Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 36
Gunnlaug Hart- mannsdóttir og Soffía Einarsdóttir fjalla um náms- og starfsráðgjöf í til- efni dagsins ,,SVO lengi lærir sem lifir“ segir gamalt máltæki sem sjaldan eða aldrei hefur verið meira viðeigandi held- ur en í nútímaþjóð- félagi. Tímarnir hafa breyst og það sem áður þóttu góð og gild við- mið í námi og starfi eru gjörbreytt. Í dag þykir til að mynda sjálfsagt að fólk skipti um starf nokkrum sinnum á starfsferlinum í stað þess að mennta sig eins og áður var til ákveð- ins starfs sem það vann síðan við alla sína starfsævi. Menntun einstaklings í sitt fyrsta starf er því gjarnan grunnur sem byggt er ofan á og mik- ilvægt í síbreytilegu samfélagi að halda sér stöðugt við með sí- og end- urmenntun. Ákvörðun um nám og starf er ein sú mikilvægasta sem einstaklingur tekur á lífsleiðinni. Í flóknu nútíma- samfélagi þar sem ný störf og nýjar leiðir í námi verða stöðugt til getur hins vegar verið erfitt að átta sig á öllum þeim valkostum sem eru í boði. Möguleikarnir eru nær óþrjótandi og það sem helst takmarkar val ein- staklinga er skortur á upplýsingum. Til að fólk sé vel upplýst um þau tækifæri sem bjóðast er mikilvægt að sem flestir hafi aðgang að faglegri ráðgjöf því vel ígrundað náms- og starfsval eykur líkur á betri afköst- um í námi og starfi og farsæld í lífinu almennt. Námsflokkar Reykjavíkur hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að sinna fullorðinsfræðslu og í félagslegri menntastefnu borgarinnar kemur m.a. fram að: ,,… Reykjavíkurborg veitir þeim íbúum sem standa höllum fæti annað tækifæri til náms með það fyrir augum að auka lífsgæði þeirra.“ Til að koma til móts við breytta tíma réðu Námsflokkar Reykjavíkur til sín tvo náms- og starfsráðgjafa í árs- byrjun 2006 og hafa þeir í samstarfi við Þjónustumiðstöðvar borgarinnar boðið íbúum Reykjavíkurborgar upp á viðtal hjá náms- og starfsráðgjöfum á þjónustumiðstöðvunum. Náms- og starfsráðgjafar eru sér- fræðingar í öllu sem lýtur að námi og störfum og leggja áherslu á: Náms- og starfsráðgjöf »Einstaklingar semvilja kanna mögu- leika sína á námi og starfi eða hefja nám að nýju geta þannig leitað til náms- og starfs- ráðgjafa til að fá ráðgjöf Soffía Einarsdóttir Höfundar eru náms- og starfsráðgjafar hjá Náms- flokkum Reykjavíkur. Gunnlaug Hartmannsdóttir  Að veita ráðgjöf og upplýsingar um nám og störf.  Að veita ráðgjöf og upplýsingar við náms- og starfsval.  Að aðstoða einstaklinga við að kanna áhuga þeirra, væntingar og hæfileika sem styrkt geta stöðu þeirra í námi, leik og starfi.  Að efla frumkvæði og sjálfstæði einstaklinga við ákvarðanatöku og finna þær aðferðir og úrræði sem henta hverjum og einum best. Einstaklingar sem vilja kanna möguleika sína á námi og starfi eða hefja nám að nýju geta þannig leitað til náms- og starfsráðgjafa til að fá ráðgjöf til dæmis um náms- og starfsval, upplýsingar um nám og störf, kennslu í námstækni, fara í áhugasviðsgreiningu og fá aðstoð við gerð ferilskrár. 20. október er dagur náms- og starfsráðgjafar á Íslandi og af því til- efni verður opið hús hjá náms- og starfsráðgjöfum Námsflokka Reykjavíkur að Þönglabakka 4 (sama hús og skiptistöð strætó, 2. hæð) frá klukkan 10.00 til 12.00. Hvetjum við sem flesta til að koma og kynna sér starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og ræða við náms- og starfsráðgjafa. 36 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AUSTFIRÐINGAR eins og aðr- ir í dreifbýlinu hafa alltaf búið við sveiflukennt atvinnulíf. Síldveiðar, skuttogara og fleira. Og nú raf- magn og ál. Á milli í lægðunum hefur oft hangið á horriminni. Það er bara í Reykjavík og nágrenni sem uppgangur og velmegun virðast sjálfsagður hlutur. Aldrei kreppa, aldrei lægð. Og nú er svo komið að umtals- verður partur af íbú- um suðvesturhornsins heldur að allt sé sjálfgefið. Að labba Laugaveginn, já vel á minnst ekki upp, ekki á brattann, heldur niður Laugaveginn sé æðsti tilgangur lífs- ins. Allt annað komi af sjálfu sér Nú um stundir er uppgangur á Austur- landi. Gróandi mann- líf og bjartsýni. En það þarf að hafa fyrir hlutunum. Byggð- irnar stækka og efl- ast. Skólar, leik- skólar, gatnagerð, íbúðarhúsnæði, sundlaugar, íþróttahús og hvers konar atvinnu- starfsemi er að rísa og komast í gang. Allt er þetta hægt vegna þess að verið er að reisa álver og raforkuver með tilheyrandi útbún- aði hér austanlands. En sumt folk sem lifir í draumalandi er á móti þessu og labbar Laugaveginn til að bjarga landinu og heiminum. Það þarf töluverðan búnað til að framleiða ál og sömuleiðis þarf að útbúa lón, stöðuvatn ofan við Kárahnjúka til að gera raf- orkuframleiðslu hagkvæma. Fal- legt fjallavatn mun myndast í stað gróðurvana auðna. Vatnið mun þekja örlítið brot af hálendi lands- ins. En Kárahnjúkar, Kárahnjúkar. Laugavegslabbitúrsfólkið er komið í ham. Auðvitað hefur sumt af þessu fólki komið að Kárahnjúkum og á svæðið sem fer undir Hálslón. Flestir aldrei og fáir þekkja svæð- ið vel og þá að stærstum parti vegna framkvæmdanna á svæðinu. Í þessu sambandi dettur mér oft í hug Siggi heitinn Nobb. Hann hafði siglt um öll heimsins höf og var frásagnaglaður sögumaður. Hann var spurður: „Siggi hefur þú komið til Madrid?“ „Nei, vinur, ég hef aldrei komið til Ma- drid en ég hef siglt þar framhjá“. Já, það má mikið vera ef mörgum finnst hann ekki vera að sigla framhjá Kárahnjúkum þegar lullað er niður hallann í Bak- arabrekkunni. Óafturkræft og milljónir óborinna Íslendinga Ýmsir sjálfskipaðir landsstjórar drauma- landsins tala um óaft- urkræfar fram- kvæmdir og að milljónir óborinna Ís- lendinga séu ekki spurðar álits. Göngupöpullinn gleypir þetta hrátt og gjammar með. Hvílík hundalógík. Óaft- urkræfar aðgerðir eða aðgerð- arleysi eru daglegt brauð nánast. Og eðli málsins samkvæmt eru milljónir óborinna Íslendinga aldr- ei spurðar álits. Hvað með það að heilu landsvæðin eru teppalögð með innfluttum trjágróðri, t.d. Fljótsdalshérað. Forljótt lerkið mun þekja margfalt flatarmál Hálslóns með tilheyrandi breyt- ingum á lífríkinu. Gróður og fugla- líf, fleira og fleira mun breytast, óafturkræft. Að ekki sé nú talað um sjónmengunina sem af þessu hlýst. Ég er sammála Helga Sæ- mundssyni sem sagði eitthvað á þá leið að trjárækt í vöngum fjallkon- unnar væri sem skegghýjungur á andliti fagurrar konu. Það er pólitísk ákvörðun að ákveða hvort erlendum ríkisborg- urum sé leyft að flytja til landsins án takmarkana,. Eða hvort stjórn- völd setji skorður, meiri eða minni, á flæði útlendinga til landsins. Al- veg sama hvaða ákvörðun er tekin í þessum efnum hún hefur alltaf óafturkræf áhrif og varðar vissu- lega óbornar kynslóðir. Jón og Gunna sem fæðast eftir svo sem eina eða tvær aldir munu verða til marks um það. Tungan, menn- ingin, fjölmargt sem máli skiptir og er ákveðið í dag eða á morgun hefur óafturkræf víðtæk áhrif. Það er alltaf verið að taka ákvarðanir sem, sem betur fer, hafa óaft- urkræf áhrif. Annars væri stöðn- un. Milljónir óborinna Íslendinga Milljónir óborinna Íslendinga eru ekki spurðar álits. Þetta er í besta falli barnaskapur, í versta falli ómerkilegur blekkingaáróður. Oft fer þetta reyndar saman. Ein- hver blaðamaður sem ég man nú ekki lengur hvort heitir Ali, Jón eða Róbert hefur náð mjög langt í bullinu, væmninni og blekking- aráróðrinum. Nú ætlar þessi snill- ingur að bjarga þjóðinni frá fram- tíðarvoða með því að komast á lista hjá Samfylkingunni. Verði þeim að góðu. Nei, gott fólk, gleðjumst yfir þessum uppgangi, þessari grósku sem gerir okkur betur kleift að takast á við mögru árin. Þau koma óhjákvæmilega hér í dreifbýlinu. Látum geðshræringar og tilfinn- ingasemi ekki ráða ferðinni einar og sér. Við viljum viðhalda góðum lífskjörum. Við verðum að byggja upp öflugt atvinnulíf. Ég læt svo fylgja með vísu sem mér sýnist að gæti orðið góð til söngs fyrir ákveðinn hóp fólks. Það þarf víst ekki að taka fram að þessi húsgangur er hvorki eftir Einar Benediktsson né Hannes Hafstein. Heimtaðu allt af öðrum Engu skaltu nenna Ef þú gerir aldrei neitt er ekkert þér að kenna. Gróandi mannlíf á Austurlandi Magni Kristjánsson fjallar um Kárahnjúka og mannlíf á Austurlandi Magni Kristjánsson »Nei, vinur,ég hef aldri komið til Madrid en ég hef siglt þar framhjá. Höfundur er Norðfirðingur og vonandi tilvonandi forfaðir fjölda óborinna Íslendinga. ALLIR hafa einhverja skoðun á pólitík, allt frá því að vita allt í það að vita ekkert og svo allt þar á milli. Þegar ég var ungur vissi ég allt um pólitík. Nú hef ég bara skoðun og það angrar mig ekki vit- und þótt aðrir séu mér ósammála. En af því að ég hef gaman af því að velta fyrir mér veðrabrigðum ís- lenskra stjórnmála þessa fáu mánuði fram að kosningum ætla ég að upplýsa skoðun mína og lýsa stöðunni eins og ég sé hana fyrir mér. Sjálfstæðisflokkurinn naut þess að lúta forystu afburðastjórnmála- manns, Davíðs Oddssonar, sem kom inn í landspólitíkina með gott veganesti og reynslu sem borg- arstjóri. Sveitarstjórnarpólitíkin hefur reynst haldgott veganesti fyrir verðandi ráðherra. Ég fæ ekki betur séð en að formanns- skiptin í Sjálfstæðisflokknum hafi tekist giftusamlega þar sem Geir Haarde er, enda maðurinn ein- staklega viðfeldinn og traustvekj- andi. Styrkur Sjálfstæðisflokksins liggur í því að flokkurinn hefur á að skipa stórum hópi stjórnmálamanna með haldgóða reynslu af sveitarstjórn- armálum auk þess sem flokkurinn hefur verið áhrifamikill í landsstjórninni þar sem ungir og hressir þingmenn hafa fengið að spreyta sig. Lang- varandi stjórnarand- staða hlýtur að vera lýjandi fyrir starfs- glaða einstaklinga. Það kom meðal ann- ars fram í orðum Guðmundar Árna Stefánssonar, sem nýlega lét af þingmennsku, og einnig í orðum Margrétar S. Björnsdóttur, stjórn- sýslukonu og kraftmikils liðs- manns Samfylkingarinnar. Örlög Framsóknarflokksins á síðari árum hafa verið hvort tveggja í senn, glæsileg og þján- ingarfull. Framsóknarflokkurinn hefur níu líf eins og kötturinn. Hann er miðjuflokkur sem leitar til beggja hliða og hefur því lent í klemmu. Undir forystu Halldórs Ásgrímssonar tókst óvenju- samstillt og árangursríkt stjórn- arsamstarf með Sjálfstæð- isflokknum. Á hinn bóginn hafa Framsóknarflokkurinn og formað- urinn fyrrverandi mátt sitja undir stanslausu aðkasti frá stjórnarand- stöðunni fyrir að hafa kosið að vinna til hægri en ekki til vinstri. Hinn nýi formaður, Jón Sigurðs- son, er óskrifað blað sem flokks- leiðtogi. Hann fer vel af stað, en hvernig honum tekst að leiða kosningabaráttuna í vor er erfitt um að spá. Styrkur Framsókn- arflokksins liggur í því að hann hefur sýnt mikla ábyrgð í stjórn- arstarfi og þessi fámenni þing- flokkur hefur notið þeirrar reynslu sem stjórnarþátttakan veitir. Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti sameinuðust og úr því varð Samfylkingin. Þetta var mikið sögulegt afrek. Samfylkingin er sterkur flokkur sem hefur á að skipa úrvalsliði, ekki síst úr hópi kvenna, og það án þess að þurfa að hrópa hátt eftir kvótaskiptingu milli kynja, sem ég tel niðurlægj- andi fyrir konur. Eftir öllum sólarmerkjum hefði ríkisstjórnarmeirihluti Davíðs Oddssonar átt að falla í síðustu al- þingiskosningum. Það gerðist ekki, aðallega vegna þess mikla trausts sem Davíð Oddsson naut meðal kjósenda og sem foringi til að leiða stjórnarsamstarfið. Davíð var stjórnmálaforingi númer eitt í síð- ustu alþingiskosningum. En Ingi- björg Sólrún var líka stjórnmála- foringi númer eitt. Það sem kom í veg fyrir sigur var viðvarandi sundrung vinstri manna. Það gef- ur augaleið að ef Steingrímur Sig- fússon og Ögmundur Jónasson hefðu skipað sér í raðir Samfylk- ingarmanna hefði Samfylkingin unnið stórsigur í síðustu alþing- iskosningum, jafnvel fengið hrein- an meirihluta. Vinstri grænir er samfélag fólks sem lætur best að mótmæla. Þeir eru pólitískir mótmælendur, dæmigerð endurvakning Samein- ingarflokks alþýðu – Sósíal- istaflokksins, sem var og hét með- an Sovétríkin voru við lýði og Kalda stríðið setti svip á mann- lífið. Ég tel að Vinstri grænir hafi síst minni möguleika á að komast í stjórn en aðrir. Fyrir Sjálfstæð- isflokkinn væru Vinstri grænir kjörnir samstarfsaðilar, þó ekki væri til annars en að koma í veg fyrir að flokkurinn gengi inn í Samfylkinguna. Á hinn bóginn er ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fari að leita í þá átt á meðan góð samstaða er um stjórnarstefnu með Framsóknarflokknum. Að því er varðar Frjálslynda flokkinn tel ég flest benda til að tími hans sé liðinn. Eitthvað mikið þarf að gerast til þess að flokk- urinn komi manni á þing. Eins og málin standa í dag sé ég engar vísbendingar um nýja vinstri stjórn. Allt bendir til áframhald- andi stjórnarsamstarfs undir for- ystu Geirs Haarde í samvinnu við Jón Sigurðsson. Pólitík er undarleg tík Bragi Jósepsson fjallar um horfur í stjórnmálum » Langvarandistjórnarandstaða hlýtur að vera lýjandi. Bragi Jósepsson Höfundur er rithöfundur og fv. pró- fessor. Sagt var: Þá voru gestir eitt þúsund fleiri. RÉTT VÆRI: Þá voru gestir einu þúsundi fleiri. Gætum tungunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.