Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 25

Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 25 Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Við leggjum okkur fram.Knarrarvogi 2 / Sími 591 4000 / avis.is Nýr flugvöllur í Orlando Bókaðu bílaleigubílinn strax á avis.is Avis býður farþega velkomna í þjónustu okkar á nýjum áfangastað Icelandair í Sanford, Orlando Flórída. Flórída - verð frá 247 USD á viku m.v. flokk A. Innifalið í verði: ótakmarkaður akstur, tryggingar, flugvallargjald, 1 tankur af bensíni, 1 aukabílstjóri og skattar. Sanfordí Flórída Avis er á LEIÐSÖGUTÆKI TIL LEIGU Leigðu GPS leiðsögutæki í bílinn, fáðu kennslu á það hér heima og taktu það með þér til útlanda. Handhægt og mjög einfalt í notkun. P IP A R • S ÍA • 6 0 7 7 1 Jólamarkaðirnir eiga rætursínar að rekja til Mið-Evrópu og þessi hefð virðistsameina álfuna betur en ótal ráðstefnur. Í fjölmörgum Evr- ópuborgum eru settir upp jólamark- aðir á torgunum, litlum trékofum er raðað hlið við hlið í lítil jólaþorp og þar ríkir samkennd, gleði, kærleikur og ilmurinn í loftinu er af kanil og kryddi, fjallavið og heimagerðu sæt- meti, heitu víni og fallega skreyttum jólatrjám. Lýsingin kemur frá litlu trésölubásnum og frá ljósum jóla- trjánna sem svo aftur glampa í aug- um eftirvæntingarfullra barnanna. Jólamarkaðir Evrópu eiga allir sameiginlegan hinn hlýja, sæta anda sem svífur yfir vötnum. Jólalögin óma í bland við hefðbundna tónlist hvers lands, hið sæta bragð er alls staðar og gjafir til að bíta í á hverju strái. Piparkökur, heimatilbúið kon- fekt, smákökur, eplastrudel og heitt súkkulaði eða „vin brûlé“ til að ylja með hendur og hjarta er heldur aldrei langt undan. Hinir sögulegu miðbæjarkjarnar Evrópuborganna sem út af fyrir sig eru fullir af sjarma, fyllast af enn meira lífi, litum og ljósi mánuðinn fyrir jól og hér er sérstaklega gam- an að gera jólagjafainnkaup. Það ríkir sannkallaður jólaandi á mörk- uðunum, menn rölta í rólegheitum á milli sölubásanna sem hafa á boð- stólum alls kyns handgerða muni tengda hátíðinni og jólaskraut, sem og aðra fallega hluti sem gaman er að gefa eða kaupa handa sjálfum sér. Munirnir og maturinn sem til sölu er endurspegla vitanlega handverks- og matarmenningu hvers lands og svæðis þar sem viðkomandi mark- aður er. Bolzano-markaðurinn vinsæll Einn vinsælasti og fallegasti jóla- markaðurinn í Evrópu er án efa í Bolzano í Suður-Týról á Ítalíu. Þangað streyma gestir í þúsundavís í desember ár hvert til að upplifa hina einstöku stemningu og bragða á ómótstæðilegum sætindum héraðs- ins – sacher-tertu, strüdel, krapfen o.fl., en einnig til að kaupa jólagjafir. Vandaðir handgerðir munir frá svæðinu eru frægir um víða veröld og eru jötusenurnar „presepio“ (Jesú í jötunni, María og Jósep) gott dæmi um slíkt, sem og hlutir úr ker- amiki, skreytt gler, blúndur, út- saumaðir dúkar, litrík kerti, hefð- bundin leikföng frá Val Gardena- dalnum, húfur og aðrir nytja- og skrautmunir úr þæfðri ull. Á mark- aðnum er einnig að finna hnossgæti og annan varning sem er einkenn- andi fyrir önnur héruð Ítalíu. Bolzano hefur það umfram marg- ar borgir að vera við rætur Dóló- mítafjallanna og á veturna er varla hægt að hugsa sér jólalegra um- hverfi. Manni fyndist því það eðlileg- asta í heimi að heilagur Nikulás kæmi brunandi niður fjallshlíðina fyrir ofan borgina á hreindýrasleð- anum sínum til að taka þátt í jóla- gleðinni. Hver veit nema hann geri það! Jólamarkaðir í S-Týról Bolzano 1. des.–23. des. Merano 1. des.–30. des. Bressanone 1. des.–6. jan. Brunico 1. des.–6. jan. Vipiteno 1. des.–7. jan. Aðrir spennandi jólamarkaðir í Evrópu: Vín – Þessi sögulegi markaður hefst um miðjan nóvember á Ráðhústorg- inu. Dresden – Elsti jólamarkaður í Þýskalandi. Hann er kenndur við Stollen-jólabrauðið þýska og Stol- len-hátíð er þar 7. des. Kaupmannahöfn – 15. nóv.–30. des. – Ævinýralegur jólamarkaður er í Tí- volígarði borgarinnar og í fyrra sótti ein milljón manns garðinn heim á þessum tíma. Strassborg – 29. nóv.–24. des. Einn stærsti jólamarkaður í Frakklandi og sá elsti, beint framan við dóm- kirkjuna í Strassborg. Brussel 2. des.–1. jan. – Sjarmerandi jólamarkaður á St. Catherine-torgi í hjarta Brussel, steinsnar frá hinu gullfallega aðaltorgi Grand Place. Stokkhólmur – Jólamarkaður sænska höfuðstaðarins er á Stóra- torgi í gamla bænum. Fallegur markaður í hjarta gamla bæjarins. Berlín – Í borginni eru um 50 jóla- markaðir en stærstir eru mark- aðirnir á Unter den Linden, á Alex- andertorgi og við Gedãchtniskirkju. Ævintýralegir jólamarkaðir Andrúmsloftið fær á sig mýkri blæ og torgin lifna við. Kuldinn er stingandi en stórfengleg ljósadýrð og ljúfar tónlistarhendingar lífga upp á stemninguna. Hanna Friðriksdóttir segir tíma jólamarkaðanna runninn upp. Jólaandi Jólamarkaðir víða í Evrópu sem eiga allir sameiginlegan hinn hlýja, sæta anda sem svífur yfir vötnum nú þegar líða fer að hátíðinni miklu. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.