Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 31

Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 31 Björn Þorri Viktorsson, lögg. fasteignasali UNDIRRITAÐUR fær kveðju í Morgunblaðinu í dálkinum Stak- steinum sl. laugardag. Tilefnið er leiðari í nóvemberhefti Ís- lensks iðnaðar. Þar er reynt að færa fram rök gegn fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík. Stak- steinahöfundur slepp- ir alveg þeim rökum sem færð eru fram í greininni en spyr hvað sé að því að fólkið ráði? Þeir sem áhuga hafa á að lesa leiðarann í heild geta fundið hann á www.si.is en mér er bæði ljúft og skylt að greina frá því hvað ég finn þessari atkvæða- greiðslu til foráttu í örstuttu máli. Álverið hefur verið kyrrt á sínum stað í nærri fjóra áratugi en byggð- in í Hafnarfirði hefur hins vegar nálgast álverið. Ef til vill hefði ver- ið nær að greiða um það atkvæði fyrir löngu hversu nálægt álverinu ætti að byggja. Allir vita að það er bæði kostn- aðarsamt og tímafrekt verkefni að undirbúa stórframkvæmd af því tagi sem stækkun álversins er. Það gilda tilteknar reglur um umhverf- ismat og veitingu starfsleyfis. Mörgum þykir nóg um öll þau skil- yrði sem þarf að uppfylla og alla þá þætti sem þarf að skoða, meta og rannsaka. Hér virðist óvænt ætl- unin að bæta enn einni hindrun á þessa leið í formi atkvæðagreiðslu. Slík atkvæðagreiðsla meðal íbúa á nærliggjandi svæði á sér hvergi neina stoð í opinberum reglum. Í þessu sambandi vakna margar spurningar: Hvernig er staðið að kynningu og hver ber kostnað af henni? Er ekki líklegt að fámennur hópur áhugamanna og jafnvel niðurrifsmanna verði alls ráðandi í slíkri at- kvæðagreiðslu en al- menningur láti sér fátt um finnast? Er nið- urstaðan bindandi? Er ekki allt höfuðborg- arsvæðið orðið eitt at- vinnusvæði og hverjir eiga þá að fá leyfi til að greiða atkvæði? Fá aðeins þeir sem best þekkja til eða vinna í ál- verinu og þeirra fjölskyldur að greiða atkvæði? Eiga allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða öllu land- inu að hafa atkvæðisrétt? Varðar þetta mál ekki fleiri en Hafnfirð- inga? Eitt örfárra dæma um tilraun til íbúalýðræðis hér á landi var hin einkennilega atkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll um árið. Hún gaf enga niðurstöðu og var ekki bindandi. Einungis íbúar Reykja- víkur voru spurðir. Þátttaka var lít- il. Spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara eða vera en enginn val- kostur gefinn. Ef auka á íbúalýðræði í reynd væri rétt að leyfa almenningi að hafa skoðun og jafnvel áhrif á skipulagsmál almennt. Það er hins vegar flótti frá eigin ábyrgð að varpa umdeildum ákvörðunum um staðsetningu einstakra fyrirtækja í atkvæðagreiðslu þar sem fáir hafa forsendur til að taka efnislega af- stöðu. Reynslan sýnir að margir telja öruggast að vera á móti því sem þeir ekki þekkja. Það hafa oft komið fram háværar kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu t.d. um Kárahnjúkavirkjun, EES- samninginn og fjölmiðlafrumvarpið. Undirritaður minnist þess ekki að Mbl. hafi stutt þær kröfur og efast um að rétt hefði verið að vísa þeim málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ennfremur hefur oft verið deilt um einstakar byggingar, t.d. Ráðhúsið í Reykjavík, Hallgrímskirkju og jafn- vel Morgunblaðshúsið í Aðalstræti. Ekki er að efa að farið var að öllum reglum varðandi skipulag og til- skilin leyfi við byggingu þessara húsa. Þó er með öllu óvíst hvort þau hefðu nokkurn tíma verið byggð ef ákvörðuninni hefði verið vísað í almenna atkvæðagreiðslu meðal íbúa í næsta nágrenni. Staksteinar og íbúalýðræði Sveinn Hannesson svarar Stak- steinum Morgunblaðsins » Það er flótti frá eiginábyrgð að varpa um- deildum ákvörðunum um staðsetningu ein- stakra fyrirtækja í at- kvæðagreiðslu þar sem fáir hafa forsendur til að taka efnislega afstöðu. Sveinn Hannesson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. MÝRIN er stöðugt að slá ný met. Fyrst sem spennandi reyfari og nú sem ein best gerða íslenska kvik- myndin frá upphafi. Fer þar saman frábær texti og hins vegar metnaðarfullt lið kvik- myndagerðarfólks. Ritlistin hefur fylgt „bókaþjóðinni“ í aldir. Kvikmyndun er hins vegar ekki nema um 60 ára gömul listgrein. Hún hefur dafnað og þroskast svo um mun- ar á síðustu árum. Nægir þar að benda á nýjustu kvikmyndir (leiknar eða heim- ildamyndir), auglýs- ingar eða tónlistar- myndbönd. Gæðin leyna sér ekki. Talið er að á árinu 2004 hafi kvikmyndir og mynd- bönd verið unnin á Ís- landi fyrir þrjá millj- arða króna. Hafði veltan allt að því fjórfaldast frá árinu 1990. Rétt er að benda á að margfeldisáhrif kvik- myndagerðar eru víðtæk. Þannig margfaldast hver króna í kvik- myndagerð um 2,40 (1 króna verður að 2,40 krónum) og störfin margfald- ast um 2,94. Þannig er áætlað að upp undir 900 ársverk hafi verið í kvikmyndun árið 2004 og örugglega alls ekki fækkað síðan. Kvik- myndin er komin til að vera. Alltumvefjandi listgrein Enginn vafi leikur á að tilteknar stjórn- valdsaðgerðir hafa stuðlað að hinni blóm- legu uppbyggingu kvikmyndagerðar hér á landi. Má þar nefna Lánasjóð íslenskra námsmanna, Kvik- myndamiðstöðina, Kvikmyndasjóð (sem bólgnar óðum) og ekki síst 12% endurgreiðslu kostnaðar vegna kvik- myndagerðar á Íslandi. Síðasttalda atriðið hef- ur náð að laða hingað nokkrar stórmyndir, auk alls kyns minni verkefna þar sem erlendir aðilar vinna með ís- lenskum starfssystkinum sínum. Þrátt fyrir 12% endurgreiðsluna skila þessi verkefni tekjum í rík- issjóð. Mest er um vert að kvik- myndin er orðin burðug atvinnu- grein og teygir anga sína svo víða því að gerð einnar kvikmyndar koma nefnilega ótal margir hópar – leik- arar, tónlistarmenn, förðunarfólk, iðnaðarmenn, alls kyns tæknifólk, þjónusta ýmiss konar, hótel, matur o.s.frv. Gerð einnar stórmyndar er hressileg innspýting fyrir efnahags- lífið – að ekki sé talað um svæðin þar sem tökur fara fram. Endurgreiðslan hækkuð í 14% Fyrir iðnaðarnefnd lá frumvarp iðnaðarráðherra um framlengingu og einföldun á 12% endurgreiðslu kostnaðar kvikmyndar. Allir nefnd- armenn tóku mjög fagnandi hvatn- ingu iðnaðarráðherra um að hækka endurgreiðsluhlutfallið upp í 14%. Þannig var frumvarpið afgreitt út úr iðnaðarnefnd með samþykki allra nefndarmanna. Sýnir það vel hve sterka stöðu þessi unga listgrein hefur innan þingsins. Sókn íslenskra kvikmynda mun halda áfram – knúin af sköpunarþrá, menntun, íslenskri náttúru, menningu og hvetjandi að- gerðum stjórnvalda. Kvikmynda- gerð er kærkomið egg í atvinnu- og menningarkörfu okkar. Kvikmyndagerð blómstrandi atvinnugrein Hjálmar Árnason skrifar um ís- lenska kvikmyndagerð »Enginn vafileikur á að tilteknar stjórn- valdsaðgerðir hafa stuðlað að hinni blómlegu uppbyggingu kvikmyndagerð- ar hér á landi. Hjálmar Árnason Höfundur er formaður iðn- aðarnefndar Alþingis. ÞAÐ er áhyggjuefni að sjúkra- hús landsins skuli rekin með halla. Hvers vegna skyldi það vera áhyggjuefni? Þetta er verðug spurning í ljósi þess hve ágeng- ur hallarekstur sjúkrahúsa er orðinn í þjóðfélagsumræð- unni. Auðvitað er það svo að í rekstri sjúkrahúsa er margt sem betur mætti fara, og hef ég ekki sagt mitt síðasta orð í því efni. En hitt er þó staðreynd að hallareksturinn á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, svo dæmi sé tekið, er til- kominn vegna þess að Jón Jónsson þurfti að láta gera að við- beinsbroti og þó ekki síður vegna hins að nýrnadeild spítalans er farin að vinna kraftaverk, veita sí- fellt fleira fólki þá þjónustu, lækningu og stuðning sem best gerist í heiminum! Er þetta áhyggjuefni? Nei. Þetta er að sjálfsögðu fagn- aðarefni. Hitt er áhyggjuefnið að menn skuli láta niðurskurð- arpólitíkusana ráða för í velferð- arþjónustunni. Þeir hafa m.a. fryst framlög til Landspítala – háskóla- sjúkrahúss að raungildi frá alda- mótum. Hvað hefur það þýtt? Eftir því sem spítalinn hefur sinnt hlutverki sínu betur – lækn- að fleiri viðbeinsbrotna og gert lífið bærilegra fyrir nýrnasjúka – þeim mun meiri hefur hallinn orðið! Og þá væntanlega, því óá- byrgari hefur rekst- urinn verið talinn! Að sjálfsögðu er það ekki svo. Þegar rík- isstjórnin „jók“ fram- lög til LHS á síðustu metrum fjárlagaum- ræðunnar urðum við vitni að pólitískum loddaraskap, sem reyndar einkenndi alla fjárlagavinnuna. Skorið hafði verið við nögl í upphafi, á nán- ast öllum sviðum. Síð- an kom góða kosn- ingavæna ríkisstjórnin og greiddi götu allra þjakaðra. Þar á meðal sjúkrahúsa sem rekin voru „með halla“. Í mínum huga er halli sjúkrahúsanna ekki stóra áhyggjuefnið – heldur stjórnmálamenn sem búa hann til – og kannski líka, alla vega í sumum tilvikum, fjölmiðlar sem leyfa þessu sjónarspili rík- isstjórnarinnar að viðgangast átölulaust. Um hallarekstur á sjúkrahúsum Ögmundur Jónasson fjallar um rekstur sjúkrahúsa Ögmundur Jónasson » Í mínumhuga er halli sjúkrahúsanna ekki stóra áhyggjuefnið – heldur stjórn- málamenn sem búa hann til ... Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.