Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 19
AUSTURLAND
LANDIÐ
TVEIR lögfræðingar í Reykjavík
eru um þessar mundir að opna að-
stöðu á þremur stöðum úti á landi.
Lögefli hefur þegar opnað aðsetur á
Ísafirði og í Hveragerði og á næst-
unni verður opnað í Keflavík. Ef við-
tökur við þessari þjónustu verða
góðar er ætlunin að opna sams konar
aðstöðu víðar.
Héraðsdómslögmennirnir Þuríður
Halldórsdóttir og Helga Leifsdóttir
hafa báðar áralanga reynslu sem lög-
menn fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Þær sameina nú krafta sína undir
nafninu Lögefli og bjóða nýja tegund
þjónustu við íbúa á landsbyggðinni.
Þær koma sér upp fastri aðstöðu á
þessum þremur stöðum til að byrja
með og stefna að því að vera þar til
viðtals reglulega tvisvar í viku og oft-
ar ef þörf krefur. Leggja þær
áherslu á að mikilvægt sé að fólk
panti tíma fyrirfram. „Við ætlum að
fara til fólksins, þess sem vantar lög-
fræðiþjónustu,“ segir Þuríður.
Hún segir að upplýsingatæknin
geri það mögulegt að veita þessa
þjónustu svona dreift. Fartölvan sé í
raun vinnutækið og alltaf sé hægt að
ná í þær í síma.
Koma í veg fyrir ágreining
Þuríður og Helga leggja á það
áherslu að mikilvægt sé að standa
þannig að málum í daglega lífinu að
koma í veg fyrir lögfræðileg ágrein-
ingsmál, til dæmis með vönduðum
skjalafrágangi, samningum og yfir-
lýsingum. Nefnir Þuríður kaupmála
og erfðaskrár í því efni. Ef lögfræði-
leg álitamál komi upp sé um að gera
að reyna að ná sáttum og aðstoða
þær við sáttagerðir og síðan máls-
meðferð fyrir dómi ef á þarf að
halda.
Þuríður hefur unnið mikið við fjöl-
skyldumál, svo sem forsjármál,
barnavernd, hjónaskilnaði og sam-
búðarslit og erfðarétt. Helga hefur
unnið mikið sem réttargæslumaður
brotaþola í kynferðisafbrotamálum.
Þær hafa einnig unnið að fjölda ann-
arra mála og bjóða aðstoð í öllum al-
mennum lögmannsstörfum.
„Við vonum að þessi reynsla okkar
geti komið að gagni og við getum að-
stoðað fólk,“ segir Þuríður. Hún
bætir því við að fólki finnist oft betra
að tala við konur um ýmis mál sem
upp koma í daglega lífinu og hún viti
ekki til þess að konur séu starfandi
sem lögfræðingar á þessum stöðum,
að minnsta kosti ekki á Ísafirði og í
Hveragerði.
Opna aðsetur
á þremur stöð-
um úti á landi
Lögfræðingar nota
upplýsingatæknina
til að auka þjónustu
Helga
Leifsdóttir
Þuríður
Halldórsdóttir
Bifröst | Hafnar eru framkvæmdir
við nýtt 420 fermetra versl-
unarhúsnæði Samkaupa á Bifröst.
Verslunin, sem áformað er að verði
opnuð í vor, mun koma í stað 70
fermetra verslunar Samkaupa á
staðnum og þjóna vaxandi há-
skólabyggð.
Stjórn háskólans hefur sam-
þykkt að stofna sérstakt hlutafélag
til undirbúnings byggingu hótels á
Bifröst, en viðræður skólans við
rekstraraðila Kaffi Bifrastar og
fjármögnunaraðila hafa farið fram,
að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu. Gert er ráð fyrir að
það hús tengist elsta húsi stað-
arins. Væntanlegt hótel á að sinna
þörfum háskólans fyrir aðstöðu
fyrir fjarnema, símenntun og ráð-
stefnur og er stefnt að því að það
verði opnað árið 2008.
Félag um bygg-
ingu hótels
Borgarfjörður | Opnuð hefur verið
félagsmiðstöð unglinga í félags-
heimilinu Þinghamri á Varmalandi.
Björn Bjarki Þorsteinsson, formað-
ur tómstundanefndar Borgar-
byggðar, opnaði aðstöðuna við at-
höfn sl. miðvikudag og afhenti
stjórn Nemendafélags Varmalands-
skóla gjöf af þessu tilefni.
Opnun félagsmiðstöðvarinnar er
liður í að bæta félagsaðstöðu ung-
linga á starfssvæði Varmalands-
skóla og tengja saman skólastarf,
íþróttaæfingar og annað tóm-
stundastarf, segir á vef Varma-
landsskóla. Einnig ætti tilkoma fé-
lagsmiðstöðvar að efla enn frekar
starf nemendafélags Varmalands-
skóla. Nemendur í 6. til 10 bekk
geta nýtt sér félagsmiðstöðina síð-
degis. Þá verður kvöldopnun í
Gauknum, félagsaðstöðu á Bifröst,
fléttuð inn í þessa starfsemi.
Félagsmiðstöð
á Varmalandi
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Greiðfært Óhætt er að segja að íbúar á Mið-Austurlandi muni fagna því ef
vegir verða ruddir oftar að vetri til vegna starfsemi álvers Fjarðaáls.
Reyðarfjörður | „Í samkomulagi um
þessa fjárfestingu á sínum tíma var
um það rætt að stjórnvöld myndu
styrkja innviði samfélagsins, þannig
að það gæti mætt framkvæmdunum
og svæðið allt nyti góðs af og gæti
nýtt þessi tækifæri,“ sagði Hilmar
Sigurbjörnsson, upplýsingafulltrúi
Alcoa Fjarðaáls, á kynningarfundi
um stöðu Fjarðaálsverkefnisins ný-
verið.
Ástand og vöntun samgöngu-
mannvirkja innan fjórðungsins hafa
brunnið mjög á íbúum hans og nú
eru sett spurningarmerki við hvern-
ig ganga muni með fólksflutninga til
og frá vinnu í nýju álveri á Reyð-
arfirði að vetrarlagi.
„Samgöngumálin hafa mikið verið
rædd innan fyrirtækisins að undan-
förnu,“ segir Hilmar. „Við ætlum að
framleiða ál alla daga ársins á þrí-
skiptum vöktum og þurfum að flytja
fólk til og frá vinnu. Alcoa hefur allt-
af gengið út frá því í sínum áætl-
unum að samgöngukerfið á svæðinu
yrði bætt. Atvinnusóknarsvæði okk-
ar hefur verið skilgreint sem Stöðv-
arfjörður, Fáskrúðsfjörður, Egils-
staðir, Reyðarfjörður, Eskifjörður
og Norðfjörður. Við munum ekki
bjóða upp á ferðir til og frá vinnu í
aðrar byggðir vegna þess að það er
talið ógerlegt yfir vetrarmánuðina,
því miður.“
Vegir á hæsta þjónustustig
Alcoa Fjarðaál hefur þrýst á um
að gerðar væru þær samgöngubæt-
ur á svæðinu sem taldar eru alveg
nauðsynlegar og sent bréf þess efnis
til samgönguráðherra. Þá hefur
samgöngunefnd fyrirtækisins hitt
þingmenn kjördæmisins. „Það er
ekki annað að heyra á samgönguráð-
herra nú en ráðast eigi samtímis í
göng milli Arnarfjarðar og Dýra-
fjarðar og milli Eskifjarðar og Norð-
fjarðar og við því ekki lengur númer
tvö í röðinni,“ segir Hilmar og bætir
við að af hálfu fyrirtækisins hafi mik-
il áhersla verið lögð á að vegir yfir
Fagradal og á milli Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar verði lagfærðir.“
Hann segir að vegna endurskoðunar
samgönguáætlunar hafi Alcoa bent á
að færa yrði vegi á svæðinu upp á
hæsta þjónustustig hjá Vegagerð-
inni þannig að þeir yrðu ruddir nán-
ast allan sólarhringinn ef eitthvað
væri að færð eða veðri. „Sem þýðir
verulega aukin útgjöld hjá Vega-
gerðinni og mun betri þjónustu en
nú er. Við erum nokkuð bjartsýnir
um að það verði, sem og að fá um-
bætur á mannvirkjunum sjálfum.“
Á vef samgönguráðuneytis kemur
fram að þrenn göng séu nú á und-
irbúningsstigi, milli Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar, ný göng í stað Odds-
skarðsganga og göng um Óshlíð.
Megi gera ráð fyrir að á næstu árum
verði að jafnaði varið fjármagni til að
unnt verði að vinna að gerð u.þ.b. 3
km jarðganga á ári.
Álver kallar á úrbætur
Í HNOTSKURN
»Alcoa Fjarðaál telur loforðríkisins um að styrkja inn-
viði samfélagsins á Austur-
landi til að mæta álvers-
framkvæmdinni fela í sér
umbætur á samgöngu-
mannvirkjun og aukna vega-
þjónustu.
»Fyrirtækið hefur beitt sérfyrir að farið verði í úr-
bætur sem fyrst, enda taki ál-
verið til starfa á næsta ári.
»Aka á hundruðum mannadaglega til og frá vinnu frá
þéttbýliskjörnum á Mið-
Austurlandi. Vaktir verða þrí-
skiptar.
„LISTALÍFIÐ á Austurlandi er öfl-
ugt,“ segir Svandís Egilsdóttir
myndlistarmaður. Hún nefnir Seyð-
isfjörð sem dæmi, ásamt metn-
aðarfullum sýningum, leikhúsi og
tónleikum á Austurlandi undanfarin
ár, m.a. kvikmyndahátíðina 700 IS
og sýningu fransk/japanska
Pokkowa-Pa-leikhússins. „Listalífið
hefur ekki verið njörvað niður í fast
og harðlokað kerfi. Það er sem
óharðnaður leir sem unnt er að
móta í hvað sem er. Áhugasamt fólk
getur því lagt fram hugmyndir og
uppskorið stuðning og jákvæðni í
sinn garð.“
Svandís var sýningarstjóri sýn-
ingarinnar Dýrið í mér, sem sett var
upp um síðustu helgi í gömlu slát-
urhúsi á Egilsstöðum. Sýningin fór
fram í aflagðri frystigeymslu og er
óhætt að segja að þar hafi verið
sköpuð ein kraftmesta og frumleg-
asta sýningaraðstaða sem sést hefur
á Austurlandi síðustu árin. Á Fljóts-
dalshéraði hefur verið tekist á um
þá ákvörðun bæjarstjórnar að
kaupa sláturhúsið, bæði til að eiga
þar opna möguleika í nýju miðbæj-
arskipulagi og jafnvel til að nýta
húsið til menningarstarfsemi. Sagði
Soffía Lárusdóttir, forseti bæj-
arstjórnar, við opnun sýningarinnar
að munurinn á listamönnum og
öðru fólki væri að listamenn sæju
einatt verðmæti í annars konar
hlutum en aðrir. Á sýningunni í slát-
urhúsinu kynntu sjö listamenn verk
sín, þau Svandís Egilsdóttir, Kristín
Scheving, Ingunn Þráinsdóttir, Ólöf
Björk Bragadóttir, Agnieszka Sosn-
owska, Bjartmar Guðlaugsson og
Sigurður Ingólfsson. Sýningin þótti
mögnuð, framsækin og vel unnin.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Kraftur Fjöldi fólks sótti sýninguna Dýrið í mér á Egilsstöðum um helgina,
þar sem sjö listamenn sýndu í gamalli frystigeymslu aflagðs sláturhúss.
Öflug, ófjötruð og
opin listsköpun