Morgunblaðið - 30.11.2006, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
FYRIRHUGAÐ er að reisa bíla-
stæðahús fyrir 1.600 bíla í Austurhöfn
Reykjavíkur þar sem tónlistar- og
ráðstefnuhúsið á að rísa, en það mun
nær tvöfalda fjölda bílastæða í mið-
borginni sjálfri frá því sem nú er. Í
húsinu verða um fjórum hundruðum
fleiri stæði en eru samanlagt í öllum
sjö bílastæðahúsum Bílastæðasjóðs
Reykjavíkur sem fyrir eru í miðborg-
inni, en þar eru nú samtals um 1.200
stæði.
Tvær hæðir neðanjarðar
Bílastæðahúsið verður á tveimur
hæðum neðanjarðar undir þeim
byggingum sem rísa eiga í austur-
hluta hafnarinnar á svæðinu frá Ing-
ólfsgarði að Hafnarstræti og frá
Kalkofnsvegi að Miðbakka, en þar á
auk tónlistar- og ráðstefnuhússins að
rísa hótel, höfuðstöðvar Landsbank-
ans, verslunar- og atvinnuhúsnæði og
fleira.
Frummatsskýrsla vegna mats á
umhverfisáhrifum framkvæmdarinn-
ar hefur verið lögð fram hjá Skipu-
lagsstofnun og er frestur til að gera
athugasemdir við framkvæmdina til
12. janúar nk.
Samkvæmt skýrslunni er gert ráð
fyrir að bílastæðahúsið verði alls um
50 þúsund fermetrar að stærð. Það
verður allt neðanjarðar á tveimur
hæðum og nær lægst um átta metra
niður fyrir núverandi götumynd. Að
auki verða bílastæði á yfirborði við
akstursleiðir og eru þau hugsuð sem
skammtímastæði.
Fram kemur að bygging bílastæða-
hússins sé hluti af framkvæmdum á
svæðinu og byggingu ráðstefnu- og
tónlistarhúss. Tilgangurinn með
byggingu þess sé að anna fyrirhug-
aðri bílastæðaþörf vegna ýmiss konar
starfsemi sem fyrirhuguð sé á svæð-
inu, auk þess sem húsið muni einnig
að hluta til anna almennri bílastæða-
þörf í miðbænum, sem fari sívaxandi.
Gert er ráð fyrir alls fimm leiðum
til og frá húsinu, sem eiga að dreifa
umferðinni vel frá svæðinu. Er meg-
in-hönnunarforsendan sú að koma
tónleikagestum með hagkvæmum og
skilvirkum hætti til og frá tónlistar-
húsinu. Segir í skýrslunni að bygging
tónlistarhússins og annarra bygginga
hafi í för með sér gagngerar breyt-
ingar á hafnarsvæðinu og nánasta
umhverfi þess og starfsemi sem þess-
ari fylgi mikil þörf fyrir bílastæði. Er
gert ráð fyrir að tónlistar- og ráð-
stefnumiðstöð kalli á 460 stæði, hótel
á 180 stæði, skrifstofur og verslanir á
710 stæði, auk þess sem stæði Bíla-
stæðasjóðs Reykjavíkur verða sam-
tals 250 talsins.
Í skýrslunni segir að aðrir mögu-
leikar á lausn á bílastæðaþörfinni á
svæðinu en að reisa bílastæðahús séu
ekki raunhæfir og bygging þess og
rekstur muni ekki hafa veruleg óaft-
urkræf umhverfisáhrif. Á fram-
kvæmdatíma séu hins vegar áhrif
framkvæmdarinnar nokkur, en þar sé
um að ræða tímabundin og afturkræf
áhrif, auk þess sem framkvæmdinni
sé áfangaskipt og ekki allur grunn-
urinn grafinn upp í einu.
Portus Group stendur að fram-
kvæmdum á svæðinu, en tillaga fyr-
irtækisins var talin hagstæðust eftir
samningskaupaferli um einkafram-
kvæmd 2004–2005 í framhaldi af hug-
myndasamkeppni um skipulag svæð-
isins. Að Portus standa Landsafl, sem
er fasteignafélag í eigu Landsbank-
ans, og Nýsir hf. og er gert ráð fyrir
að framkvæmdum verði lokið 2010.
1.600 bílastæði undir tón-
listar- og ráðstefnuhúsinu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Bílastæði Grunnurinn að bílastæðahúsinu er gríðarstór, enda á húsið að vera á tveimur hæðum og rúma 1.600
bíla. Til samanburðar eru öll gjaldstæð bílastæði í Reykjavík 3.200 talsins í bílastæðahúsum og annars staðar.
!
"
!"#
$
Bílastæðahúsið mun nær tvöfalda fjölda stæða í miðborginni frá því sem nú er
LÖGREGLAN í Reykjavík telur að
hið mikla magn kókaíns, sem tekið
var af íslenskum farþega í Leifsstöð
í síðustu viku, geti bent til þess að
smyglarar séu farnir að freista þess
að smygla stærri sendingum inn til
landsins en áður þekktist. Ljóst sé
að kókaínneysla hafi aukist und-
anfarin ár en á hinn bóginn geti ein
stór haldlagning skekkt heild-
armyndina í þessu sambandi. Málið
er til rannsóknar hjá lögreglunni á
Keflavíkurflugvelli en tæknideild
lögreglunnar í Reykjavík er til að-
stoðar.
Verð á kókaíni fellur
Að sögn Ásgeirs Karlssonar, að-
stoðaryfirlögregluþjóns og yf-
irmanns fíkniefnadeildar LR, hafa
haldlagningar á amfetamínsend-
ingum, svo tekið sé dæmi af öðru
meginfíkniefni í flokki örvandi efna,
verið af slíkri stærðargráðu það sem
af er ári að annað eins þekkist ekki.
Hleypur magnið í fjórum stærstu
amfetamínmálum ársins á fleiri tug-
um kílóa en það sem tekið hefur ver-
ið af kókaíni undanfarin ár nemur
um einu kílói á ársgrundvelli frá
árinu 1999 – með tveimur und-
antekningum, þ.e. árið 2004 og 2006.
Bent hefur verið á að hugsanlega
geti innflutningur aukist þegar verð
á fíkniefnum fer lækkandi en í því
samhengi má benda á að verð á einu
grammi af kókaíni hefur nú ekki ver-
ið eins lágt um langt skeið. Í síðustu
verðkönnun SÁÁ, frá 30. september,
kostaði 1 gramm af kókaíni 9.250 kr.
sem skoðast sem mikil lækkun mið-
að við að grammið kostaði á bilinu
10–13 þúsund krónur misserin á
undan. Fara þarf aftur til júní 2005
til að finna lægra verð en nú er, en
þá kostaði grammið 7.750 krónur.
Ungt fólk á örvandi efnunum
Neysla örvandi efna er bundin við
20–35 ára neytendur og fyrr í þess-
um mánuði útskýrði Þórarinn Tyrf-
ingsson, yfirlæknir á Vogi, að þessi
efni væru tengd skemmtanalífinu og
áfengisneyslu. Þá benti hann á
að örvandi vímuefnaneysla væri
meiri túraneysla en neysla annarra
vímuefna.
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli
tjáði sig ekki um rannsókn stóra
kókaínmálsins í gær en einn maður
situr í gæsluvarðhaldi vegna rann-
sóknarinnar.
Reyna stórsmygl frekar
Kókaín haldlagt
Sprenging er kókaínhaldlagningum á
árinu miðað við árin á undan. Allar tölur í
grömmum.
1999 955
2000 945
2001 599
2002 1870
2003 1192
2004 6160
2005 1138
2006 12808
Heimild: Ríkislögreglustjóri
SAMRÁÐSHÓPUR hefur verið
settur á laggirnar vegna áforma
um að byggja allt að 300 m² skólp-
hreinsistöð í næsta nágrenni við ný-
legan vistvænan leikskóla, grunn-
skóla, íþróttamiðstöð og
íbúðabyggð í Grundarhverfi á Kjal-
arnesi.
Tillaga um breytingu að deili-
skipulagi þar sem gert er ráð fyrir
skólphreinsistöðinni hefur mætt
harðri andstöðu meðal íbúa í hverf-
inu og hafa yfir 100 manns ritað
nafn sitt á undirskriftalista í mót-
mælaskyni.
Af hálfu hverfisráðs situr Hólm-
ar Þór Stefánsson í hópnum auk
fulltrúa frá Orkuveitu Reykjavíkur
og Reykjavíkurborg. Að sögn
Hólmars Þórs mun hópurinn eiga
fund í næstu viku. Hann sagðist
ekki geta sagt til um hvenær hóp-
urinn kæmist að niðurstöðu en
sagðist vonast til að það yrði sem
allra fyrst.
Í samtali sem birtist í Morgun-
blaðinu í gær sagði Guðbrandur
Sigurðsson, íbúi í Grundarhverfi,
að fólk í hverfinu hefði áhyggjur af
umferðaröryggi í hverfinu, sjón- og
lyktarmengun. Þá gagnrýndi hann
að tillagan að breytingu á deili-
skipulagi hefði ekki verið kynnt
íbúum.
Samráðsnefnd
um hreinsistöð
VON er á djúpri lægð upp að landinu
um hádegi í dag, og í kjölfar hennar
er von á stormi víða um land. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu
Íslands verður veðrið verst vestan
til; á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og á
Breiðafirði; og á Suðausturlandi, þar
sem vindur gæti farið í 25 m/s.
Skást verður veðrið á Norðvest-
urlandi, en búast má við áframhald-
andi kulda og norðanátt í þeim lands-
hluta. Gera má ráð fyrir miklum
vindhviðum undir Hafnarfjalli og á
Kjalarnesi, og ekkert ferðaveður
verður þegar veðrið verður hvað
verst.
Reikna má með að vindstyrkur
verði yfir 20 m/s víða fram á föstu-
dag. Veðrinu mun fylgja mikil úr-
koma, mest suðaustanlands, en hiti
verður yfir frostmarki víðast hvar og
því verður um rigningu eða slyddu
að ræða.
Lægðin mun grynnast yfir landinu
í dag og kvöld, en eftir að hún gengur
norður yfir landið má búast við frosti
víða um land, þó hiti gæti haldist um
frostmarkið á Suðurlandi.
Lítið ferða-
veður víða
um land
♦♦♦