Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 40

Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 40
|fimmtudagur|30. 11. 2006| mbl.is staðurstund Arnar Eggert Thoroddsen fjallar um hljómsveitarkeppnina GBOB eða Global Battle of the Bands. » 41 af listum Magni lofar snarbrjáluðum tón- leikum í kvöld þegar hann, Dil- ana, Toby og Storm syngja í troðfullri Laugardalshöll. » 43 fólk Tónlistinn þessa vikuna ber merki um að jólin nálgast óð- fluga. Jólaplötur eru í fyrsta og sjötta sæti listans. » 43 tónlistinn Kvikmyndagagnrýnanda þykir lítið til hrollvekjunnar Pulse koma og gefur henni eina stjörnu. » 49 kvikmyndir Pamela Anderson biður fjöl- miðla um að sýna börnum sín- um tillitssemi í umfjöllun þeirra um skilnað hennar. » 51 fólk Þ að var engu líkara en einhvers konar trú- arathöfn væri að hefjast í Kassa Þjóð- leikhússins á þriðju- dagskvöldið þegar blaðamaður leit þar inn. Þrír leikarar stóðu á svið- inu með lokuð augun og hlýddu á seiðandi rödd leikstjórans Giorgos Zamboulakis en þrjátíu manns sátu í salnum og fylgdust með af andakt. Daufur fuglasöngur hljómaði í bakgrunni og hlaut að vera mannanna verk því varla væru aðrir fuglar aktívir á Íslandi í lok nóvember. Auðvitað voru þetta grískir fuglar eins og þeir báðir leikstjórinn og leikmynda- hönnuðurinn Thanos Vovolis sem hingað eru komnir til að sviðsetja Bakkynjur landa síns Evrípídesar; þótt u.þ.b. 2.300 ár skilji á milli þeirra hefur eðli mannskepnunnar lítið breyst á þeim tíma. Einn leik- arinn hafði orð á því við mig eftir á að mest hefði komið sér á óvart hvað þetta eldgamla leikrit væri nútímalegt. Og kannski einmitt þess vegna hefur Evrípídes notið þess vafasama heiðurs um nokkurt skeið að vera sagður mestur mód- ernistinn og realistinn meðal hinna þriggja stóru Grikkja (hinir tveir: Æskýlos og Sófókles) og má þó velta því fyrir sér hvort þar með slíkri nútímatengingu sé fólg- in nokkur upphefð. Glata sakleysinu Bakkynjurnar verða jóla- frumsýning Þjóðleikhússsins í ár og er miklu tjaldað til, auk þeirra tveggja Grikkja sem þegar eru nefndir hefur danskonan Erna Ómarsdóttir tekið að sér að skapa dansa og Atli Ingólfsson skapar tónlist. Hópurinn sem var sam- ankominn í Þjóðleikhúsinu þetta kvöld var námskeiðshópur á veg- um leikhússins sem notið hefur þeirra forréttinda að fylgjast með tilurð sýningarinnar, „glata þó með því sakleysinu“, eins og Gi- orgo orðaði það, því þá mun færra koma þeim á óvart á frumsýning- unni. Hann undirbjó leikarana sína vandlega fyrir þetta fyrsta stefnumót Evrípídesar við íslenska áhorfendur; með handayfirlagn- ingu til þess að ganga úr skugga um að ekkert truflaði orkuflæðið og að áran væri heil, „og til að skapa þeim öruggt rými að vinna í“, svaraði hann spurningu eins áhorfandans sem vildi vita til hvers hann gerði þetta. Einn leik- arinn greip þetta á lofti og sagðist ekki hafa hugmynd um hvers vegna hann gerði þetta en „þetta er mjög þægilegt og virkar vel á mann“. Og víst lofuðu góðu þau þrjú stuttu atriði sem leikararnir sýndu áhorfendum; engu var lík- ara en þeir féllu í hálfgerðan trans eftir handayfirlagningar leikstjór- ans og þyrftu aðstoð hans til að snúa til baka frá heimi goð- sögulegra stærða þegar atriðunum lauk. Besti leikstjórinn Bakkynjurnar eru magnað leik- rit og í anda grískra harmleikja lýsir það ofmetnaði mannsins gagnvart guðunum og hversu herfileg refsing hverjum þeim er búin sem storkar almættinu. Guð- inn Díonýsos er kominn til borg- arinnar Þebu þar sem hinn ungi konungur Penþeifur hefur lýst guðinn ómerkan og til að sýna vald sitt og beygja manninn í duft- ið ærir guðinn konur borgarinnar svo þær hlaupa á fjöll viti sínu fjær og eftir að hafa niðurlægt konunginn með því láta hann klæðast kvenfötum endar hann líf sitt fyrir hendi móður sinnar sem rífur hann í tætlur ásamt kyn- systrum sínum í þeirri trú að hann sé óargadýr. Áhrifarík frásögn þjónsins á drápi konungsins rifjaði upp þá lýsingu á grískum harm- leikjum að þar gerðist allt bita- stætt utan sviðsins og púðrinu væri öllu eytt í að segja frá því. Þá væri betra að sviðsetja aksjón- ina og sleppa talinu. Þessi amer- íska aksjónkenning hrundi eins og spilaborg frammi fyrir þeirri stað- reynd að besti leikstjórinn er ímyndunarafl áhorfandans sjálfs og til að virkja hann þarf ekki nema þrennt; góðan texta, góðan leikara og (góðan) áhorfanda. Þótt varla sé hægt að tala um að ljóstra upp söguþræði 2.300 ára gamals leikrits þá er þó ýmislegt sem rétt er að leyfa áhorfendum að njóta óspillts þegar kemur að frumsýningu. Nútímalegt leikrit „Vinna mín í leikhúsinu beinist að því að gera sýninguna að reynslu fyrir áhorfendur. Hvort reynslan er góð eða slæm skiptir engu máli,“ segir leikstjórinn og bætir því við að þótt mennirnir séu að 99,9 hundraðshlutum eins í eðli sínu sé nær ávallt einblínt á þetta 0,1 prósent sem skilji þá hvern frá öðrum. „Mín vinna snýst um að leggja áherslu á hið sam- mannlega. Bakkynjurnar eru leikrit um sjálfsmynd mannanna og hversu tilbúnir þeir eru til að breyta hug- myndum sínum um sjálfa sig frammi fyrir nýjum og breyttum heimi. Í þeim skilningi er þetta mjög nútímalegt leikrit. Díonýsos er ungur guð og tilbeiðsla hans er að breiðast út. Konungur Þebu gerir lítið úr honum og leyfir sér að efast um guðlegan uppruna hans. Díonýsos ákveður að heim- sækja Þebu og gera mönnum þar ljóst hversu máttugur hann er. Í fylgd hans eru Bakkynjurnar, hópur kvenna sem stýrir blótum og ástríðufullri tilbeiðslunni. Með því að æra konur borgarinnar og senda þær til fjalla lamar guðinn samfélagið, án kvenna hrynur það samstundis. Mín túlkun á verkinu snýst m.a. um að sýna hvað gerist þegar menn viðurkenna ekki hið kvenlega í sjálfum sér og sam- félaginu. Konungurinn safnar liði hermanna til að ganga milli bols og höfuðs á hinum óðu konum. Sú ákvörðun verður honum að falli.“ „Það er mjög auðvelt að skilja þetta leikrit út frá því hvernig við tökum á móti því sem þekkjum ekki og hversu fastheldin við erum á úreltar hugmyndir okkar sjálfra,“ sagði einn leikarinn við mig í lokin, enn titrandi af átökum sínum við hinn forna texta. End- ursköpun og endurnýjun sam- mannlegra gilda voru hugtök sem ég tók með mér út í nóvember- myrkrið. Fall konungs og óðar konur Morgunblaðið/Golli Dramb Frá æfingu í Þjóðleikhúsinu á Bakkynjunum eftir Evrípídesí í leikstjórn Giorgos Zamboulakis. Í Þjóðleikhúsinu standa nú yfir æfingar á jóla- verkefni hússins, Bakkynjunum eftir Evrípídes. Hávar Sigurjónsson leit inn á kynningu sem leikhúsið efndi til í fyrrakvöld. havars@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.