Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 13

Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 13 ÚR VERINU „ÞETTA er þreytandi, myrkur nánast allan sólarhringinn,“ segir Árni Sig- urðsson, skipstjóri á Arnari HU frá Skagaströnd. Skipið er á leið heim úr rússnesku lögsögunni í Barentshafi, langleiðina norður undir rússnesku eyjunni Novaya Zemlya. Árni segir að það sé skíma á milli klukkan hálftíu og hálftólf á daginn, ekki sé hægt að tala um fulla dags- birtu. „Það hefur allt að segja að hafa eitthvað að gera þega svona er,“ segir Árni. Skipverjar hafa aðgang að gervi- hnattasjónvarpi og gervihnattasíma en Árni segir slæmt að geta ekki heyrt íslenskt útvarp til að fylgjast með fréttum að heiman. Óvíst með aðstoð Spurður um öryggi sjómanna við þessar aðstæður segir Árni að þau mál þurfi að bæta. Mjög óljóst sé hvort Rússar myndu hjálpa til með læknis- þjónustu ef eitthvað kæmi upp á og Norðmenn myndu ekki senda eftir mönnum í rússneskri lögsögu. Það geti tekið allt upp í fjóra daga að sigla til Noregs. „Þetta er verulegt áhyggju- efni, maður forðast bara að hugsa til óhappa. Það er verið að senda 100 til 150 íslenska sjómenn norður í þessar aðstæður. Íslensk stjórnvöld, útgerð- irnar og samtök sjómanna verða að gera eitthvað í því að skýra þessi mál gagnvart Rússum,“ segir Árni. Það tók Arnar sex sólarhringa að sigla á veiðislóðina en eitthvað styttri tíma til baka því þeir voru komnir vest- ar í Barentshafið í lok túrsins. Skipið var sunnan við Jan Mayen í gær og er væntanlegt heim til Skagastrandar síðdegis á morgun. Þeir fengu um 600 tonn af fiski upp úr sjó á 28 dögum. Það gerir 115 til 120 milljónir kr. í afla- verðmæti, samkvæmt upplýsingum Gísla Svans Einarssonar, útgerðar- stjóra hjá FISK-Seafood, sem gerir Arnar út. Þarf að tryggja öryggi sjó- manna á rússneska svæðinu Morgunblaðið/Alfons LOKS virðist lát á aukningu í út- flutningi ísfisks sem vaxið hefur stöðugt undanfarin ár. Kemur þetta fram í frétt á vef Fiskistofu. Fiskistofa hef- ur tekið saman bráðabirgðatölur um þróun verð- mætis og magns útflutts afla helstu fiskiteg- unda á erlenda ferskfiskmarkaði frá fiskveiðiárinu 2003/2004 til 2005/ 2006. Á síðastliðnu fiskveiðiári voru flutt út 55.288 tonn. Það er nánast sama magn og árið áður þegar út- flutningur óunnins afla var 55.606 tonn. Verðmætin jukust hins vegar verulega, eða úr 7.306 milljónum króna í 9.918 milljónir. Ýsan vó þyngst eins og nokkur undanfarin ár. Út voru flutt 19.307 tonn af ýsu á síðasta ári fyrir 3.211 milljónir kr. Flutt voru út óunnin 14.589 tonn af karfa að verðmæti 1909 milljónir kr. Þá voru flutt út 8.608 tonn af þroski að verðmæti 2.086 milljónir kr. Meðalverð íslensks þorsks sem seldur var á erlendum ferskfisk- mörkuðum á síðasta fiskveiðiári hækkaði um 5% frá fyrra ári, var lið- lega 242 kr. á kíló. Meðalverð ann- arra tegunda virðist hafa hækkað um 5–9%, samkvæmt tölum Fiski- stofu. Þannig hækkaði meðalverð ýsu um 9% milli tímabila. Ísfiskút- flutningur eykst ekki SAMTÖK sjómanna hvetja til þess í ályktunum frá nýlegum þingum að stofnuð verði alþjóðleg íslensk skipaskrá. Þannig verði lögfest sam- bærilegt skattaumhverfi og á hinum Norðurlöndunum. Það er talið eina ráðið til að efla íslenska far- mannastétt. Í ályktun þings Sjómanna- sambands Íslands er því fagnað að íslenskum kaupskipaútgerðum vegni vel á Íslandi og erlendis. Vitn- að er til frétta um að á vegum þeirra sigli nú 65 kaupskip, öll skráð undir erlendum fánum. „Það er kaldhæðni örlaganna að eyþjóð sem byggir alla sína aðdrætti og útflutning á öfl- ugum kaupskipaflota skuli ekki vera með eitt einasta kaupskip skráð hér á landi,“ segir í ályktuninni. Í ályktun formannaráðstefnu Far- manna- og fiskimannasambands Ís- lands kemur fram að íslenskir far- menn séu allir erlendir launþegar, flestir ráðnir til færeyskra útgerða. Fram kemur það mat FFSÍ að innan 15 ára, eða þann tíma sem tekur nú- verandi stétt skipstjórnarmanna á kaupskipum að ná eftirlaunaaldri, muni íslenskir skipstjórnarmenn heyra sögunni til. Hvatt til stofnunar skipaskrár ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.