Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING www.torhildur.is Nýsköpun er verðmæti ÞING um Matthías Joch- umsson, höfund þjóðsöngsins og trúarskáldið, verður haldið á fæðingardegi hans, 11. nóv- ember, í tilefni af útgáfu ævi- sögu Matthíasar eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur, sagn- fræðing og rithöfund. Fyrirles- arar verða auk Þórunnar dr. Gunnar Kristjánsson prófast- ur, Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, Helga Kress pró- fessor, Kristján Árnason, bókmenntafræðingur og þýðandi, og Sveinn Yngvi Egilsson dósent. Leikkonurnar Guðrún Ásmundsdóttir og Hall- dóra Malín Pétursdóttir koma einnig við sögu. Matthíasarstefna Þing í tilefni af útgáfu ævisögu Matthías Jochumsson TINA Turner Tribute heitir söngskemmtun sem verður frumsýnd á skemmtistaðnum Broadway í kvöld. Söngkonurnar Bryndís Ás- mundsdóttir, Sigga Beinteins og stuðboltinn Friðrik Ómar flytja alla helstu slagara Tinu Turner. Auk þeirra taka þátt í sýn- ingunni valinkunnir tónlist- armenn ásamt dönsurum. Listrænn stjórnandi sýningarinnar er Ástrós Gunnarsdóttir og um tónlistarstjórn sér Þórir Úlfarsson. Næstu sýningar verða 17. og 18. nóvember. Söngskemmtun Tina Turner heiðr- uð á Broadway Tina Turner HALLDÓR Ásgeirsson opnaði sýninguna Hrauntákn í Galleríi Dverg 20. október sl. Halldór fremur gjörning í sýningarrýminu á morgun kl. 18. Innsetningin verður opin í dag kl. 18–20, án gjörnings. Sýning Halldórs er framlag sýningarrýmisins til Sequen- ces-listahátíðarinnar í Reykja- vík, sem stóð yfir dagana 13.–28. október. Sýning- arrýmið Gallerí Dvergur hefur verið starfrækt í nokkra mánuði á ári síðan 2002 og hafa verið haldnar þar alls 18 einkasýningar innlendra sem og erlendra listamanna, svo og tónleikar og víd- eósýningar. Myndlistarsýning Gjörningur í Galleríi Dvergi Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is „UNDANFARNA tvo áratugi hefur umræðan um þetta tímabil ein- kennst af miklum upphrópunum á þann hátt að menn eru annaðhvort miklir aðdáendur Maós eða hat- rammir andstæðingar. Okkur þótti því full ástæða til að efna til opinnar og ekki síður hlutlægrar umræðu um þetta tímabil kínverskrar nú- tímasögu.“ Þetta segir Arnþór Helgason, varaformaður Kínversk- íslenska menningarfélagsins (Kím), um tilefni alþjóðlegs málþings um tímabil Maós Zedongs í Kína 1949– 1976, en þingið verður sett klukkan 9.30 á morgun í hátíðarsal HÍ. „Við teljum það vera nauðsynlegt fyrir þá sem hafa áhuga á að efla samskipti við Kína, t.d. á sviði við- skipta og menningar, að kynna sér þetta tímabil og hvað raunverulega gerðist,“ heldur Arnþór áfram. „Í því samhengi er svo mikilvægt að forðast að fordæma hvaðeina sem fyrir augu og eyru ber. Því okkar er ekki að fordæma þar sem við getum ekki sett okkur almennilega í spor þeirra sem bæði urðu fyrir hremm- ingum á þessu tímabili og þeirra sem stjórnuðu þeim.“ Fjölbreyttir fyrirlestrar Auk íslenskra fyrirlesara koma erlendir fyrirlesarar frá þekktum háskólastofnunum til að taka þátt í þinginu. Erindin eru af fjölbreyttara taginu en eiga það sameiginlegt að fjalla á einn eða annan hátt um hug- myndir, athafnir og arfleifð Maós sem og viðbrögð við þeim á þessum umrótatímum. Meðal þess sem tekið verður fyrir er þróun stjórnmála í Kína og áhrif hennar á alþjóðastjórnmál. Hugað verður að ólíkum þáttum svo sem notkun og hlutverki þjóðsagna og dæmisagna í pólitískum áróðri auk þess sem ljóðlist, söngvum og mynd- list rauðu varðliðanna verða gerð skil. Þá verður rakin síbreytileg ímynd Maós frá stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins allt fram á þenn- an dag og litið á siðferði, tungumál og heimspeki tímabilsins. Mikill áhugi að utan „Þetta er í fyrsta skipti, svo okkur sé kunnugt, sem efnt er til al- þjóðlegs málþings um þetta tímabil í sögu Kína. Við vonum að þetta verði til þess að fleiri fari að sinna þessu með heildstæðum hætti,“ upplýsir Arnþór og segir það greinilegt á þeim viðbrögðum sem skipuleggj- endur hafa fengið frá fræðimönnum frá Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu að mikill áhugi sé á viðfangsefninu og miklar rannsóknir stundaðar. „Mér er t.d. kunnugt um að bóka- útgáfa í Cambridge hafi sýnt áhuga á að gefa út alla fyrirlestrana.“ Menning | Alþjóðlegt málþing um tímabil Maós Zedongs í Kína 1949–1976 Hlutlæg umræða mikilvæg Í HNOTSKURN » Alþjóðlegt málþing umtímabil Maós í Kína fer fram í hátíðarsal Háskóla Ís- lands á morgun. Að þinginu standa Kínversk-íslenska menningarfélagið og Asíuver Íslands. » Hinn 9. september sl. voru30 ár liðin frá andláti Maós. » Asíuver Íslands var stofn-að 16. desember 2005. Leiðtoginn Maó Zedong var leiðtogi Kínverska alþýðulýðveldisins allt frá stofnun þess og fram að eigin andláti árið 1976. AP LEYNISKJÖL frá Englandsbanka, sem nú hafa verið gerð opinber á grundvelli upplýsingalaga, leiða í ljós að bankinn rannsakaði fjár- reiður John Lennons og George Harrisons eftir að samstarf Bítl- anna lagðist af. Bankanum þótti miklir fjármagnsflutningar þeirra til og frá landinu grunsamlegir og komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu gerst brotlegir við lög. Brot- in voru þó svo lítilvæg að bankinn ákvað að lögsækja þá ekki. Fjár- magnsflutningar til og frá Bret- landi voru undir ströngu eftirliti á þessum tíma og var það liður í því að viðhalda stöðugleika í efnahags- lífinu. Englandsbanki byrjaði að grafast fyrir um fjármál Lennons árið 1973, en þá var hann fluttur til New York. Upp frá því fór bankinn að grennslast fyrir um aðra Bítla á sama hátt. Meðal þess sem var rannsakað voru greiðslur til George Harrisons sem samsvara um 260 milljónum ÍSK að núvirði og lán til bæði Lennons og Harr- isons. Haustið 1974 lét bankinn frá sér fara að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bítlarnir hefðu orðið uppvísir að „tæknilegum af- brotum …“ en þau væru of lítilvæg til þess að hægt væri að lögsækja þá fyrir þau. Fjárreiður Bítlanna rannsakaðar Lennon og Harrison taldir hafa brotið lög GRÍÐARLEG eftirvænting ríkir fyrir tónleikaferð Dolly Parton til Evrópu í vor, en kántrídívan mikla hefur ekki farið í stóra tónleika- ferð síðan um miðjan áttunda áratuginn. Ferð- in hefst á Norð- urlöndunum og var ráðgert að halda fyrstu tón- leikana í Horsens í Danmörku 7. mars. Þegar miðasala hófst fyrir um viku seld- ust 4.500 miðar upp á sjö mínútum, og 4.300 manns eru strax komnir á biðlista. Aðeins var ætlunin að halda eina tónleika í Danmörku og ljóst var að leita varð leiða til að efna til aukatónleika. Þeir voru loks boðaðir 6. mars og áttu miðar á þá að fara í sölu í gær. Ljóst var því að uppselt yrði á þá áður en formleg miðasala hæfist, eins og kom á daginn. Danir hrifnir af Dolly Parton Dolly Parton MEÐAL þeirra sem koma fram á alþjóðlegu mál- þingi um tímabil Maós Zedongs í Kína er Matthías Johannessen skáld. Matthías mun lítillega segja frá kveð- skap Maós en þó fyrst og fremst fara með eigin þýðingar á nokkrum ljóðum eftir formanninn. Þýðingar sínar á ljóðum Maós segir Matthías tengjast almennum áhuga sínum á kínverskum kveð- skap. „Ég hef heillast af kínverskum ljóðheimi og undrast hvað hann er nútímalegur þrátt fyrir ævafornar rætur hans,“ upplýsir hann en bætir við að sig hafi einnig langað að vita hvernig Maó hugsaði sem ljóðskáld. „Mér fannst mikilvægt að við Ís- lendingar vissum eitthvað um það hvernig þessi leiðtogi fjölmennustu þjóðar heims hugsaði.“ Ekki endilega pólitískt skáld Matthías segir að Maó hafi verið myndrænt skáld í kínverskum anda og þar að auki gott skáld. Þá hafi yrkisefni hans ekki endilega verið pólitísks eðlis. Þýðingarnar vann Matthías úr sænsku og ensku fyrir rúmum þrem- ur áratugum. Það átti svo fyrir hon- um að liggja að kynnast kínverskri ljóðlist betur. „Þegar ég kynntist Wang Rong- hua, sem var sendiherra Kína á Ís- landi [á árunum 1998–2002] og sjálfur skáld, kynntist ég um leið kínverskri ljóðlist miklu betur. Í sameiningu unnum við að íslenskum þýðingum kínverskra ljóða úr frummálinu.“ Áætlað er að framlag Matthíasar til málþingsins hefjist klukkan 16.15. Menning | Matthías Johannessen flytur ljóð Maós Maó Zedong var gott og myndrænt skáld Matthías Johannessen ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.