Morgunblaðið - 10.11.2006, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍSLENDINGAR hafa átt í óformleg-
um viðræðum við Japana um fyrir-
komulag á mögulegum innflutningi
hvalkjöts til Japans. Stefán Ás-
mundsson, skrifstofustjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu, segir þó að ekki sé
um að ræða beinar viðræður um inn-
flutning, enda sé það ekki stjórnvalda
að semja um sölu á hvalkjöti. Hins
vegar hafi verið rætt um það hvernig
íslenskt hvalkjöt geti fallið inn í sölu-
kerfi Japana, og strangt eftirlit þeirra
með því að um lögmætar afurðir sé að
ræða.
Stefán segir að til að koma í veg
fyrir ásakanir um að verið sé að selja
ólöglegt kjöt sé eftirlit strangt í Jap-
an. Lífsýni eru tekin úr hvölum og
sett inn í gagnabanka, en sýni eru svo
tekin handahófskennt í verslunum.
Ef selja á íslenskt hvalkjöt í Japan
þarf því afurðin að falla inn í það
kerfi.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals
hf., segir að fyrirtækið láti rannsaka
sýni úr hvalkjötinu með tilliti til ým-
issa óæskilegra efna úr umhverfinu.
Það taki tvo til þrjá mánuði. Ekki sé
forsvaranlegt að bjóða kjötið til sölu
fyrr en þessar niðurstöður liggi fyrir
þar sem langt sé um liðið frá því fyr-
irtækið veiddi síðast hval og lét efna-
greina sýni.
Innflutningur
ekki bannaður
Ástralski netmiðillinn World News
Australia hafði það eftir fréttastofu
Reuters í gær að íslensk stjórnvöld
ættu í viðræðum við Japani um fyr-
irkomulag á sölu á hvalkjöti. Þar hef-
ur heimildamaður Reuters eftir jap-
önskum erindreka í Ósló að Japanir
muni ekki leyfa innflutning á hval-
kjöti og að íslensk og japönsk stjórn-
völd þurfi að komast að pólitísku sam-
komulagi svo af því geti orðið.
Stefán Ásmundsson í sjávarút-
vegsráðuneytinu segir að ekkert
banni í raun innflutninginn og því sé
ekki verið að semja sérstaklega um
leyfi til innflutnings. Beðið sé eftir
niðurstöðum rannsókna á sýnum úr
hvölunum til að tryggja að kjötið sé
hæft til manneldis enda hafi lang-
reyður ekki verið veidd lengi. Stefán
segir þó enga ástæðu til að ætla ann-
að en að gott komi út úr þeim mæl-
ingum.
Árni Finnsson, formaður Náttúru-
verndarsamtaka Íslands, segir skjóta
skökku við að sjávarútvegsráðuneyt-
ið sé nú fyrst að athuga grundvöll fyr-
ir sölu á hvalkjöti til Japans. Jafn-
framt spyr hann hvers vegna
sjávarútvegsráðherra hafi ekki haft
vaðið fyrir neðan sig og aflað upplýs-
inga um mögulega sölu áður en hval-
veiðar voru leyfðar.
Lyginni líkast
Hvalur 9 er nú kominn í gamla
stæðið sitt við Ægisgarð eftir litla og
óvenjulega en vel heppnaða hvalver-
tíð. Skipið veiddi sjö hvali í sex veiði-
ferðum af þeim níu sem leyfilegt var
að veiða. „Þetta var lyginni líkast,“
segir Kristján Loftsson um vertíðina.
Hvalur hf. hefur ekki áður veitt hval
svona seint að hausti. Kristján líkti
ástandinu við hverasvæði, svo mikið
hafi verið af hval. Þá hafi vinnslan í
landi gengið eins og í sögu.
Rætt við Japana um fyrirkomulag
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kominn í stæðið Hvalur 9 er kominn aftur í gamla stæðið sitt innan við hina gömlu hvalbátana við Ægisgarð í
Reykjavíkurhöfn. Báturinn gegndi hlutverki sínu vel þótt langt væri síðan hann var síðast notaður.
Óformlegar við-
ræður um inn-
flutning á hval
ÚR VERINU
EINN af aðalhöfundum skýrslu um
rannsóknir á líffræði hafsins sem
birtist í tímaritinu Science lét þau
orð falla í tölvupósti til samstarfs-
manna að spáin um hrun allra fiski-
stofna heims á árinu 2048 gæti nýst
sem beita til að fanga athygli al-
mennings.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar
kemur fram að hún bendi til þess
að nær þriðjungur fiskistofna
heimsins hafi hrunið og hnignunin
sé sífellt að verða örari enda sé hún
nátengd minnkandi líffræðilegum
fjölbreytileika í höfunum. Því er
haldið fram að útlit sé fyrir að nán-
ast engir fiskistofnar verði eftir til
að veiða um miðja öldina.
Fjallað var um rannsóknina á vef
The Seattle Times, eins og víðar.
Þar koma fram efasemdir annarra
vísindamanna um niðurstöðurnar,
ekki síst um hrunið 2048.
Tími til að vakna
Fram kemur að Boris Worm, aðal-
höfundur skýrslunnar, hafi sent
samstarsfólki sínu tölvubréf þar
sem fram kemur að spáin um hrun-
ið gæti nýst til að beina athygli al-
mennings að málinu. Það sé kom-
inn tími til að vakna enda muni
afleiðingarnar koma í ljós um okk-
ar daga ef þróunin haldi svona
áfram.
Tölvubréfið var fyrir mistök sent
til Seattle Times. Þegar blaðið
spurði Worm um tölvubréfið sagð-
ist hann standa við niðurstöðurnar
og spána um 2048, þróunin gæti
leitt til hruns allra fiskistofna
heims. Jafnframt ítrekaði hann að
unnt væri að snúa þróuninni við.
Til þess þyrfti pólitískan vilja.
Efast um spá
um hrun fiski-
stofna 2048
SAMTÖK fiskvinnslu án útgerðar
(SFÁÚ) heldur aðalfund sinn á
Grand hóteli á morgun, laugardag.
Að loknum aðalfundarstörfum
verður opinn fundur með dagskrá
sem hefst kl. 17. Meðal annars flyt-
ur sjávarútvegsráðherra ræðu og
pallborðumræður verða um gæða-
ímynd íslenskra sjávarafurða.
Aðalfundur
SFÁÚ haldinnH ö n n u n / S m í ð i / V i ð g e r ð i r / Þ j ó n u s t a
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
verður með prófkjör vegna alþing-
iskosninganna í vor í Suðvestur-
kjördæmi á morgun, laugardag.
Kjörstaðir verða opnaðir klukkan 9
og gefa ellefu frambjóðendur kost á
sér, en gert er ráð fyrir að fyrstu
tölur liggi fyrir fljótlega eftir að
kjörstöðum verður lokað klukkan
18.
Þetta er í fyrsta skipti sem flokk-
urinn er með prófkjör í kjördæm-
inu eftir kjördæmabreytingu, en
stillt var upp lista flokksins fyrir
síðustu alþingiskosningar. Tals-
verðar breytingar verða fyrirsjáan-
lega á listanum þar sem Árni
Mathiesen fjármálaráðherra, sem
leiddi listann í síðustu kosningum,
hefur fært sig yfir í Suðurkjördæmi
og Sigríður Anna Þórðardóttir al-
þingismaður gefur ekki kost á sér.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm
þingmenn kjörna af ellefu þing-
mönnum kjördæmisins í síðustu
kosningum, en vegna fjölgunar í
kjördæminu fjölgar þingmönnum
þess nú í tólf.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra gefur ein kost
á sér í fyrsta sæti listans og Bjarni
Benediktsson alþingismaður í ann-
að sætið. Níu gefa kost á sér fjögur
sætin þar á eftir en það eru Ár-
mann Kr. Ólafsson, forseti bæjar-
stjórnar Kópavogs, Árni Þór
Helgason arkitekt, Bryndís Har-
aldsdóttir varaþingmaður, Jón
Gunnarsson framkvæmdastjóri,
Pétur Árni Jónsson skattaráðgjafi,
Ragnheiður Elín Árnadóttir, að-
stoðarmaður forsætisráðherra,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjar-
stjóri í Mosfellsbæ, Sigurrós Þor-
grímsdóttir alþingismaður og Stein-
unn Guðnadóttir íþróttakennari,
Kosið er á fimm stöðum í kjör-
dæminu. Á Álftanesi er kosið í
skátaheimilinu Breiðumýri, í
Garðabæ í sjálfstæðisheimilinu á
Garðatorgi, Víðistaðaskóla í Hafn-
arfirði, sjálfstæðisheimilinu Hlíða-
smára 19 í Kópavogi, Lágafells-
skóla í Mosfellsbæ, en þar kjósa
einnig íbúar Kjósarhrepps og á Sel-
tjarnarnesi í Sjálfstæðissalnum,
Austurströnd 3.
Í prófkjörinu skal velja sex fram-
bjóðendur, hvorki fleiri né færri, og
raða þeim í númeraröð.
Ellefu gefa kost
á sér í Suðvestur-
kjördæmi
SAMFYLKINGIN verður með
prófkjör um val á lista flokksins í
Reykjavík vegna alþingiskosning-
anna í vor á morgun, laugardag.
Kosið verður í Þróttarheimilinu milli
klukkan 10 og 18 og er gert ráð fyrir
að fyrstu tölur liggi fyrir fljótlega
eftir að kjörstaður lokar.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
hefur staðið yfir frá 30. október síð-
astliðnum og hafa um 600 kosið utan
kjörfundar til þessa. Að auki geta
Samfylkingarfélagar greitt atkvæði í
prófkjörinu á Netinu í dag og á
morgun og sagðist Sigurður Ás-
björnsson, formaður kjörstjórnar
Samfylkingarinnar í Reykjavík, eiga
von á því að hluti Samfylkingar-
félaga myndi nýta sér það, en þannig
væri gengið frá málum að ekki væri
hætta á misnotkun þótt greidd væru
atkvæði á Netinu.
Fimmtán gefa kost á sér í próf-
kjörinu og geta allir Samfylkingar-
félagar og þeir sem undirrita stuðn-
ingsyfirlýsingu við flokkinn tekið
þátt í því. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, alþingismaður og formaður
Samfylkingarinnar, gefur ein kost á
sér í 1. sætið og Össur Skarphéð-
insson og Jóhanna Sigurðardóttir
gefa kost á sér í 2. til 3. sætið. Þau
tólf sem gefa kost á sér í sætin þar á
eftir eru: Ágúst Ólafur Ágústsson,
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Ell-
ert B. Schram, Glúmur Baldvinsson,
Guðrún Ögmundsdóttir, Helgi
Hjörvar, Kristrún Heimisdóttir,
Mörður Árnason, Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, Valgerður Bjarnadótt-
ir og Þórhildur Þorleifsdóttir.
Fimmtán í framboði hjá
Samfylkingunni í Reykjavík
PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
vegna alþingiskosninganna í vor fer fram á laugardaginn
kemur. Kosið er á 23 stöðum í kjördæminu sem tekur yfir
allt Suðurland frá Reykjanesi til Hafnar á Hornafirði og
eru kjörstaðir víðast hvar opnir frá kl. 9 til 20, en gert er
ráð fyrir að fyrstu tölur geti legið fyrir um tíuleytið um
kvöldið.
Samtals gefa þrettán manns kost á sér á framboðslist-
ann. Árni Mathiesen fjármálaráðherra sækist eftir efsta
sætinu og Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, sæk-
ist eftir að vera í fremstu víglínu. Þrjú sækjast eftir 2. sæti
á listanum, alþingismennirnir Drífa Hjartardóttir og
Kjartan Ólafsson og Kristján Pálsson, fyrrverandi alþing-
ismaður. Guðjón Hjörleifsson alþingismaður sækist eftir
2.–3. sætinu og eftir 3.–4. sætinu sækjast Björk Guðjóns-
dóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Gunnar
Örn Örlygsson alþingismaður og Kári H. Sölmundarson
sölustjóri. Grímur Gíslason framkvæmdastjóri sækist eft-
ir 3.–5. sætinu, Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur sækist eftir 4. sætinu, Unnur Brá Konráðsdóttir sveit-
arstjóri sækist eftir 5. sætinu og Birgitta Jónsdóttir
Klasen náttúrulæknir sækist eftir 5.–6. sætinu.
13 í framboði hjá Sjálfstæðis-
flokknum í Suðurkjördæmi