Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 53
menning
Það var ýmislegt í boði áfyrsta kvöldi Airwaves-hátíðarinnar í ár en þá
skiptust tuttugu og ein hljómsveit
niður á Gaukinn, Grand rokk og
Nasa. Undirritaður byrjaði á
Gauknum þar sem mætti honum
ansi myndarleg röð og náði hún
meðfram allri húsaröðinni. Og
þegar inn var komið reyndi á
kúnstina að smokra sér í gegnum
fólksmergð. Þolinmæði er dyggð,
segja þeir, og minnti ég sjálfan
mig stöðugt á það á meðan ég
þokaðist hægt og rólega fram á
við þangað til ég loksins sá glitta í
sviðið og drengina sem á því
stóðu. Það var hljómsveitin Noise
en þeir hafa löngum verið orðaðir
við grugg-senuna og þeim líkt við
bönd eins og Soundgarden, Nirv-
ana, Alice in Chains. Sú lýsing er
nokkuð rétt og í rauninni er ekki
miklu við hana að bæta. Svona
þjáningarrokk. Söngurinn var til
fyrirmyndar hjá Einari Vilberg og
í heildina var allur flutningur til
fyrirmyndar.
Noise hitaði áhorfendur ágæt-
lega upp fyrir næsta band sem
átti vafalaust sökina á troðn-
ingnum og loftleysinu á Gauknum.
Það er sumsé breska sveitin We
are Scientists sem um ræðir en
hún spilar svona diskóskotið rokk
sem hefur verið mikið í tísku að
undanförnu. Þeir voru mjög fínir.
Afar flott popprokk þar sem sam-
band bassa og tromma er sér-
staklega þétt og skemmtilegt. Eft-
ir að We are Scientists höfðu lokið
sér af fór drjúgur hluti áhorfenda
og þeir sem eftir voru fögnuðu
auknu andrými.
Súpersveitin Fræ var að hefja
leika þegar komið var inn á Nasa.
Sveitin er skipuð helmingnum af
Maus, fyrrverandi Skyttu, Mr.
Sillu og Friðfinni bassaleikara.
Þau spiluðu lög af nýtkominni
plötu sveitarinnar, Eyðileggðu þig
smá, sem mörg hver hafa fengið
duglega spilun í íslensku útvarpi.
Fræ spilar melódískt rapp, af-
skaplega tónleikavænt, og skilaði
það sér nokkuð vel á Nasa. Það er
virkilega gaman að fylgjast með
þessum krökkum á sviði og sér-
staklega gerðu söngvararnir
Heimir og Silla góða hluti saman.
Svo verður Danni trommuleikari
að fá sitt hrós en það var ekki síð-
ur skemmtilegt að fylgjast með
honum. Lagið „Freðinn Fáviti“
var hugsanlegur hápunktur þess-
ara tónleika, kraftmikið og fallegt
lag. Þau enduðu svo á hressileg-
um fjöldasöng sem hitti vel í
kramið hjá tónleikagestum.
Einn af kostum Airwaves er sá
að sama hversu oft þú hefur séð
innlendu böndin á tónleikum þá
sérðu þau yfirleitt í sínu besta
formi á þessari hátíð, þaulæfð og
fínpússuð.
Þetta átti alla vega við um tón-
leika Diktu þetta kvöld. Gauk-
urinn var orðinn troðfullur aftur
sem var til marks um hversu vin-
sælt bandið er orðið. Plata þeirra
Hunting for Happiness er uppfull
af hitturum sem þeir spiluðu óað-
finnanlega fyrir afar móttækileg-
um eyrum áhorfenda. David
Fricke hjá tímaritinu Rolling
Stone var þarna staddur og fór
hann ekki leynt með hrifningu
sína. Til marks um öfluga spila-
mennsku drengjanna þá slitnaði
hjá þeim bassastrengur og gít-
arstrengur í miðjum tónleikum án
þess þó að koma að sök. Hápunkt-
ar tónleikanna voru „Breaking
the Waves“ og svo glænýtt lag
sem ber vinnuheitið „7/8“ eins og
takturinn í laginu en fyrir
trommuleikinn í því lagi á Nonni
trommari mikið lof skilið. Eins
kom lokalagið „Chloe“ virkilega
vel út.
Og aftur streymdi fólkið af
Gauknum og ég færði mig yfir á
Nasa til að sjá hip-hop bandið
Forgotten Lores. Sveitin rappaði
án hljóðfærundirleiks að þessu
sinni og satt best að segja var svo-
lítill missir af honum. Það vantaði
alla vega eitthvað. Engu að síður
skiluðu þeir af sér fínum tón-
leikum og virtust ná vel til áhorf-
enda.
Þetta fyrsta Airwaveskvöld var
prýðilegt í flesta staði þó svo að
velmegi setja spurningamerki við
þá ákvörðun að hafa We are Sci-
entists, á Gauknum. En þrátt fyrir
smá troðning á köflum þá var al-
mennt mjög fín stemmning á tón-
leikastöðunum. Og tónleikarnir
voru vel flestir mjög góðir og því
er óhætt að segja að hátíðin hafi
farið vel af stað í ár.
Dikta bar af
» Til marks um öflugaspilamennsku
drengjanna slitnaði
bassastrengur og gít-
arstrengur á miðjum
tónleikum án þess þó að
koma að sök.
Fínir Breska hljómsveitin We are Scientists voru eitt stærsta númerið á
miðvikudagskvöldið og troðfylltu Gaukinn.
thorri@mbl.is
AF LISTUM
Þormóður Dagsson
Skemmtileg Melódísk rapplög Fræs féllu í góðan jarðveg á Nasa.
Ljósmynd/Árni Torfason
Bestir Liðsmenn Dikta stóðu sig frábærlega á Gauk á Stöng á miðvikudagskvöldið.
MÁLÞING Í SALNUM
MENNING FRUMBYGGJA OG
LANDNEMA Í KANADA
Ljósi verður varpað á menningu frumbyggja
og landnema í Kanada og samskipti þeirra í
fjölda áhugaverðra erinda á málþingi um
kanadíska frumbyggja- og landnema-
menningu í Salnum laugardaginn 21. október.
Frummælendur: Viðar Hreinsson, Gísli
Pálsson, Björk Bjarnadóttir, Garðar
Baldvinsson, Gísli Sigurðsson og Ásta Sól
Kristjánsdóttir. Fundarstjóri: Salvör Nordal.
Laugardagur 21. október kl. 10-13
Upplýsingar um dagskrá á www.kopavogur.is.
Skráning á salurinn@salurinn.is
og í síma 5 700 400.
Aðgangur ókeypis – allir velkomnir!AP
a
lm
an
n
at
e
n
g
sl
/
H
2
h
ö
n
n
u
n
fl group er aðalstyrktaraðili
sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
LAUGARDAGINN 21. OKTÓBER KL. 17.00
Johann Mattias Spetger ::: Cassatio fyrir horn, víólu og víólóne
Wolfgang Amadeus Mozart ::: Dúó í B-dúr KV424 fyrir fiðlu og víólu
Franz Danzi ::: Kvartett fyrir fagott og strengi
Flytjendur ::: Brjánn Ingason, fagott, Emil Friðfinnsson, horn,
Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Laufey Sigurðardóttir, fiðla,
Martin Frewer, víóla, Svava Bernharðsdóttir, víóla,
Bryndís Björgvinsdóttir, selló
og Dean Ferrell, víólóne.
Kristall
Fyrstu tónleikarnir í nýju kammertónleika-
röðinni Kristall tókust með eindæmum vel
og húsfyllir varð. Komdu og njóttu þess að heyra listamenn
úr hljómsveitinni flytja einstök verk í fallegu umhverfi.
kammertónleikar í listasafni íslands
tónleikar í mosfellsbæ
LAUGARDAGINN 21. OKTÓBER KL. 15.00
Hljómsveitarstjóri ::: Kurt Kopecky
Kór og Lúðrasveit Mosfellbæjar
Hector Berlioz ::: Rómverskt karnival, forleikur
Pjotr Tsjajkovskíj ::: 1812 forleikur
Útsetningar Páls P. Pálssonar á lögum eftir Jón Þórarinsson,
Gunnar Reyni Sveinsson, Atla Heimi Sveinsson og Jón Nordal
við kvæði eftir Halldór Kiljan Laxness.
Jón Ásgeirsson ::: Lokakór úr Þrymskviðu
Sigvaldi Kaldalóns ::: Á Sprengisandi
tónleikar í íþróttahúsinu að varmá