Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 39
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
GREIN okkar um frístundamið-
stöðvar fyrir fötluð grunn-
skólabörn sem birtist nýlega í
Morgunblaðinu hefur orðið tilefni
nokkurrar umræðu í dagblöðum
landsins. Fram hefur komið að al-
varlegur vandi steðjar að fjöl-
skyldum fatlaðra barna og allir eru
sammála um að málið verði að
leysa hið fyrsta.
Viðbrögð stjórnvalda, bæði rík-
isins og sveitarfélaga, minna hins
vegar því miður á bókmenntir sem
þorri íslensku þjóðarinnar las á ár-
um áður og gerir kannski enn,
söguna um litlu gulu hænuna. Sag-
an sú fjallar um litlu gulu hænuna
sem bakaði brauð. Enginn vildi að-
stoða hana við baksturinn en þeg-
ar brauðið var tilbúið vildu allir
borða það með henni. Umræðan
um frístundamiðstöðvarnar minnir
á þessa ágætu sögu, það vilja allir
að þjónustan sé veitt en það vill
bara enginn borga kostnaðinn.
Það er ótrúverðugt að heyra
sveitarfélög tala um fjölskyldu-
stefnu, mannréttindi og jafnrétt-
ismál þegar þessi ágætu málefni
eiga við um allar fjölskyldur nema
fjölskyldur fatlaðra barna. Fjöl-
skyldur fötluðu barnanna eru engu
að síður íbúar bæjarfélaganna,
borga sínar álögur og kjósa sér
bæjar- og borgarfulltrúa. Þær eiga
bara ekki aðgang að velferð-
arstefnunum.
Það er ótrúverðugt þegar
fulltrúar ríkisvaldsins geta ekki
komist að samkomulagi um kostn-
aðarskiptingu við
sveitarfélögin.
Langur tími hefur
gefist í slíkar reik-
nikúnstir og nægi-
leg gögn fyrirliggj-
andi um verkefnið.
Þjóð sem þykist
geta miðlað málum í
öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna ætti
að geta komist að
einföldu sam-
komulagi við sveit-
arfélög landsins um
þetta verkefni.
Kostnaðurinn ætti heldur ekki að
vera einni ríkustu þjóð heimsins
fjötur um fót.
Þetta ótrúlega viljaleysi ríkis og
sveitarfélaga til að komast að sam-
komulagi er íslensku þjóðinni
óskiljanlegt. Virðingarleysið sem
skín í gegn gagnvart fötluðum
börnum og fjölskyldum þeirra sær-
ir hinn almenna borgara og er
stjórnvöldum til lítils sóma.
Enn og aftur skorum við á rík-
isstjórn og sveitarfélög landsins að
leysa þetta mál hið fyrsta og láta
ekki spyrjast um sig að svona ein-
falt verkefni sé yfirvöldum ofraun.
Litla gula hænan
Gerður Aagot Árnadóttir og
Friðrik Sigurðsson skrifa um
félagslegan aðbúnað fatlaðra
barna
Gerður Aagot
Árnadóttir
Gerður Aagot er formaður og Friðrik
er framkvæmdastjóri Landssamtak-
anna Þroskahjálpar.
Friðrik
Sigurðsson
» Þjóð sem þykist getamiðlað málum í ör-
yggisráði Sameinuðu
þjóðanna ætti að geta
komist að einföldu sam-
komulagi við sveit-
arfélög landsins um
þetta verkefni.
FRÉTTIR af meintu ofbeldi ís-
lenskra stjórnmálamanna í garð
fólks í landinu eru
tíðar. Þó flest af slík-
um fréttum sé af
þeim toga að stjórn-
málamennirnir hafi
trassað eða ekki haft
getu eða skilning á að
koma upp, auka eða
viðhalda einhverjum
af þeim nauðsynlegu
opinberu þjón-
ustuþáttum sem fólk-
inu er nauðsynlegt
svo sem sjúkrahúsum
og elliheimilum ofl.
þá er það miður
þannig að fleiru skolar á land.
Laugardaginn 23. sept. kom við-
tal í Blaðinu við Baldur Þórhallson
prófessor sem rakti viðskipti sín
við íslenska stórnmálamenn og
bar þeim ekki vel söguna. Þeir
hefðu hótað sér auk þess sem
hann vissi að fjölmiðlafólk og
fræðimenn hefðu fengið skeyta-
sendingar frá stjórnmálamönnum
og að þeir reyni að níða niður
fræðimenn ef þeir lendi í orða-
skaki við þá á opinberum vett-
vangi. Baldur lýsir samskiptum
sínum við einn ráðherra í rík-
isstjórn Íslands sem hrópaði á eft-
ir honum í lok samtals: „Passaðu
þig! Passaðu þig! Passaðu þig!“.
Hann segist safna bréfum og
sendingum frá þessum stjórn-
málamönnum sem sendi honum
tölvupósta og þessháttar.
Daginn eftir, sunnudaginn 24.
september, kom hið viðamikla
blað: Íslands Þúsund Ár, blað Óm-
ars Ragnarssonar um stöðvun
eyðileggingu á náttúru landins
eins og hann kallar framkvæmdir
við Kárahnúkavirkjun. Þar lýsir
Ómar talsvert samskiptum sínum
við stjórnmálamenn sem höfðu
sett ofaní við hann og sagt honum
að vera þægum en orðið „þægur“
hafi alveg sérstaka þýðingu í sam-
félaginu. Ómar reyndi að ná tali af
kunnáttufólki og háskólamönnum
varðandi þessar virkjanir en upp-
lifði áberandi viðmælendafæð. Há-
skólamenn sögðust hafa léleg laun
og að þeir lifðu fjárhagslega og
faglega á að fá úthlutað verk-
efnum og óttuðust að ef þeir yrðu
ekki „þægir“ mundu þeir smá
saman verða kæfðir fjárhagslega
og faglega. Menn væru hér heima
„teknir úr sambandi“ líkt og í
Austur Þýskalandi forðum hafði
Ómar eftir aðilum kunnugum líf-
inu austan járntjalds.
Aðferðirnar hér væru
keimlíkar. Bæði
„sjálfstæðir“ vís-
indamenn og vinir
þeirra í fyrirtækjum
sem þeir unnu hjá
ættu allt undir verk-
efnum sem valdhaf-
arnir skömmtuðu
þeim.
Ómari hefur verið
hótað af mönnum í
„innsta hring“ að ef
hann hætti ekki þess-
ari fréttamennsku og
yrði „þægur“ þá yrði hann stopp-
aður af. Ómar var jafnframt látinn
vita það í trúnaðarsamtölum að
hann mundi hafa verra af ef hann
hætti ekki við myndina „Á meðan
land byggist“ og að óvinveittir
menn væru að brugga launráð
gegn honum. Það er af nógu að
taka hjá Ómari Ragnarssyni sem
ákvað að lífið væri of stutt til að
vera „þægur“.
Ómar Ragnarsson telur að eina
skiptið á fjögurra ára fresti og þar
sem ekki er andað ofaní hálsmálið
á okkur kjósendum eitt andartak
eru um fjórar sekúndur, rétt á
meðan við erum að greiða atkvæði
í alþingiskosningum þar sem við
erum að framselja vald okkar til
alþingismanna.
Miðað við lýsingar Ómars Ragn-
arssonar og Baldurs Þórhallsson
þá virðist sem margir íslenskir
stjórnmálamenn reki erindi sín og
viðhaldi valdi sínu með svo miklu
ofbeldi og hræsni að engin leið er
að leggja trúnað á nokkurn skap-
aðan hlut sem þeir leggja á borð
fyrir þjóðina.
Margir hafa haldið því fram að
Davíð Oddsson hafi verið einn af
þeim sterku mönnum sem hafi
verið algerlega í sérflokki hvað
varðar áreiðanleika. Ómar Ragn-
arsson vitnar hinsvegar í sjón-
varpsviðtal þar sem Davíð gerði
sig að algerum bjána í umræðum
um umhverfismálin sem undir-
strikar að mjög fáir ef nokkrir af
okkar þingmönnum eru einhvers
trausts verðir.
Í blaði Ómars er vitnað í fræg
einkunnarorð Bjarna Benedikts-
sonar fyrrverandi forsætisráð-
herra sem voru „Gjör rétt – þol ei
órétt“ sem fæli í sér grundvöll
lýðræðisins auk þess sem hann
vitnar einnig í fræg einkunnarorð
Hermanns Jónassonar fyrrverandi
forstætisráðherra sem hóf ræður
sínar með: „Þau eru verst hin
þöglu svik að þegja við öllu
röngu“. Á þessum grundvelli er
Ómar Ragnarsson nú að taka slag-
inn á nýjum og gömlum for-
sendum sem hann telur vera
grundvallar trúnað við land og
þjóð en það er nokkuð sem við
sjáum mjög sjaldan eða aldrei í
fari okkar ágætu ráðamanna.
Óheiðarleikinn og slagurinn um að
skara eld að eigin köku er svo
harður að allt annað hverfur í
skuggann.
Fyrir nokkrum dögum kom síð-
an frétt að einn af kosningasmöl-
um, handrukkari og bitlingaþegi,
maður sem ekki virðist hafa unnið
við annað lengi en að sinna flokks-
málum og málamyndaembættum
sem flokkurinn hefur úthlutað eða
gaukað að honum, ætlaði að ger-
ast kjölfestufjárfestir í einu af
stærstu fyrirtækjum landsins. Það
sést þá árangurinn af hinum póli-
tíska slag og um hvað pólitíkin er
að berjast ef bitlingaþegar geta
upp úr þurru allt í einu litið upp
úr flokksstarfinu með einhverja
milljarða milli handanna. Varla er
neitt annað fé milli handanna á
þessu fólki en opinbert fé.
Var Kárahnúkavirjun nokkun
tíma annað en peningaþvotta-
maskína til að búa til 100 milljarða
framkvæmdaveltu þar sem flokks-
gæðingar gátu verið milliliðir og
sérfræðingar? Tuttuguprósent
milliliðaþóknun er jú um tuttugu
milljarðar og duga til að kaupa
stórfyrirtæki. Enn einn snilld-
arleikur ráðamanna í eigin þágu.
Þau eru verst hin þöglu svik
Sigurður Sigurðsson
skrifar um framtak
Ómars Ragnarssoanr
»… er Ómar Ragn-arsson nú að taka
slaginn á nýjum og
gömlum forsendum sem
hann telur vera grund-
vallar trúnað við land og
þjóð …
Sigurður Sigurðsson
Höfurndur er verkfræðingur.
Í GÆR ætlaði sjö ára sonur minn
að stíga það stóra skref að labba í
fyrsta sinn einn heim frá vini sín-
um. Stórt skref segi ég vegna þess
að við búum í miðbænum þar sem
umferð er mikil og maður er
smeykur við að senda börnin ein út.
Göturnar hér í grennd eru þröngar
en eigi að síður keyra furðu margir
eins og á hraðbrautum og lítið fólk
getur lent í mikilli hættu þegar
óþroskaðir ökumenn blússa um
þessar þröngu götur. Eigi að síður
taldi ég óhætt í þetta sinn að dreng-
urinn gæti loks komið gangandi
einn heim.
Nema hvað, þegar ég var að
koma frá því að skutla honum til
vinarins og var á leið yfir Amt-
mannsstíginn (einmitt eina þeirra
gatna sem hann mundi svo sjálfur
ganga einn heim nokkru seinna), þá
beygir efst inn á götuna BMW bíll
með miklum látum og gerir sig
strax líklegan til að æða niður göt-
una á mjög mikilli ferð. Hann eykur
sífellt ferðina svo ég steig í veg fyr-
ir hann í von um að hann hægði
ferðina og áttaði sig á að hann væri
á ofsahraða í íbúðahverfi þar sem
hámarkshraði er 30 kílómetrar á
klukkustund. Bílstjóranum fannst
greinilega argasta ósvífni að ég
skyldi reyna að hindra hraðakstur
hans, jók enn ferðina, svo vældi í
dekkjunum og sveigði framhjá mér
á síðustu stundu. Ég er ekki sér-
fræðingur í að mæla hraða á bílum
en efast um að hann hafi verið á
minna en 80 kílómetra hraða.
Ég var með tusku í hendinni og
sló henni í átt til bílsins. Snerti
hann! Jiminn almáttugur! Bíllinn
snarstoppaði með ýlfri í bremsum
og hvítum reyk á miðjum Amt-
mannsstígnum (sem gefur til kynna
á hve mikilli ferð hann fór), og
bakkaði svo hratt í áttina til mín.
Það átti greinilega að veita mér
ráðningu fyrir að hafa vogað mér að
anda á þennan merkilega bíl. Svo
snarstoppaði hann við hliðina á mér,
bílstjórinn opnaði hurðina og byrj-
aði að garga eitthvað með þjósti. Ég
hrópaði bara á móti: „Veistu að það
búa börn hérna við götuna!“
Þá var hugrekki bílstjórans þorr-
ið, hann skellti aftur hurðinni hjá
sér og spólaði svo niður allan Amt-
mannsstíginn aftur – ennþá hraðar
en áður. Rétt náði beygjunni inn á
Lækjargötu.
Og ég hlaut að hugsa með mér:
Hvað hefði gerst ef litli strákurinn
minn hefði verið á leið yfir Amt-
mannsstíginn þegar þessi ökufantur
átti leið um? Honum hefur verið
kennt að passa sig en sjö ára börn
geta illa metið fjarlægðir og hraða,
og ég veit ekki hvort hann hefði
getað metið þessar aðstæður rétt.
Og lætin í bílnum, skransið og ýlfr-
ið, voru slík að drengurinn hefði vel
getað panikerað og gert einhverja
vitleysu.
Númerið á þessum bíl er VY 501.
Það má geta þess að vitni voru að
þessu öllu saman svo ekki tjóar bíl-
stjóranum að þræta fyrir hegðun
sína. Ég ætla hér með góðfúslega
að biðja þennan bílstjóra – og aðra
– að haga sér ekki svona framar,
hvorki í mínu íbúðarhverfi né öðr-
um. Þegar ég skrifa þetta er ég enn
ekki búinn að ákveða hvort ég læt
son minn ganga heim frá vini sín-
um.
ILLUGI JÖKULSSON,
rithöfundur.
Til bílstjórans á VY-501
Frá Illuga Jökulssyni:
HINN 18. september 2006 ákvað
ég að fara að vanda mig sér-
staklega í umferðinni. Það er ekki
svo að ég hafi ekki reynt það hing-
að til. Ég átti leið á Selfoss frá
Hveragerði milli kl. 8 og 9. Það
reyndist auðvelt að halda sig á 90
km hraða á austurleið, vegna þess
að rétt áður en ég fór út á þjóðveg
nr. 1, renndi flutningabíll með
tengivagn framhjá. Á eftir honum
var bíll sem hélt sig á sama hraða,
þ.e. 90 km á klukkustund. Ég og
þessi bílstjóri héldum okkur á lög-
legum hraða og fylgdum flutn-
ingabílnum. Þegar ég var kominn
austur undir Kögunarhól var ein-
hver lögbrjótur búinn að draga mig
uppi og honum lá svo mikið á að
komast í bilið milli mín og næsta
bíls að hann tók fram úr mér yfir
heildregna línu.
Á heimleiðinni (um tíuleytið) er
ég ekki frá því að ég hafi farið upp
í 80 á kaflanum þar sem aðeins má
keyra á 70, en það var vegna þess
að einhver vitleysingur var alveg í
afturstuðaranum hjá mér, svo að
ég varð hræddur. Þegar mátti auka
hraðann í níutíu tókst mér að losna
við hann með því að detta í hundr-
aðið. Ég sá auðvitað að mér og
lækkaði hraðann í 90 km á klst. og
hélt þeim hraða þar til ég hægði á
mér til að taka beygjuna inn í
Hveragerði. Á leiðinni fór fram úr
mér blár jeppi, sem ekki er í frá-
sögur færandi, nema vegna þess að
hann fór fram úr yfir heildregna
línu.
Það fyrsta sem ég gerði, þegar
ég kom heim var að skrá mig á
stopp.us.is og ég skora á alla, sem
hafa bílpróf, að gera slíkt hið sama
og sérstaklega þessa þrjá, sem
nefndir eru til sögunnar, þótt ég
viti auðvitað ekki hvort þeir hafi
bílpróf.
Ég ek dökkgrænum Subaru Leg-
acy GL Model 1996, ef það skyldi
rifja eitthvað upp fyrir fyrr-
nefndum þremur.
ÞÓRHALLUR
HRÓÐMARSSON,
Bjarkarheiði 19, Hveragerði.
Saga úr umferðinni
Frá Þórhalli Hróðmarssyni:
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
BLIKKÁS –
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík