Morgunblaðið - 20.10.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 20.10.2006, Síða 1
Í HNOTSKURN »Mikil umræða varð umverkefnaval Íslendinga eftir tilræði er beindist gegn íslenskum friðargæsluliðum við Kjúklingastræti í Kabúl en það kostaði tvo lífið, afg- anskt barn og unga, banda- ríska konu. Tilræðið beindist gegn íslenskum friðargæslu- liðum sem hugðust kaupa sér teppi. Eftir Brján Jónasson og Davíð Loga Sigurðsson ÁHERSLUR Íslensku friðargæsl- unnar munu færast yfir í borgara- leg verkefni, og „jeppagengi“ sem nú starfa í Afganistan munu hætta starfsemi. Þetta var meðal þeirra breytinga á friðargæslunni sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra kynnti utanríkismála- nefnd Alþingis í gær. „Við ætlum að mýkja ásýnd frið- argæslunnar með þessu móti, og færa hana enn meira inn á borgara- leg svið. Þarna höfum við mikla reynslu, við Íslendingar, og höfum getið okkur gott orð þar sem við höfum komið að málum á þessum sviðum,“ sagði Valgerður í gær. Að sögn Önnu Jóhannsdóttur, forstöðumanns Íslensku friðargæsl- unnar, er nýtt verkefni að hefjast í Afganistan, þar sem íslenskur hjúkrunarfræðingur og íslensk ljós- móðir munu halda námskeið fyrir konur sem koma að fæðingu barna í Ghor-héraði í vesturhluta landsins. Nokkur aðdragandi er að þessari stefnubreytingu stjórnvalda, en þátttakan í friðargæslu NATO í Afganistan hefur frá upphafi verið umdeild sökum þess að Íslendingar hafa verið þar undir vopnum. Tvö „jeppagengi“ voru upphaf- lega send til Afganistans og voru þau komin á vettvang í Chaghchar- an í Ghor-héraði og Meymana í norðurhluta landsins haustið 2005. Fljótlega varð ljóst að ástand ör- yggismála í Meymana var ótrygg- ara en talið hafði verið, og tilkynnti Geir H. Haarde, sem þá var utan- ríkisráðherra, í nóvember að „jeppagengið“ þar yrði kallað heim. Var síðan ráðist á bækistöðvar NATO í Meymana í febrúar sl. en einn Íslendingur var þá í búðunum. Engan sakaði en tjón varð á sér- útbúnum bíl Íslendinga. Morgunblaðið/Ásdís Breytingar Ráðherra ræddi við fjölmiðla eftir fund utanríkis- málanefndar í gær. Borgaraleg verkefni í stað „jeppagengis“  Jeppagengin | 12 STOFNAÐ 1913 285. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fá›u fimm stjörnur hjá kökugagnrýnendum! UNDRABARNIÐ HINN NÝÚTSKRIFAÐI LEIKARI VÍÐIR GUÐMUNDSSON ER AMADEUS >> 50 HOLLUSTA UPPABORGARAR FYRIR SÆLKERA LÍTIL FYRIRHÖFN >> 26 LAUNAMUNUR kynjanna er í dag nánast sá sami og hann var fyrir 12 árum. Þá virðist munur á hæstu og lægstu launum á vinnumarkaði stöð- ugt vera að aukast, nærri fjórtán- faldur hjá körlum og ellefufaldur hjá konum. Þetta kemur fram í könnun Capacent á kynbundnum launamun. „Ég held að það sé alveg ljóst að tekjumunur á þeim hæstu og lægstu hefur verið að aukast og við erum að færast frá því að vera með hvað mesta tekjujöfn- un, yfir í hóp [ríkja] þar sem tekjumunur er hvað mestur í hinum vestræna heimi,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formað- ur VR. Launakönnun samtakanna leiddi í ljós nán- ast sama launamun kynjanna þ.e. 15%. Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri SA, segir rannsóknir hafa sýnt að óútskýrður launamunur sem fram kemur í könnunum eigi sér efnislegar skýr- ingar en ekki rætur í kerfisbundinni kynjamismunun. Sé stuðst við ná- kvæmar skilgreiningar á ábyrgð og inntaki starfs sem skipta máli við ákvörðun launa, minnkar kynbund- inn launamunur eða hverfur með öllu. | Miðopna Sami launamunur í 12 ár Gunnar Páll Pálsson STUÐNINGUR bandarísku þjóðarinnar við stríðið í Írak virðist sífellt minnka en samkvæmt könnun sem fréttastöðin CNN lét gera styðja einungis 34% Bandaríkja- manna stríðið en 64% eru því andvíg. Þess- ar fréttir berast á sama tíma og talsmaður bandaríska hersins í Írak segir að aðgerðir sem áttu að draga úr ofbeldi í Bagdad, höf- uðborg landsins, hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Fleiri konur en karlar eru andvígar hern- aðinum í Írak, eða sjö af hverjum tíu, að því er fram kemur á vefsíðu CNN. Um 40% karla styðja hins vegar stríðið en 58% eru því andvíg. 1.012 manns voru spurðir. Aðgerðir í Bagdad hafa mistekist William Caldwell, talsmaður bandaríska herliðsins í Írak, sagði í gær að aðgerðir sem miða áttu að því að minnka ofbeldi í Bagdad hefðu mistekist og að verið væri að endurskoða þær. Árásum hefði fjölgað um 22% það sem af væri október frá því í sept- embermánuði. Þá hefðu 73 bandarískir her- menn fallið í Írak í október. Aðgerðirnar hófust í ágúst og voru samstarfsverkefni herliðsins og íraskra öryggissveita en þús- undir manna tóku þátt í þeim. Caldwell sagði í gær að hið aukna ofbeldi væri „ekki uppörvandi“ og að „bandaríski herinn ynni nú, í náinni samvinnu við írösk stjórnvöld, að því að reyna að finna nýjar leiðir til að ná betri árangri.“ Reuters 64% andvíg hernaðin- um í Írak  Ummæli Bush | 18 Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is Á NÆSTA ári er ráðgert að halda mót fyrir nemendur 9. og 10. bekkjar grunnskóla landsins í hreysti og er það fyrirtækið Icefitness sem mun standa fyrir því. Keppt verður í tíu for- keppnum sem fara fram um allt landið. Í fyrra var samskonar keppni haldin en þá voru allir þátttöku- skólar frá höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Stigahæsta liðið úr hverri keppni mun svo keppa í úrslitum í Laugardalshöll. Allir skólar landsins sem hafa 9. og 10. bekk geta tekið þátt í mótinu. Kynning á mótinu fór fram í íþróttahúsinu Varmá í Mos- fellsbæ í gær og brugðu þá krakkar frá Varmárskóla og Lágafellsskóla á leik og kepptust um hvorir væru hraustari. Morgunblaðið/Kristinn Hraustar Fulltrúar Varmárskóla og Lágafellsskóla keppast hér við hvor geti tekið fleiri armbeygjur. Áfram stelpur!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.