Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ER HÚN
OF STÓR?
NEI,
ALLS
EKKI!
EF VINUM ÞÍNUM Í SIRKUSNUM
FINNST ÞAÐ EKKI, ÞÁ FINNST
MÉR ÞAÐ EKKI HELDUR
ÞAÐ ER
ALLTAF
EITTHVAÐ
HRÆÐILEGT Í
BLÖÐUNUM!
ÉG VIL EKKI AÐ SOLLA BÚI
Í SVONA HRÆÐILEGUM HEIMI
EKKI VERA SVONA
SVARTSÝNN KALLI... ÞÚ
VERÐUR AÐ LÍTA Á BJÖRTU
HLIÐINA... HUGSAÐU UM
ALLT ÞAÐ GÓÐA...
ÞEGAR HÚN VERÐUR
ORÐIN STÓR ÞÁ GETUM
VIÐ KANNSKI EITTHVAÐ
Í FÓTBOLTA
FÍLLINN, KALVIN,
RÁFAR UM GRESJUR
AFRÍKU...
HANN VEGUR FIMM TONN
OG ER ÞVÍ STÆRSTA
SPENDÝRIÐ Á LANDI
MEÐ ÖSKRI SÍNU
RÝFUR HANN KYRRÐ
MORGUNSINS
HVAÐ FÆR ÞIG TIL AÐ HALDA AÐ ÞÚ GETIR BARA KOMIÐ
VALSANDI INN ÞEGAR KLUKKAN ER ORÐIN SVONA MARGT
ÞÚ GERIR ÞÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞÚ VARST
AÐ KOMA FYRIR TUTTUGU MÍNÚTUM SÍÐAN
DÓMARINN HEFUR
GENGIÐ INN Í
RÉTTARSALINN...
RÉTTARHÖLDIN
ERU VIÐ ÞAÐ
AÐ HEFJAST
ATLI, GETUM VIÐ
EKKI FREKAR
HORFT Á
ÍÞRÓTTARÁSINA?
ÞETTA ER
ÍÞRÓTTARÁSIN!
FINNST ÞÉR
EKKI ERFITT
AÐ VERA AÐ
FARA TIL
ÍRAKS OG
SKILJA EFTIR
FJÖLSKYLDUNA
JÚ,
MAÐUR
ÞARF AÐ
FÆRA
ÝMSAR
FÓRNIR
HEF ÉG ENNÞÁ VINNUNA
ÞÉGAR ÉG KEM AFTUR?
AUÐVITAÐ! EN
HVER SÉR UM AÐ
BORGA AF HÚSINU
ÞÍNU Á MEÐAN,
KONAN ÞÍN?
NEI, EN
FORELDRAR
HENNAR ÆTLA
AÐ HJÁLPA
OKKUR
EIGA
ÞAU
NÓGA
PENINGA
NEI, EN ÞAU ÆTLA AÐ
LEYFA HENNI OG KRÖKKUNUM
AÐ BÚA Í KJALLARANUM
TALANDI UM
AÐ FÆRA FÓRNIR
ÞAÐ ER EKKI
SLÆMT AÐ FARA ÚT
AÐ BORÐA Á KOSTNAÐ
FRAMLEIÐANDANS
JÁ, EKKI
SVO SLÆMT.
NÚNA
VANTAR
OKKUR
BARA
EITT ÁSTIN
MÍN...
HVAÐ
ER ÞAÐ? NÆÐI!
Síðustu sætin - 20 nætur
Stökktu til
Kanarí
26. október
frá kr. 39.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í 20
nætur á frábæru verði. Þú bókar og tryggir þér sæti og
4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Verð kr.39.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna með 2 börn
í íbúð. Innifalið flug, gisting í 20 nætur og
skattar.
Verð kr.49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/
stúdíó. Innifalið flug, gisting í 20 nætur og
skattar.
Endurmenntun Háskóla Ís-lands býður upp á nám-skeiðið Að vinna með inn-flytjendum. Námskeiðið
er nú haldið í þriðja sinn, og er um-
sjónarmaður þess Edda Ólafsdóttir,
félagsráðgjafi og verkefnastjóri hjá
Þjónustumiðstöð Miðborgar og
Hlíða:
„Æ fleiri útlendingar koma til Ís-
lands til að setjast hér að í lengri eða
skemmri tíma. Íslendingar eiga því æ
oftar í samskiptum við fólk frá öðrum
löndum og menningarheimum, bæði í
starfi og utan þess,“ útskýrir Edda.
„Mikill mannauður fylgir þessu fólki,
sem margt er með mikla menntun og
reynslu, en ætlað er að um 5,6% af
vinnuafli á Íslandi nú séu innflytj-
endur. Hins vegar felur menning-
armunurinn milli landa í sér áhuga-
verðar áskoranir og krefst
gagnkvæmrar aðlögunar svo þessi
hópur geti orðið með eðlilegum hætti
sýnilegur og virkur í samfélaginu.
Huga þarf að því hvernig má styðja
einstaklinga og fjölskyldur sem vilja
búa hérna til að verða sem eðlileg-
astur hluti af íslensku samfélagi og í
þeim efnum þurfum við að nýta okkur
reynslu annarra þjóða og rannsóknir,
og forðast að gera sömu mistök og
gerð hafa verið í innflytjendamálum
annarra þjóða.“
Fjölbreyttir fyrirlestrar
Námskeiðið Að vinna með innflytj-
endum verður haldið mánudaginn 23.
október og þriðjudaginn 24. október,
kl. 9 til 16 í hvert sinn. Edda hefur
fengið til liðs við sig hóp fyrirlesara
sem hver um sig mun fjalla um af-
markað viðfangsefni: „Sjálf mun ég
fjalla á almennum nótum um stöðuna
í dag, fjalla um fjölskyldugerðir og
menningaráfall, og greina frá helstu
verkefnum sem eru í gangi í dag,“ út-
skýrir Edda. „Þá mun Hallfríður Þór-
arinsdóttir mannfræðingur skoða
einsleitni, margleitni og fjölmenningu
í íslensku samfélagi og Margrét
Steinarsdóttir, lögfræðingur í Al-
þjóðahúsi, mun fjalla um réttindi og
stöðu útlendinga á Íslandi. Auk þess
mun Gerður Gestsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Alþjóðahúsi, flytja fyr-
irlestur um menningarlæsi.“ Hulda
Karen Daníelsdóttir kennsluráðgjafi
mun svo fjalla um íslensku sem annað
tungumál.
„Einnig mun Sóley Gréta Sveins-
dóttir mannfræðingur segja frá rann-
sókninni Tveggja heima tal, Toshiki
Toma, prestur innflytjenda, mun
vera með hugleiðingu og Lilja Hjart-
ardóttir stjórnmálafræðingur mun
fjalla um stöðu Íslands á tímum
hnattvæðingar,“ segir Edda.
Námskeiðið er opið öllum sem
áhuga hafa á að fræðast um stöðu
innflytjenda á Íslandi, en það er eink-
um sniðið að þeim sem starfa með
innflytjendum og eiga í miklum sam-
skiptum við innflytjendur á Íslandi.
Nánari upplýsingar og skráning eru á
heimasíðu Endurmenntunar HÍ, á
slóðinni www.endurmenntun.is og í
tölvupósti: endurmenntun@hi.is.
Fjölmenning | Námskeið hjá Endurmenntun
Háskóla Íslands 23. og 24. október.
Að vinna með
innflytjendum
Edda Ólafs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1955.
Hún lauk stúd-
entsprófi frá MH
1976 og prófi í fé-
lagsráðgjöf frá
Háskólanum í
Ósló 1981. Hún
stundaði fram-
haldsnám í fjölskyldumeðferð og
hefur nýlega lokið námi í vinnu með
minnihlutahópum. Edda hefur starf-
að sem félagsráðgjafi, m.a. sem for-
stöðumaður Útideildarinnar og hjá
Unglingaathvarfinu, Unglingadeild-
inni, á Starfsþjálfunarstaðnum Örva
og hjá Félagsþjónustunni í Reykja-
vík. Hún starfar nú sem fé-
lagsráðgjafi í Þjónustumiðstöð Mið-
borgar og Hlíða og hefur umsjón
með þekkingarstöðvarverkefninu
Fjölmenningu. Edda er gift Kjartani
Árnasyni og eiga þau þrjú börn og
eitt barnabarn.