Morgunblaðið - 30.11.2006, Side 39

Morgunblaðið - 30.11.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 39 Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Geymum hjólhýsi, fjallabíla og fleira. Húsn. er loftræst, upphitað og vaktað. Stafnhús ehf., símar 862 1936 - 899 1128. Geymslur Þjónusta Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir og endurnýjun raflagna. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is Bílar Til sölu vegna veðurs Dodge RAM 1500 árg. 2003, ekinn 84 þ. km, næsta skoðun 2007. HEMI Magnum V8-5.7 l, 345 hestöfl. Heilsársdekk á 20” krómfelgum, leður, geislaspilari og DVD spilari með tveimur þráðlaus- um heyrnartólum. Bíllinn er skráður 6 manna, pallhús og vetrardekk á 17” felgum fylgja. Verð 2.640 þ. Nánari upplýsingar veitir Ólafur, or@os.is. Athugið að nýjasti veðurhaunkurinn, Hálfdán, hefur setið í bílnum! Verðhrun á bílum! Nýlegir bílar frá öllum helstu fram- leiðendum allt að 30% undir mar- kaðsverði. Bestu kaupin valin úr 3 m. nýrra og nýlegra bíla í USA og Evrópu. Íslensk áb. og bílal. 30 ára traust innflutningsfyrirtæki. Fáðu be- tra tilboð í síma 552 2000 eða á www.islandus.com. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2006, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Mótorhjól JÓLATILBOÐ Eigum eftir nokkrar vespur 50cc 4- gengis í 3 litum. Hjálmur fylgir 149 þ. Samsettar og götuskráðar. Einnig eru hjólin fáanleg ósamsett og óskráð á 119 þ.. Hjálmur fylgir. Þú setur þær saman sjálfur og getur fengið leið- sögn ef með þarf. Vélasport Sölusímar 578 2233 og 845 5999. Þjónusta og viðgerðir Sími 822 9944. MÓTORHJÓL Hippi 250 cc, verð 395 þús. með götuskráningu, 3 litir. Racer 50 cc, verð 245 þús. með götuskráningu, 3 litir. Dirt Bike (Enduro) 50 cc, verð 188 þús. með götuskráningu, 2 litir. Vélasport Sölusímar 578 2233 og 845 5999. Þjónusta og viðgerðir Sími 822 9944. Til sölu Hyundai Accent 1500 árg. ‘98, ek. 82 þús., Sk. 07, sjálfsk. rafm. í rúðum. Lítur mjög vel út. Verð 170 þús. Uppl. í síma 847 9650. Bílar aukahlutir plexiform.is, Dugguvogi 11. Nýtt útlit á bílinn, saumum og pöntum áklæði úr leðri í flesta bíla, sport- legt útlit ef óskað er. Aftursæti er hægt að breyta í stíl við sport- stóla. Uppl. í síma 555 3344. Óska eftir Kaupi jazzplötur (lp). Kaupi vinyl- plötur (lp, 45). Borga betur en aðrir, helst jazz en annað kemur til greina. Kaupi líka stærri söfn. Sími 699 3014. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Smáauglýsingar sími 569 1100 TÍMARITIÐ Gestgjafinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og býður því landsmönnum til veislu föstudaginn 1. desember. Veislan verður haldin í 9 matvöru- verslunum í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri og öllum Íslendingum er boðið. Afmælisfagnaðurinn byrjar klukkan 15 og stendur á meðan veit- ingarnar duga. Boðið er upp á ljúf- fengt hreindýrapaté, sem Úlfar Finnbjörnsson býr til, og konfekt frá Nóa Siríusi. Daginn áður, eða 30. nóvember, kemur jólablað Gestgjaf- ans í verslanir með fjölmörgum upp- skriftum að jólamatnum. Blaðið er 188 síður að stærð. Afmælisveislan verður föstudag- inn 1. desember kl. 15, í þessum verslunum: Hagkaupum, Smáralind, Kringl- unni og Skeifunni Nettó, Mjódd og Akureyri Nóatúni, Grafarholti, Nóatúni og Selfossi Fjarðarkaupum, Hafnarfirði 25 ára afmæli Gestgjafans FRÉTTIR 2,2 hektara landfylling Í GREIN okkar Bjarna Dags Jóns- sonar um landfyllingu á Seltjarn- arnesi „Bónus á leið af Seltjarn- arnesi“, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, er meinleg villa. Þar er talað um 22 hektara landfyllingu, á að vera 2,2 hektarar. Arnþór Helgason. Fjórar söngkonur Í GREIN í Morgunblaðinu í gær um aldarminningu sr. Garðars Þor- steinssonar var mishermt að þrjár söngkonur úr Kór Hafnarfjarð- arkirkju frá tíma sr. Garðars myndu syngja í hátíðarmessu í Hafnarfjarð- arkirkju nk. sunnudag. Hið rétta er að þær eru fjórar, nafn Guðnýjar Árnadóttur féll því miður niður. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT HÁTÍÐARATHÖFN í kapellu Há- skóla Íslands fer fram í dag, fimmtudaginn 30. nóvember, eftir gagngera endurnýjun kapellunnar. Biskup Íslands Karl Sigurbjörns- son mun af þessu tilefni syngja messu. Organisti verður Hörður Áskelsson söngmálastjóri og Kvennakór Háskóla Íslands undir stjórn Margrétar Bóasdóttur leiðir safnaðarsöng. Athöfnin hefst kl. 12. „Kapella Háskóla Íslands hefur á yfirstandandi hausti hlotið gagn- gera endurnýjun sem miðað hefur að því að færa hana til upprunalegs útlits en kapellan þótti á sínum tíma einstaklega fögur. Við athöfnina verða tekin í notk- un kaleikur og patína sem ásamt hökli eru gjafir frá afkomendum sr. Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili en nú eru 150 ár liðin frá fæðingu hans,“ segir í tilkynningu. Háskólakapellan var vígð sunnu- daginn 16. júní 1940, daginn áður en háskólabyggingin sjálf var vígð og raunar hófst sjálf vígsluathöfn háskólabyggingarinnar með guðs- þjónustu í kapellunni. Guðjón Sam- úelsson húsameistari réð útliti kap- ellunnar og var leitast við að hafa allt sem vandaðast innan hennar. Kapella HÍ opnuð á ný með helgiathöfn NÚ ER jóla- mjólkin kom- in aftur á markað um land allt og af því tilefni hef- ur vefurinn jolamjolk.is verið opn- aður. Á vefn- um er að finna ýmislegt efni tengt jólunum, s.s. spurningaleik með glæsilegum verðlaunum, litabók fyrir yngstu börnin, jólauppskriftir, rafræn jólakort og ýmislegt um jólasveinana. Frá 1. til 24. desember verður á síðunni jóladagatal með opn- anlegum gluggum fyrir yngstu börnin. Vefurinn jolamjolk.is opnaður HALLDÓRA Arnórsdóttir hefur opnað verslunina Kvenlegar listir í Hlíðasmára 15 í Kópavogi. Nafnið er fengið frá sr. Sveini Ólafssyni presti í Vallarnesi á Hér- aði. Hann orti árið 1654 heilræða- kvæði til Guðríðar Gísladóttur um þær kvenlegu listir, sem hún yrði að nema áður en hún giftist. „Bið ég að þú lærir bestu hannyrðir,“ kvað klerkurinn. Í Kvenlegum listum er fjölbreytt úrval af flestu því sem til þarf til útsaums, meðal annars garn úr bómull, ull og silki. Mikið úrval er af bókum og blöðum til útsaums, frá meðal annars Inspirations og Country Bumpkin. Að auki fæst prjónagarn frá hinum þekkta danska hönnuði Marianne Isager, ásamt uppskriftum hennar. Einnig er í versluninni að finna hönnun frá Helgu Isager, sem er ungur og upprennandi prjónahönnuður. Þá verður boðið upp á nýjungar í þrykki, úrval af mismunandi þrykkilitum og -festum sem gefa spennandi áferð. „Í búðinni er góð vinnuaðstaða og þar með góð aðstaða til nám- skeiðahalds. Því er hægt að koma á námskeið í Kvenlegum listum í öllu því sem í boði er í búðinni, það er í útsaumi, prjóni og þrykki. Í versl- uninni er góð aðstaða til að setjast niður, fá sér kaffi og skoða gott úr- val af bókum og blöðum um allra handanna handverk,“ segir í frétta- tilkynningu. Verslunin Kvenlegar listir opnuð í Kópavogi Konurnar í Kvenlegum listum Erla Hrönn Sigurðardóttir, textílkennari, til vinstri, og Halldóra Arnórsdóttir, eigandi verslunarinnar. ELDASKÁLINN, sem selur inn- réttingar í eldhús, baðherbergi og svefnherbergi, flutti nýlega úr Brautarholti 3 í Ármúla 15. Fyr- irtækið var stofnað fyrir 25 árum en í Eldaskálanum hafa menn fengið að kynnast innréttingunum frá danska fyrirtækinu Invita. Í Eldaskálanum er lögð áhersla á persónulegt eldhús og gæði og eru Invita-innrétting- arnar með 20 ára ábyrgð, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Eldaskálinn var fyrst á Grens- ásvegi en hefur verið í 20 ár í Braut- arholti. Húsnæðið í Ármúlanum er mun stærra en í Brautarholti og leiðir það til þess að hægt er að leggja meiri áherslu á að sýna eld- húsin, baðherbergisinnréttingar og rennihurðir fyrir svefnherberg- isskápa en gert hefur verið. Auk innréttinga eru seld ítölsk og þýsk ljós í Eldaskálanum sem er í samvinnu við ýmsa aðila varðandi sölu á vönduðum heimilistækjum, gólfefnum, hreinlætistækjum, hús- gögnum og öðru sem þarf við upp- byggingu heimilisins. Eldaskálinn flytur í Ármúla 15 Nýr Eldaskáli Erlingur Friðriksson (t.h.), eigandi Eldaskálans, og Egill Sveinbjörnsson sölumaður, við rauða háglansinnréttingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.