Morgunblaðið - 10.11.2006, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 10.11.2006, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 63 Við styðjum Bryndísi Haralds. . . Kosningaskrifstofa Bryndísar er að Bæjarlind 14 í Kópavogi. Upplýsingasími 554 1508 Ólafur G. Einarsson fyrrv. ráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir þingmaður Salome Þorkelsdóttir fyrrv. forseti Alþingis Almar Grímsson Bæjarfulltrúi og lyfjafræðingur Gullveig Sæmundsdóttir fyrrv. ritstjóri Haraldur Sverrisson bæjarfulltrúi Bjarki Sigurðsson handboltamaður Helga Guðrún Jónsdóttir kynningarstjóri Kristinn Andersen verkfræðingur Stefán Hilmarsson tónlistarmaður Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sólveig Pálsdóttir framhaldsskólakennari og varabæjarfulltrúi Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Ásthildur Helgadóttir fótboltakona og bæjarfulltrúi Sigríður Rósa Magnúsdóttir bæjarfulltrúi María Kristín Gylfadóttir formaður Heimilis og skóla og varabæjarfulltrúi Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Borgar Þór Einarsson formaður SUS Hafsteinn Þór Hauksson fyrrv. formaður SUS Ragnheiður Guðmundsdóttir varabæjarfulltrúi Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem NME, útbreiddasta tónlistarrit Bretlandseyja, leggur opnugrein undir hljómsveit sem enn hefur ekki gefið út plötu. Sá sjaldgæfi heiður hefur þó hlotnast íslensku hljómsveitinni Jakobínurínu, sem sló ekki einasta í gegn á Airwaves- hátíðinni í fyrra heldur og á þeirri í ár. Greinin hefst á stuttu spjalli við framkvæmdastjóra Iceland Airwa- ves, Eldar Ástþórsson, og fer NME fögrum orðum um hátíðina, segir hátíðina þá bestu sem blaðið hafi upplifað í langan tíma. Opnuna prýðir svo flennistór mynd af Jak- obínurínu, og í baksýn snjór og fjöll, nema hvað. Í greininni er svo talað fjálglega um sveitina og tón- list hennar, og lýsingar á lífsstíl og ævintýrum meðlima eru litríkar. Heimir Gestur Eggertsson, gít- arleikari sveitarinnar, er að vonum ánægður með umfjöllunina. „Mér finnst mjög fyndið hvernig þetta er skrifað. Þetta er stíll þessa blaðs, að ýkja hlutina á réttum stöðum. Ekki að það hafi ekki verið mikið stuð og stemning hjá okkur undanfarna mánuði, og stundum komi fyrir að við göngum of langt. En einhvern veginn verða þeir að selja blaðið.“ Of mikil athygli? Það hefur mikið verið rætt um Jakobínurínu undanfarin misseri. Of mikil athygli kannski? „Stundum finnst mér fullmikið látið með okkur, miðað við það að við erum ekki enn búnir að gefa út plötu,“ segir Heimir. „Það er eins og flestir hafi heyrt af okkur en ekki í okkur.“ Það sem liggur fyrir á útgáfusviðinu er þriggja laga smáskífa, „His Lyrics Are Dis- astrous“, sem út kom hjá hinu goð- sagnakennda breska útgáfufyr- irtæki Rough Trade í sumar. Það var Ken Thomas sem upp- tökustýrði lögunum (Sigur Rós, Wire). Og stóra platan er í burð- arliðnum en hennar má vænta í janúar eða febrúar á næsta ári. „Við erum að vinna hörðum höndum að henni í þessum töluðu orðum,“ segir Heimir. „Sumir vilja koma henni út sem fyrst en flestir í bandinu vilja meiri rólegheit, og meiri metnað í vinnsluna.“ Þessir „sumu“ eru starfsmenn Big Dip- per, umboðsfyrirtækis sem rekið er af John Best, umboðsmanni Sig- ur Rósar. „Þetta fólk er að vinna á fullu fyrir okkur og við erum því auðvit- að mjög þakklátir. Þau eru að reyna að koma okkur inn á jóla- tónleika Rough Trade og þessi þrýstingur frá þeim er okkur nauð- synlegur. Það þarf að ýta okkur áfram.“ Jakobínarína slær í gegn … aftur Morgunblaðið/Eggert Vinsælir „Það er eins og flestir hafi heyrt af okkur en ekki í okkur,“ segir Heimir Gestur Eggertsson. myspace.com/jakobinarina BÓKAÚTGÁFAN Veröld gefur aðdáendum Yrsu Sigurðardóttur kost á að taka forskot á sæluna og lesa upphaf nýrrar glæpasögu hennar, Sér grefur gröf, á heima- síðu forlagsins. Bókin er vænt- anleg í verslanir þann 18. nóv- ember næstkomandi. Að sögn Péturs Más Ólafssonar, útgefanda hjá Veröld, ákváðu forleggjararnir að „slá á eftirvæntingu lesenda með því að leyfa þeim að byrja að lesa strax, á meðan Prentsmiðjan Oddi lýkur við prentun bók- arinnar.“ Þegar frumraun Yrsu, Þriðja táknið, kom út á Íslandi í fyrra hafði verið samið um útgáfu á bókinni á fleiri tungumálum en áð- ur voru dæmi um hjá íslenskum höfundi. Nú kemur Þriðja táknið á markað á 25 tungumálum í yfir 100 löndum í öllum byggðum heimsálfum veraldar. Forsmekkur á netinu Slóðin að verkinu er www.verold.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.