Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 43 ✝ Úlfhildur Þor-steinsdóttir fæddist á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði 25. nóvember 1919. Hún andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli við Kleppsveg 7. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Valtýsdóttir, hús- freyja á Úlfsstöðum, f. 1. apríl 1876, d. 24. desember 1941, og Þorsteinn Jónsson, bóndi á Úlfstöðum í Loðmund- arfirði, f. 29. október 1871, d. 23. nóvember 1931. Systkini Úlfhildar voru: Knútur V. Þorsteinsson, f. árið 1907, d. 1996, Nanna Sigfríð Þor- steinsdóttir, f. árið 1908, d. 1994, Jón Cesil Þorsteinsson, f. árið 1909, d. 1961, og Valentína Þorsteins- dóttir, f. árið 1911, d. 1923. Úlfhildur kvæntist Pétri Krist- jáni Árnasyni múrarameistara 24. okt. 1953. Hann var fæddur 4. febr- úar 1919 á Áslaugarstöðum í Sel- árdal í Vopnafirði. Pétur andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. ágúst 1997. Foreldrar hans voru Árni Árnason bóndi á Breiðumýri, síðar á Áslaugarstöðum, f. 8. júní 1881, d. 7. júní 1968, og Hólmfríður Jó- hannsdóttir húsfreyja, f. 20. júní Berglind, f. 24.9. 1986. 6). Árni, f. 13.6. 1953 kvæntur Guðveigu Ein- arsdóttur, börn þeirra eru: Inga Hrönn, f. 18.5. 1974, og Pétur Kristján, f. 9.11. 1978. 7) Logi, f. 18.9. 1957, kvæntist Ernu Arn- ardóttur sem er látin, börn þeirra eru: Úlfar, f. 25.5. 1978, og Thelma, f. 8.7. 1983, einnig á Logi dótturina Perlu Lind, f. 28.6. 1993. Logi er kvæntur Sairung Nanghong. 8) Lýður, f. 28.3. 1960, kvæntur Krist- ínu Jóhönnu Hirst, börn þeirra eru: Árni Jóhann, f. 15.1. 1978, Guðrún Lilja, f. 20.5. 1982, og Viktoría, f. 19.2. 1988. Barnabarnabörn þeirra Úlfhildar og Péturs eru 19. Úlfhildur vann mestmegnis við að sauma sem ung kona, bæði fyrir austan og í Reykjavík. Hún lærði kjólasaum hjá frú Einöru Jóns- dóttur, kjólasaumameistara. Úlf- hildur kom heim að Úlfsstöðum á vorin og vann við bústörf á sumrin. Úlfhildur fluttist suður til Reykja- víkur árið 1945 og vann þá hin ýmsu störf, þó einna mest við iðn sína, saumaskap. Lengst af vann hún hjá Krisjáni í Últíma. Úlfhildur og Pétur kynntust vet- urinn 1950 og opinberuðu trúlofun sína það sama ár. Þau hófu sinn bú- skap á Grandavegi, síðan fluttust þau í Kópavoginn og árið 1955 byrjuðu þau að byggja á Bugðulæk 7 og var það heimili hennar til ársins 1998 er hún flutti í íbúð fyrir aldraða í Ból- staðarhlíð og var þar sjálfstætt bú- andi til ársins 2003 að hún flutti á Hjúkrunarheimilið Skjól. Útför Úlfhildar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1883, d. 16. mars 1970. Úlfhildur og Pétur eignuðust átta syni: Þeir eru: 1) Óm- ar, f. 25.8. 1946, kvæntist Margréti Austmann Jóhanns- dóttur sem er látin, dætur þeirra eru tví- burarnir Sigrún og Helena, f. 12.9. 1966. Síðar kvæntist Ómar Jónínu Bernód- usdóttur en þau skildu. Sonur þeirra er Ómar Pétur, f. 28.7. 1988, fósturbörn hans eru: Svava, f. 19.3. 1971, og Jón, f. 7.6. 1975. Ómar er kvæntur Soniu Pét- ursson. 2) Hlini, f. 8.5. 1949, kvænt- ur Önnu Lísu Blomsterberg, barn þeirra er: Davíð Þór, f. 22.2. 1970. 3) Guðmundur, f. 29.1. 1950, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur, börn þeirra eru: Magnús, f. 20.10. 1966, Ingólfur, f. 28.11. 1975, og Ragnar Már, 28.6. 1982. 4) Hólm- steinn, f. 24.2. 1951, kvæntur Hall- fríði Báru, barn hans af fyrra hjónabandi er Pétur, f. 31.5. 1978, einnig á hann dótturina Sigríði Ár- dísi, f. 27.12. 1972. 5) Ingibert, f. 19.3. 1952, d. 25.12. 1995, kvæntist Aðalheiði Þóru Sigurðardóttur, dætur þeirra eru: Hildur Björg, f. 29.9. 1975, Svala, f. 23.4. 1981, og Elsku amma mín. Ég sit í bíl á leið til Reykjavíkur þegar mér er tjáð að þú sért lögð af stað í langför. Áfanga- staðurinn er annar heimur þar sem tveir, af mörgum sólargeislum í lífi þínu, bíða þín. Ég vissi vel að þetta yrði þitt næsta skref, áður en ég steig um borð í flugvélina, en einhverra hluta vegna kom þetta mér á óvart. Enn í dag er brottför þín fjarlæg í huga mínum. Eitt get ég þó sagt þér, það er gott að heimsækja Dani. Þú býður kannski afa með þér við tækifæri. Við höfum afrekað ýmislegt saman um ævina en mestu prakkarastrikin gerðum við á okkar eldri árum. Þær eru ófáar bílferðirnar sem við fórum í banka, matvörubúðir og niður Laugaveg í þeim tilgangi að grípa jólaandann. Manstu samt hvað okkur þótti gaman að fara lengri leiðina heim og koma við í ísbúðinni? Mínar bestu stundir með þér eru þó þær þegar við sátum saman við stofuborðið í Bólstaðarhlíðinni og töl- uðum um heima og geima. Fyrir utan gluggann heyrðum við í börnum að leik á skólalóðinni. Ég mun aldrei gleyma því hvernig andlit þitt ljóm- aði þegar þú sást þau þjóta út á leik- völlinn og mátti sjá bros færast yfir varir þínar. Við þetta sama borð sátum við líka og skrifuðum á jólakort. Það að skrifa á kortin var vandasamt verk enda var sendandinn vönduð kona. Við þetta batnaði rithönd mín veru- lega og mun ég búa að því alla ævi. Fyrir það vil ég þakka þér kærlega. Ég vona að ferð þín hafi gengið vel og ég veit að þín var beðið með eft- irvæntingu. Þangað til næst. Þín Guðrún Lilja. Kæra amma. Þú hefur yfirgefið þinn þjáða líkama og farið á vit feðra þinna. Trúi því að afi og pabbi hafi tekið á móti þér með opnum faðmi og stóru brosi. Ég sé fyrir mér að það verður dansað mikið á himninum þegar þið hafið sameinast á ný. Sumarið líður. Sumarið líður. Það kólnar og kemur haust. Bylgjurnar byrja að ólga og brotna við naust. Af liminu fýkur laufið. Börnin breyta um svip. Fuglarnir kveðja. Í festar toga hin friðlausu skip... Ég lýt hinum mikla mætti. Það leiðir mig hulin hönd, og hafið, - og hafið kallar. - Það halda mér engin bönd. Ég er fuglinn sem flýgur, skipið, sem bylgjan ber. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. (Davíð Stefánsson) Þín Hildur Björg, Erlingur Snær, Ingibert Snær og Anna Salvör. Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum sterkum hlyni; hún lokaði augum hugarhrein með hvarm mót sólar skini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel, Í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það hlýja, holla þel, sem hverfur ekki úr minning. Með þessum orðum Einars Bene- diktssonar kveðjum við Úlfhildi Þor- steinsdóttur, elskulega föðursystur og mágkonu, eftir áralanga vináttu. Ljóð þetta lýsir vel persónustyrk, ættrækni og vinsemd Úlfhildar í garð okkar samferðamanna sinna. Hún naut sín best með fjölmennan hóp ættingja og vina í kringum sig og var ætíð kátt á hjalla í nærveru henn- ar. Sterk tengsl og vinátta voru á milli hennar og Knúts, bróður henn- ar, og má segja að daglegt samband hafi verið á milli heimila okkar í nærri hálfa öld. Hjónaband þeirra Úlfhildar og Péturs Kristjáns Árnasonar, sem lát- inn er fyrir nokkrum árum, var með eindæmum samheldið og gott. Alls ólu þau upp átta drengi af ráðdeild og umhyggju. Þau Úlfhildur og Pétur voru flestra manna hugljúfi og höfð- ingjar heim að sækja, enda var vina- hópurinn stór og þær voru margar stórveislurnar sem við sátum á Bugðulæk 7. Þar ríkti jafnan sönn gleði og veitt var af heilindum. Einn- ig höfðu þau Pétur og Úlfhildur gam- an af dansi og stunduðu reglulega gömlu dansana m.a. í Hreyfilshúsinu. Úlfhildur stjórnaði stóru heimili af mikilli röggsemi og dugnaði og höfð- um við oft á tilfinningunni að fleiri klukkustundir væru í sólarhring hennar en okkar hinna. Mikið var um að vera á heimilinu með átta fjöruga og lífsglaða drengi, vinahóp þeirra og frændsystkin sem alltaf var tekið opnum örmum. Á þessum árum var ekki mikið úrval af fatnaði og var Úlf- hildur dugleg við að sauma og prjóna á fjölskylduna. Saumaskapurinn lék í höndunum á henni enda lærð sauma- kona og starfaði m.a. í mörg ár í herrafataversluninni Últímu. Hún lærði einnig kjólasaum hjá frú Ein- öru Jónsdóttur þannig að betri und- irbúning var vart að fá. Þau systkin Úlfhildur og Knútur hugsuðu oft til heimahaganna og ræddu gamla daga í Loðmundarfirði. Greinilegt var að Austurland var þeim kært og að þau áttu margar góðar minningar þaðan. Við viljum að leiðarlokum þakka góðri vinkonu samfylgdina og óend- anlega umhyggju og elsku í okkar garð. Afkomendum hennar öllum sendum við samúðarkveðjur. Guð varðveiti minningu hennar. Oddný Sveinsdóttir, Ósa Knúts- dóttir, Jón Hagbarður Knútsson. Fyrstu minningar um Úlfhildi, móðursystur okkar, tengjast gleð- skap og aðdáun. Það var enginn kot- ungsbragur á henni þegar hún reið í hlaðið í hópi ungs fólks, á leið á skemmtun á Bakkagerði. Með reisn steig hún af baki uppáhalds reið- skjótanum sínum, Æsu. Ekki var fólkið fyrr komið í bæinn en Úlfhild- ur var sest við orgelið og upphófst söngur og dans. Aðdáunin jókst þeg- ar frænkan fór að ferðbúast á skemmtunina. Hún var alla tíð mjög metnaðarfull um útlit sitt og klæða- burð, og allar ætluðum við systur að líkjast henni, þegar við yrðum stórar. „Hún var hrókur alls fagnaðar og við vorum allir skotnir í henni,“ sagði jafnaldri hennar þegar hann heyrði um andlátið. Úr aðdáendahópnum valdi Úlfhildur sér lífsförunaut af austfirsku bergi brotinn, Pétur Kristján Árnason. Hún valdi rétt. Pétur var sannur öðlingur og sam- hent mynduðu þau glæsilegt heimili, sem bar vitni um smekkvísi beggja. Þangað var gott að koma. „Ég held við getum varla talist til Austfirðinga lengur,“ sagði Úlfhildur fyrir skömmu. „Við lifðum þrjá fjórðu hluta ævinnar hér í Reykjavík, hér leið okkur vel og ég hefði ekki viljað skipta.“ En uppvöxtur og ætterni svíkja ekki lit. Engum, sem sóttu heim þessi góðu hjón, duldist hvert rætur þeirra lágu og þótt tal Úlfhild- ar væri ávallt tæpitungulaust, var eins og mildi færðist í róminn þegar hún rifjaði upp bernsku sína og upp- vöxt á Úlfsstöðum. Þess vegna kveðj- um við hana með broti úr ljóði eftir nágranna og æskuvinkonu hennar Aðalbjörgu Zóphóníasardóttur. Loðmundarfjörður ljúfi liðin mörgu árin. Fyrr í skaut þér féllu fyrstu bernskutárin. Oft mig ennþá langar að una í dalnum heima og hlusta á málið milda, sem minningarnar geyma. Systurnar á Sólbakka. Úlfhildur Þorsteinsdóttir með pabba, sérstaklega um sauð- burðinn en þá var mikið að gera og margar ferðir farnar upp í Hlíð- arhús. Svo var það heyskapurinn á sumrin. Þegar ég lít yfir farinn veg man ég aðeins eftir einu skipti þar sem mér þótti við hann. Ég hafði beðið hann um frí frá heyskapnum til þess að fara upp í Hvanneyr- arskál með vinkonum mínum en hann svaraði því til, að í brakandi þurrkinum yrði heyskapurinn að ganga fyrir öllu öðru. Ég var fljót að fyrirgefa, enda var heyskapur- inn, þar sem hann sló allt með orfi og ljá, sumarvinna mín í æsku. Ein skýr æskuminningin er, þeg- ar ég og vinkona mín, þá líklega tíu ára gamlar, fengum að reka féð með honum vestur á Dali. Á heim- leiðinni beygði hann sig niður við stóran stein og þóttist taka súkku- laðistykki undan honum og sagði: „Stelpur, sjáið þið, huldufólkið hef- ur skilið eftir súkkulaði handa ykk- ur hérna.“ Þetta þótti okkur merki- legt, en svo fór ég að leggja saman tvo og tvo, þar sem þetta var Lindu súkkulaði, en það átti hann oft í pokahorninu. Ég sé hann fyrir mér koma „upp á tún“ með maltið og kremkexið á siglfirskum sólskins- degi. Þá var tekin hvíld frá hey- skapnum og sest niður í lautina góðu, þetta voru skemmtilegir tímar. Vinnusemi var honum í blóð borin og vinnugleði, sem hafði góð áhrif á alla í kring um hann. Drengirnir mínir voru svo gæfu- samir að fá að dvelja hjá foreldrum mínum á sumrin og taka þátt í leik og starfi og að því búa þeir. Virðing er orð sem kemur í huga minn þegar ég hugsa um pabba. Þegar hann kom heim í hádegismat úr vinnunni, reyndum við krakk- arnir alltaf að sitja stillt og prúð við matarborðið svo að hann gæti hlýtt á fréttirnar í útvarpinu, en af þeim mátti hann ekki missa. Oft var það erfitt, þar sem fjórir fjör- kálfar áttu í hlut, en af virðingu við hann gerðum við okkar besta. Árið 1984 ákváðu foreldrar mínir að flytja suður. Þau keyptu sér íbúð í Breiðholti þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili og þar var oft gestkvæmt enda vel tekið á móti öllum. Pabbi fór að sækja Fé- lagsmiðstöðina Gerðuberg heim, þar sem hann spilaði bridge í góð- um félagsskap. Meðan heilsa hans leyfði fór hann fótgangandi frá Eyjabakkanum í Gerðuberg og kom gjarnan við í sundlauginni á heimleiðinni og fékk sér sund- sprett, en hann var orðinn 73 ára þegar hann fór á námskeið og lærði að synda. Eftir að mamma féll frá árið 1992, sá pabbi um sig sjálfur til 86 ára aldurs, af stakri prýði, enda var hann mikið snyrtimenni, bæði í útliti og umgengni. Árið 2000 fór hann í hjartaskurðaðgerð, orðinn 83 ára gamall. Eftir að hann jafn- aði sig átti hann góðan tíma um sinn en svo fór að halla undan fæti og síðustu tvö árin hefur hann dvalið á Hjúkrunarheimilinu Sól- túni þar sem hann fékk góða umönnun og er ég þakklát því góða fólki sem annaðist hann þar. Elsku pabba þakka ég sam- veruna og alla þá væntumþykju sem hann ætíð sýndi mér og fjöl- skyldu minni. Blessuð sé minning hans. Þóranna Sigríður. Elsku afi, það kemur svo margt upp í hugann þegar við hugsum til þín. Þú varst aldrei gamall í okkar augum, því í minningunni leist þú ávallt stórglæsilega út og við hestaheilsu. Þú varst alltaf svo duglegur að hreyfa þig, fórst í morgunleikfimi með RÚV, syntir á daginn og þess á milli spilaðir þú bridge. Þú hafðir svo gaman af spilamennsku og því voru þau ófá skiptin sem við sátum með fulla skál af sælgæti og spiluðum ,,Manna“ eða tefldum. Þau voru þó mun færri skiptin sem við höfðum vinninginn. Við vorum langt frá því að svelta þann tíma sem við dvöldum hjá þér. Heimagerður harðfiskur, soð- inn fiskur, opal molar að ógleymd- um ís og ávöxtum í eftirrétt. Tóm- atar út á skyr var þó óneitanlega skondnasta matarvenjan þín. Þetta mataræði ásamt líkamsræktinni var líklega galdurinn á bakvið hversu stálhraustur og glæsilegur þú varst. Okkur er það minnisstætt þegar þú leyfðir Ingva að fara á ,,grá- sleppuveiðar“. Það þýddi að hann mátti sækja sér tíu hundrað-kalla í gluggakistuna í vinnuherberginu og þótti honum það ólýsanlega gaman. Þegar Siglufjörður berst í tal kynnum við okkur stolt sem barna- börn Jósa í fiskbúðinni og það hef- ur sjaldan gerst að fólk þekki ekki til þín. Afi þú varst stórglæsilegur og yndislegur maður sem skilur eftir sig skemmtilegan karakter og dýrmætar minningar í okkar huga. Elsku afi, það var ógleymanlegt að fá að eiga með þér tíma á þínum síðustu ævidögum. Þrátt fyrir að það hafi verið ofsalega sárt að kveðja vitum við að ósk þín hefur nú ræst og þú færð að hvíla með Möggu ömmu. Þín barnabörn, Helga Elísa, Margrét Silja og Ingvi Aron. Elsku afi. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann. Á hverju sumri var farið á Sigló til ömmu og afa. Á hverjum degi elt- um við Elvar frændi afa niður í fiskbúð og þar gátum við hangið yf- ir þér, og þú, elsku afi, varst alltaf svo þolinmóður við okkur krakk- ana, fékkst okkur til að þvo Mosk- vitzinn og bóna hann fyrir þig. Og það stóð ekki á okkur með það, því allt vildum við gera fyrir þig. Svo launaðir þú okkur með ís og vorum við alsæl með það. Það vildu nú líka allir fara á rúntinn með þér, og þú tókst öllu með brosi á vör, þegar við frænd- systkinin slógumst um að fara með þér í bíl. Þú fluttir svo í Eyjabakkann á efri árum. Alltaf þegar maður fór til mömmu, hitti maður þig. Þú hafðir svo gaman af að fylgjast með sveitalífinu og ég gleymi því aldrei, þegar við komum suður að kaupa Land Roverinn. Þú fylgdist með af fullum áhuga og sagðir við okkur, þegar við komum til þín á Land Rovernum, að nú værum við komin á rétta sveitabílinn. Þetta þótti þér góð kaup. Elsku afi, ég kveð þig með sökn- uði og vil þakka þér fyrir öll árin. Kveðja. Hrönn á Brimnesi. Í dag verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju Jósafat Sigurðs- son vinur minn til margra ára. Fyrstu kynni mín af Jósa, eins og hann var alltaf kallaður, voru fyrir 50 árum þegar ég sem unglingur byrjaði að vinna hjá honum í Fisk- búð Siglufjarðar sem hann rak lengi með eftirminnilegum sóma. Í það sinn vann ég aðeins í nokkra mánuði hjá honum en 20 árum síð- ar byrjaði ég aftur í Fiskbúðinni og þá hjá þeim félögum Jósa og Bödda sem ráku búðina þá saman, en ég hef verið þar síðan. Jósafat var sterkur persónuleiki, duglegur, ósérhlífinn og heiðarleg- ur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Það er margs að minnast eftir langa og góða vináttu og ég get ekki látið hjá líða að minnast á allar ferðirnar sem við áttum sam- an í Skagafjörðinn en það færðist alltaf mikil gleði og ánægja yfir Jósa þegar þangað var komið enda gegnheill Skagfirðingur. Mér eru líka minnisstæðar allar ánægju- stundirnar sem ég átti í eldhúsinu á Suðurgötunni heima hjá þeim hjónum Möggu og Jósa sem voru höfðingjar heim að sækja. Um leið og ég enda þessi orð mín vil ég þakka Jósa innilega fyrir þá samfylgd sem við höfum átt, hún var ógleymanleg og uppbyggjandi ungum manni á þeim tíma er við kynntumst. Kveð ég hann hinsta sinni og bið honum Guðsblessunar. Ég og eig- inkona mín sendum ástvinum Jósa innilegar samúðarkveðjur. Eysteinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.