Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Tryggvi GunnarBlöndal fæddist í Stykkishólmi 3. júlí 1914. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi, föstudag- inn 13. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Blöndal hreppstjóri, oddviti og settur sýslumað- ur í Stykkishólmi, f. í Hvammi í Vatns- dal, og Guðný Björnsdóttir, f. á Reynikeldu á Skarðsströnd. Hálf- systkini Tryggva samfeðra voru Arndís Sigríður, Þórhallur, Ingi- björg, Benedikt Gísli, Margrét Sigríður, Þórður Runeberg, Ragn- heiður, Guðfinna Jónína og Elín Sigríður. Alsystkini Tryggva voru Margrétar eru: 1) Benedikt, f. 1939, kvæntur Rögnu Hallvarð- sdóttur Blöndal, börn þeirra eru Margrét, maður hennar er Morten Westfelt, þau eiga tvö börn; Hall- fríður Guðrún, maður hennar er Sigurður K. Sigurðsson, þau eiga þrjú börn; og Katrín, maður henn- ar er Þorgeir Magnússon, þau eiga þrjú börn. 2) Stúlka, f. 1941, dó í fæðingu. 3). Sigurður Garðar, f. 1944, kvæntur Irmu Blöndal, synir þeirra eru Tryggvi Hannes, kona hans er Kristín Ársælsdóttir og eiga þau þrjú börn; og Kristján. 4) Margrét Þóra, f. 1949, gift Sig- urjóni Finnssyni. Börn þeirra eru Helga Hermína, maður hennar er Gunnlaugur Jónsson, þau eiga tvö börn; Finnur Tryggvi, kona hans er Þóra Björk Bjarnadóttir og eiga þau eina dóttur; og Ása Mar- grét, unnusti hennar er Fabio Quaradeghini. Tryggvi lauk námi frá Alþýðu- skólanum á Eiðum árið 1932. Hann lauk farmannsprófi frá Stýrimannaskólanum árið 1939 og gerðist þá stýrimaður á skipum Skipaútgerðar ríkisins, m.a. á varðbátnum Óðni, strand- ferðaskipinu Súðinni og síðan á Skjaldbreið. Hann var fastráðinn skipstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins árið 1952 og var þá skipstjóri m.a. á Skjaldbreið, Þyrli, Herjólfi og strandferðaskipinu Esju. Hann leit einnig eftir smíði nýju Heklu og Esju á Akureyri á árunum 1970 – 1971 og var skipstjóri á báðum skipunum í byrjun. Tryggvi lauk skipstjóraferli sínum á nýju Esju árið 1979, 65 ára gamall, þegar hann fór á eftirlaun. Tryggvi var virkur í Frímúrarareglunni á yngri árum og hann var einnig sæmdur heiðursmerki Sjó- mannadagsráðs, fyrir langt og gifturíkt ævistarf. Tryggvi var mikill skógræktarmaður og var hann frumkvöðull að skógrækt við Ölfusvatn í Grafningi þar sem hann átti sumarhús. Útför Tryggva Blöndal verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hulda Líney og Ragnar Magnús, sem er einn á lífi af systk- inahópnum. Tryggvi ólst upp frá unga aldri hjá bróður sín- um Benedikt Blöndal og konu hans Sig- rúnu Pálsdóttur Blöndal, fyrst á Eið- um en síðar á Hall- ormsstað. Uppeld- isbróðir Tryggva er Sigurður Blöndal, fyrrum skógrækt- arstjóri. Tryggvi kvæntist hinn 1. júlí 1939 Margréti Á. Sigurðardóttur. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- urður Þorsteinsson skipstjóri og útgerðarmaður á Steinum á Bráð- ræðisholti og Gróa Þórðardóttir frá Oddgeirsbæ. Börn Tryggva og Föstudaginn 13. okt. sl. lést kær tengdafaðir minn eftir stutta sjúk- dómslegu, hann var kominn á nítug- asta og þriðja árið og hafði lifað langa og viðburðaríka ævi. Það er samt alltaf erfitt að skilja við sína nánustu og upp í huga minn koma mörg minningabrot enda höfðu sam- skipti okkar varað í yfir 39 ár. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég í fyrsta sinn leit hann tengdaföður minn augum. Atvikin höguðu því þannig að ég hafði ekki hitt Tryggva þrátt fyrir að ég væri trúlofaður einkadóttur hans, því á þeim tíma var Tryggvi mikið til sjós og í þau skipti sem hann kom í land var hann þotinn út úr bænum austur að Ölfusvatni í Grafningi þar sem hann og Margrét tengdamóðir mín áttu sælureit. En svo náði ég tak- markinu, þ.e. að hitta þennan tilvon- andi tengdaföður minn, þegar ég eitt skiptið mætti niður á höfn um það leyti sem Esjan sem hann var skip- stjóri á, lagðist að bryggju. Ég stóð þarna fyrir neðan landganginn og horfði upp eftir honum á þennan al- varlega mann sem horfði rannsak- andi augum á drengstaulann sem fikraði sig upp landganginn í áttina til hans. Mér fannst Tryggvi vera svo ógn- ar stór og mikill og ekki laust við að ég væri hálfsmeykur við hann. Hann tók mér líka frekar fálega en það átti nú eftir að breytast í áranna rás, því fyrir innan hrjúft yfirborðið sló hlýtt og viðkvæmt hjarta. Þessi mikli öðl- ings maður átti eftir að reynast mér og fjölskyldu minni vel allar götur síðan. Hann var nefnilega ekki há- vaxinn hann Tryggvi en stór engu að síður og í augum mínum mikið helj- armenni sem hafði lifað tímana tvenna. Hann missti ungur báða for- eldra sína og ólst því að mestu upp hjá Benedikt bróður sínum og konu hans Sigrúnu, fyrst á Eiðum þar sem þau hjón voru kennarar en síðar á Hallormsstað, en Sigrún var skóla- stýra kvennaskólans þar. Einnig bjó Tryggvi um tíma hjá Ásmundi sem síðar varð biskup og konu hans Steinunni sem þá bjuggu einnig á Eiðum og minntist hann þeirra og barna þeirra ávallt með mikilli hlýju. Hann var mjög listfengur og hafði unun af því að teikna en örlögin ætl- uðu honum annað en að þroskast á þeirri braut. Tryggvi fór ungur til sjós, enda veikur bæði fyrir sjónum og öllum bátum. Hann var einungis 15 ára gamall þegar hann fór fyrst á bát vorið 1930. Um haustið sótti hann skólann á Eiðum en vorið eftir hefst hans eiginlega siglingasaga þegar hann ræður sig sem léttmatrós á norskt skip sem hét Inger Elísabet og var um 2000 tonn að stærð. Sigldi skipið m.a. á milli Svalbarða, Noregs og Íslands með kol, hey og matvæli. Á þessu skipi upplifði Tryggvi mörg ævintýri og erfiðar siglingar bæði í ís og stórviðrum. Engu að síður fannst honum hann verða að ljúka skóla- göngu sinni á Eiðum og það gerði hann vorið 1932. Áfram togaði útþrá- in í hann og nú hélt hann til Noregs þar sem hann réð sig á annað norskt skip sem hét Bro frá Haugasundi. Á því skipi sigldi hann m.a. til Portú- gals og Spánar. Heim til Íslands kom Tryggvi vorið 1934 eftir ævintýra- lega útivist og einhvern tímann um haustið ræður hann sig á Súðina sem þá var bæði í strandsiglingum og ut- anlandssiglingum. Þarna voru örlög hans endanlega ráðin en hann varð fastráðinn skipstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins árið 1952. Í millitíðinni hafði Tryggvi þá lokið námi í Stýrimanna- skólanum, eða um vorið 1939, og ver- ið afleysingaskipstjóri hjá Skipaút- gerðinni frá árinu 1948. Hann stjórnaði flaggskipum Skipaútgerðar ríkisins af röggsemi í yfir 40 ár og var vel látinn af undirmönnum sínum svo og þeim fjölmörgu einstaklingum sem hann kynntist á strandferðum sínum um landið. Í einkalífinu var hann einnig gæfu- maður, hann kynntist ungri skip- stjóradóttur úr Reykjavík, Margréti Sigurðardóttur þegar hann var enn við nám í Stýrimannaskólanum, en Margrét hafði þá afráðið að fara í skemmtisiglingu til Akraness með vinkonum sínum á Súðinni þar sem Tryggvi var þá áhafnarmeðlimur. Þau Tryggvi og Margrét gengu í hjónaband árið 1939. Heimili þeirra var rómað fyrir gestrisni og glæsi- leika enda var tengdamóðir mín Mar- grét, mikil húsmóðir og flink kona sem allt lék í höndunum á. Þau Margrét og Tryggvi voru samhent um margt, bæði elskuðu þau allan gróður og undu sér langar stundir við ræktun bæði við hús sitt svo og sumarbústað sem stóð við Ölf- usvatn í Grafningi. Þar ræktuðu þau tré, runna og annan gróður í tæp 40 ár og áttu þar einnig góðar stundir saman. Þau hjónin voru frumkvöðlar að ræktun á þessu svæði. Við fjöl- skyldan minnumst margra dásam- legara samverustunda á þessum fal- lega stað þar sem Margrét eldaði ofan í allt liðið og Tryggvi naut sín best fjarri skarkala borgarinnar. Hann þreyttist aldrei á að dásama sveitina og var aldrei kátari en þegar sem flestir voru í kringum hann og Margréti, enda stoltur af fjölskyldu sinni. Barnabörnin eiga góðar minn- ingar um afa og ömmu við veiðar, berjatínslu eða annað sem sveitin hafði upp á að bjóða. Við börn og tengdabörn eigum ekki síður góðar minningar um þær fjölmörgu sam- verustundir fyrir austan, bæði við leik og störf. Því miður hefur þessi sælureitur sem varðveitir mikinn og fallegan trjágróður þeirra hjóna og ber þeim svo fagurt vitni, fallið úr höndum fjöl- skyldunnar til manna sem hugsa ein- göngu um eigin hagsmuni og þar ræður nú mannfyrirlitningin ein ríkj- um. Tryggvi byrjaði ungur að teikna og mála, á Eiðum naut hann tilsagn- ar Þórarins Þórarinssonar síðar skólastjóra. Ef Tryggvi hefði valið þá leið í lífinu að gerast listmálari er ekki vafi á að hann hefði orðið einn af þeim stóru, en það var sjórinn sem átti hug hans allan. Listina lagði hann samt ekki alveg frá sér, því hann málaði í flestöllum frístundum sínum og skar einnig út í tré. Mörg listaverka hans prýða nú veggi á heimilum fjölskyldunnar svo og ann- arra góðra vina hans. Eftir að hann lét af störfum hjá Skipaútgerðinni gat hann betur sinnt listagyðjunni og það gerði hann svo lengi sem heilsan leyfði. Margrét tengdamóðir mín lést árið 1999, það var þung raun fyrir tengdaföður minn að sjá á eftir konu sinni eftir rúmlega 60 ára hjónaband. Tryggva þótti gaman að dansa og var mikil félagsvera, eftir lát Margrétar sótti hann reglulega dansleiki sem í boði voru hjá Hrafnistu í Hafnarfirði en þar bjuggu þau hjónin eftir að ald- urinn fór að færast yfir. Í dansinum fékk hann útrás og það voru ekki svo fáar sögurnar sem hann sagði okkur af afrekum sínum á því sviði. Tengdafaðir minn var ákaflega traustur og heiðarlegur maður, hann var stoltur af því sem hann hafði áorkað í lífinu, stoltur af afkomend- um sínum og var vinur vina sinna. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum en þeir sem kynntust honum vissu best hvern mann hann hafði að geyma. Sjálfur vil ég minnast hans eins og hann var áður en elli kerling Tryggvi Gunnar Blöndal V i n n i n g a s k r á 25. útdráttur 19. október 2006 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 0 8 5 3 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2 0 1 6 1 4 2 6 0 0 4 7 5 6 9 5 8 0 0 0 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 14787 24824 43260 51276 59440 71756 17409 28955 43375 55055 71739 78770 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 1 8 5 1 5 3 4 2 2 2 4 6 0 2 8 4 3 1 4 3 0 6 2 5 3 5 0 7 6 1 7 0 8 7 1 2 1 6 5 5 9 1 5 4 7 0 2 3 0 5 7 2 8 5 4 5 4 3 5 5 2 5 3 7 9 1 6 2 0 0 7 7 1 4 5 2 1 1 3 9 1 6 2 0 1 2 4 0 2 1 2 8 6 6 4 4 3 7 5 4 5 3 8 2 2 6 2 1 6 4 7 2 2 5 0 1 4 0 0 1 6 7 3 3 2 4 0 5 5 3 1 5 7 8 4 4 4 8 4 5 3 8 4 0 6 3 5 7 7 7 3 6 4 5 1 6 2 3 1 8 0 6 8 2 5 0 6 9 3 3 6 5 5 4 4 6 1 0 5 4 6 0 2 6 3 8 9 3 7 4 5 8 7 2 3 1 0 1 8 7 5 6 2 5 4 0 6 3 7 9 7 5 4 7 8 0 9 5 6 0 1 4 6 5 3 5 9 7 4 7 7 7 5 4 2 4 1 9 6 4 6 2 5 4 0 7 3 9 8 6 6 4 8 1 7 4 5 8 1 4 8 6 7 4 1 0 7 6 0 5 8 5 9 4 9 1 9 8 1 5 2 6 1 8 2 4 0 1 8 9 4 8 4 3 3 5 8 4 6 1 6 7 4 6 8 7 7 5 1 4 1 1 2 1 9 2 0 3 7 0 2 7 1 9 3 4 0 6 4 3 5 0 2 0 8 5 9 3 6 8 6 8 8 0 4 7 9 8 4 1 1 1 3 0 1 2 0 4 6 5 2 7 2 0 8 4 1 4 0 6 5 0 2 2 1 5 9 4 5 2 7 0 7 0 0 1 1 6 8 2 2 0 6 2 8 2 7 7 3 8 4 1 5 0 3 5 0 3 9 9 5 9 5 5 6 7 0 7 2 7 1 1 7 9 4 2 0 9 3 1 2 7 9 8 2 4 2 1 1 1 5 2 6 0 4 6 0 9 8 4 7 1 0 4 2 1 2 3 2 8 2 2 0 5 2 2 8 1 7 6 4 2 4 1 4 5 2 8 3 9 6 0 9 9 2 7 1 0 6 2 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 5 7 8 7 5 0 1 6 8 7 4 2 9 6 7 2 3 9 4 4 2 5 2 2 6 5 6 4 1 8 0 7 1 8 1 9 1 0 9 8 8 6 8 1 6 9 5 8 3 0 2 0 1 3 9 8 0 9 5 2 4 6 7 6 4 9 3 7 7 1 8 5 2 2 9 0 8 9 3 5 1 7 2 3 0 3 0 3 7 3 3 9 8 7 7 5 2 4 7 9 6 5 0 9 5 7 1 8 5 3 6 6 2 8 9 7 9 1 8 1 1 1 3 0 8 7 8 4 0 1 1 3 5 2 6 8 0 6 5 2 9 9 7 2 0 4 0 9 0 4 9 2 5 3 1 8 5 2 0 3 0 9 4 1 4 0 2 2 1 5 2 7 8 0 6 5 6 3 4 7 2 3 4 9 9 8 3 9 3 6 5 1 9 0 4 8 3 0 9 6 8 4 0 4 2 5 5 2 8 8 9 6 6 0 8 8 7 2 8 1 7 1 2 7 5 9 6 0 1 1 9 4 2 2 3 0 9 8 7 4 0 7 8 6 5 3 1 4 0 6 6 1 6 5 7 3 0 4 6 1 3 1 6 9 7 3 0 1 9 9 4 2 3 1 6 8 0 4 1 1 9 1 5 3 6 9 4 6 6 3 5 7 7 3 8 0 5 1 9 8 5 9 7 7 3 2 0 1 5 6 3 2 1 8 0 4 1 7 8 6 5 3 8 3 4 6 6 9 3 1 7 4 0 8 7 2 1 5 9 1 0 1 3 1 2 0 2 4 1 3 2 1 8 9 4 2 0 7 8 5 4 0 9 5 6 7 1 7 6 7 4 2 1 2 2 4 7 1 1 0 1 5 4 2 0 5 3 9 3 2 2 3 4 4 2 1 2 9 5 4 2 0 6 6 7 2 6 8 7 4 2 5 5 2 9 4 6 1 0 2 3 2 2 1 1 0 5 3 2 2 9 5 4 2 8 2 4 5 4 6 8 0 6 7 5 1 4 7 4 7 0 8 3 2 3 4 1 1 0 3 2 2 1 3 4 4 3 2 5 2 7 4 3 0 5 9 5 4 9 9 4 6 7 9 5 7 7 5 0 3 1 3 8 3 0 1 1 1 2 6 2 2 1 1 5 3 2 8 7 2 4 3 4 5 1 5 5 0 6 7 6 8 1 6 1 7 6 2 5 7 3 8 9 0 1 1 1 5 6 2 2 4 3 0 3 2 9 9 5 4 3 4 5 4 5 6 1 0 6 6 8 1 8 4 7 6 7 1 1 4 1 2 3 1 1 1 8 2 2 2 9 3 8 3 3 1 5 5 4 3 4 6 9 5 6 8 6 7 6 8 7 8 3 7 6 9 1 0 4 1 9 6 1 1 1 9 1 2 3 1 2 7 3 3 4 4 2 4 3 7 6 5 5 7 1 4 0 6 8 9 7 5 7 7 1 5 3 4 3 3 1 1 1 2 0 6 2 3 2 8 4 3 3 4 5 1 4 3 8 6 3 5 7 4 3 9 6 9 0 1 6 7 7 8 6 7 4 3 9 5 1 1 6 8 8 2 4 8 1 5 3 3 7 2 8 4 5 1 7 8 5 7 4 7 2 6 9 2 9 0 7 7 8 9 8 4 7 0 9 1 1 7 5 8 2 5 2 0 9 3 4 2 6 9 4 5 7 7 8 5 7 6 8 4 6 9 3 4 2 7 8 0 9 4 5 2 7 1 1 2 1 7 6 2 5 6 0 8 3 5 9 9 1 4 6 0 1 1 5 7 9 0 7 6 9 6 5 6 7 8 1 2 8 5 5 0 6 1 3 1 0 4 2 5 9 2 3 3 6 1 1 9 4 7 1 4 8 5 8 1 6 7 6 9 8 1 6 7 8 3 8 9 5 6 3 3 1 3 3 7 9 2 6 5 9 2 3 6 2 6 8 4 7 8 6 5 5 8 8 3 7 6 9 8 6 1 7 8 6 3 7 5 6 5 0 1 3 4 1 4 2 6 8 2 7 3 6 5 2 2 4 8 1 4 4 5 9 0 2 6 6 9 9 0 8 7 8 7 6 6 5 7 1 2 1 3 9 2 4 2 7 0 0 1 3 7 5 2 0 4 8 1 5 2 5 9 2 7 2 7 0 3 5 2 7 8 9 4 0 5 9 7 5 1 3 9 8 4 2 7 0 5 0 3 7 5 9 2 4 8 1 9 7 5 9 5 8 5 7 0 5 3 7 7 8 9 8 8 6 2 6 6 1 4 0 6 4 2 7 2 6 3 3 7 6 4 5 4 8 3 6 1 5 9 8 3 9 7 0 5 9 8 7 8 8 1 1 4 2 0 4 2 7 3 1 9 3 8 4 2 4 4 8 9 6 4 6 1 9 5 6 7 0 7 3 4 8 0 9 2 1 4 8 3 6 2 7 3 3 3 3 8 4 3 2 4 8 9 6 7 6 2 0 7 3 7 1 3 3 6 8 1 7 9 1 6 1 4 9 2 8 6 8 1 3 8 7 5 1 5 0 4 7 8 6 2 7 8 3 7 1 4 8 2 8 2 3 8 1 6 1 8 9 2 8 7 0 0 3 8 8 1 4 5 1 1 1 6 6 3 2 5 9 7 1 5 6 7 8 4 8 0 1 6 6 6 6 2 8 8 5 4 3 8 9 1 2 5 1 5 4 0 6 3 3 8 5 7 1 7 2 0 Næstu útdrættir fara fram 26. okt & 2. nóv 2006 Heimasíða á Interneti: www.das.is Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýhug og stuðning við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JAKOBS EINARS ÁRMANNSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Guðjóna Ólafsdóttir, Guðrún Dagný Einarsdóttir, Magnús Geir Helgason, Steinunn Aldís Einarsdóttir, Guðlaugur Ævar Hilmarsson, Ármann Einarsson, Marit Van Rangelroy, Jóndís Sigurrós Einarsdóttir, Agnar Þór Sigurðsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Haraldur Júlíusson, Helga Einarsdóttir, Halldór Sveinbjörnsson, Kristrún Einarsdóttir, Brynjar Már Eðvaldsson, barnabörn og fjölskyldur. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar dóttur minnar, móður, tengdamóður, ömmu, sambýlis- konu og systur, RAGNHEIÐAR BJÖRNSDÓTTUR, Kleppsvegi 126, Reykjavík. Vigdís Bjarnadóttir, Bjarki Jónsson, Ásdís Sturlaugsdóttir, Aron Snær Bjarkason, Hildur Bjarkadóttir, Valdimar Long, Margrét Ingvadóttir, Kristinn Guðmundsson, Þorgeir Ingvason, Guðrún Þorgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.