Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 50
|föstudagur|20. 10. 2006| mbl.is Staðurstund Hljómsveitirnar Shadow Parade og Thundercats eru á meðal þeirra sem fram koma í kvöld á Iceland Airwaves-tónlistarhá- tíðinni. Morgunblaðið fékk sveitirnar í spjall. » 52 tónlist Björn Hlynur Haraldsson situr fyrir svörum sem aðalsmaður vikunnar. Hann segir fótbolta góðan fyrir líkama og sál og góðan til að hleypa út innibyrgðri reiði. » 55 aðallinn Þormóður Dagsson var við- staddur nokkra tónleika á Airwaves hátíðinni síðastliðið miðvikudagskvöld. Hann skrifar um upplifun sína í Af listum í dag. » 53 af listum Kyntröllin og Hollywoodstjörn- urnar Ashton Kutcher og Kevin Costner leika í kvikmyndinni The Guardian sem frumsýnd er í bíóhúsum landans núna um helgina. » 54 bíó Leikarar í Patreki 1,5 segja frá viðbrögðum áhorfenda en þeir hafa sýnt fyrir fjölda fram- haldskólanema undanfarið. Verkið fjallar um samkyn- hneigð. » 55 leiklist Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „ÞETTA er allt að smella saman,“ sagði Víðir Guðmundsson, að ný- lokinni æfingu í Borgarleikhúsinu fyrr í vikunni. Þar vísar hann til verksins Amadeus sem frumsýnt verður á morgun, laugardag. Víðir fer með titilhlutverkið, leikur Wolfgang Amadeus Mozart, tónskáldið fræga sem lést langt fyrir aldur fram. Víðir útskrifaðist úr leiklist- ardeild Listaháskóla Íslands síðast- liðið vor og er hlutverk Mozarts hans fyrsta eftir útskriftina. Hvernig líst Víði á að fara nýút- skrifaður með slíkt burðarhlutverk í einu af stærstu leikhúsum þjóð- arinnar? „Þetta leggst alveg furðulega vel í mig. Ég er bara vel stemmdur fyrir þetta,“ sagði hann. Leikrit, bíómynd, leikrit Leikritið Amadeus er eftir Peter Shaffer. Árið 1984 kom út kvik- myndin Amadeus eftir Milos For- man, byggt á verki Shaffers, sem jafnframt skrifaði handritið. Þar voru það þeir Tom Hulce og F. Murray Abraham sem voru í hlutverkum Mozarts og Antonio Salieri. Þau Valgarður Egilsson og Katr- ín Fjeldsted þýddu verkið á ís- lensku en þetta er í annað sinn sem það er sett upp hér á landi. Áður var það í sýnt í Þjóðleikhús- inu þar sem þeir Sigurður Sig- urjónsson og Róbert Arnfinnsson voru í hlutverkum Mozarts og Sali- eris. Hilmir Snær Guðnason fer að þessu sinni með hlutverk Salieris en Birgitta Birgisdóttir, einnig ný- útskrifuð leikkona, fer með hlut- verk Konstönsu, eiginkonu Moz- arts. Að sögn Víðis byrjuðu þau þrjú að æfa saman í júní síðastliðnum. Í lok ágúst kom svo allur hópurinn sem að sýningunni stendur saman og afraksturinn má sjá í Borg- arleikhúsinu annað kvöld og áfram. Það er Stefán Baldursson sem leikstýrir verkinu að þessu sinni og með önnur hlutverk í sýningunni fara þau Ellert Ingimundarson Gunnar Hansson, Halldór Gylfa- son, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Orri Huginn Ágústsson, Pétur Ein- arsson, Theodor Júlíusson og Sig- rún Edda Björnsdóttir. Salieri gegn Mozart „Amadeus er ungur og hress og varðveitir barnið í sjálfum sér. Hann kemur til Vínarborgar og hittir fyrir þetta uppstrílaða keis- aralið sem hann passar kannski ekki alveg inn í með framkomu sinni og tali. Hann er talsvert óheflaðri en hinir. Leikritið segir frá síðustu tíu æviárum Mozarts og hvernig staða hans breytist á tíma- bilinu. Hann fer frá því að vera ungur og upprennandi og verður svo nokkurn veginn útskúfaður,“ segir Víðir og bætir við að rauði þráðurinn í verkinu sé samband þeirra Mozarts og Salieris. „Mozart kemur til Vínarborgar og Salieri, sem er hirðtónskáldið þar, verður afbrýðisamur og öfund- sjúkur út í snilligáfu hans og reyn- ir að bregða fyrir hann fæti. Hann reynir að koma í veg fyrir að Moz- art komist að í góðar stöður og beitir ýmsum brögðum til þess. Það hrekur Mozart í raun og veru út í fátækt, örbirgð og geðveiki,“ segir Víðir. Leikritið kryddar tónlist eftir bæði Mozart og Salieri. „Ég get ekki sagt að ég hafi ver- ið mikill aðdáandi Mozarts áður en nú hef ég lært að kunna að meta hann,“ sagði Víðir að lokum. Varðveitir barnið í sjálfum sér Morgunblaðið/Ómar Amadeus Þau Víðir Guðmundsson, Hilmir Snær Guðnason og Birgitta Birgisdóttir í hlutverkum sínum. Undrabarnið Wolfgang Amadeus Mozart. Leikritið Amadeus er frumsýnt í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Rauði þráðurinn í sýningunni er samband Mozarts og Salieris en með hlutverk Mozarts fer nýútskrifaður leikari, Víðir Guðmundsson. »Mozart fæddist 27. janúar 1756í furstadæminu Salzburg sem nú er hluti af Austurríki. »Hann var skírður JohannesChrysostomus Wolfgangus Theophilus Mozart. »Mozart lærði bæði á píanó ogfiðlu hjá föður sínum, Leopold Mozart. »Hann skrifaði sitt fyrsta tón-verk fimm ára að aldri og fyrstu sinfóníuna sjö ára.Var ráð- inn hirðtónskáld erkibiskupsins í Salzburg, sem jafnframt var furst- inn yfir borginni, en sagði starfi sínu lausu og hélt til Vínar. »Mozart fékk ekki fasta vinnu íVín en fékk greitt fyrir eitt og eitt verk eftir pöntunum »Í Vín fór heilsu hans að hrakaog hann lést 5. desember árið 1791. »Mozart lést í sárri fátækt og varjarðaður í ómerktri gröf. »Mozart er í dag eitt þekktastatónskáld heims en nafn hans er einnig notað á ýmis vörumerki, svo sem marsipankúlur og bjór. »Árið 1979 var leikritið Ama-deus eftir Peter Levin Shaffer frumsýnt. »Sagan einblínir á samabandMozarts og Salieris, og veltir upp mögulegum þætti þess síð- arnefnda í dauða Mozarts. »Árið 1984 gerði Milos Formankvikmynd eftir leikriti Shaffer. »Myndin hlaut fjölda Ósk-arsverðlauna, meðal annars fyrir besta handritið. »Amadeus hefur einu sinni áðurverið sett upp á Íslandi, þá í Þjóðleikhúsinu. »Amadeus í leikstjórn StefánsBaldurssonar er frumsýnt í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Wolfgang Amadeus Mozart Höfundur: Peter Shaffer Aðalhlutverk: Víðir Guðmundsson, Hilmir Snær Guðnason, Birgitta Birgisdóttir, Ellert Ingimundarson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Orri Huginn Ágústsson, Pétur Ein- arsson, Theodor Júlíusson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Leikstjóri: Stefán Baldursson Sýningarstjórn: Anna Pála Krist- jánsdóttir. Þýðing: Valgarður Egilsson og Katrín Fjeldsted. Leikmynd: Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir Búningar: Helga Stefánsdóttir Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarna- dóttir Ljós: Halldór Örn Óskarsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Tónlist: Wolfgang Amadeus Mozart og Antonio Salieri Amadeus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.