Morgunblaðið - 30.11.2006, Side 28

Morgunblaðið - 30.11.2006, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F yrir rúmum tveimur árum birti ég í þess- um dálki Viðhorf þar sem ég minntist á viðbrögð sem ég fékk við áætlun minni um nokkurra mánaða ferðalag á eigin vegum. Við fregnunum brást fólk oft með því að spyrja mig hvort ég væri ekki hrædd og kallaði mig ýmist fífldjarfa eða brjálaða. „Hrædd við hvað?“ spurði ég, og þá komu vöflur á viðmælendur mína. Karlkyns félagar mínir sem hafa lagt upp í álíka ferðalög hafa ekki fengið jafn dramatísk viðbrögð. Hvers vegna? Þeir geta ekki frekar en ég forðast rán, óhöpp eða rútuslys. Þegar ég spyr nánar út í þennan ótta, sem ég á að hafa, kemur undantekn- ingarlaust í ljós að hann hafi með nauðganir að gera. (Þarna er auðvitað horft fram hjá því að körlum er líka hægt að nauðga.) En staðreyndin er sú að það eru ekkert meiri líkur á að mér verði nauðgað í útlöndum en heima á Íslandi. Nauðgarar eru yfirleitt einhver sem þolandinn þekkir og treystir og ég verð að játa að ég þekki og treysti fleira fólki hér á landi en í útlöndum. Ég fékk mikil viðbrögð við Við- horfinu frá konum sem höfðu eða vildu ferðast einar. Þær voru frústreraðar yfir þessum enda- lausu viðvörunum og hvernig ótt- inn við nauðgun er notaður til að halda konum niðri. Það er ekki nóg með að fólk virðist halda að nauðganir séu al- gengari í útlöndum heldur virðist sem mörgum þyki innflytjendur á Íslandi líklegri til að beita slíku ofbeldi. „Þú veist þú ert rasisti […] þegar þú finnur til óstjórn- legrar bræði þegar þú heyrir um að útlendingur hafi nauðgað konu, á meðan tíðar fréttir af af- rekum alíslenskra nauðgara fara að mestu framhjá þér án þess að valda þér teljanlegu hugarangri,“ skrifaði bloggarinn Hnakkus á www.hnakkus.blogspot.com. Við- brögðin létu ekki á sér standa. Hnakkus var sagður í engum tengslum við veruleikann og því fylgdu hryllingssögur af útlensk- um ofbeldismönnum. Í fyrsta lagi eru engar vís- bendingar um að útlendingar beiti ofbeldi frekar en Íslend- ingar. Í máli Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra Alþjóðahúss, á málþingi um ábyrgð karla í um- ræðu um kynferðisofbeldi sl. helgi kom fram að innflytjendur voru gerendur í 3% brota á hegn- ingarlögum árið 2005. Það sama ár voru innflytjendur hins vegar 4,6% af íbúum landsins. Í öðru lagi er ekkert sem bendir til þess að það sé verra að vera nauðgað af útlendingi en Íslendingi. Ég fæ ekki betur séð en þarna sé það eignarrétturinn sem spilar inn. Litið er á konur sem viðföng og að íslenskir karlar eigi ein- hvern meiri rétt en útlendingar til íslenskra kvenna – hvort sem það er til að giftast þeim eða nauðga þeim. Tilhneiging til að fordæma of- beldi gegn konum í útlöndum og loka augunum fyrir því sem á sér stað í bakgarðinum hefur einnig verið mér umhugsunarefni. Hvað þýðir það t.d. þegar Egill Helga- son talar um ofbeldi gegn konum í múslimalöndum? Einmitt sami Egill og hleypur upp til handa og fóta þegar minnst er á að karlar þurfi að taka ábyrgð í um- ræðunni um ofbeldi gegn konum á Íslandi. Nýverið kvartaði Egill undan því að Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingiskona hefði, með því að hvetja karla til að mótmæla of- beldi, sett hann sjálfan í sama flokk og ofbeldismenn, bara af því að hann er karl. „Hvað á ég sammerkt með þeim mönnum sem nauðga annað en að ég er af sama kyni og þeir?“ spurði Egill. Þetta er álíka og hvítir menn í Bandaríkjum 19. aldar hefðu al- farið hafnað því að tala gegn þrælahaldi, þar sem þeir héldu ekki þræla sjálfir. Það er ekki tilviljun að karlar eru oftast gerendur í kynferðis- ofbeldismálum og konur oftast þolendur. Þetta er hluti af kúgun kvenna sem á sér margar birt- ingarmyndir, t.d. í launamisrétti og lágu hlutfalli kvenna í fjöl- miðlum. Kúgun kvenna í útlönd- um er af sama meiði og kúgun kvenna á Íslandi, þótt auðvitað sé staða kvenna í mörgum lönd- um verri en hér. Katrín Anna Guðmundsdóttir gagnrýndi Egil á póstlista Fem- ínistafélagsins og hann sendi þá póstlistanum bréf sem jafnframt hefur birst á Netinu. „Ég hef aldrei viljað umgangast ofbeld- ismenn, forða mér ef ég verð var við eitthvað slíkt. Ég lifi lífi mínu þannig að ofbeldi á þar engan þátt. Það er besta aðferðin til að vera á móti ofbeldi,“ segir í bréf- inu. En hvað veit Egill hversu margir þeirra karla sem koma í þáttinn til hans eru ofbeld- ismenn? Hann hefur ekki hug- mynd um það frekar en hann veit hvort þær fáu konur sem hann talar við hafa orðið fyrir of- beldi. Ég verð að játa að ég öfunda Egil af því að lifa lífi sínu þannig að ofbeldi eigi þar engan þátt. Konur hafa nefnilega ekki þetta val. Þær sem ekki verða fyrir of- beldi þurfa að búa við ógnina af því og þær sem verða fyrir því þurfa að bera skömmina sem samfélagið þröngvar upp á þær. Niðurstaða mín er að þegar talað er um ofbeldi gegn konum í múslimalöndum er litið á þær sem viðföng og tilgangurinn er ekki að vekja athygli á bágri stöðu þeirra. Þvert á móti er staða þeirra notuð í pólitískum tilgangi til að sýna fram á að múslimskir karlar séu villimenn, því þeir fari svo illa með kon- urnar sínar. Konur eiga ekki að þurfa að búa við ógn af ofbeldi og bar- áttan má ekki vera einkamál kvenna. Í sameiningu þurfum við að taka valdið af ofbeldinu, m.a. með því að setja ábyrgðina og þ.a.l. skömmina þangað sem hún á heima – hjá ofbeldismönn- unum, sem oftast eru karlar. Órækt í bak- garðinum » Litið er á konur sem viðföng og að íslenskirkarlar eigi einhvern meiri rétt en útlendingar til íslenskra kvenna – hvort sem það er til að gift- ast þeim eða nauðga þeim. halla@mbl.is VIÐHORF Eftir Höllu Gunnarsdóttur HÉR Á Íslandi höfum við um- boðsmann barna, sem mér finnst vera eitt af mikilvægari emb- ættum okkar Íslendinga. Mér finnst það embætti vera frábært emb- ætti. Umboðsmenn eru snjallt fyrirbæri en mega auðvitað ekki vera of margir. Til þess að hafa ekki fleiri tugi eða hundr- uð umboðsmanna þarf að finna sér viðmið til þess að forgangsraða svo að umboðsmenn missi ekki einfaldlega marks. Umboðsmenn þurfa þeir hópar sem geta ekki varið sig sjálfir, eða þær grundvall- arhugmyndir sem ráðamenn eru sammála um að þurfi sérstaka at- hygli eða sérstakan talsmann. Að þessu sögðu er augljóst að eitt embætti vantar hér á landi, sem væri nauðsynlegt, í ljósi umræðu og atburða sem hafa átt sér stað á undanförnum misserum: Umboðs- mann náttúrunnar. Hugmyndin um umboðsmann náttúrunnar er engan veginn ný, en þess þá heldur undarlegt að henni skuli ekki hafa verið hrint í framkvæmd. Það er tæpt ár síðan Ríkisendurskoðun benti á nauðsyn þess að stofna svona embætti. Ég veit af tveimur sem hafa tekið undir þetta í riti, þeim Hjörleifi Guttormssyni og Kolbrúnu Hall- dórsdóttur, bæði í kjölfar þessarar brátt ársgömlu skýrslu sem var fyrst og síðast áfellisdómur yfir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en skýrslan var skrifuð til þess að skoða hvort fylgt hefði verið eftir þeim skuld- bindingum sem við undirgeng- umst, með því að skrifa undir og samþykkja samning um líf- fræðilega fjölbreytni. En ég hef ekki séð þess nein merki að rík- isstjórnin hafi sinnt þessum rass- skell með neinum brag, heilum tólf árum eftir að við skrifuðum undir samning þennan. Tólf ára andvaraleysi. Tólf ára sof- andaháttur. Tólf ára þjóð- arskömm. Til hvers? Hvert væri hlutverk umboðs- manns náttúrunnar? Jú, grund- vallarhlutverk umboðsmanns náttúrunnar væri að standa með náttúrunni og gæta hennar á hennar eigin forsendum. Þess ut- an væru hin eig- inlegu verkefni fjöl- mörg. Forgangsverkefni umboðsmannsins væri auðvitað að hrinda í framkvæmd okkar þjóðréttarlegu skuldbindingum, eins og gagnvart Kyoto- bókuninni og gagn- vart samningnum um náttúrulega fjöl- breytni. Það þarf nefnilega að finna út hvernig á að fram- fylgja þessu, hverjir, hversu hratt. Og í slíkri umræðu þarf einhver að tala máli náttúrunnar. Þess vegna þarf hún umboðs- mann. Það þarf að fylgja því eftir að hugsunin um náttúrulega fjöl- breytni, um hina klassísku sjálf- bæru þróun, verði yfir og allt um kring, fléttuð saman við þá lög- gjöf sem sett er auk þess sem núverandi lög væru endurskoðuð, bæði lög um orkunotkun og orku- söfnun, lög um landbúnað, lög um fiskveiðar og svo mætti svo lengi, lengi telja. Verkefnin eru ótalmörg og til að mynda væri hægt að vísa til títtnefndrar skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir þá sem vilja sjá frekari útlistanir á því sem gera þarf. En hvað um umhverfisstofnun, fiskistofu og fleiri stofnanir? Eig- um við ekki allar stofnanir sem eru að hugsa um umhverfið og náttúruna? Jú, það má vera, að einhverju leyti. Það er þó engin stofnun sem hefur það hlutverk fyrst og fremst að gæta að nátt- úrunni og verja hennar hags- muni, engin sem gætir þess að náttúran njóti vafans. Þessu hlut- verki er dreift á ábyrgðarsvið margra ráðuneyta, á margar stofnanir sem hver fyrir sig hef- ur misjafnlega skýra ábyrgð gagnvart náttúrunni og á nátt- úrunni; margar hverjar fjalla fyrst og fremst um atvinnu- tengda starfsemi sem snertir náttúruna, þá gjarna að öllu eða einhverju leyti út frá hagsmunum þeirra atvinnuvega sem nytja náttúruna. Þess vegna þarf stjórnsýslubreytingu og færslu ábyrgðar. Umboðsmaður náttúr- unnar þyrfti að fá öll þessi verk- efni og öll þessi verkefni þurfa að heyra undir hann. Hans hlutverk er að standa með náttúrunni og gæta hennar hagsmuna á hennar forsendum. Förum og gerum það! Þetta horfir kannski allt til betri vegar. Fleiri og fleiri hafa verið að átta sig á þessu. Fleiri átta sig á því að til þess að nátt- úran eigi sér framtíð, til þess að nátturan sigri, þá þarf að veita henni rými og leyfa henni að gera það á sínum forsendum. Fleiri hafa fylkt liði sem stuðningsmenn náttúrunnar. Við vinstri græn höfum alltaf gert það, og nú er fólk í öðrum flokkum farið að tóna með okkur þennan söng. Það er frábært. Það er gaman. En það dugir ekki að skrifa undir samninga. Það dugir ekki að skrifa undir samning um líf- fræðilega fjölbreytni og gera svo ekkert í því. Það dugir ekki að skrifa undir Kyoto-bókanir og reyna svo að sækja um und- anþágur í stað þess að fylgja samningnum almennilega eftir. Það dugir ekki að slá af stór- iðjustefnu aftur í tímann. Til þess að hrinda í fram- kvæmd alvöru og staðfastri um- hverfis- og náttúruverndarstefnu sé ekki bara nóg að tala, heldur þarf að framkvæma. Ég vil fram- kvæma. Ég vil stofna og lögbinda embætti umboðsmanns náttúr- unnar og umhverfisins. Ég býð þér að gera það með mér, með okkur í Vinstri grænum. Förum, og gerum það! Umboðsmaður náttúrunnar – Aðgerðir strax! Gestur Svavarsson fjallar um hugmyndir um umboðsmann náttúrunnar » Grundvallarhlutverkumboðsmanns nátt- úrunnar væri að standa með náttúrunni og gæta hennar á hennar eigin forsendum. Gestur Svavarsson Höfundur stefnir að öðru sæti í forvali Vinstri grænna á laugardag. TÆKNINNI fleygir fram. Menn hafa ekki undan að tileinka sér tæknina og þeim verða í leiðinni á mörg mistök sem vænta má. Það þarf að vinna mjög öt- ullega að því að úti- loka sem rækilegast hvers kyns tæknivill- ur því að sífellt koma fram ný viðhorf og svið þar sem borgar sig að sniðganga slík- ar villur að ekki sé meira sagt. Eitt nýtt svið og æði mikilvægt hefur nú bætzt við, og sem brýnt er að ná tökum á, en það er tæknikunn- átta í afbrotamálum. Fyrrverandi þingmaður Sjálf- stæðisflokksins var á sínum tíma dæmdur í fangelsi fyrir samtals 22 lagabrot. Brotin voru margvísleg og flókin: þjófnaður, meinsæri, mútuþægni og skjalafals, raunar fleiri en nöfnum tjáir að nefna. Svo alvarleg voru brotin að þing- maðurinn varð að láta af þing- mennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bili. Árni Johnsen hefur nú upplýst að öll þessi afbrot sín hafi verið mistök tæknilegs eðlis. Af því geta menn séð hversu þýð- ingarmikið það er að taka tæknina í þjón- ustu sína þegar ein- hverjum verður fóta- skortur á hinum hálu stígum réttvísinnar. Tækni til að fela stuld, dylja meinsæri, afneita mútum og falsa skjöl, allt með nákvæmri kunnáttu. Fyrir sauðsvartan almúgann, sem styður í einfeldni sinni fram- gang réttlætisins, hlýtur þetta að vekja margar spurningar. Að vonum er spurt: Var stórþjófnaðurinn á Símanum mistök sem kenna má hinni gríð- arlegu tækni sem blómstrar í því fyrirtæki? Þarf ekki að taka það mál föst- um rannsóknartökum? Ef rétt reynist er þá ekki ráð að setja ránsmennina á ný í stöður sínar svo að þeir fái nýtt tækifæri til þess að ávinna sér traust? Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst að flokkur hans sé þeirri aðferð meðmæltur. Engin tök eru á að rifja upp öll þau ósköp, sem á hugann sækja, þegar velt er fyrir sér óhöppum er stafa af vankunnáttu í af- brotatækni. Var t.d. sjötíu millj- óna króna stuldurinn í Trygg- ingastofnun ríkisins ekki tæknileg mistök? Þarf það ekki rækilegrar rannsóknar við og í framhaldi af henni – ef á daginn kæmi að tækninni væri um að kenna í þessu sambandi – að setja konuna í embætti sitt á nýjan leik og gefa henni annað tækifæri eins og for- sætisráðherra telur eðlilegt í slíkri uppákomu? Sannarlega eru við- horfin ný og forvitnileg. Ný viðhorf Eggert Haukdal fjallar um af- brot og þingmennsku »Eitt nýtt svið og æðimikilvægt hefur nú bætzt við, og sem brýnt er að ná tökum á, en það er tæknikunnátta í af- brotamálum. Eggert Haukdal Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.