Morgunblaðið - 10.11.2006, Side 26

Morgunblaðið - 10.11.2006, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Calsium eap Kalk sem nýtist Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is OPIÐ hús verður í Landakotsskóla á morgun, laugardag, en þá verður því fagnað að 110 ár eru liðin frá stofnun skólans. Nóg var um að vera í Landakotsskóla þegar blaðamaður heimsótti hann í gær, en nemendur skólans, sem eru á aldrinum fimm til fimmtán ára, voru önnum kafnir við að undirbúa afmælishátíðina. Meðal annars mátti heyra börnin æfa söngatriði og búa til ýmiss konar skraut sem prýða mun skólann á afmælinu á morgun. Lítill og heimilislegur skóli Undanfarna daga hafa verið þemadagar í Landakotsskóla til þess að undirbúa hátíðahöldin. Regína Höskuldsdóttir, skóla- stjóri, segir á þeim hafi verið unn- ið með fjölbreytni og fjölmenning- arlegt samfélag. Landakotsskóli er lítill og heim- ilislegur og andinn notalegur. Nemendur skólans eru um 140 talsins og er einn bekkur í hverj- um árgangi, en yngstu nemendur skólans ganga í fimm ára bekk. Þrátt fyrir að skólinn sé ekki fjöl- mennur ríkir þar mikil fjölbreytni, en börnin í skólanum eru frá 25 þjóðlöndum og því tæp 40% nem- endanna af erlendum uppruna. „Það er fjölmenningarlegt yfir- bragð á þessum skóla. Það er mik- ið um það að íslensk börn sem búið hafa erlendis komi hingað með sína menningarstrauma erlendis frá,“ segir Regína. Eins sé nokkuð af nemendum í skólanum sem eiga erlent foreldri. Fimm ára í frönskunámi Í Landakotsskóla er mikil áhersla lögð á tungumálanám. „Börnin byrja fimm ára að læra ensku og frönsku,“ segir Regína og bætir við að til að byrja með fari sú kennsla fram í gegnum leik og söng. „Síðan kemur danska og spænska inn í fimmta bekk.“ Þau börn sem blaðamaður hitti í söng- tíma Landakotsskóla í gær áttu heldur ekki í vandræðum með tungumál, en börnin sungu meðal annars á ensku, frönsku og dönsku. Landakotsskóli er einn elsti skóli landsins en hann var stofn- aður árið 1896. Fram til ársins 2005 var skólinn rekinn af Kaþ- ólsku kirkjunni en nú er hann sjálfseignarstofnun með sjálf- stæðri stjórn. Skólinn starfar eftir sem áður í húsnæði Kaþólsku kirkjunnar við Túngötu í Reykja- vík. Hann starfar samkvæmt Aðal- námskrá en hefur þó nýtt sér svig- rúm til að taka upp ýmsa ný- breytni í skipulagi skólastarfsins. Haldið í kristileg gildi Regína segir að haldið sé í kristileg gildi í skólanum og er far- ið með bæn í upphafi hvers skóla- dags. Mikil áhersla sé lögð á nota- legt og heimilislegt andrúmsloft í Landakotsskóla og þar þekki allir alla. Aðspurð segir Regína að margir nemendur skólans búi í hverfinu. Hins vegar sæki skólann líka börn annars staðar úr borginni, sem og úr öðrum sveitarfélögum, svo sem Mosfellsbæ, Hafnarfirði og Kópa- vogi. Mikið verður um dýrðir á af- mælishátíð Landakotsskóla á morgun. Regína segir að á milli klukkan 14 og 17 verði opið hús í skólanum. Klukkan 15 verði hátíð- arathöfn í Landakotskirkju. Meðal þeirra sem þar flytja ávörp verða menntamálaráðherra, borgarstjóri og sóknarprestur Landakots- kirkju. Einnig mun nýstofnaður kór Landakotsskóla syngja nokkur lög. Í skólanum verður boðið upp á veitingar og gestum gefst kostur á að skoða skólann, vinnu nemenda og skoða bókagjafir. Landakotsskóli starfað í 110 ár Morgunblaðið/Þorkell 110 ára Landakotsskóli var stofnaður árið 1896 og hefur því starfað í 110 ár. Skólinn var rekinn á vegum Kaþólsku kirkjunnar þar til í fyrra, en er nú sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri stjórn. Morgunblaðið/Eyþór Líf og fjör Nemendur Landakotsskóla að leik á skólalóðinni í frímínútum. Nemendur frá 25 þjóðlöndum stunda nám í skólanum Í HNOTSKURN »Landakotsskóli var stofn-aður árið 1896 og var lengst af rekinn af Kaþólsku kirkjunni. » 137 nemendur eru í skól-anum sem nú er sjálfseign- arstofnun. BÆJARSTJÓRI Mosfellsbæjar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, og stjórnarformaður Kaupáss, Jón Helgi Guðmundsson, munu formlega opna nýja Krónuverslun í dag kl. 14 í nýrri verslunarmiðstöð við Háholt í Mosfellsbæ sem hlotið hefur nafnið Mosinn. Í Krónunni Mosfellsbæ er m.a. salatbar, heilsuvörudeild sem býður upp á lífrænar og hollar vörur auk þess sem seldur er heitur heimilis- matur í hádegi og á kvöldin. Einnig er nýjung að kjötmeistari Krónunn- ar er á staðnum og mun hann að- stoða fólk við val á kjötvörum. Munu starfsmenn Krónunnar raða vörum viðskiptavina í poka við kassa. Verslunarhúsnæðið Mosinn er í eigu fasteignafélagsins Smára- garðs ehf. en þar verða líka leik- fangaverslunin Leikbær og Inn- römmun EES sem einnig býður upp á gjafavöru. Krónan opn- uð í Mosanum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.