Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
Dagskrá
föstudagsins
Grand Rokk
20:00 Tarnus Jr
20:45 The End
21:30 Bob
22:15 Call to Mind (UK)
23:00 Coral
23:45 Dýrðin
00:30 Hooker Swing
01:15 Gavin Portland
02:00 Morðingjarnir
Pravda - Airwaves bar
20:00 DJ Amman - dj set
22:00 Leópold & Ewok - dj set
01:00 TBA
03:00 Walter Meego (US) - dj set
Gaukurinn
20:00 Vax
20:45 Lisa Lindley-Jones (UK)
21:30 120 Days (NO)
22:15 Mammút
23:00 Jeff Who?
00:00 Wolf Parade (CAN)
01:00 Jan Mayen
01:45 Hölt hóra
Þjóðleikhúskjallarinn
22:00 Högni Lisberg (FO)
22:45 Picknick
23:30 Lára
00:15 Kalli
01:00 Shadow Parade
01:45 Trost (DE)
Nasa
20:00 Our Lives
20:45 I Adapt
21:30 Future Future
22:15 Sign
23:00 Gojira (FRA)
00:00 Mínus
01:00 Brain Police
01:45 Dr. Spock
Listasafn Reykjavíkur
20:00 Baggalútur
20:45 Benni Hemm Hemm
21:30 Islands (CAN)
22:15 Apparat Organ Quartet
23:00 Jakobínarína
00:00 The Go! Team (UK)
Iðnó
20:00 Hestbak
20:45 Steintryggur
21:30 Biogen
22:15 Stilluppsteypa
23:00 Dälek (US)
00:00 Ghostigital
00:45 Otto von Schirach (US)
Pravda - Airwaves club
20:00 Steve Sampling
20:40 Panoramix
21:20 Beatmakin Troopa
22:00 Bloodgroup
22:40 Thundercats
23:20 Steed Lord
00:00 Funk Harmony Park
00:40 Ozy
01:20 Skatebård (NO)
02:00 Thor - dj set
03:00 DJ Óli Ofur - dj set
04:30 Exos - dj set
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ var fyrir nálægt því þremur
árum sem Shadow Parade leit heim-
inn augum sem hljómsveit. Í janúar
2004 stofnuðu þeir Beggi Dan
söngvari og Jón Gunnar Biering
Margeirsson gítarleikari sam-
nefndan rafdúett norður á Akureyri.
Fljótlega fóru þeir þó að horfa í aðr-
ar áttir og fundu fyrir „lífrænni“
sköpunarþörf, og brast þörfin á með
fullum krafti er þeir félagar fluttu til
Reykjavíkur, í þeim tilgangi að ein-
beita sér að tónlist. Þeir réðu til
starfa þá bræður Andra og Magnús
Magnússyni (Eiríkssonar) og til
varð dramabundið og melódískt ný-
rokksband. Þannig skipuð keppti
sveitin í hljómsveitakeppninni Glo-
bal Battle Of The Bands í nóvember
2004. „Þar komumst við að því að
það er ekki hægt að keppa í tónlist
og þetta gerum við aldrei aftur. Tón-
leikarnir voru umsvifalaust settir í
flokkinn „gleyma“,“ segir Beggi við
blaðamann.
Fljótlega bættust svo tveir liðs-
menn við, þeir Örn Eldjárn gít-
arleikari og Bjarni Margeirsson
hljómborðsleikari. Þannig skipuð
hefur sveitin verið að æfa sig og
framþróa undanfarin misseri og
uppskeran af því er platan Dubious
Intentions, sem fer í almenna dreif-
ingu á mánudaginn. Hana er hins
vegar hægt að nálgast í 12 tónum á
meðan Airwaves-hátíðin stendur yf-
ir en útgáfan/búðin sú sér um að
dreifa plötunni. Shadow Parade gef-
ur hins vegar sjálf út.
Kraftmeira
„Það er búið að taka okkur ár að
klára þessa plötu,“ segir Beggi. „Við
unnum hana á kvöldin og um helgar,
í hljóðveri sem við byggðum sjálfir.
Óskar Páll Sveinsson sá svo um að
hljóðblanda fyrir okkur en öll upp-
tökustjórn var í okkar höndum.“
Næstu vikur fara í það að kynna
plötuna með tónleikum og enn frem-
ur er sveitin í viðræðum við aðila er-
lendis um útgáfu þar. Shadow Pa-
rade hefur þá hagnýtt sér
„myspace“-undrið til kynningar á
tónlist sinni, og á þar yfir 18.000
„vini“.
„Það er samt ekkert fast í hendi
með þessi erlendu tengsl,“ segir
Beggi. „En við stefnum ótrauðir á að
koma plötunni út sem víðast.“
Næsta verkefni er einfalt: önnur
plata.
„Við ætlum að vinna hana á annan
hátt en þessa fyrstu. Við ætlum að fá
upptökustjórnanda til liðs við okkur
og ætlum að taka einn þéttan mánuð
í þetta. Taka okkur bara frí í
vinnunni og ekki vinna hana svona
slitrótt.“ Beggi segir að þeir hafi
ákveðið að gefa út sjálfir eftir að
hafa fengið jákvæð viðbrögð trekk í
trekk en svo hafi aldrei neitt gerst.
„Við vorum líka búnir að vinna
alla þessa vinnu sem útgáfur eiga að
sjá um svo við ákváðum bara að taka
slaginn sjálfir.“ Sveitin er í dag gjör-
breytt frá því sem var, að mati
Begga. „Við vorum að slíta barns-
skónum á þessum blessuðu Global
Battle-tónleikum. Þetta er miklu
kraftmeira og þéttara í dag … sam-
spilið á milli okkar er nú nærri því
telepatískt.“
Tónlist | Shadow Parade spilar á Airwaves í kvöld
Fyrsta platan komin út
Myndrænir Málverk þetta, sem sýn-
ir meðlimi Shadow Parade, er eftir
Þránd Þórarinsson, sem er í læri
hjá sjálfum Odd Nerdrum.
Shadow Parade kemur fram í
Þjóðleikhúskjallaranum klukkan
1.00 eftir miðnætti.
Kimono – 12 Tónum kl. 18.00
Fjörið byrjar reyndar ekki beinlínis á Airwaves
því tónleikar Kimono eru á sérstakri dagskrá í
plötuverslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. Það er
nokkuð um liðið síðan Kimono lék fyrir lands-
menn og margir eflaust óþreyjufullir, ekki síst eft-
ir nýjum lögum. Þetta verða einu tónleikar Ki-
mono að þessu sinni og eins gott að mæta snemma
til að komast inn í búðina.
Islands – Listasafni Reykjavíkur kl. 21.30
Unicorns er ein skemmtilegasta hljómsveit sem
frá Kanada hefur komið. Hún lagði upp laupana
fyrir nokkru og ný sveit reis á rústunum; Islands,
sem sendir frá sér fyrstu plötuna snemmsumars.
Sérdeils skemmtileg hljómsveit sem spilar ný-
bylgjuskotið rokkað popp.
Gojira – Nasa kl. 23.00
Franska rokksveitin Gojira er mikið keyrslu-
band eins og heyra má á nýrri plötu sveitarinnar,
From Mars to Sirius. Bræðurnir Joe og Mario
Duplantier leiða sveitina og sá fyrrnefndi er
magnaður gítarleikari og söngvari. Vel þung
rokksveit og með þeim þyngstu sem hér hafa spil-
að lengi.
Wolf Parade – Gauknum kl. 0.00
Margir bíða eftir Wolf Parade og rétt að ráð-
leggja mönnum að vera snemma á ferð, helst að
vera búnir að koma sér fyrir vel áður en sveitin á
að spila, nema þeir sem gaman hafa af troðningi.
Væntanlega sú erlenda sveit sem flestir vilja sjá á
Airwaves 2006.
Mínus – Nasa kl. 0.00
Mínus snýr aftur í sviðsljósið með fullt af nýrri
tónlist í farteskinu. Þeir sem heyrt hafa prufuupp-
tökur af væntanlegri breiðskífu vita að Mínus hef-
ur aldrei verið betri og ég hef trú á að það muni
sannast í kvöld. Mínus hefur oft spilað á Airwaves
og aldrei klikkað.
Ghostigital – Iðnó kl. 0.00
Einar og Curver snúa úr Bandaríkjaferð vel
æfðir og fullir af orku. Í ferðinni hafa þeir verið
tveir á sviðinu og lukkast vel en ekki veit ég hve
fjölmennt verður hjá þeim í kvöld.
Kalli – Þjóðleikhúskjallaranum kl. 0.15
Einu sinni var hljómsveit sem hét Tenderfoot
sem breyttist í Without Gravity og varð á end-
anum einn maður, Karl Henry Hákonarson eða
bara Kalli. Kalli, sem samdi víst flest í Tenderfoot
/ Without Gravity, er nú einn á ferð og fyrsta sóló-
skífan væntanleg á næstu vikum. Hann hefur vak-
ið athygli erlendra útgefenda, er kominn á samn-
ing í Bretlandi, og líklegt að margir spæjarar
verði á staðnum.
Ekki missa af þessu!
Á þriðja degi Airwaves tónlist-
arhátíðarinnar er í boði hlað-
borð sextíu tónlistarmanna og
hljómsveita. Árni Matthíasson
velur gómsætustu réttina.
Ljósmynd/Chris Lopez
Loksins Mínus snýr aftur í sviðsljósið með fullt
af nýrri tónlist í farteskinu.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
THUNDERCATS er nýstofnaður
dúett þeirra Magga og Bjarna úr
hafnfirsku rokksveitinni Úlpu. Form-
lega var hafist handa í apríl á þessu
ári en hugmyndin var búin að krauma
undir hjá þeim félögum í tæpt ár að
sögn Magnúsar.
„Við vorum ekkert að tvínóna við
þetta og tókum bara upp eitt stykki
plötu í sumar. Hana tókum við upp í
eigin hljóðveri, sem heitir hanndatt.
En svo fórum við út til Glasgow til að
hljóðblanda og fór sú vinna fram í
Lancefield Studios“.
Magnús segir að plata sé svo gott
sem klár og þeir ætli að reyna að
koma henni út fyrir jól. „Og ég legg
áherslu á orðið „reyna“,“ segir Magn-
ús.
En af hverju Glasgow? „Það eru
tveir strákar sem við þekkjum þar,
þeir Sveinn Marteinn Jónsson og
Teitur Ibsen, ungir upptökumenn en
mjög færir. Okkur langaði til að klára
plötuna með þeim þannig að við drif-
um okkur bara út.“
Hliðarspor
Magnús segir ástæðu þess að dú-
ettinn hafi verið settur á laggirnar
einfalda þörf fyrir að prufa eitthvað
nýtt.
„Okkur langaði til að taka smá hlið-
arspor frá því sem við erum vanir að
gera og sjá hvort við kæmumst upp
með það. Svona kíkja á hlutina frá
annarri hlið.“ Þannig er mikið af
hljóðgervlum í gangi hjá Þrumukött-
unum en einnig „hefðbundin“ hljóð-
færi eins og gítar og bassi auk þess
sem raddbönd eru brúkuð.
„Svo er smá básúna,“ segir Magn-
ús og kímir, en það hljóðfæri er einn-
ig dregið fram við og við og á tón-
leikum Úlpu. „En allar trommur eru
stafrænar, þ.e. forritaðar. Svo eru
gestir á plötunni; Nick nokkur Schoo-
ley hjálpaði til við slagverkið, Jara
syngur nokkur lög með okkur og leik-
ur á saxafón og einnig kemur Hinda
við sögu, en hún er söngkona frá Súd-
an.“ Magnús segir að á Airwaves
verði þeir tveir á sviði, ásamt Jöru.
„Og ég mæli að sjálfsögðu eindreg-
ið með því að fólk missi ekki af þessu.
Þetta verður meiriháttar sýning!“
segir hann að lokum.
Þrumukettir Dúettinn var settur á laggirnar vegna þeirrar einföldu þarfar fyrir að prufa eitthvað nýtt.
Tónlist | Thundercats kynna nýja plötu á Airwaves í kvöld
Komumst við upp með þetta?
Thundercats leika á Pravda kl.
22.40 í kvöld.
www.icelandairwaves.is www.mys-
pace.com/hanndatt
BANDARÍSKI stórleikarinn
Harrison Ford er staddur
hér á landi um þessar mund-
ir, en til hans sást á tónlist-
arhátíðinni Iceland Airwaves
í gær. Meðal þeirra sveita
sem hann sá voru Fræ og
Original Melody á NASA. Að
sögn Eldars Ástþórssonar,
skipuleggjanda hátíðarinnar,
keypti Ford sér miða á hátíð-
ina og því mega tónleika-
gestir búast við því að sjá
hann eitthvað um helgina.
Ekki fylgir sögunni hvort
kærasta hans, Calista Flock-
hart, er með honum í för.
Reuters
Harrison Ford
Harrison
Ford á
Airwaves