Morgunblaðið - 30.11.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 30.11.2006, Síða 21
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 21 sér um herbergið. Undir börðum hattsins er örtrefjaklútur sem dreg- ur í sig ryk, ló, mylsnu, dýrahár og annað sem sest á gólfið. Síðan er hægt að skipta um klút þegar þörf er á því. Þetta er mjög einfalt í notkun, tveir takkar eru á kúlunni, annar er rauður til að stoppa og sá græni er til að stilla tímann sem fólk vill láta ró- bótinn vinna og það getur verið frá hálftíma upp í einn og hálfan tíma.“ Gott fyrir hunda og kattaeigendur Róbótinn fer um gólfið þvers og kruss þegar hann vinnur og í hvert sinn sem hann rekst á eitthvað eins og borðfót eða vegg, þá snýr hann við og fer í aðra átt. „Ef það liggur stigi niður þá þarf að setja til dæmis Kosturinn er fyrst og fremstsá að fólk getur látið ró-bótinn um að þrífa ryk ogannað á gólfinu heima hjá sér á meðan það fer að heiman. Eins er þetta mjög hentugt fyrir aldraða eða þá sem eiga erfitt með að beygja sig til að þrífa undir rúmum eða hús- gögnum,“ segir Valur Marinósson sem er umboðsmaður fyrir róbót sem hægt er að tímastilla og láta moppa gólf á meðan fólk er að heim- an eða nýtir tímann heima til að gera eitthvað annað. „Þetta er mjög einfalt og virkar þannig að batterísdrifin kúla ýtir hringlaga hlemmi eða hatti á undan kústskaft þar fyrir svo róbótinn detti ekki niður tröppurnar. Róbótinn er ekki nema 8,5 cm á hæð og kemst því undir flest húsgögn,“ segir Valur og bætir við að eigendur moppuróbóta sem eru með heimilisdýr, hunda eða ketti, séu sérlega ánægðir því róbót- inn hreinsar svo vel upp öll dýrahár- in sem vilja safnast fyrir. Róbótinn moppar 60 fermetra á klukkustund með 98% nákvæmni og hann má nota á parket, flísar og dúka. Nýjasta útgáfan er endurbætt að því leyti að nú er hlemmurinn mýkri sem verður til þess að hann nær að þrífa alveg út í hornin og fer líka aðeins upp á gólflistana og tekur rykið af þeim. Moppuróbótinn fæst í versl- ununum Byggt og búið, Nettó, Úr- vali og Samkaupum og kostar um fimm þúsund krónur. Róbót moppar gólfin Róbót Hann er lítill og léttur róbótinn sem moppar gólfin fyrir fólk. www.robomop.net Læknar hafa nú gefið útviðvörun gegn of stórumskömmtum af botoxi ífegrunarskyni, en nýlega sagði bandaríska læknablaðið frá því að fjórir einstaklingar hefðu verið hætt komnir af völdum bo- toxins. Sérstaklega var fólk varað við því að þiggja slíkar fegrunar- aðgerðir frá fólki eða á stofum, sem ekki hefur til þess næga þekkingu því brögð væru að því að alltof stórum skömmtum af efn- inu væri sprautað í fólk. Á það er á hinn bóginn bent að ekki sé vit- að hver sé æskileg skammtastærð, en rannsóknir hafi þó bent til að rétt sé að miða við 40 míkróg- römm fyrir hvert kíló líkamsvigt- arinnar. Breskir sérfræðingar hafa bent á að lög og reglur þurfi að ná yfir þá sem gera út á botoxið. Einstaklingarnir fjórir, sem fengið höfðu banvænan botox- skammt, lifðu af eftir að hafa komist undir læknishendur í Atl- anta í Bandaríkjunum, en lækn- irinn, sem framkvæmdi fegrunar- aðgerðirnar, lýsti sig sekan um lyfjamisnotkun og fékk þriggja ára fangelsisdóm í kjölfarið. Hann mun hafa sprautað óblönduðu og óskráðu botoxi í sjúklinga sína, efni sem eingöngu er ætlað til notkunar í tilraunaskyni, en alls ekki í fólk. Eftir aðgerð þessa ónefnda læknis fór fólkið að finna fyrir einkennum á borð við stig- magnandi þróttleysi, skrýtnum taugaboðum í andliti, andnauð og erfiðleikum við að kyngja. Of stór- ir skammtar af botoxi geta leitt til dauða, sé ekkert að gert, sagði ný- lega í netmiðli BBC, þar sem fólk er jafnframt hvatt til að kynna sér áhættu af notkun efnisins. Morgunblaðið/Golli Í fegurðarskyni Botoxi er sprautað undir húð til að slétta úr hrukkum. Botoxið er vara- samt Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003 um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. *Nafnávöxtun í EUR og USD á ársgrundvelli fyrir tímabili› 29/9/06 - 31/10/06. K a u p t h i n g L i q u i d i t y F u n d s Ávaxta›u betur - í fleirri mynt sem flér hentar Kynntu flér kosti Peningamarka›ssjó›a KB banka í ISK, USD, EUR og GBP. 5,5%*5,6%* ávöxtun í evrum ávöxtun í dollurum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.