Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Íslenskir kjósendur sitjafæstir heima þegar kemurað þingkosningum hér álandi. Kosningaþátttaka eryfirleitt mjög góð og með því mesta sem gerist meðal vest- rænna þjóða, alltaf um og yfir 85%. Allir virðast hafa skoðanir á hvernig eigi að stjórna þjóðfélag- inu og eru sannfærðir um gildi þess að nýta kosningarétt sinn. Kosningaþátttaka kvenna var 88,3% árið 2003 en kosningaþátt- taka karla var 87,2%. Og flestir taka afstöðu og kjósa milli manna og málefna, en rölta ekkert á kjörstað til að skila auðu, sem getur þó verið afstaða í sjálfu sér. Þetta er afskaplega gott og kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hljóta að fagna því alveg sér- staklega að fá svo ótvírætt um- boð til starfa. Ég nenni nú ekki að tíunda sérstaklega misvægi at- kvæða, sem er auðvitað ljótur blettur á kerfinu, enda hlýtur sá dagur að renna fyrr en síðar að sá blettur verði afmáður. Ég velti því oft fyrir mér hvort Íslendingar séu upp til hópa jafn- sannfærðir í pólitíkinni og kosn- ingaþátttakan gefur til kynna. Geta allir kvittað sáttir og glaðir upp á stefnu þess flokks sem þeir gefa að lokum atkvæði sitt? Satt best að segja held ég að svo sé ekki, enda er drjúgur hópur allt- af óákveðinn fram á síðasta dag, ef marka má skoðanakannanir. Og er kannski enn að velta því fyrir sér við hvaða listabókstaf eigi að setja krossinn um leið og gengið er inn í kjörklefann. Í þessum hópi leynast því áreið- anlega fjölmargir, sem eru líkir pólitíska viðundrinu mér. Ég á, og hef alltaf átt, af- skaplega bágt með að kvitta upp á stefnu eins flokks í öllum mál- um. Ýmislegt er kannski skyn- samlegt og gott, en svo er annað sem mér finnst alveg út í hött. Hins vegar get ég verið al- gjörlega sannfærð í einstaka mál- um og ég styð líka ýmsa stjórn- málamenn til góðra verka. Þeir eru bara alls ekkert allir í sama flokki. Raunar eru mínir uppá- halds stjórnmálamenn úti um allt. Nema í Framsóknarflokkn- um. Innan Sjálfstæðisflokksins þekki ég margan ágætan stjórn- málamanninn, sem ég treysti vel. Sumir eru gamlir samstarfsmenn mínir af Morgunblaðinu. Þar má nefna hæglætismanninn Birgi Ármannsson þingmann og borg- arfulltrúann Kjartan Magnússon. Dálítið gamaldags pólitíkusar miðað við aldur, en á þann hátt sem mér finnst þægilegur, enda ekkert sérlega módern sjálf. Einu sinni var Ásdís Halla Bragadóttir blaðamaður á við- skiptablaði Moggans og okkur er enn ágætlega til vina. Hún hefði alveg mátt halda áfram í pólitík- inni mín vegna. Þórunn Sveinbjarnardóttir vann líka hérna um tíma og ég treysti henni hreint ágætlega. Hún er í Samfylkingunni og oft ósammála vinum mínum úr Sjálf- stæðisflokknum. Sem ég er stundum sammála og stundum alls ekki. Konan mín hefur sótt stíft í fé- lagsskap hægri manna, en þá veilu hefur hún borið í sér lengi. Í gegnum hana hef ég kynnst bernskuvinkonu hennar Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og borg- arfulltrúunum Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Og fengið af þeim aðra mynd og betri en ég hafði. Þær eru í hópi þess fólks sem ég treysti ágætlega. En það er í mér einhver vinstri strengur sem kemur í veg fyrir að ég geti verið þeim sammála um alla hluti. Aðrir stjórnmálamenn eru margir bráðskarpir og skemmti- legir. Guðrún Ögmundsdóttir er uppáhaldskomminn minn síðan nafna hennar Helgadóttir var og hét. Æ, hér opinbera ég enn og aftur hve illa mér gengur að fóta mig í pólitísku landslagi. Það má víst ekki tala um komma lengur. Vona að Guðrúnarnar fyrirgefi mér það. Össur Skarphéðinsson er öllum mönnum skemmtilegri og ég hef afskaplega mikla samúð með því að kjafturinn á honum geti stundum komið honum á hálan ís. Þannig er það alltaf með skemmtilegasta fólkið. Ekki má gleyma Steingrími J. Sigfússyni. Hann er svo sannfær- andi pólitíkus að stundum horfir það til hreinna vandræða fyrir pólitísk viðundur. Ég hef staðið mig að því að slökkva hreinlega á sjónvarpinu þegar hann er að rökræða hlutina. Það er nefnilega í mér einhver hægri strengur sem kemur í veg fyrir að ég vilji láta sannfærast. Ég get auðvitað hallað mér að Margréti Sverrisdóttur í pólitík- inni. Hún nýtur þess umfram alla hina pólitíkusa sem nú eru á sjónarsviðinu að ég get treyst henni fyrir lífi mínu. Það er lík- lega ekki „jöfn samkeppn- isstaða“, enda er hún stóra systir mín, en mér stendur nú slétt á sama um það. Nú fara að skella á prófkjörin og forvalið og uppstillingarnar og allir virðast hafa óskaplega skýr- ar skoðanir á öllu. Ég hef skoð- anir á mörgu, til hægri hér og vinstri þar og oft er ég alsæl um miðbikið. Ef einhver rissaði upp pólitíkina mína yrði útkoman áreiðanlega svipuð því að Heiðar Ástvaldsson rissaði upp sporin í enskum valsi. Fram, hliðar, vinstri, hliðar, aftur, hliðar, hægri, hliðar og svo aftur og aft- ur umhverfis miðjuna. Ef flokkarnir lenda einhvern tímann í vandræðum með að ná saman listum ættu þeir að leita til mín. Ég myndi taka allt það fólk, sem hér hefur verið nefnt og raða því skipulega og fallega á listann, í afskaplega unaðslegri sátt og samlyndi. Þarna myndu þau sitja hlið við hlið, stutt- buxnadrengurinn og sósíalistinn, forstjórinn og frjálslyndi, ráð- herrann og röksnillingurinn, komminn og kjaftaskurinn og einbeita sér að því að starfa sam- an, mér til heilla og þjóðinni allri. Pólitíska viðundrið »Ef einhver rissaði upp pólitíkina mína yrði út-koman áreiðanlega svipuð því að Heiðar Ást- valdsson rissaði upp sporin í enskum valsi. Fram, hliðar, vinstri, hliðar, aftur, hliðar, hægri, hliðar og svo aftur og aftur umhverfis miðjuna. rsv@mbl.is VIÐHORF Ragnhildur Sverrisdóttir Í DAG, 20. október er alþjóð- legur beinverndardagur. Bein- vernd, sem er félag áhugafólks um beinþynningu jafnt leikra sem lærðra, heldur upp á daginn ásamt 179 beinvernd- arfélögum innan al- þjóða beinvernd- arsamtakanna IOF í yfir 80 löndum. Þema dagsins að þessu sinni er hlutverk fæðu og næringar í myndun og viðhaldi sterkra beina undir yfirskriftinni Beinlínis hollt! Það vill svo skemmtilega til að alþjóðlegur dag- ur matreiðslumanna er einnig 20. október og af því tilefni hafa þessi samtök snúið bökum saman á al- þjóðavísu. Beinvernd og klúbbur meistarakokka vinna saman að þrí- þættu verkefni í tilefni dagsins sem felst í heimsóknum í nokkra grunn- skóla þar sem matur er eldaður á staðnum. Meistarakokkur í fullum skrúða mun ræða við nemendur og starfsfólk og skólunum verður gefin nýr fræðslubæklingur frá Bein- vernd. Auk þess munu 30 veitinga- hús og 30 mötuneyti bjóða upp á beinlínis hollan rétt dagsins þennan dag. Beinvernd gefur út tvö fréttabréf á ári, hið fyrra á vormánuðum en hið seinna í tengslum við alþjóð- legan beinverndardag og er efni þess seinna helgað yfirskrift dags- ins. Beinvernd hefur að þessu sinni einnig gefið út nýjan fræðslubækl- ing Fjárfestu í beinum – Beinlínis hollt: hlut- verk fæðu og næringar í myndun og viðhaldi sterkra beina. Höf- undur er Bess Daw- son-Huges, sem er læknir og í vís- indaráðgjafanefnd al- þjóða beinvernd- arsamtakanna IOF. Anna Pálsdóttir líf- eindafræðingur og stjórnarmaður í Bein- vernd þýddi bækling- inn. Í honum er að finna gagnreyndar upplýsingar um næringu og bein. Höfundur segir í formála að „heilsusamleg og næringarrík fæða er ein helsta undirstaða sterkra og heilbrigðra beina alla ævina. Góð næring í æsku hjálpar að sjálfsögu til við að hámarka myndun bein- massa og minnka um leið hættu á beinþynningu seinna á ævinni“. Taka ber fram að næringin ein og sér kemur hvorki í veg fyrir bein- þynningu né læknar hana en er ein beinvænsta leiðin hvað lífshætti varðar. Hér koma nokkur lyk- ilatriði: Tryggja þarf nægjanlega neyslu kalks á öllum aldursskeiðum. Kalkríkustu fæðutegundirnar á markaðnum eru; mjólkurvörur, kalkbætt tofu, og sumir grænir garðávextir. Nægt D-vítamín fæst með því að vera úti í sól og í fæðu auk þess er Lýsi D-vítamínríkt. Hafa nóg af ávöxtum og græn- meti á borðum. Forðast skal ofneyslu áfengis og reykingar eru eitur í beinum Reglubundin líkamsþjálfun er einnig mikilvæg til að viðhalda beinþéttni. Að lokum vil ég gera orð Bess Dawson-Huges að mínum er hún segir: „fæða er ekki bara eldsneyti líkamans heldur eykur hún líka lífs- gleði, með öllum sínum bragðteg- undum, mýkt í munni, útliti og ilmi og gleðinni við að njóta hennar með fjölskyldu og vinum“. Beinlínis hollt Halldóra Björnsdóttir skrifar í tilefni af alþjóðlegum beinverndardegi » Þema dagsins aðþessu sinni er hlutverk fæðu og nær- ingar í myndun og viðhaldi sterkra beina undir yfirskriftinni Beinlínis hollt! Halldóra Björnsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Bein- verndar. ÞAÐ hlaut að koma að því að Ís- lendingar hæfu hvalveiðar að nýju í atvinnuskyni. Þriðjudaginn 17. október var teningnum kastað. Ég fór upp í ræðustól Al- þingis og spurði sjáv- arútvegsráðherra hvernig stæði á því að Hvalur 9 hefði lagt frá bryggju fyrr um morguninn. Ráð- herrann svaraði því til að ríkisstjórnin hefði samþykkt atvinnu- veiðar á langreyði og hrefnu við Ísland. Nokkrum dögum fyrr hafði ég óskað eftir utandagskrár- umræðu við Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra um framtíð hvalveiða við Ísland. Ástæðan var sú að augljóst var að eitthvað stóð til. Hvalur 9 hefur verið að vakna til lífsins, og vinna hefur farið fram við hvalstöðina í Hvalfirði. Fálmkennd viðbrögð á þingi Auðvitað eru viðbrögð við þess- ari ákvörðun. Það mátti búast við því. Hér er þó ekki verið að gera annað en að fara eftir þingsálykt- unartillögu um að hefja hvalveiðar sem samþykkt var af Alþingi fyrir um sjö árum síðan. Engum sem á annað borð fylgist með bryggjulífi í Reykjavík og fréttum í fjölmiðlum, gat dulist að undirbúningur fyrir þetta er búinn að vera í fullum gangi í fleiri vikur. Það er í raun undrunarefni að eng- inn þeirra þingmanna Samfylk- ingar og Vinstri grænna sem hafa tjáð sig með gagnrýnum hætti um þessa ákvörðun í þingsal, skuli hafa tekið málið upp til umræðu á Alþingi frá því það kom saman í upphafi mánaðar. Hinir sömu þingmenn hafa einn- ig haft sjö ár til að leggja fram þingsályktunartillögu til þess að fá Alþingi til að fella úr gildi eldri þingsályktun frá 1999 um að fela ríkisstjórninni að gefa grænt ljós á veiðar. Ekkert af þessu hefur gerst. Síðan er það yfirlýsingin sem breski sendiherrann sendi frá sér samdægurs og rétt áður en til- kynnt var um ákvörðunina á Al- þingi á þriðjudag. Það er alveg makalaust að sendiherra erlends ríkis skuli skipta sér af innan- landsmálum hér með slíkum hætti. Ekki höfum við Íslendingar skipt okkur af breskum málefnum til þessa, enda kunnum við mannasiði í sam- skiptum við erlendar þjóðir. Á fréttavef BBC rak ég svo augun í það sama dag og til- kynnt var um atvinnu- veiðar, að Árni Finns- son formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands virðist gera sitt „besta“ til að reyna að espa alþjóða- samfélagið upp gegn okkur Íslend- ingum. Þarna segir: „We are surprised and dis- appointed,“ said Arni Finnsson from the Iceland Nature Con- servation Association (Inca). „There is no market for this meat in Iceland, there is no possibility to export it to Japan; the govern- ment appears to have listened to fishermen who are blaming whales for eating all the fish. This dec- ision is giving the finger to the int- ernational community.“ Það er alveg með ólíkindum að lesa þessi ummæli. Við Íslendingar höfum tekið þátt í störfum innan Alþjóða hvalveiðiráðsins og Norð- ur- Atlantshafs-sjávarspen- dýraráðsins (NAMMCO). Við höf- um algerlega farið að alþjóðalögum í hvalamálum. Eng- inn vafi er á því að það ógnar hvergi hvalastofnum þó við tökum nokkur dýr. Árni fullyrðir að eng- inn markaður sé fyrir hvalaafurðir hér á landi og erlendis. Þó hefur hrefnukjötið runnið út í allt sumar. Enginn hefur látið reyna á útflutn- ing enda veiðar einungis stundaðar í vísindaskyni og allar hvalaafurðir farið á innanlandsmarkað. Einnig leyfir Árni sér að halda því fram að með því að hefja nú veiðar séu Íslendingar að sýna al- þjóðasamfélaginu helberan dóna- skap, sýna því fingurinn. Af tillits- semi við lesendur læt ég hjá líða að greina frá því hvað slíkar merkjasendingar þýða. En hér fer formaður samtaka sem segja á heimasíðu sinni (www.natt- uruverndarsamtok.is) að „mál- efnaleg barátta skili árangri“. Sveiattan, segi ég. Til hamingju Ísland Sú staðreynd að fyrstu skrefin hafa nú verið stigin til að atvinnu- hvalveiðar hefjist hér við land er mjög góð tíðindi. Ég gef í sjálfu sér lítið fyrir röksemdir um að hvalirnir séu að éta okkur út á gaddinn. Veiðar okkar á hrefnu og langreyði verða seint svo miklar að þær hafi afgerandi áhrif til þess að takmarka áhrif hvalastofna í lífrík- inu. Þetta mál snýst um rétt okkar sem sjálfstæð þjóð til að stjórna sjálf ábyrgri nýtingu á okkar nátt- úruauðlindum. Við eigum ekki að láta einhverja erlenda þrýstihópa segja okkur fyrir verkum í þessum efnum. Undanfarin misseri höfum ítrekað orðið vör við tilhneigingu til þess að útlend þrýstiöfl vilji stjórna því hvernig við högum okk- ar málum hér á landi, ekki síst með tilliti til fiskveiða. Við getum rætt og deilt um það hér innanlands hvernig þessi nýt- ing fer fram. Við getum gert mis- tök í þeim efnum og er mislukkað fiskveiðistjórnunarkerfi eitt skýr- asta dæmið um það. En hin ófrá- víkjanlega grundvallarregla á að vera að ákvarðanir um nýtingu náttúruauðlinda og aðferðir við hana eru og verða alfarið í höndum okkar Íslendinga. Þannig snúast hvalveiðarnar um sjálfsákvörð- unarrétt okkar sem þjóðar. Þenn- an rétt megum við aldrei láta af hendi. Gerum við það, þá erum við ekki lengur sjálfstæð þjóð. Til hamingju, Ísland. Loksins, loksins! Magnús Þór Hafsteinsson skrifar um hvalveiðar » Þannig snúast hvalveiðarnar um sjálfsákvörðunarrétt okkar sem þjóðar. Þennan rétt megum við aldrei láta af hendi. Magnús Þór Hafsteinsson Höfundur er alþingismaður og vara- formaður Frjálslynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.