Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
TIL AÐ kynna mér betur stefnu
stjórnvalda í virkj-
anamálum sat ég
morgunverðarfund
Samtaka iðnaðarins.
Þar var yfirskriftin:
Náttúruvernd og nýt-
ing náttúruauðlinda.
Hver er stefna stjórn-
valda? Er hægt að
sætta sjónarmið um
nýtingu og verndun?
Jón Sigurðsson iðn-
aðarráðherra var þar
með framsögu. Því
miður fjallaði hann lít-
ið um stefnu rík-
isstjórnarinnar en
varði þess í stað mestum tíma í
bókagagnrýni. Jón sagði að sem fyrr
væri stefnan miðuð við ábyrgð, var-
úð, aðgát, virðingu og ráðdeild.
Þetta eru falleg orð en þau þarfnast
frekari úskýringa.
Ég varð þess vegna ánægð þegar
iðnaðarráðherra boðaði blaða-
mannafund vegna skýrslu auðlinda-
nefndar og kallaði hana farveg þjóð-
arsáttar. Nefndin átti
m.a. að marka framtíð-
arstefnu um auðlinda-
nýtingu og ég vonaði að
þar birtust fyrrnefndar
dyggðir í verki. En
vegna skýrslunnar
vakna ýmsar spurn-
ingar.
Fram kom í frétta-
tilkynningu að ekki yrði
farið í virkjanakosti á
næstu árum sem fengu
umsögn um umhverfis-
áhrif lakari en b, í fyrsta
hluta rammaáætlunar
um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma. Einnig er fyrirvari gerð-
ur við einhverja virkjanakosti sem
fengu b, eins og t.d. Skaftárveitu og
Brennisteinsfjöll.
Í rammaáætlun eru virkj-
anakostir metnir eftir umhverf-
isþáttum, heildarhagnaði og arðsemi
og þeim er gefið mat frá a til e í
hverjum þætti. Þrír faghópar mátu
umhverfisáhrif virkjunar. Hóparnir
fóru eftir mismunandi viðmiðum
sem voru t.d. útivistargildi, veiði og
hlunnindi. Einnig var farið eftir því
hvort landið væri auðugt eða fjöl-
breytt, með fágætar náttúru- og/eða
menningarminjar og hvort al-
þjóðlegri ábyrgð væri fylgt vegna
þeirra minja sem þar væri að finna.
Vísinda- eða rannsóknargildi svæð-
isins spilar einnig inn í og tekið var
tillit til sjónræns samspils og mik-
ilfengleika. Virkjanakostum var síð-
an raðað í a,b,c,d, eða e, flokk eftir
þessu mati.
Ég átta mig ekki á af hverju virkj-
anakostir eins og Skaftárveita,
Brennisteinsfjöll og Krafla-
Leirhnjúkur gátu fengið flokkunina
b, í umhverfisáhrifum. Nú er sem
betur fer búið að taka þessa kosti af
borðinu í bili og sagt að frekara mat
þurfi að fara fram á þessum svæðum
til að rannsóknarleyfi fáist og að
samþykki Alþingis þurfi að koma til.
Hvað um hina virkjanakostina
sem fengu a, eða b, í umhverfismati?
Innan b, flokks er t.d. Vill-
inganesvirkjun, en hún er virkjun í
jökulsám Skagafjarðar. Hrafna-
bjargarvirkjun fær einnig b, en þar
er Skjálfandafljót virkjað. Samtals
fá 28 virkjanakostir a eða b flokkun
en 15 lakara en b.
Ég vildi gjarnan vita hvort farið
verður í alla þessa virkjanakosti þ.e.
í a og b flokki, þarf frekara umhverf-
ismat eða er umhverfismatið sem
kemur fram í rammaáætlun nægi-
legt? Samanlögð orkugeta þeirra
virkjunarkosta sem lenda í a flokki
eru 11.239 GWst/ári. (Hægt er að sjá
flokkunina á bls. 65 í fyrsta áfanga
rammaáætlunar.) Ef virkjanakostir í
b flokki eru teknir með og umdeild-
ustu virkjanakostum haldið fyrir ut-
an (Brennisteinsfjöll, Skaftárveita
og Krafla-Leirhnjúkur) þá er sam-
anlögð orkugeta 14.883 GWst/ár. Er
stefnan sú að ný álver eða stækkanir
nýti þessa orku?
Þetta er gríðarleg orkugeta, sér-
staklega í ljósi þess að núverandi
raforkunotkun er um 10.000 GWst/
ár og verður enn meiri á næsta ári
með nýtingu frá Kárahnjúkavirkjun,
Lagarfossvirkjun og Hellisheið-
arvirkjun.
Mér sýnist að samkvæmt þessari
skýrslu eigi að tvöfalda orku-
framleiðsluna án þess að leita eftir
samþykki Alþingis eða þjóðarinnar.
Hvað með þau rannsóknarleyfi (12
vegna jarðvarma og 9 vegna vatns-
afls) sem nú eru til umsóknar hjá
ráðuneytinu,verða þau afturkölluð
og hver eru þau? Hver verða leyfð
og hver ekki? Ég tel að nefna þurfi
hvern og einn virkjanakost í þessu
samhengi svo að almenningur fái
upplýsingar um hvar sé verið að
rannsaka og í hvað verði farið næst.
Því spyr ég: Hvar er hægt að sjá
ábyrgð, varúð, skynsemi og virðingu
í orkunýtingu næstu ára?
Opið bréf til iðnaðarráðherra
Sólveig Hlín Kristjánsdóttir
skrifar um virkjanakosti »Mér sýnist að sam-kvæmt þessari
skýrslu eigi að tvöfalda
orkuframleiðsluna án
þess að leita eftir sam-
þykki Alþingis eða þjóð-
arinnar.
Sólveig Hlín
Kristjánsdóttir
Höfundur er sálfræðingur.
SVEITARSTJÓRN Skagafjarðar
samþykkti nýlega að setja tvo virkj-
anakosti í Jökulsám
Skagafjarðar inn á til-
lögu að aðalskipulagi.
Rök meirihlutans fyrir
þessari ákvörðun eru
þau að almenningi í
Skagafirði eigi að gef-
ast kostur á að kynna
sér möguleikana, taka
þátt í málefnalegri um-
ræðu og láta álit sitt í
ljós. Þessi ákvörðun
sveitarstjórnar hefur
valdið óróa, ekki aðeins
meðal Skagfirðinga
heima og heiman held-
ur meðal náttúruunn-
enda um land allt.
Sumir með,
aðrir á móti
Eðlilega eru skoð-
anir skiptar á svo stóru
máli en um eitt tel ég
víst að langflestir
heimamenn í Skaga-
firði séu sammála. Það
er að ekki komi til
greina að virkja Jök-
ulsárnar nema orkan
verði nýtt til atvinnu-
sköpunar í Skagafirði.
Ég fylli flokk þeirra
sem eru á móti virkjun
vegna náttúrufars
svæðisins auk þess
sem ég er mjög hrædd
um að virkjun hefði ófyrirsjáanlegar
afleiðingar fyrir lífríki Skagafjarðar.
Virkjun jökuláa hefur ekki aðeins
áhrif á öllu vatnasvæði þeirra heldur
einnig út í sjó þar sem framburður
þeirra berst ekki lengur til sjávar
heldur safnast fyrir í uppistöðulóni.
Afleiðingin er sú að strandlengjan
mun færast inn og í Skagafirði er
hætta á að sjór brjóti sér leið langt
inn eftir láglendinu. Hvaða íbúi
Skagafjarðar kannast ekki við flóðin
sem verða stundum í miklum leys-
ingum í Skagafirði? Flatlendið sem
veldur því að flóðin verða jafn um-
fangsmikil og raun ber
vitni gerir það einnig
að verkum að hætta á
sjávarflóðum verður
umtalsverð við breyt-
ingar á strandlengj-
unni auk þess sem
hækkandi yfirborð
sjávar, sem er spáð að
verði 20 cm á næstu 50
árum, eykur enn á
hættuna.
En ég skil þó og
virði sjónarmið þeirra
sem vilja nýta orku
Jökulánna heima í hér-
aði.
Skaðabótakrafa yf-
irvofandi
Ekkert bendir til
þess að þörf verði fyrir
þá orku í Skagafirði
sem af hugsanlegum
virkjunum fengist í
fyrirsjáanlegri fram-
tíð. Skagfirðingar
verða því að svara
þeirri spurningu fyrst
og fremst hvort eitt-
hvað sé í sjónmáli sem
mæli með að sú
áhætta sé tekin sem
fylgir því að setja
virkjunarkostina á
samþykkt að-
alskipulag. Því hér er
mikil áhætta á ferðinni fyrir þá sem
vilja halda yfirráðum yfir raforkunni
og virkjunarkostunum í höndum
okkar heimamanna. Skipulagsrétt-
urinn er langsterkasta vopn okkar í
því efni og það er komið úr okkar
höndum ef skipulagstillagan verður
samþykkt. Eina verkfærið sem
sveitarstjórn hefur eftir það er veit-
ing framkvæmdaleyfis og ef því er
hafnað þegar virkjanakostir eru
komnir á samþykkt skipulag kallar
sveitarstjórn yfir sig skaðabóta-
skyldu gagnvart þeim aðila sem hef-
ur yfir rannsóknarleyfi og fram-
kvæmdaleyfi að ráða. Rannsóknir
vegna Villinganesvirkjunar hafa
þegar farið fram og fyrir liggur um-
sókn um framkvæmdaleyfi. Sveitar-
félagið er því hugsanlega að skapa
sér skaðabótaskyldu ef af samþykkt
tillögunnar verður.
Orkan burt?
Stóriðjuver við Húsavík er á
teikniborðinu og þar vantar orku.
Mér er kunnugt um að í iðn-
aðarráðuneytinu hafa um nokkurt
skeið verið til teikningar af línu-
stæði frá raforkuveri í Skagafirði til
Húsavíkur. Skyldi það vera til-
viljun? Og hvers vegna ættu Skag-
firðingar að vera bláeygðir og hætta
á að orkan verði flutt í burtu frá
okkur? Og verum þess minnug að
rannsóknar og virkjunarleyfið er
ekki í höndum Skagfirðinga nema að
litlu leyti heldur í sameign Skagfirð-
inga og Rarik Og ætli Rarik sé ekki
sama hvar á landinu orkan væri
nýtt?
Gildistími aðalskipulags
Kjörtímabil núverandi sveit-
arstjórnar er 4 ár en aðalskipulag
gildir í 12 ár. Þótt þessi meirihluti
hafi ekkert nema gott eitt í hyggju
með tillögugerð sinni eru málin
komin úr þeirra höndum efir nokkur
ár ef tillaga um virkjunarkostina
verður samþykkt.
Það er tiltölulega lítið mál að
breyta aðalskipulagi ef sú staða
kemur upp að nauðsynlegt teljist að
virkja Jökulsárnar í framtíðinni. Ég
vona að til þess komi ekki heldur
byggjum við upp fjölbreytt atvinnu-
líf án þess að skaða náttúruperlur
okkar Skagfirðinga.
Verum varkárir, Skagfirðingar
Anna Kristín Gunnarsdóttir
skrifar um virkjanir í Skagafirði
»Ég fylli flokkþeirra sem
eru á móti virkj-
un vegna nátt-
úrufars svæð-
isins auk þess
sem ég er mjög
hrædd um að
virkjun hefði
ófyrirsjáanlegar
afleiðingar fyrir
lífríki Skaga-
fjarðar.
Anna Kristín Gunn-
arsdóttir
Höfundur er alþingismaður Samfylk-
ingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
MEÐ breytingu á barnalögum nú í
vor var loksins lögfest
sú meginregla að for-
eldrar skuli áfram fara
sameiginlega með
forsjá barna sinna eftir
samvistarslit. Hug-
myndin að baki sameig-
inlegri forsjár er skýr
og einföld. Þótt leiðir
foreldra skilji eiga þau
áfram að bera saman
ábyrgð á börnum sín-
um. Eðlilegt sé því að
báðir foreldrar hafi
með höndum forsjána.
Þurfa bæði að sam-
þykkja allar meiri hátt-
ar ákvarðanir er barnið
varða um persónuhagi
þess og fjármál.
Lagaákvæði um að
forsjá verði áfram sam-
eiginleg við samvist-
arslit eru mikilvægur
áfangi til að jafna stöðu
kynjanna. Þau knýja
foreldra til að horfast í
augu við að saman eiga
þau börnin og að skiln-
aður verður ekki milli
barna og foreldra.
Sameiginleg forsjá er að hluta bein
afleiðing þess að föðurhlutverkið hef-
ur breyst á síðustu árum. Feður eru
sífellt virkari í því hlutverki. Á því er
engin ein skýring heldur margar
samverkandi. Tvær eru þó mikilvæg-
astar. Feður vilja í vaxandi mæli
sinna börnum sínum og gera það, oft
á tíðum að fullu til jafns við móður.
Breytingar á lagaákvæðum um fæð-
ingarorlof feðra hafa stutt við þessa
þróun. Af þessu leiðir að fjárhagur
aftrar feðrum ekki lengur frá því að
taka fæðingarorlof. Það er hins vegar
umhugsunarefni að konur á almenn-
um vinnumarkaði náðu ekki hlutfalls-
launum í fæðingarorlofi fyrr en farið
var að huga að því að veita feðrum
þennan rétt. Þá var tal-
ið að fastar greiðslur, án
samhengis við laun,
væru ekki karlmönnum
bjóðandi, þótt konur
hefðu mátt sætta sig við
slíkt fyrirkomulag um
nærri tveggja áratuga
skeið.
Búið er að lögfesta
sameiginlega forsjá
sem meginreglu og er
það vel. Næsta skrefið
er að skýra nánar hvað
felst í sameiginlegri
forsjá og setja viðmið-
unarreglur um um-
gengni barns og for-
eldris sem það á ekki
lögheimili hjá. Slíkar
reglur myndu án efa
auðvelda samskipti for-
eldra með sameiginlega
forsjá um málefni
barna sinna. Í fram-
haldi af því þarf að
huga að fyrirkomulagi
meðlagsgreiðslna, ekki
síst í þeim tilvikum þar
sem foreldrar skipta
samvistum barna til jafns. Sömuleiðis
þarf að endurskoða ákvæði um lög-
heimili barna og gera mögulegt að
barn geti átt lögheimili hjá báðum
foreldrum sínum og báðir foreldrar
þar með notið ýmiss opinbers stuðn-
ings sem lögheimili barna fylgir.
Í málefnum barna og foreldra eru
þetta viðfangsefni næsta kjör-
tímabils.
Sameiginleg forsjá –
Mikilvæg meginregla
Dögg Pálsdóttir fjallar um sam-
eiginlega forsjá barna eftir
samvistarslit
Dögg
Pálsdóttir
Höfundur er hæstaréttarlögmaður og
býður sig fram í 4. sætið í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
» Lagaákvæðium að forsjá
verði áfram sam-
eiginleg við sam-
vistarslit eru
mikilvægur
áfangi til að
jafna stöðu
kynjanna.
MÉR barst á dögunum bréf frá
Ögmundi Jónassyni alþingismanni
undir því yfirskini að upplýsa ætti
mig um skipulagsbreytingar hjá
íþróttahúsi Snæfellsbæinga. Kom
þar fram að upplýsingaherferð þessi
væri kostuð af BSRB og væri því
send til flestra kjósenda í Snæ-
fellsbæ.
Umræddar skipulagsbreytingar
hjá bæjarfélaginu
gengu sem betur fer
farsællega fyrir sig og
er ekkert við þær að
athuga.
En umrætt bréf frá
þingmanni vinstri
grænna var hinsvegar
um margt athyglisvert.
Í fyrsta lagi er ein-
göngu um pólitískt
áróðursbréf að ræða.
Í öðru lagi reyndist
það ekki á færi leik-
manna að finna satt orð í bréfinu.
Í þriðja lagi var
óhróður og skítkast á
nafngreinda ein-
staklinga með þeim
hætti að siðaðir menn
létu slíkt aldrei frá sér
fara.
Í fjórða lagi langar
mig að vita hvort um
það hafi verið tekin lýð-
ræðisleg ákvörðun
hvort Ögmundur og
Vinstri grænir mættu
ganga eins og gæsir í
bygg í sjóði verkalýðsfélagsins og
fjármagna kosningabrölt sitt, eða
hvort þingmaðurinn hafi bara
gleymt því að Stalín er dauður og
stjórnarhættir hans aflagðir.
Ég teldi það vænlegra fyrir hátt-
virtan þingmann að slást frekar í
hóp annarra minnipokamanna sem
þjást af athyglisskorti, og láta vita af
því að sími hans hafi verið hleraður
um áratugaskeið eða bara ganga
niður Laugaveginn eins og Ómar og
Vigdís.
Að lokum vil ég biðjast undan slík-
um bréfaskriftum í framtíðinni.
Góðan daginn Íslendingar
Bjarni Einarsson skrifar um
bréf sem honum barst um
skipulagsbreytingar hjá
íþróttahúsi Snæfellsbæinga
» ...hvort Ögmundurog Vinstri grænir
mættu ganga eins og
gæsir í bygg í sjóði
verkalýðsfélagsins og
fjármagna kosninga-
brölt sitt...
Bjarni Einarsson
Höfundur er bóndi, Tröðum, Snæ-
fellsbæ.