Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 53 menning Það var ýmislegt í boði áfyrsta kvöldi Airwaves-hátíðarinnar í ár en þá skiptust tuttugu og ein hljómsveit niður á Gaukinn, Grand rokk og Nasa. Undirritaður byrjaði á Gauknum þar sem mætti honum ansi myndarleg röð og náði hún meðfram allri húsaröðinni. Og þegar inn var komið reyndi á kúnstina að smokra sér í gegnum fólksmergð. Þolinmæði er dyggð, segja þeir, og minnti ég sjálfan mig stöðugt á það á meðan ég þokaðist hægt og rólega fram á við þangað til ég loksins sá glitta í sviðið og drengina sem á því stóðu. Það var hljómsveitin Noise en þeir hafa löngum verið orðaðir við grugg-senuna og þeim líkt við bönd eins og Soundgarden, Nirv- ana, Alice in Chains. Sú lýsing er nokkuð rétt og í rauninni er ekki miklu við hana að bæta. Svona þjáningarrokk. Söngurinn var til fyrirmyndar hjá Einari Vilberg og í heildina var allur flutningur til fyrirmyndar. Noise hitaði áhorfendur ágæt- lega upp fyrir næsta band sem átti vafalaust sökina á troðn- ingnum og loftleysinu á Gauknum. Það er sumsé breska sveitin We are Scientists sem um ræðir en hún spilar svona diskóskotið rokk sem hefur verið mikið í tísku að undanförnu. Þeir voru mjög fínir. Afar flott popprokk þar sem sam- band bassa og tromma er sér- staklega þétt og skemmtilegt. Eft- ir að We are Scientists höfðu lokið sér af fór drjúgur hluti áhorfenda og þeir sem eftir voru fögnuðu auknu andrými. Súpersveitin Fræ var að hefja leika þegar komið var inn á Nasa. Sveitin er skipuð helmingnum af Maus, fyrrverandi Skyttu, Mr. Sillu og Friðfinni bassaleikara. Þau spiluðu lög af nýtkominni plötu sveitarinnar, Eyðileggðu þig smá, sem mörg hver hafa fengið duglega spilun í íslensku útvarpi. Fræ spilar melódískt rapp, af- skaplega tónleikavænt, og skilaði það sér nokkuð vel á Nasa. Það er virkilega gaman að fylgjast með þessum krökkum á sviði og sér- staklega gerðu söngvararnir Heimir og Silla góða hluti saman. Svo verður Danni trommuleikari að fá sitt hrós en það var ekki síð- ur skemmtilegt að fylgjast með honum. Lagið „Freðinn Fáviti“ var hugsanlegur hápunktur þess- ara tónleika, kraftmikið og fallegt lag. Þau enduðu svo á hressileg- um fjöldasöng sem hitti vel í kramið hjá tónleikagestum. Einn af kostum Airwaves er sá að sama hversu oft þú hefur séð innlendu böndin á tónleikum þá sérðu þau yfirleitt í sínu besta formi á þessari hátíð, þaulæfð og fínpússuð. Þetta átti alla vega við um tón- leika Diktu þetta kvöld. Gauk- urinn var orðinn troðfullur aftur sem var til marks um hversu vin- sælt bandið er orðið. Plata þeirra Hunting for Happiness er uppfull af hitturum sem þeir spiluðu óað- finnanlega fyrir afar móttækileg- um eyrum áhorfenda. David Fricke hjá tímaritinu Rolling Stone var þarna staddur og fór hann ekki leynt með hrifningu sína. Til marks um öfluga spila- mennsku drengjanna þá slitnaði hjá þeim bassastrengur og gít- arstrengur í miðjum tónleikum án þess þó að koma að sök. Hápunkt- ar tónleikanna voru „Breaking the Waves“ og svo glænýtt lag sem ber vinnuheitið „7/8“ eins og takturinn í laginu en fyrir trommuleikinn í því lagi á Nonni trommari mikið lof skilið. Eins kom lokalagið „Chloe“ virkilega vel út. Og aftur streymdi fólkið af Gauknum og ég færði mig yfir á Nasa til að sjá hip-hop bandið Forgotten Lores. Sveitin rappaði án hljóðfærundirleiks að þessu sinni og satt best að segja var svo- lítill missir af honum. Það vantaði alla vega eitthvað. Engu að síður skiluðu þeir af sér fínum tón- leikum og virtust ná vel til áhorf- enda. Þetta fyrsta Airwaveskvöld var prýðilegt í flesta staði þó svo að velmegi setja spurningamerki við þá ákvörðun að hafa We are Sci- entists, á Gauknum. En þrátt fyrir smá troðning á köflum þá var al- mennt mjög fín stemmning á tón- leikastöðunum. Og tónleikarnir voru vel flestir mjög góðir og því er óhætt að segja að hátíðin hafi farið vel af stað í ár. Dikta bar af » Til marks um öflugaspilamennsku drengjanna slitnaði bassastrengur og gít- arstrengur á miðjum tónleikum án þess þó að koma að sök. Fínir Breska hljómsveitin We are Scientists voru eitt stærsta númerið á miðvikudagskvöldið og troðfylltu Gaukinn. thorri@mbl.is AF LISTUM Þormóður Dagsson Skemmtileg Melódísk rapplög Fræs féllu í góðan jarðveg á Nasa. Ljósmynd/Árni Torfason Bestir Liðsmenn Dikta stóðu sig frábærlega á Gauk á Stöng á miðvikudagskvöldið. MÁLÞING Í SALNUM MENNING FRUMBYGGJA OG LANDNEMA Í KANADA Ljósi verður varpað á menningu frumbyggja og landnema í Kanada og samskipti þeirra í fjölda áhugaverðra erinda á málþingi um kanadíska frumbyggja- og landnema- menningu í Salnum laugardaginn 21. október. Frummælendur: Viðar Hreinsson, Gísli Pálsson, Björk Bjarnadóttir, Garðar Baldvinsson, Gísli Sigurðsson og Ásta Sól Kristjánsdóttir. Fundarstjóri: Salvör Nordal. Laugardagur 21. október kl. 10-13 Upplýsingar um dagskrá á www.kopavogur.is. Skráning á salurinn@salurinn.is og í síma 5 700 400. Aðgangur ókeypis – allir velkomnir!AP a lm an n at e n g sl / H 2 h ö n n u n fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS LAUGARDAGINN 21. OKTÓBER KL. 17.00 Johann Mattias Spetger ::: Cassatio fyrir horn, víólu og víólóne Wolfgang Amadeus Mozart ::: Dúó í B-dúr KV424 fyrir fiðlu og víólu Franz Danzi ::: Kvartett fyrir fagott og strengi Flytjendur ::: Brjánn Ingason, fagott, Emil Friðfinnsson, horn, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Martin Frewer, víóla, Svava Bernharðsdóttir, víóla, Bryndís Björgvinsdóttir, selló og Dean Ferrell, víólóne. Kristall Fyrstu tónleikarnir í nýju kammertónleika- röðinni Kristall tókust með eindæmum vel og húsfyllir varð. Komdu og njóttu þess að heyra listamenn úr hljómsveitinni flytja einstök verk í fallegu umhverfi. kammertónleikar í listasafni íslands tónleikar í mosfellsbæ LAUGARDAGINN 21. OKTÓBER KL. 15.00 Hljómsveitarstjóri ::: Kurt Kopecky Kór og Lúðrasveit Mosfellbæjar Hector Berlioz ::: Rómverskt karnival, forleikur Pjotr Tsjajkovskíj ::: 1812 forleikur Útsetningar Páls P. Pálssonar á lögum eftir Jón Þórarinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Atla Heimi Sveinsson og Jón Nordal við kvæði eftir Halldór Kiljan Laxness. Jón Ásgeirsson ::: Lokakór úr Þrymskviðu Sigvaldi Kaldalóns ::: Á Sprengisandi tónleikar í íþróttahúsinu að varmá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.