Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 1
Í HNOTSKURN »Mikil umræða varð umverkefnaval Íslendinga eftir tilræði er beindist gegn íslenskum friðargæsluliðum við Kjúklingastræti í Kabúl en það kostaði tvo lífið, afg- anskt barn og unga, banda- ríska konu. Tilræðið beindist gegn íslenskum friðargæslu- liðum sem hugðust kaupa sér teppi. Eftir Brján Jónasson og Davíð Loga Sigurðsson ÁHERSLUR Íslensku friðargæsl- unnar munu færast yfir í borgara- leg verkefni, og „jeppagengi“ sem nú starfa í Afganistan munu hætta starfsemi. Þetta var meðal þeirra breytinga á friðargæslunni sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra kynnti utanríkismála- nefnd Alþingis í gær. „Við ætlum að mýkja ásýnd frið- argæslunnar með þessu móti, og færa hana enn meira inn á borgara- leg svið. Þarna höfum við mikla reynslu, við Íslendingar, og höfum getið okkur gott orð þar sem við höfum komið að málum á þessum sviðum,“ sagði Valgerður í gær. Að sögn Önnu Jóhannsdóttur, forstöðumanns Íslensku friðargæsl- unnar, er nýtt verkefni að hefjast í Afganistan, þar sem íslenskur hjúkrunarfræðingur og íslensk ljós- móðir munu halda námskeið fyrir konur sem koma að fæðingu barna í Ghor-héraði í vesturhluta landsins. Nokkur aðdragandi er að þessari stefnubreytingu stjórnvalda, en þátttakan í friðargæslu NATO í Afganistan hefur frá upphafi verið umdeild sökum þess að Íslendingar hafa verið þar undir vopnum. Tvö „jeppagengi“ voru upphaf- lega send til Afganistans og voru þau komin á vettvang í Chaghchar- an í Ghor-héraði og Meymana í norðurhluta landsins haustið 2005. Fljótlega varð ljóst að ástand ör- yggismála í Meymana var ótrygg- ara en talið hafði verið, og tilkynnti Geir H. Haarde, sem þá var utan- ríkisráðherra, í nóvember að „jeppagengið“ þar yrði kallað heim. Var síðan ráðist á bækistöðvar NATO í Meymana í febrúar sl. en einn Íslendingur var þá í búðunum. Engan sakaði en tjón varð á sér- útbúnum bíl Íslendinga. Morgunblaðið/Ásdís Breytingar Ráðherra ræddi við fjölmiðla eftir fund utanríkis- málanefndar í gær. Borgaraleg verkefni í stað „jeppagengis“  Jeppagengin | 12 STOFNAÐ 1913 285. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fá›u fimm stjörnur hjá kökugagnrýnendum! UNDRABARNIÐ HINN NÝÚTSKRIFAÐI LEIKARI VÍÐIR GUÐMUNDSSON ER AMADEUS >> 50 HOLLUSTA UPPABORGARAR FYRIR SÆLKERA LÍTIL FYRIRHÖFN >> 26 LAUNAMUNUR kynjanna er í dag nánast sá sami og hann var fyrir 12 árum. Þá virðist munur á hæstu og lægstu launum á vinnumarkaði stöð- ugt vera að aukast, nærri fjórtán- faldur hjá körlum og ellefufaldur hjá konum. Þetta kemur fram í könnun Capacent á kynbundnum launamun. „Ég held að það sé alveg ljóst að tekjumunur á þeim hæstu og lægstu hefur verið að aukast og við erum að færast frá því að vera með hvað mesta tekjujöfn- un, yfir í hóp [ríkja] þar sem tekjumunur er hvað mestur í hinum vestræna heimi,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formað- ur VR. Launakönnun samtakanna leiddi í ljós nán- ast sama launamun kynjanna þ.e. 15%. Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri SA, segir rannsóknir hafa sýnt að óútskýrður launamunur sem fram kemur í könnunum eigi sér efnislegar skýr- ingar en ekki rætur í kerfisbundinni kynjamismunun. Sé stuðst við ná- kvæmar skilgreiningar á ábyrgð og inntaki starfs sem skipta máli við ákvörðun launa, minnkar kynbund- inn launamunur eða hverfur með öllu. | Miðopna Sami launamunur í 12 ár Gunnar Páll Pálsson STUÐNINGUR bandarísku þjóðarinnar við stríðið í Írak virðist sífellt minnka en samkvæmt könnun sem fréttastöðin CNN lét gera styðja einungis 34% Bandaríkja- manna stríðið en 64% eru því andvíg. Þess- ar fréttir berast á sama tíma og talsmaður bandaríska hersins í Írak segir að aðgerðir sem áttu að draga úr ofbeldi í Bagdad, höf- uðborg landsins, hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Fleiri konur en karlar eru andvígar hern- aðinum í Írak, eða sjö af hverjum tíu, að því er fram kemur á vefsíðu CNN. Um 40% karla styðja hins vegar stríðið en 58% eru því andvíg. 1.012 manns voru spurðir. Aðgerðir í Bagdad hafa mistekist William Caldwell, talsmaður bandaríska herliðsins í Írak, sagði í gær að aðgerðir sem miða áttu að því að minnka ofbeldi í Bagdad hefðu mistekist og að verið væri að endurskoða þær. Árásum hefði fjölgað um 22% það sem af væri október frá því í sept- embermánuði. Þá hefðu 73 bandarískir her- menn fallið í Írak í október. Aðgerðirnar hófust í ágúst og voru samstarfsverkefni herliðsins og íraskra öryggissveita en þús- undir manna tóku þátt í þeim. Caldwell sagði í gær að hið aukna ofbeldi væri „ekki uppörvandi“ og að „bandaríski herinn ynni nú, í náinni samvinnu við írösk stjórnvöld, að því að reyna að finna nýjar leiðir til að ná betri árangri.“ Reuters 64% andvíg hernaðin- um í Írak  Ummæli Bush | 18 Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is Á NÆSTA ári er ráðgert að halda mót fyrir nemendur 9. og 10. bekkjar grunnskóla landsins í hreysti og er það fyrirtækið Icefitness sem mun standa fyrir því. Keppt verður í tíu for- keppnum sem fara fram um allt landið. Í fyrra var samskonar keppni haldin en þá voru allir þátttöku- skólar frá höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Stigahæsta liðið úr hverri keppni mun svo keppa í úrslitum í Laugardalshöll. Allir skólar landsins sem hafa 9. og 10. bekk geta tekið þátt í mótinu. Kynning á mótinu fór fram í íþróttahúsinu Varmá í Mos- fellsbæ í gær og brugðu þá krakkar frá Varmárskóla og Lágafellsskóla á leik og kepptust um hvorir væru hraustari. Morgunblaðið/Kristinn Hraustar Fulltrúar Varmárskóla og Lágafellsskóla keppast hér við hvor geti tekið fleiri armbeygjur. Áfram stelpur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.