Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 18

Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ NIÐURINN í Varmánni og tístið í fuglunum glöddu eyrun utandyra þegar Morgunblaðs- menn heimsóttu handverkstæðið Ásgarð við Álafossveg 24 í Mosfellsbæ í gær. Innan dyra var ys og þys og starfsmenn önnum kafnir við iðju sína. Jólamarkaður Ásgarðs verður hald- inn næstkomandi laugardag, 2. desember, frá kl. 12 til 17, og kepptust allir við að ljúka við sem flesta muni fyrir markaðinn. Óskar Albertsson, talsmaður þeirra í Ás- garði, sagði stemninguna fína. „Aðalvertíðin hjá okkur er í desember þegar jólin nálgast. Annars er alltaf talsvert rennirí af fólki,“ sagði Óskar. Oft koma rútur í Álafosskvosina með ferðamenn. Ullarvörumarkaður Álafoss er gegnt Ásgarði og ferðafólkið lítur við á báðum stöðum. Óskar sagði vinnustaðinn mikils virði fyrir starfsfólk Ásgarðs. „Geta starfsmanna er misjafnlega mikil en við reynum að laga vinn- una að hverjum og einum.“ Á jólamarkaðnum verða til sölu leikföng, listmunir og annað sem starfsmenn hafa búið til úr viði, ull, skeljum, steinum, beini og leðri. Einnig verður gestum boðið að kaupa kaffi, súkkulaði og kökur á vægu verði. Systkinin KK og Ellen munu koma í heimsókn um tvö- leytið. Starfsmenn Ásgarðs hafa lagt áherslu á að hanna og þróa einföld, sterk og skemmtileg leikföng sem eiga sér samsvörun í íslenskum þjóðháttum. Hvort sem um er að ræða sjávar- útveg, landbúnað, þjóðsögur eða ævintýri. Þessa sér stað í leikföngunum þar sem ým- islegt er framleitt sem t.d. tilheyrir fluginu og sveitinni svo tvö ólík svið séu nefnd. Eins má sjá virðulega leikfangabíla og dúkkuvagna úr viði. Hillurnar í sýningarsalnum, sem einnig er matsalur, voru næstum farnar að svigna af fjölbreyttu úrvali listmuna og leikfanga, við- arskúlptúra og mynda. Allt er þetta unnið úr náttúrulegum efnum og talsvert lagt á sig til þess. Náttúrulegir litir eru t.d. fluttir inn dýr- um dómum frá Svíþjóð og leikföngin eru olíu- borin með matarolíu. Það þarf því ekki að ótt- ast eitrunaráhrif þótt þau rati í litla munna. Lurkar í skúlptúra eru fengnir úr trjám sem hafa t.d. verið grisjuð úr görðum. Trjábolirnir þurfa að þorna í tvö ár utandyra áður en þeir eru færðir inn og hægt að vinna úr þeim. Starfsmennirnir eru af höfuðborgarsvæð- inu. Auk þess að vinna í Ásgarði mynda starfs- menn leikhópinn MAS sem hefur sýnt bæði hér heima og erlendis. Ásgarður er verndaður vinnustaður, stofnaður 1993. Þar vinna 28 þroskaheftir einstaklingar og sjö verkstjórar. Forstöðumaður Ásgarðs er Heimir Þór Tryggvason. Listmunagerð og leikfangasmíð Morgunblaðið/RAX Vinnufélagar Haukur Sveinsson, Óskar Albertsson og Sigurbjörn Gunnarsson voru í vinnu- stofu Ásgarðs. Haukur var að vefa armband og Sigurbjörn að vefa jólaklút úr ull. Handverk Axel Erlingsson var að fægja jólatré sem sagað var út úr trjálurk. Börkurinn er látinn njóta sín, svo þetta er ekta tré. Jólamarkaður Ásgarðs við Álafossveg verður á laugardaginn kemur Í HNOTSKURN »Ásgarður erverndaður vinnu- staður í Álafosskvos- inni, stofnaður 1993. Þar vinna nú 28 þroskaheftir ein- staklingar og sjö verkstjórar. »Handverkið erhaft í hávegum og allir munir gerðir úr náttúrulegum efnum. Leikföng og listmunir verða til sölu á jóla- markaðnum nk. laugardag. Fjölbreytt Margs konar munir eru gerðir í Ásgarði, jafnt handunnin leikföng og list- munir úr náttúrulegum efnum. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SIGRÚN Björk Jakobsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, tekur við starfi bæjarstjóra á Akureyri af Kristjáni Þór Júlíussyni á fyrsta fundi bæj- arstjórnar á næsta ári, 9. janúar. Kristján Þór, sem gegnt hefur starfinu í tæpan áratug, er nýr oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjör- dæmi og sest á þing í vor. Kristján Þór og Sigrún Björk hafa raunar sætaskipti 9. janúar því Kristján verður forseti bæjarstjórnar, en var ekki tilbúinn í gær að segja hve lengi. Sagði þó vel koma til greina að vera bæjarfulltrúi samhliða þingmennsku. Sigrún Björk verður bæjarstjóri til vors 2009, en Samfylkingin skipar bæjarstjóra síðasta ár kjörtímabilsins skv. samkomulagi meirihluta- flokkanna frá því sl. vor. Kristján Þór lýsti ánægju með að Sigrún yrði bæjarstjóri, þegar ákvörðun sjálfstæðismanna var tilkynnt á blaðamannafundi í gærmorgun. Sagði hana hafa mikla reynslu og „við erum að sjálfsögðu stoltir af því að sjálfstæðismenn skuli eiga þann heiður að skipa fyrstu konuna sem bæjarstjóra á Akur- eyri. Það er gríðarlega skemmtilegt og ánægju- legt“. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigrún Björk það mikinn heiður að verða bæjarstjóri og kvaðst fagna því sérstaklega að kona tæki við embættinu. Þegar Sigrún var spurð hvort hún teldi það mikilvægt svaraði hún: „Í jafnrétt- isbarbaráttunni skiptir allt máli og ég lít á þetta sem gott skref í þeirri baráttu. Ég er fyrst og fremst ánægð vegna þess. Vonandi verður það ekki mikil frétt í framtíðinni að kona verði bæj- arstjóri heldur algjörlega sjálfsagður hlutur en það er ekki orðið enn þannig að ég fagna þessu gríðarlega.“ Þú varst fyrst kjörin í bæjarstjórn árið 2002. Það má segja að frami þinn sé skjótur. „Já, kannski má segja það. Ég hef reynt að vera heiðarleg og trú sjálfri mér og hef ekki ver- ið í neinum blekkingaleik um það sem ég stend fyrir. Mönnum hefur greinilega líkað það vel.“ Er eitthvað sem þú ert sérstaklega ánægð með af þínum störfum í bæjarstjórn til þessa? „Já, ég er mjög stolt af stöðunni í menningar- málum hér á Akureyri. Ég tel að þær áherslu- breytingar sem við sjálfstæðismenn hófum á síðasta kjörtímabili hafi heppnast mjög vel, t.d. hvað varðar rekstur menningarstofnana; það hvernig þær hafa komið sér á framfæri og styrkt ímynd bæjarins tel ég eitt af mínum aðal- afrekum.“ Það er margt framundan, er eitthvað öðru fremur sem þú ert spennt að takast á við? „Ég er spennt fyrir öllu. Það er gríðarlega mikið ábyrgðarstarf að vera bæjarstjóri á Akur- eyri og ég dreg andann djúpt þegar ég hugsa um það sem framundan er. Bærinn fer í gegn- um mjög spennandi tímabil á næstu þremur ár- um og stór mál á næsta ári verða t.d. skipulags- mál og uppbygging íþróttamannvirkja, og svo er menningarhúsið að koma í rekstur.“ Kristján hefur verið sterkur bæjarstjóri. Heldurðu að erfitt verði að setjast í stólinn á eft- ir honum? „Alveg örugglega. Ég á alveg eftir að sanna mig í þessu starfi en tekst það vonandi. Ég nýt stuðnings Kristjáns að minnsta kosti fram eftir ári og vonandi eitthvað lengur. Hann hefur mikla reynslu og það verður gott að leita í hans viskubrunn.“ Hvaðan ertu? „Ég er úr Keflavík. Þetta er góð spurning vegna þess að margir hafa spurt mig síðustu daga hvernig í ósköpunum standi á því að Kefl- víkingur muni setjast hér í stól bæjarstjóra!“ Finnst fólki það eitthvað skrýtið? „Ég fengið mörg símtöl undanfarna daga og allir hafa óskað mér velfarnaðar, en sumir hafa sett spurningarmerki við þetta. En þetta er bara ein tilviljananna sem eru svo skemmtilegar í lífinu.“ Þér finnst það varla skipta máli hvort bæjar- stjóri er innfæddur eður ei? „Nei, mér finnst það ekki. Ég hef búið á Akureyri samtals í 11 ár, tel mig vera Akur- eyring og ætla að vinna þessum bæ vel; maður étur ekki það sem manni er trúað fyrir. Keflavík er líka yndislegur bær en ég ákvað að gera Akureyri að mínum framtíðarbúsetustað og er ekkert á leiðinni héðan.“ Hefurðu orðið vör við að einhverjir Akur- eyringar vilji frekar innfæddan bæjarstjóra? „Ég hef heyrt þær raddir og það hefur ein- mitt verið gagnrýnt við núverandi meirihluta að hann sé að mestu skipaður fólki sem fluttist hingað. En ég held að við höfum öll gefið kost á okkur í þessa vinnu til þess að vinna að hag bæjarins.“ Sigrún Björk er gift Jóni Björnssyni, fram- kvæmdastjóra Lífsvals. Börn þeirra eru Kamilla Dóra, 10 ára, og Björn Kristinn, 8 ára. „Gott skref í jafnréttisbaráttunni“ Í HNOTSKURN »Jón Sveinsson var fyrsti bæjar-stjóri Akureyrar, ráðinn 1919. Síðan hafa gegnt embættinu Steinn Steinsen, Magnús Guðjónsson, Bjarni Einarsson, Helgi H. Bergs, Sigfús Jónsson, Halldór Jónsson, Jakob Björnsson og Kristján Þór Júlíusson. »Kristín Eggertsdóttir á Kroppi íEyjafirði var fyrst kvenna kjörin í bæjarstjórn Akureyrar, árið 1911. »Við bæjarstjórnarkosningarnar2002 gerðist það í fyrsta skipti að konur voru í meirihluta í bæjar- stjórn. Sigrún Björk Jakobsdóttir verður bæjarstjóri í byrjun næsta árs fyrst kvenna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stjórar Sigrún Björk Jakobsdóttir og Kristján Þór Júlíusson í gær. „Ég hef reynt að vera heið- arleg og trú sjálfri mér og hef ekki verið í neinum blekkingarleik um það sem ég stend fyrir.“ Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.