Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Talið er að á Íslandi fái ámilli sex og sjöhundruðeinstaklingar slag áhverju ári, eða um tveir á dag. Tíðni slaga tvöfaldast á tíu ára fresti eftir 55 ára aldur, en 2/3 slaga eru hjá fólki yfir 65 ára. Sjúkdómurinn er algeng- asta orsök fötlunar í vestrænum ríkjum, þriðja algengasta orsök dauðsfalla í heiminum og talið er að einn af hverjum sjö ein- staklingum muni fá slag ein- hvern tíma á lífsleiðinni. Litlu fé hefur verið varið til rannsókna á slögum, en tíðni þeirra fer vax- andi vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar. Slag er samheiti yfir það bráða ástand sem skapast þegar æð stíflast eða rofnar. Flokka má því slag niður í blóðþurrð- arslag, sem fólk fær í um 85% tilfella, og blæðandi slag, í 15% tilfella. Stór hópur fólks, eða um og yfir 150 manns á ári, fær það sem kallast skammvinn heila- blóðþurrð og skammvinn augn- blinda. Þetta ástand orsakast af tímabundinni blóðrásartruflun í heila eða auga ásamt brottfalls- einkennum sem ganga yfir á einni mínútu til klukkustundar. Ef ekkert er að gert getur þetta ástand leitt til blóðþurrðarslags síðar meir. Mikilvægt er því að leita skjótt til læknis svo hægt sé að rannsaka hvað valdi og beita viðhlítandi meðferð. Einnig er rétt að koma fljótt á slysa- og bráðamóttöku sé grunur um slag, því hægt er að gefa lyf í æð innan þriggja klukku frá upphafi áfalls sem le blóðtappa og kemur aftu blóðrás til heilans. Slík m dregur úr skemmdum og síðar meir. Aðeins um 3– sjúklinga fá slíka meðfer vegna þess að þeir þekkj einkennin eða bregðast e nægilega fljótt við. „Við verðum að upplýs um hver einkenni skamm blóðþurrðar, augnblindu slaga séu, því mikilvægt fólk komi snemma til gre og meðferðar,“ segir Alb Sigurðsson, einn stjórnar Heilaheilla og taugasérfr ingur á LSH. Málþing Heilaheilla undir yfirskriftinni „Hvað er slag? Á Einn af hverjum sjö mun fá slag á lífsleið Morgunblaðið Ekki endirinn Albert Páll Sigurðsson taugalæknir mun fjalla um þætti og meðferð við slagi á málþingi Heilaheilla á Hótel Sögu á Á morgun, í Súlnasal Hótel Sögu, verður haldið málþing um heilablóðfall, eða slag, og m.a. hvernig sé að lifa með slíku áfalli og komast út í lífið á ný. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Þetta nýja geðgreiningar-tæki er bæði mikill fjár-sjóður fyrir íslensk heil-brigðisyfirvöld og forvörn á geðheilbrigðissviðinu, því tækið kemur ekki aðeins til með að bæta gæði þjónustunnar heldur kemur það til með að eyða biðlistum í geð- heilbrigðisgeiranum þegar fram líða stundir,“ segir Helga Hannesdóttir, klínískur prófessor í geðheilbrigðis- fræðum við Háskóla Íslands, en hún hefur ásamt fleirum staðið að ís- lenskri þýðingu svokallaðs DISC- geðgreiningartækis, sem nú er verið að kynna íslenskum heilbrigðis- stéttum og áformað er að taka í notkun innan tveggja mánaða hér á landi. Að sögn Helgu eru biðlistar eftir þjónustu nú alltof langir. Fjórtán mánaða biðlisti er á Barna- og ung- lingageðdeild LSH. Tuttugu mán- aða biðtími er á Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins og hjá barnaverndaryfirvöldum er biðtím- inn eftir meðferðarúrræðum að minnsta kosti tveir til fjórir mánuð- ir. „Með nýja úrræðinu yrðu þessir biðlistar úr sögunni enda er nauðsynlegt að taka sem fyrst á málefnum barna með geðræn vandamál með greiningu og með- ferð. Þetta kemur til með að bæta gæði þjónustunnar til muna,“ segir Helga. Byltingarkennt greiningartæki „Geðgreiningartækið, sem er staðlað greiningarviðtal, hefur vald- ið mikilli byltingu fyrir forvarnir, rannsóknir og greiningu í barna- og unglingageðlækningum víða og það mun án efa hafa það líka fyrir ís- lenska geðheilbriðisþjónustu,“ segir dr. Christopher Lucas, barna- og unglingageðlæknir í New York og prófessor við New York háskóla, sem aðstoðað hefur Íslendinga á undanförnum árum við að koma þessu greiningar- og rannsókna- tæki með íslenskum texta inn í bandarískan hugbúnað. Auk ensku og íslensku hefur viðtalið v á þýsku, spænsku, kínversk lensku. Fyrsta útgáfa af DISC- ingarviðtalinu kom út 1983 við það hófst 1979. DISC haflega notað til faraldsfr rannsókna og til að meta raskana hjá börnum og un en það er nú notað bæði í k tilgangi og rannsóknartilg þess sem það er notað til og greiningar í almennr Fjársjóður og forvö á geðheilbrigðissvið Morgunblaðið Geðgreiningartæki Dr. Helga Hannesdóttir, prófessor og geðlæ dr. Christopher Lucas, barna- og unglingageðlæknir í New York HEILABILUN OG AÐHLYNNING Staða sjúklinga með heilabilun eróviðunandi. Það er ekkertlaunungarmál og um það er þverpólitísk samstaða að bæta beri úr vandanum eins og kom fram í um- ræðu um málefni sjúklinga með heilabilun á Alþingi þar sem þing- menn allra flokka kölluðu eftir úr- ræðum eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi í umræðunni. Ásta Ragnheiður lýsti því í máli sínu að um þrjú þúsund manns hér á landi hefðu heilabilun af einhverju tagi og um 60% þeirra væru með Alzheimers- sjúkdóminn. Því hefði verið spáð að heilabiluðum myndi fjölga um helm- ing á næstu 15 árum. Í september var haldin ráðstefna um Alzheimers- sjúkdóminn. Tilefnið var að þá voru 100 ár liðin frá því að hann greindist fyrst. Þar kom fram gagnrýni á úr- ræðaleysi í málefnum heilabilaðra. Ásta Ragnheiður gagnrýndi bið eftir fyrstu skoðun og biðlista á sér- hæfðum dagdeildum, sem veittu góða aðhlynningu, en aðeins í takmarkað- an tíma. Skammtímavistun til að létta undir með aðstandendum væri einnig takmörkuð, aðeins tvö pláss á Landakotsspítala: „Á Norður- löndunum eru tvö slík pláss á hverja fjögur þúsund íbúa. Hér erum við með tvö pláss á hverja 300 þúsund íbúa.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra fjallaði um biðtímann eftir greiningu og sagði að hann væri fjór- ir til fimm mánuðir. Að hennar mati væri slíkur biðtími ekki óeðlilegur en stefna ætti að því að hann yrði tveir til þrír mánuðir. Hvernig getur fjög- urra til fimm mánaða biðtími ekki verið óeðlilegur? Stefnan ætti ekki að vera að koma biðtímanum niður í tvo til þrjá mánuði, heldur að tryggja taf- arlausa þjónustu. Það er ljóst að á endanum þarf að sinna öllum þeim, sem leita greiningar. Því ekki að stefna að því að það verði gert sam- stundis og biðlistunum eytt? Eins og fram kom á Alþingi er margt gert fyrir sjúklinga með heila- bilun og þeim er sinnt af fag- mennsku. En það þarf einfaldlega að auka umfangið þannig að fólk, sem þarf að glíma við einn erfiðasta sjúk- dóm samtímans, hafi úrræði, hvort sem það eru sjúklingarnir eða að- standendur þeirra. Hér dugir ekki að líta á stöðuna eins og hún er nú, held- ur verður að miða við spár um fjölgun sjúklinga með heilabilun, bæði vegna þess að lífslíkur hafa aukist og sjúk- dómarnir greinast oftar hjá yngra fólki. Þótt æskilegt sé að leggja áherslu á heimahjúkrun veldur heila- bilun því þegar fram í sækir að sjúk- lingarnir geta ekki séð um sig sjálfir eins og heilbrigt aldrað fólk og þurfa því langtímavistun. Baráttan við Alz- heimers og skylda sjúkdóma getur verið átakanleg. Heilbrigðiskerfið á að létta hana eins og kostur er. NÝ SAMKEPPNI Í INNANLANDSFLUGI Það eru talsverð tíðindi að flug-félagið Iceland Express hyggist efna til samkeppni við Flugfélag Ís- lands í innanlandsflugi og fljúga frá Reykjavík til bæði Akureyrar og Eg- ilsstaða. Forsvarsmenn félagsins heita allt að 40% verðlækkun, sem ætla verður að Flugfélagið verði að bregðast við, og gangi það eftir geta neytendur fagnað. Tilraunir til að koma á raunveru- legri samkeppni í innanlandsflugi hafa verið gerðar áður. Fyrst eftir að samkeppni á flugleiðum innanlands var gefin frjáls árið 1997 kom Ís- landsflug inn á markaðinn með látum og lækkaði verð um u.þ.b. 40%. Þá stóð verðstríð milli Íslandsflugs og Flugfélagsins í nokkra mánuði en það rann út í sandinn. Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Íslandsflugs – sem nú er reyndar í hópi eigenda Icelandair, móðurfélags Flugfélagsins – lét á sín- um tíma hafa eftir sér að svo mikil verðlækkun í upphafi hefði verið röng ákvörðun. Fargjöldin hafa þokazt upp á við á ný, þótt auðveldara sé að fá ýmis afsláttarfargjöld en áður var. Enginn hefur ógnað veldi Flugfélags Íslands í innanlandsfluginu um nokk- urra ára skeið. Rekstri þess félags hefur verið snúið úr tapi í hagnað og innanlandsflugið er hætt að vera byrði á móðurfélaginu. Iceland Express hefur veitt Ice- landair talsverða samkeppni í milli- landaflugi þótt ekki sé eins mikill munur á fargjöldum félaganna og í upphafi þeirrar samkeppni. Það er ekki ólíklegt að þróunin að þessu sinni verði svipuð; að verð lækki verulega í upphafi en leiti síðan upp á við á ný. Aðstæður á markaði fyrir innan- landsflug eru að ýmsu leyti aðrar en á síðasta áratug. Með batnandi vega- kerfi veitir einkabíllinn fluginu harð- ari samkeppni. En jafnframt hafa hinar miklu stóriðju- og virkjana- framkvæmdir á Austurlandi stækkað markaðinn verulega og ekki aðeins margfaldað umferð á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða held- ur jafnframt fjölgað farþegum á Ak- ureyrarleiðinni. Það hvort markaður- inn ber harða samkeppni tveggja fyrirtækja fer sennilega að einhverju leyti eftir því hvort framhald verður á stóriðjuframkvæmdum, t.d. á Húsa- vík. Hugsanlegt er að Iceland Ex- press veðji á að það verði raunin. Ef það gengur ekki eftir mun markaður- inn hugsanlega dragast saman um skeið. Fyrir neytendur er að sjálfsögðu alltaf jákvætt að samkeppni aukist. Það er vonandi að í þetta sinn verði samkeppni í innanlandsflugi varan- legri en í síðasta verðstríði flug- félaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.