Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Calsium eap Kalk sem nýtist Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is OPIÐ hús verður í Landakotsskóla á morgun, laugardag, en þá verður því fagnað að 110 ár eru liðin frá stofnun skólans. Nóg var um að vera í Landakotsskóla þegar blaðamaður heimsótti hann í gær, en nemendur skólans, sem eru á aldrinum fimm til fimmtán ára, voru önnum kafnir við að undirbúa afmælishátíðina. Meðal annars mátti heyra börnin æfa söngatriði og búa til ýmiss konar skraut sem prýða mun skólann á afmælinu á morgun. Lítill og heimilislegur skóli Undanfarna daga hafa verið þemadagar í Landakotsskóla til þess að undirbúa hátíðahöldin. Regína Höskuldsdóttir, skóla- stjóri, segir á þeim hafi verið unn- ið með fjölbreytni og fjölmenning- arlegt samfélag. Landakotsskóli er lítill og heim- ilislegur og andinn notalegur. Nemendur skólans eru um 140 talsins og er einn bekkur í hverj- um árgangi, en yngstu nemendur skólans ganga í fimm ára bekk. Þrátt fyrir að skólinn sé ekki fjöl- mennur ríkir þar mikil fjölbreytni, en börnin í skólanum eru frá 25 þjóðlöndum og því tæp 40% nem- endanna af erlendum uppruna. „Það er fjölmenningarlegt yfir- bragð á þessum skóla. Það er mik- ið um það að íslensk börn sem búið hafa erlendis komi hingað með sína menningarstrauma erlendis frá,“ segir Regína. Eins sé nokkuð af nemendum í skólanum sem eiga erlent foreldri. Fimm ára í frönskunámi Í Landakotsskóla er mikil áhersla lögð á tungumálanám. „Börnin byrja fimm ára að læra ensku og frönsku,“ segir Regína og bætir við að til að byrja með fari sú kennsla fram í gegnum leik og söng. „Síðan kemur danska og spænska inn í fimmta bekk.“ Þau börn sem blaðamaður hitti í söng- tíma Landakotsskóla í gær áttu heldur ekki í vandræðum með tungumál, en börnin sungu meðal annars á ensku, frönsku og dönsku. Landakotsskóli er einn elsti skóli landsins en hann var stofn- aður árið 1896. Fram til ársins 2005 var skólinn rekinn af Kaþ- ólsku kirkjunni en nú er hann sjálfseignarstofnun með sjálf- stæðri stjórn. Skólinn starfar eftir sem áður í húsnæði Kaþólsku kirkjunnar við Túngötu í Reykja- vík. Hann starfar samkvæmt Aðal- námskrá en hefur þó nýtt sér svig- rúm til að taka upp ýmsa ný- breytni í skipulagi skólastarfsins. Haldið í kristileg gildi Regína segir að haldið sé í kristileg gildi í skólanum og er far- ið með bæn í upphafi hvers skóla- dags. Mikil áhersla sé lögð á nota- legt og heimilislegt andrúmsloft í Landakotsskóla og þar þekki allir alla. Aðspurð segir Regína að margir nemendur skólans búi í hverfinu. Hins vegar sæki skólann líka börn annars staðar úr borginni, sem og úr öðrum sveitarfélögum, svo sem Mosfellsbæ, Hafnarfirði og Kópa- vogi. Mikið verður um dýrðir á af- mælishátíð Landakotsskóla á morgun. Regína segir að á milli klukkan 14 og 17 verði opið hús í skólanum. Klukkan 15 verði hátíð- arathöfn í Landakotskirkju. Meðal þeirra sem þar flytja ávörp verða menntamálaráðherra, borgarstjóri og sóknarprestur Landakots- kirkju. Einnig mun nýstofnaður kór Landakotsskóla syngja nokkur lög. Í skólanum verður boðið upp á veitingar og gestum gefst kostur á að skoða skólann, vinnu nemenda og skoða bókagjafir. Landakotsskóli starfað í 110 ár Morgunblaðið/Þorkell 110 ára Landakotsskóli var stofnaður árið 1896 og hefur því starfað í 110 ár. Skólinn var rekinn á vegum Kaþólsku kirkjunnar þar til í fyrra, en er nú sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri stjórn. Morgunblaðið/Eyþór Líf og fjör Nemendur Landakotsskóla að leik á skólalóðinni í frímínútum. Nemendur frá 25 þjóðlöndum stunda nám í skólanum Í HNOTSKURN »Landakotsskóli var stofn-aður árið 1896 og var lengst af rekinn af Kaþólsku kirkjunni. » 137 nemendur eru í skól-anum sem nú er sjálfseign- arstofnun. BÆJARSTJÓRI Mosfellsbæjar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, og stjórnarformaður Kaupáss, Jón Helgi Guðmundsson, munu formlega opna nýja Krónuverslun í dag kl. 14 í nýrri verslunarmiðstöð við Háholt í Mosfellsbæ sem hlotið hefur nafnið Mosinn. Í Krónunni Mosfellsbæ er m.a. salatbar, heilsuvörudeild sem býður upp á lífrænar og hollar vörur auk þess sem seldur er heitur heimilis- matur í hádegi og á kvöldin. Einnig er nýjung að kjötmeistari Krónunn- ar er á staðnum og mun hann að- stoða fólk við val á kjötvörum. Munu starfsmenn Krónunnar raða vörum viðskiptavina í poka við kassa. Verslunarhúsnæðið Mosinn er í eigu fasteignafélagsins Smára- garðs ehf. en þar verða líka leik- fangaverslunin Leikbær og Inn- römmun EES sem einnig býður upp á gjafavöru. Krónan opn- uð í Mosanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.