Morgunblaðið - 30.11.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.11.2006, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Butlerinn 2. desember Íslandsmót í Butlertvímenningi fer fram í húsnæði Bridssambands Ís- lands laugardaginn 2. desember en ekki 2. janúar eins og misritaðist í þættinum sl. miðvikudag. Spilamennska hefst klukkan 11:00 að morgni. Spilamennsku er háttað eins og verið sé að spila í sveita- keppni, skor reiknað út í impum. Þetta mót er nýtt af nálinni og öllum opið. Skráning á síðu BSÍ og í símum 587 9360 eða 898 7162. Bridsfélag Kópavogs „Formannssveitin“ hefur tekið af- gerandi forystu í aðalsveitakeppni fé- lagsins eftir fjóra leiki. Spennan um næstu sæti er mikil. Staða efstu sveita: Loftur Pétursson 73 Birgir Örn Steingrímsson 72 Allianz 71 Sigurður Sigurjónsson 71 Bridsfélag Selfoss og nágrennis Sigfúsarmótinu lauk fimmtudags- kvöldið 16. nóvember sl. Þessir spil- arar urðu efstir: Björn Snorrason – Guðjón Einarsson 157 Guðmundur Gunnarsson – Daníel Sigurðsson/Þórður Sigurðsson 128 Þröstur Árnason – Ríkharður Sverrisson 63 Helgi G. Helgas. – Kristján M. Gunnarss. 51 Hraðsveitakeppni félagsins hófst síðan 23. nóvember sl. Í mótinu spila átta sveitir, og var pörum skipt í tvo flokka og dregið saman eitt par úr hvorum flokki í sveitirnar. Mótið tek- ur þrjú kvöld. Efstu sveitir eru nú: Anton, Pétur, Gunnar H., Stefán og Sigfinnur 553 Guðjón, Björn, Kjeld, Eyjólfur og Höskuldur 544 Brynjólfur, Guðmundur T, Grímur og Sig- urður V. 534 Þá er árangur para reiknaður út með butlerútreikningi. Þessi pör eru efst: Gunnar B. Helgas. – Sigfinnur Snorras. 0,33 Guðjón Einarss. – Höskuldur Gunnarss. 0,20 Kjeld Soegaard – Eyjólfur Sturlaugss. 0,18 Nánar má finna um gang mála á heimasíðu félagsins, www.bridge.is/ bsel. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 21 nóv. var spilað á 11 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Óskar Karlsson – Júlíus Guðmss. 278 Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 268 Albert Þorsteinss – Sæmundur Björnss. 265 A/V Jón Hallgrímsson – Bjarni Þórarinss. 245 Guðm. Bjarnason – Jón Ó. Bjarnas. 239 Kristján Þorláksson – Jón Sævaldss. 229 Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 229 Föstudaginn 24. nóv. var spilað á 13 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Magnús Oddss. – Magnús Halldórsson 398 Sæmundur Björnss. – Albert Þorsteinss. 367 Ragnar Björnss. – Gísli Víglundsson 354 Júlíus Guðmss. – Óskar Karlsson 347 A/V: Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 369 Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 350 Jón Hallgrímsson – Bjarni Þórarinsson 341 Guðm. Bjarnason – Jón Ó. Bjarnason 336 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 27.11. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig og árangur N–S þessi: Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 255 Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 252 Viggó Nordqvist – Gunnar Andrésson 241 Árangur A–V: Gísli Víglundsson – Oliver Kristóferss. 255 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 242 Helgi Hallgrímsson – Jón Hallgrímsson 235 Sigurður og Björn Siglu- fjarðarmeistarar í tvímenningi Mánudaginn 20. nóvember lauk Siglufjarðarmóti í tvímenningi. Siglu- fjarðarmeistarar árið 2006 í tvímenn- ingi urðu þeir Sigurður Hafliðason og Björn Ólafsson sem sigruðu með miklum yfirburðum, en þeir tóku for- ustuna snemma og héldu henni til loka. Spilaður var barómeter, 16 para riðill, sex spil milli para, eða alls 90 spil. Úrslit urðu þessi: Sigurður Hafliðason – Björn Ólafsson 144 Guðlaug Márusd. – Ólafur Jónsson 85 Reynir Karlsson – Júlía Óladóttir 82 Birgir Björnss. – Þorsteinn Jóhanness. 77 María Guðfinnsd. – Örn Þórarinsson 64 Næsta mánudag, 27. nóvember, hefst þriggja kvölda hraðsveita- keppni þar sem raðað er saman í sveit efsta og neðsta pari úr tvímenningn- um, næstefsta og næstneðsta pari og áfram. Það er síðasta spilamennskan fyrir jól, sem lýkur 11. desember. Föstudaginn 29. desember verður síðan spilað árlegt minningarmót um Benedikt Sigurjónsson, fyrrverandi félaga, sem féll frá fyrir aldur fram. Spilaður er tvímenningur, baróme- ter, samkvæmt venju. Nú er bronsstigabaráttan komin á fullt og barist um hvert stig sem aldr- ei fyrr. Staða efstu spilara er nú þessi: Guðlaug Márusdóttir 82 Ólafur Jónsson 82 Sigurður Hafliðason 74 Björn Ólafsson 74 Friðfinnur Hauksson 65 Hreinn Magnússon 65 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 26.11. var spilaður eins kvölds Monrad-barómeter. Stjórnandi var Jóhann Sigurðarson. Spilað var á 13 borðum. Hæsta skor: Þorleifur Þórarinss. – Skúli Sigurðsson 417 Jón Jóhannsson – Birgir Kristjánsson 405 Magnús Sigurbjs. – Ráðhildur Sig. 396 Þórir Jóhannss. – Sigurður Sigurðars. 395 Sigurjóna Björgvd. – Karólína Sveinsd. 382 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14, á sunnudögum kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Þegar laufin voru að falla af trján- um og svipur haustins færðist yfir af fullum þunga komu spilafélagar úr Hreppum saman í félagsheimilinu á Flúðum og hófu sína árlegu spila- mennsku. Spilað er á mánudags- kvöldum og hefur keppni verið lífleg og skemmtileg. Ekki spillir fyrir að Guðmundur húsvörður á alltaf gott með kaffinu. Fyrir nokkru lauk einmennings- keppni á hausti. Nú hefur verið tekið til við tvímenningskeppni og er spil- að á sex borðum. Röð efstu manna í einmennings- keppninni varð þessi: Ari Einarsson 95 Knútur Jóhannesson 87 Karl Gunnlaugsson 79 Anna Ipsen 79 Magnús Gunnlaugsson 78 Bjarni H. Ansnes 76 Margrét Runólfsdóttir 76 Guðmundur Böðvarsson 74 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson. Hreppamenn Það er jafnan létt yfir spilurum þegar þeir takast á í Huppu- sal. Á myndinni eru Gunnar Marteinsson, Ingibjörg Steindórsdóttir, Viðar Gunngeirsson og Loftur Þorsteinsson. Líflegt hjá Hreppamönnum Begga, manstu þeg- ar við hittumst fyrst heima hjá sameigin- legum vini fyrir tveimur og hálfu ári. Þá komstu í heimsókn ásamt þáver- andi kærasta og þá gerðist eitthvað undursamlegt í hjartanu á mér, ég kynntist þér. Fallegri stelpu hafði ég ekki séð og allir sem voru þarna eftir að þið fóruð vissu að eitthvað fór í gang í hjartanu á mér því ég gat ekki hætt að tala um þig við strákana. En af því að þú varst í sambandi lét ég kyrrt liggja og þá fór hjartað í dvala, en svo gerðist það í endaðan janúar á þessu ári að hjartað mitt vaknaði úr dvala og sprakk út eins og rauð falleg rós. Þegar við byrjuðum saman 13. febrúar fann ég hinn helminginn af hjartanu mínu, þig Begga, þú full- komnaðir mig, bestu mánuðir lífs míns og þú með mér. Það er mér mjög minnisstætt þegar við fórum í sumar til Akur- eyrar og í útilegurnar með Pjölla í Berserkjahraun og 28. október bað ég um hönd þína og þá gerðirðu mig að hamingjusamasta strák í heimi. En svo gerðist það sem mér gat aldrei dottið í hug að myndi gerast, þín var þörf annars staðar. Ég veit að þú ert með Sæunni og Spora á betri stað og ég veit að ég mun hitta þig aftur, elskan mín, þegar minn tími kemur, ég sakna þín svo mikið ástin mín. Þetta er búið að vera svo erfitt án þín því að þú fullkomnaðir Berglind Elínardóttir ✝ Berglind fædd-ist í Reykjavík 21. júlí 1982. Hún lést í Reykjavík 4. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð í kyrr- þey frá Mosfells- kirkju 15. nóvem- ber. mig, ástin mín, ég elska þig og mun allt- af gera. Ég mun alltaf vera þinn larfur, ástin mín, það senda allir kveðju af Skaganum, mamma, pabbi, Dimma og Hektor. Það sakna þín allir, elskan mín. Ég og þú verðum alltaf eitt. Drottinn, ég fel þér líf mitt og framtíð alla. Þú ert engum nær en þeim sem lifa og syrgja. Umvef Berg- lindi kærleiksörmum og gef ástvin- um hennar styrk og huggun. Drott- inn, vertu hjá mér núna og alla daga. Þinn að eilífu Árni. Elsku Berglind frænka, ég mun alltaf sakna þín og ég vil þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góð við mig. Ég mun aldrei gleyma þér, Berglind mín. Þinn uppáhaldsfrændi Birkir Magnús. Elsku Begga mín. Ég trúi ekki að þú sért farin og komir ekki aftur. Símtalið sem ég fékk var eins og stunga í hjartað þegar mér var til- kynnt að þú værir farin. Ég gleymi því aldrei þegar við kynntumst, við vorum að vinna sam- an á Aktu taktu og þetta var frekar súr dagur. Þá kom til mín þessi stelpa með síða ljósa hárið sem geislaði af gleði. Þú komst til mín og þurftir ekki annað en brosa til mín og ég var komin í gott skap. Því þeg- ar þú brostir þínu fallega brosi þá brostu allir í kringum þig. Og ég tala nú ekki um þegar þú byrjaðir að hlæja, þú varst með svo smitandi hlátur og þau voru ekki fá skiptin sem við lágum og grenjuðum úr hlátri yfir okkar einkahúmor. Það var húmor sem enginn mun skilja nema við tvær. Kisurnar þínar voru þér allt og þegar ég kom til þín í heimsókn sagðirðu mér svo margar sögur af þeim og sagðir mér hvað þér þætti vænt um þær. Og það sást og sann- aðist hvað þú elskaðir kisur yfir höf- uð þegar þú tókst að þér kisuna hennar Sæunnar heitinnar. Þegar ég flutti á Selfoss hringd- umst við á reglulega til að slúðra hvor í aðra og það var svo mikill spenningur að hringja í þig því þú varst klárlega með allt slúður tilbúið til að segja mér frá, og að sjálfsögðu hlógum við dátt þegar við vorum búnar að fræða hvor aðra um alls- kyns sögur. Á tímabili var ég með mikla heimþrá og vildi mest af öllu komast til Reykjavíkur og vera hjá ástvin- um mínum. Þá gat ég hringt í þig og það skipti þig engu máli hvenær ég hringdi, þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla og reyna að hughreysta mig. Þú varst nú ekki tilbúin að ljúka neinu samtali við mig nema vera alveg viss um að mér liði vel. Svo þegar ég kom í bæinn hringdi ég alltaf í þig og við fórum yfirleitt saman á kaffihús og var uppáhaldið þitt að fara á Svartakaffi og fá þér súpu í brauði. Það er sárt að kveðja þig en það er víst satt að þeir deyja ungir sem guðirnir elska og það skil ég full- komlega því það er ekki hægt að komast hjá því að þykja vænt um þig og elska. Þetta eru erfiðir tímar hjá öllum þeim sem fengu að kynnast þér, en eitt máttu vita, elsku Begga mín, að þú átt stóran part af hjarta mínu um ókomin ár og ég mun aldrei gleyma þér. Ég kveð þig nú með örfáum orð- um, elsku vinkona mín, og ég veit að við hittumst aftur. Megir þú hvíla í friði. Ég sakna þín sárt. Þín vinkona Svanhildur (Svansý). Ég kom fyrst í Vill- inganes fyrir rúmum tveim áratug- um þá nýkominn prestur að Mæli- felli. Þá bjuggu þar systkinin Aðalsteinn og Guðrún eða Alli og Gunna, eins og þau voru tíðast nefnd af sveitungunum, í Nesi, ásamt frænda sínum ungum, Sigurjóni Val- garðssyni, sem þá hafði nýlega gerst heimilismaður hjá þeim. Að koma í Nes var eftirminnileg- ur atburður. Húsakynni nokkuð forn, timburhús tvílyft með torfþaki og kjallara, niðurgröfnum, þar sem fátt var um nútímaþægindi og bú- skaparhættir enn upp á gamla móð- inn. En okkur var tekið af mikilli gest- risni og hlýju og leidd til eldhúss, þar sem var góður hiti frá olíukyntri eldavél, en gamlir munir báru með sér andblæ hins liðna. Virkaði kannski eins og tíminn hefði svolítið staðið kyrr í Nesi. Spjallað var við eldhúsborðið, meðan Gunna bar fram kaffi í rós- óttum bollapörum. Þau systkinin voru ræðin, fróð og minnug, sögðu vel frá. Alli bauð í nefið og Gunna kveikti sér í sígarettu, sem hún sagði vera aldeilis nauðsynlegt til að viðhalda góðri heilsu. Maður hafði á tilfinningunni, að hér færi fólk, sem færi sínar eigin leiðir í lífinu og léti ekki segja sér fyrir verkum. Það leyndi sér ekki, að þeim var annt um Aðalsteinn Eiríksson ✝ AðalsteinnEiríksson fædd- ist í Villinganesi í Tungusveit í Skaga- firði 13. september 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga á Sauðárkróki 2. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Goðdalakirkju þriðjudaginn 18. október. jörðina sína og skepn- urnar. Þau voru dýra- vinir. Vötnin, sem runnið hafa neðan túns í Nesi, frá örófi alda, vildu þau áfram sjá renna þar. Virkjun við Villinganes var ekki á þeirra óska- lista. Þannig var fyrsta viðkynningin af systkinunum í Nesi, og hún breyttist ekki svo mikið, þótt árin liðu. Þau voru ætíð traustir vinir. Ýmis áföll riðu yfir heimilið á Nesi. Guð- rún brotnaði illa og varð að fara á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Skömmu síðar, eða í febrúar 1999, brann íbúðarhúsið í Nesi til kaldra kola, og varð litlu sem engu bjargað af innanstokksmunum. Þar misstu þau systkinin margt gamalla muna, sem ekki urðu bættir. Þessu áfalli sem og öðru í lífinu tóku þau með einstöku jafnaðargeði og heyrðust aldrei kvarta. Víl og uppgjöf þekkt- ist ekki í þeirra orðasafni. Nýtt íbúð- arhús reis í Nesi, sem var tilbúið strax hið næsta sumar. Búsforráðin fékk Alli í hendur frændanum, Sig- urjóni, en sjálfur flutti hann til Sauð- árkróks inn á Dvalarheimili aldr- aðra, þjónustudeild þar sem hann átti samastað lengst af upp frá því. Á Dvalarheimilinu átti Alli góð ár. Hann fann sér ævinlega nóg við að vera, var duglegur að taka þátt í tómstundastarfi og spjalla, eða hringja í vini og kunningja úti um hérað, og stundum brá hann sér líka í heimsókn til þeirra meðan heilsa leyfði. Systur sína annaðist hann af mik- illi alúð síðustu æviár hennar á Sjúkrahúsinu, er hún var bundin við hjólastól vegna lömunar, stytti henni stundirnar og las fyrir hana, þar var fagur vitnisburður um ævi- langt vináttusamband þeirra systk- inanna, sem ekki bar skugga á. Guðrún lést í ágústmánuði 2003. Síðustu árin var heldur tekið að draga af Alla, vini mínum, hann varð að flytjast á hjúkrunardeild, heilsan var lakari, lungun voru farin að gefa sig, og hann varð að vera tengdur við súrefniskút nótt sem nýtan dag. Aldrei heyrði ég hann kvarta yfir hlutskipti sínu, en þakklæti jafnan efst í huga fyrir aðhlynningu alla, er hann naut frá hendi góðs starfsfólks. Sinni meðfæddu rósemi og glöðu lund hélt hann til hinstu stundar. Ævinlega gat Alli sagt mér eitthvað í fréttum, er ég leit inn til hans á Heilbrigðisstofnuninni. Hann fylgd- ist sérlega vel með öllu, sem var að gerast í kringum hann. Það fór fátt framhjá honum Alla heima í sveit- inni hans og héraði. Þar gat maður sjaldan sagt honum neinar nýjar fréttir, hann vissi það allt fyrir. Og landsmálin hafði hann á hreinu. Hann sagði frá á sinn sérstaka hátt, hlýr og glettinn, sá oft spaugilegu hliðarnar á tilverunni og blandaði mál sitt græskulausu gamni og ýmis tilsvör hans lifa í huga samferða- fólksins. Alli lést á Sjúkrahúsinu 2. okt. sl. á afmælisdegi systur sinnar. Aldurinn var orðinn nokkuð hár og kallið kom snöggt, en hann var ferðbúinn, hvenær sem það kæmi. Útför hans fór fram frá Goðdala- kirkju 17. okt. í fögru haustveðri og að viðstöddu fjölmenni. Þar hvíla þau nú systkinin hlið við hlið, en minningin geymist. Í minningunni um þau býr hlýr hugur samferða- fólksins. Bæði verða þau mér eft- irminnileg hvort á sinn hátt fyrir þau sönnu lífsgildi, er þau höfðu jafnan í heiðri með lífi sínu og starfi, sem okkur öllum er hollt að leggja rækt við. Það var ávinningur að kynnast þeim. Ég þakka þeim samfylgdina og góðar stundir sem ylja. Guð blessi minningu systkinanna í Nesi. Drottinn minn, gef þú dánum ró, hinum líkn er lifa. Ólafur Þ. Hallgrímsson, Mælifelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.