Morgunblaðið - 30.11.2006, Side 34

Morgunblaðið - 30.11.2006, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Katrín MargrétGuðjónsdóttir fæddist í Tóarseli í Breiðdal 10. ágúst 1912. Hún lést á líknardeild LSH á Landakoti að kvöldi þriðjudagsins 21. nóvember síðastlið- ins. Foreldrar hennar voru Jónína Sigurbjörg Eiríks- dóttir frá Búlands- nesi við Djúpavog og Guðjón Jónsson frá Flögu í Skrið- dal. Systkini Katrínar eru Eiríkur Karl, f. 1903, d. 1972, Guðrún Rannveig, f. 1905, d. 1938, Borg- hildur, f. 1907, d. 1990, Hansína, f. 1909, Guðmundur, f. 1911, d. 2006, Sigurbjörg, f. 1914, Jónína Ásgerður, f. 1915, Halldór Óskar, f. 1918, d. 1927 og Unnur, f. 1921. Fósturbróðir þeirra er Óskar Jónsson frá Þorvaldsstöðum. Katrín giftist 1936 Helga Sigur- vini Sigurjónssyni frá Hafnar- firði, f. 1911, d. 1991. Hann var sonur Jónfríðar Halldórsdóttur frá Grundum í Kollsvík við Pat- reksfjörð og Sigurjóns Gunnars- sonar frá Gunnarsbæ í Hafnar- firði. Börn Katrínar og Helga eru: 1) Örn Óskar, f. 1936, maki Svana Sigmundur Geir og Hans Aðal- steinn. Kjördóttir Helga er Guð- rún, dóttir Stefaníu, og fóstur- dóttir þeirra er Anna Vilborg Ómarsdóttir. c) Oddný, f. 1962, maki Sigurgeir Ólafsson. Sonur þeirra er Ólafur. Dóttir Oddnýjar fyrir hjónaband er Kristjana Helga, maki Helgi Ragnar Guð- mundsson og dætur þeirra eru Dagmar Silja, Móey og Dalía Máney. 3) Stefanía Dagný, f. 1941, maki Árni Ragnar Guðmundsson, f. 1935. Börn þeirra eru: a) Ragn- ar, f. 1959, maki Birgitte Bæk Árnason. b) Katrín Helga, f. 1963, maki Haldor Gunnar Haldorsen. Þeirra börn eru Hrafnhildur og Árni Stefán. c) Árdís, f. 1965, maki Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson. Börn þeirra eru Stefanía Kolbrún og Ásbjörn Árni. 4) Guðjón, f. 1943, maki Helga Sigríður Jóhannsdóttir, f. 1943. Börn þeirra: a) Jóhann, f. 1963, í sam- búð með Rakel Kristinsdóttur. b) Kjartan, f. 1972, í sambúð með Söndru Maríu Polanski Steinars- dóttur. c) Katrín Margrét, f. 1974, maki Pétur Arason, börn þeirra eru Sunneva Rán, Þórunn Salka og Pétur Ari. d) Svanborg, f. 1978, í sambúð með Niels Smede- gaard. Dóttir Svanborgar úr fyrri sambúð er Rakel Eva Hove. Katrín var í vist á yngri árum og starfaði einnig við þrif og eld- hússtörf um tíma, en fyrst og fremst var hún húsmóðir. Katrín verður jarðsungin frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jónsdóttir, f. 1939. Börn þeirra eru: a) Anna, f. 1959, maki Egill Guðnason. Börn þeirra eru; Örn, maki Hafdís Búadóttir og eiga þau Hafþór Örn og Heiði Söru, Ragnar og Margrét, maki Guðjón B. Tómasson og eiga þau nýfædd- an son. b) Halldóra Hafdís, f. 1962, maki Friðrik Friðriksson. Dætur þeirra eru Heiðrún Arna og Svana María. c) Jón Örn, f. 1966, maki Nína Borg Reynisdóttir. Börn þeirra eru Reynir Ver, Ólöf Eir og Arna Ósk. d) Helga Margrét, f. 1971, maki Helgi Hauksson. Dóttir þeirra er Hafdís Erla en dóttir Helgu og Hallgríms Kvaran er Anna Kvar- an. 2) Hrafn, f. 1939, maki Sigríð- ur Helga Ólafsdóttir, f. 1941. Börn þeirra eru: a) Katrín, f. 1959, maki Stefán Þór Sigurðs- son. Sonur Katrínar og Gylfa Hilmissonar er Snorri Már. b) Helgi, f. 1961, maki Stefanía Hjartardóttir. Synir Helga og Sig- ríðar Sigmundsdóttur eru: Hrafn, maki Sigríður Elísabet Benedikts- dóttir og sonur þeirra er Helgi, Elskuleg tengdamóðir mín er nú látin. Hún var ein af hvunndags- hetjum þessa lands. Hún fæddist snemma á síðustu öld og hefur því lif- að við miklar breytingar í þjóðfélagi okkar, flestar til framfara en henni þóttu þær nú ekki allar til góðs. Katr- ín bjó í sinni eigin íbúð fram undir það síðasta og sá um sig sjálf. Hún var alltaf vel til höfð og fín. Litlu Rakel okkar sem á heima í Danmörku þótti það mjög fínt þegar hún heimsótti langömmu sína um síðustu jól að langamma var með naglalakk, það var toppurinn. Kvöldið áður en hún átti að leggjast inn á sjúkrahúsið seinni partinn í sumar var hennar að- aláhyggjuefni að hún væri ekki nógu góð um hárið og sem betur fer gat ég bjargað því. Já, elsku Katrín, margs er að minn- ast, ég veit að um þig gæti ég skrifað margar blaðsíður, en ég veit að það væri þér ekki til þægðar. Mín fyrsta minning er þegar ég aðeins sextán ára gömul kom með Guðjóni syni þín- um inn á heimili ykkar Helga, ég ætl- aði að reyna að komast óséð inn til hans, en var gripin glóðvolg og boðið til stofu upp á mjólk og kökur. Hans- ína systir þín var í heimsókn hjá þér og ekki leið á löngu þar til að þið syst- ur náðuð ykkur á strik með glens og spaug eins og ykkur einum var lagið, svo feimnu stelpunni þótti nóg um. En það var ekki allt búið, þegar tími var til að fara heim varð mér á að hneppa lopapeysunni vitlaust og heyrðist í þér „hva stelpa, ertu strax farin að taka framhjá“. Ég komst fljótt að því að hjarta- rými var mikið hjá ykkur Helga. Þið voruð bæði ekki aðeins góðir tengda- foreldrar, heldur einnig góðir vinir mínir sem aldrei bar skugga á. Ykkur munaði ekkert um að bjóða mig vel- komna inn á heimili ykkar, þá ófríska að fyrsta barninu, þótt önnur fjöl- skylda byggi hjá ykkur. Já margs er að minnast, það var nú fjör yfir slát- urkeppunum í gamla daga, þá fékk nú ýmislegt að fjúka. Þú elskaðir að tala um Breiðdalinn sem fóstraði þig fyrstu tuttugu æviárin og margar góðar sögur sagðir þú okkur öllum frá uppvexti þínum og systkina þinna. Á seinni árum hafði Guðjón það fyrir reglu þegar hann vegna vinnu sinnar ók um Breiðdalinn að hringja í þig og það þótti þér vænt um. Þú sagðir mér frá því þegar þú sem ung kona komst til Reykjavíkur og varst í vist hjá góðu fólki, og hvernig þú kynntist Helga. Þeir eru ófáir sokkarnir og vett- lingarnir sem barnabörnin og barna- barnabörnin og nú barnabarnabarna- börnin hafa þegið úr hendi þinni, svo ekki sé talað um hekluðu teppin sem við eigum öll eftir þig og nú síðast bangsarnir og litlu hundarnir sem þú, orðin nærri blind, varst að prjóna í Þorraseli. Enda er það áhyggjuefni hjá yngstu kynslóðinnni hver eigi nú að prjóna á þau. Það er söknuður í huga okkar sem syrgjum góða konu sem aldrei mikl- aðist af verkum sínum, en átti alltaf til hrós handa öðrum. Elsku Katrín, takk fyrir allt, ég veit að nú ert þú komin til ástvinarins og saman vakið þið yfir okkur öllum. Þín tengdadóttir Helga S. Jóhannsdóttir. Amma mín var einstök kona, hún deildi lífsgleði og ástríki með því fólki sem var samferða henni á lífsleiðinni. Við tókum oft tal saman og höfðum bæði gagn og gaman af, og mikið var tíminn fljótur að líða. Mannleg samskipti og hannyrðir voru hennar líf og yndi, fram á síðasta dag var hún að hugsa fyrir því hvern- ig hún gæti glatt aðra með hannyrð- um sínum. Hún var ótrúlega iðin, umhyggju- söm og glaðlynd. Hún fylgdist vel með öllu og okkur öllum. Öll þjóðleg málefni voru meðal áhugamála henn- ar. Amma mín átti góða ævi með afa, börnunum þeirra og barnabörnum sem öll nutu návistar hennar ríku- lega. Hlýjar og bjartar eru minningar mínar og fjölskyldu minnar um góða og skemmtilega ömmu sem nú er lát- in 94 ára að aldri. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi’ og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Katrín Hrafnsdóttir og fjölskylda. Elsku amma mín, Katrín Margrét Guðjónsdóttir, lést á líknardeild Landspítalans að kvöldi þriðjudags- ins 21. nóvember síðastliðins 94 ára að aldri. Hún átti stóran hluta af mínu hjarta og ég sakna hennar sárt. Amma fæddist í Tóarseli í Breið- dal, sú sjötta í röð 10 systkina. Hún var fyrsta barn langömmu og langafa sem fæddist í Tóarseli, en þangað fluttu þau frá Borg í Skriðdal. Hún ólst upp við ástríki hjá foreldrum sín- um og Halldóru, móðursystur lang- afa, sem var þeim systkinum sem amma. Amma talaði oft um æsku sína, hve kátt var á hjalla hjá þeim börnunum og hún elskaði dalinn sinn og sveitina. Hún var alin upp við nægjusemi og snyrtimennsku og þau börnin skorti ekkert þótt stundum hafi verið Katrín Margrét Guðjónsdóttir ✝ Systir okkar og mágkona, KRISTNÝ ÓLAFSDÓTTIR, (Nýja í Gíslholti), Vestmannaeyjum, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 24. nóvember, verður jarðsett frá Landakirkju laug- ardaginn 2. desember nk. kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Sigríður Ólafsdóttir, Tryggvi Sigurðsson, Guðjón Ólafsson, Hólmfríður Ólafsdóttir, Jón Ólafur Vigfússon, Selma Pálsdóttir, Nanna Guðjónsdóttir og aðrir ættingjar. ✝ Elskuleg konan mín, INGIBJÖRG SÓFUSDÓTTIR, Köldukinn 13, Hafnarfirði, lést á Sólvangi þriðjudaginn 28. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Gunnar Guðmundsson. ✝ Okkar ástkæri vinur, faðir, tengdafaðir, bróðir og mágur, GUNNAR M. SIGURÐSSON (Gunni Sig.) starfsmaður Vífilfells, Álfaskeiði 76, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, föstudaginn 1. desember, kl. 13.00. Aðalbjörg Sigþórsdóttir, Sigurður Örn Gunnarsson, Sif Heiða Guðmundsdóttir, Hilmar Örn Gunnarsson, Ólöf Jónsdóttir, Aðalbjörg Gunnarsdóttir, Höskuldur Þór Höskuldsson, Sigríður Ósk Zoëga Sig., Guðmundur Smári Tómasson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ELSA KRISTJÁNSDÓTTIR, Húnabraut 20, Blönduósi, lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi laugar- daginn 25. nóvember. Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju laugar- daginn 2. desember kl. 14.00. Hallbjörn Reynir Kristjánsson, Kristján Þór Hallbjörnsson, Hanna Þórunn Skúladóttir, Margrét Hallbjörnsdóttir, Kristján Kristófersson, Magnús Bergmann Hallbjörnsson, Vigdís Thordersen, Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson, Birna Bjarnarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Minn elskulegi faðir, tengdafaðir og afi, ÞORKELL GUNNAR SIGURBJÖRNSSON, Sigtúni 29, Reykjavík, var af englum himins borinn inn í dýrð Drottins er himinsins hlið opnuðust fyrir honum þegar hann andaðist á líknardeild Landakotsspítala að morgni þriðjudagsins 28. nóvember. Útför hans verður gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn 8. desember kl. 13:00. Þeim sem vilja heiðra minningu hans er bent á Biblíusjóð Gídeonfé- lagsins, sími 562 1870 og uppbyggingu æskulýðsmiðstöðvar KFUM í Vatnaskógi, sími 588 8899. Sigurbjörn Þorkelsson, Laufey G. Geirlaugsdóttir, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, Páll Steinar Sigurbjörnsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, MARTHA KRISTJÁNSSON, Brúnastekk 2, Reykjavík. sem andaðist fimmtudaginn 23. þ.m. verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. desem- ber kl 13.00 Blóm eru afþökkuð en þeir sem vilja minnast hennar eru vinsamlegast beðnir að láta Styrktarsjóð Fóstbræðra, í síma 565 7253, njóta þess. Vala Kristjánsson, Pétur H. Snæland, Brynja Kristjánsson, Óskar Sigurðsson, Hedwig Pulides, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, ÖRN STEINAR ÁSBJARNARSON, Þorgrímsstöðum, verður jarðsunginn frá Tjarnarkirkju, Vatnsnesi, laugardaginn 2. desember kl. 14:00. Kristín Guðjónsdóttir, Ásbjörn Guðmundsson, Þorbjörg Ásbjarnardóttir, J. Óskar Sigurbjörnsson, Margrét Ásbjarnardóttir, Þorvaldur Kristjánsson, Ásbjörn, Alexander og Þorvaldur Örn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.