nýtt
einkennismerki Kaffitárs. En svo verður
þetta „upphressandi“ kaffihátíð, eins og
tekið er til orða á vef fyrirtækisins. Gest-
um verður boðið að skoða brennsluna og
kynnt verða þrjú kaffiræktarsvæði, Af-
ríka, Indónesía og Suður-Ameríka. Leikin
verður suðræn tónlist.
Þá verður gestum boðið upp á kaffi,
kaffidrykki og léttar veitingar í kaffihús-
inu við Stapabraut.
Hausthátíð í kaffi-
brennslu Kaffitárs
Seyðisfjörður | Seyðfirðingum barst í vikunni hlý
kveðja frá svissneska farfuglinum Josef Nieder-
berger.
Þetta er ekki fyrsta kveðjan sem Josef sendir
Seyðfirðingum, því hann hefur árlega komið með
farþegaferjunni Norrænu til landsins í mörg ár og
ferðast um landið á hjólinu sínu. Í bréfinu kemur
m.a. fram að liðið sumar hafi verið það 23. í röð-
inni í Íslandsheimsóknum hans.
Segir orðrétt í bréfinu góða: „Hjartanlega þakk
til bæjarstjóri, starfsfólk þinn og til allir Seyð-
isfjarðaríbúa fyrir stór gestrisni á ykkar fallegt
Ísland og gullfallegt Seyðisfirði. Þessi sumar, það
er 23. sumarið, sem ég á Íslandi, með bestu
kveðju, ferðamaður Josef Sviss.“
Einnig segist Josef „óska mikið sól til Seyð-
isfirði.“
Birtist kátur í Norrænu að ári
Bréfið er ríkulega myndskreytt, m.a. með
teiknuðum íslenskum fuglum og nöfnum þeirra,
íslenska fánanum og fínasta flúri.
Þykir Seyðfirðingum líklegt að Josef birtist
kátur í Norrænu næsta sumar, með hjól sitt og
hnakktöskur, og að eftir árleg og vinsamleg sam-
skipti við heimamenn hverfi hann hjólandi upp
Stafina á leið í árlega langferð um Ísland.
Ljósmynd/Seyðisfjarðarkaupstaður
Ljúft Josef Niederberger sendir Seyðfirðingum hlýjar kveðjur.
„Óska mikið
sól til
Seyðisfirði“
AUSTURLAND
Reyðarfjörður | Á morgun er sam-
félagsátak Alcoa um allan heim og
ætla starfsmenn Alcoa Fjarðaáls á
Reyðarfirði ekki að láta sitt eftir
liggja. Stendur til að laga leiksvæði
barna á Reyðarfirði og fegra um-
hverfið, en að því loknu ætla starfs-
menn og fjölskyldur þeirra að gera
sér glaðan dag saman. Haft er eftir
Alain Belda, forstjóra Alcoa, að
reglubundnu samfélagsátaki sé ætl-
að að styrkja böndin á milli fyrirtæk-
isins og þeirra samfélaga sem það
starfar í. Um tuttugu og fimm þús-
und starfsmenn Alcoa í 33 löndum
leggja átakinu lið í sjálfboðavinnu.
Samfélagsátak Fjarðaáls
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hjálpfúsir Starfsmenn Fjarðaáls í samfélagshjálp á morgun.
Egilsstaðir | Þróunarfélag Austur-
lands opnaði nýjan vef sinn í gær og
kynnti m.a. jafnframt starfsemi fé-
lagsins.
Verkefni Þróunarfélagsins eru
þau er stuðlað geta að framþróun og
uppbyggingu í fjórðungnum. Meðal
þeirra verkefna sem Þróunarfélagið
sinnir um þessar mundir er útfærsla
og framkvæmd Vaxtarsamnings fyr-
ir Austurland, en sveitarfélögin und-
irrituðu viljayfirlýsingu um þátttöku
í honum á aðalfundi Sambands sveit-
arfélaga á Austurlandi (SSA) nýver-
ið. Þróunarfélagið kemur að áfram-
haldandi vöktunarverkefni um áhrif
stóriðju- og virkjunaruppbyggingar
á Austurlandi með Rannsóknar-
stofnun Háskólans á Akureyri, en
verkefnið er unnið fyrir sveitarfélög-
in í fjórðungnum. Þá má nefna sam-
starf við SSA á sviði byggða- og sam-
félagsþróunar þar sem samhæfing
verkefna er á oddinum. Þar er m.a.
unnið að málefnum innflytjenda til
Austurlands, en félagið stýrir vinnu-
hópi um sameiginleg málefni at-
vinnurekenda og innflytjenda.
Þróunarfélag Austur-
lands horfir til framtíðar Fréttir ítölvupósti
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
www.simnet.is/heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í , Skólavörðustíg 16
Borgartúni 24 - Hæðarsmára 6
Fjarðarkaupum
Lífsinslind í Hagkaupum
Heilsuhúsið Selfossi
Kelp
Fyrir húð, hár og neglur
Akureyri
Leynist kerra eða blaðburðarpoki
í geymslunni eða bílskúrnum eftir
blaðburð fyrir Morgunblaðið?
Vinsamlega hringdu þá í 840 6011.
Við sækjum.